Morgunblaðið - 18.04.1998, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 18.04.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 47 JÓNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR + Jóna Sigríður Jónsdóttir var fædd á Þverlæk í Holtahreppi 21. ágúst 1897. Hún lést á elliheimilinu Grund laugardaginn 4. aprfl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valgerður Bjarnadóttir, f. 28.5. 1859, d. 26.7. 1939, og Jón Jónsson, f. 8.6. 1848, d. 20.3. 1897. Jóna átti þrjú hálfsystkini, Ilelgu og Bjama Gíslaböm og Agústu Jónsdóttur. Þau em öll látin. Hinn 24. október 1920 gekk Jóna að eiga Sigfús Agúst Guðnason frá Skarði í Land- sveit. Foreldrar hans vom Guð- ný Vigfúsdóttir, f. 26. ágúst 1866, d. 21. nóvember 1939, og Guðni Jónsson, f. 25. september 1862, d. 8. apríl 1943, bóndi á Skarði í Landsveit. Starfskrafta Það eru tímamót í lífi mínu. Tíma- mót sem ég vissi að mundu koma. Hún amma mín er „flutt upp“. Þannig tók hún sjálf til orða þegar hún talaði um, að hún mundi einhvern tíma yfir- gefa þessa jarðvist. Eg get ekki leng- ur skroppið til hennar með henni, hlustað á sögur frá því í gamla daga eða hlustað á allar þær vísur og öll þau ljóð sem hún kunni, eða bai-a til að spjalla við hana eins og við jafn- öldru mína, þó að 54 ár væru á milli okkar. Ég fann aldrei fyrir þessum aldursmun nema nú síðustu mánuð- ina. Nú verð ég að ylja mér við minn- ingamar, sem eru bæði Ijúfar og ótal margar. Það voru sólríkai' og yndis- legar helgar sem ég eyddi hjá ömmu og afa í Eskihlíðinni og ef duttu út ein eða tvær var hringt og spurt hvort ég væri ekki að koma í „orlof‘. Ég naut þess að fá að vera hjá þeim og taka þátt í þeirra daglega lífi. Amma og afí voru ein af stofnendum Óháða £rí- kirkjusafnaðarins og var amma virk- ur þátttakandi í kvenfélaginu frá upp- hafí. Það stóð mikið til þegar kvenfé- lagið stóð fyrir kaffisölu í safnaðar- heimilinu eftir messu, og ekki var undirbúningur minni þegar leið að hinum árlega basar. Þá var amma bú- in að prjóna bæði sokka og vettlinga og gimba sjöl, sem voru svo falleg að þau voru sett sem vinningur í happ- drætti, og ekki má gleyma hekluðu bamateppunum hennar, sem síðar prýddu vöggur langömmubama hennar. Ekki fór hún amma í messu nema fara í íslenska búninginn, og ég, eins og skugginn hennar, fylgdist með því hvemig það fór fram að klæðast þessum mikla búningi. Mér fannst það taka hana óratíma að klæða sig, og svo að liða hárið með jáminu sem hitað var á hellu á elda- vélinni og koma síðan fléttunum fyrir undir skotthúfunni. Nú var hún tilbú- in. Frá því ég man eftir mér og þar til hann afi dó eyddum við fjölskyldan aðfangadagskvöldi í Eskihlíðinni ásamt Halldóri frænda og hans fjöl- skyldu. Við nutum þess að sitja í sína helgaði Jóna heimili sínu, enda nóg að gera þar sem bömin urðu ellefu. Þau em: Guðný, maki Guðmundur J. Gúðmundsson; Hörður, látinn, maki Jóhanna Guðmunds- dóttir; Gerður, maki Eyjólfur Einarsson; Helgi, maki Ragn- heiður Þorkelsdótt- ir; Hjalti, maki Anna Magnea Jónsdóttir. Hulda látin; Gyða látin; Guðni, maki Guðný Pétursdóttir, látin; Gyða Sigríður Stenton, maki Edward Stenton; Ólöf Hulda, maki Krist- inn Eyjólfsson; Halldór Þráinn, maki Harpa Halldórsdóttir. Bamabörnin era orðin 27, bamabamabömin em 57 og barnabarnabamabömin em 20. títför Jónu fer fram frá Skarðskirkju í Landsveit í dag og hefst athöfnin klukkan 14. borðstofunni, borða svínasteikina hennar ömmu, drekka fullkomnu jólablönduna hans afa, og úr útvarp- inu hljómaði „í dag er glatt í döprum hjörtum“. Þegar skipst hafði verið á jólagjöfum og líða tók á kvöldið bætt> ust Guðni frændi, Guðný og Hildur í hópinn og stofan fylltist af sætum vindlareyk. Á annan dag jóla var síð- an aftur jólaboð í Eskihlíðinni, og þá komu öll bömin með sínar fjölskyld- ur. Fullorðna fólkið fyllti stofumar en við krakkamir skemmtum okkur inni á svefnherbergisgangi og í svefnher- bergi ömmu og afa, með ný leikföng eða gjaman spil sem einhver hafði fengið í jólagjöf. Oftar en ekki fékk ég að verða eftir í Eskihlíðinni þegar all- ir fóm heim og sofa eina eða tvær nætui’ í hominu hjá ömmu og afa. Óg- leymanlegar em líka samvemstund- imar austur í sumarbústað, þar sem í fyrstu var bara ömmu og afa hús. Þar svaf ég í rúmfataskúffunni, sem á daginn var undir rúminu hennar ömmu. Þau vom árrisul amma og afi og á meðan afi kveikti upp í kabyss- unni og litla húsið þeirra fylltist af yndislegum kaffiilmi fékk ég að kúra lengur og þau hvísluðust á tíl að vekja mig nú ekki. En annað augað var vak- andi því ekki var hægt að sofa frá sér þessa notalegu stemmningu sem var þama inni. Eftir að afí dó, þegar ég var 14 ára, þurftum við amma enn meira á hvor annarri að halda, því að við og allir í fjölskyldunni höfðum misst mikið. Um tíma bjuggu hjá henni bæði Gerður, Eyfí og Auður og Halldór, Harpa og Hlíf, en eftir að þau fluttu í sín hús fór ég að vera aft> ur reglulega hjá ömmu. Þegar ég var 15 ára og leið að því að hún yrði sjö- tug, þá fómm við saman til Englands og vomm hjá Gyðu frænku og hennar fjölskyldu í þrjár vikur. Þar eins og annars staðar nutum við okkar sam- an. Árin liðu og ég eignaðist fjöl- skyldu og alltaf var amma stór þáttur í okkar tilvem. Hún var amma, langamma og vinkona, sem gott var að koma til og gott var að fá til sín. Ekki breyttist það þó að hún færi á HILMAR SIGÞÓR EINARSSON + Hilmar Sigþór Einarsson fædd- ist á Djúpalæk, Skeggjastaða- hreppi, 12. október 1914. Hann lést á Heilsugæslustöðinni á Vopnafirði 27. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skeggjastaða- kirkju 4. aprfl. Fjarlægri sól öDu framandi líf vort er háð sem ljósið. Myrkheima til án miskunnar daganna vagn oss dregur. Hugsanir manns eru hrímperlur stuttrar nætur á stráum. (Kristján frá Djúpalæk) MINNINGAR Grandina, hún hafði lag á því að okk- ur fyndist við vera að koma í heim- sókn í Hlíðina hennar og áfram var hún sama góða vinkonan með sína léttu lund. Elsku amma, ég þakka þér fyrir öll árin sem við höfum átt sam- an, þakka þér fyrir allt það sem þú kenndir mér og allt það sem þú varst mér og minni fjölskyldu. Bandið sem þú sagðir að væri á milli okkar mun aldrei slitna, og þú munt lifa í hjört- um okkar alla tíð. Drottinn blessi þig. Þín Jóna Sigríður Kristinsdóttir. í dag verður til moldar borin elsku- leg tengdamóðir mín Jóna Sigríður Jónsdóttir. Hún var fædd að Þverlæk í Holtum 21. ágúst 1897 og var því orðin rúmlega aldar gömul, þegai- hún lést. Hún bar aldur sinn svo vel að þótti tíðindum sæta. Hún hélt upp á 100 ára afmæli sitt með mikilli reisn síðastliðið sumar með öllum sínum af- komendum og vinum. Ég kynntist tengdaforeldmm mín- um, Jónu og Sigfúsi, árið 1950 þegar ég fór að koma að Valfelli að heim- sækja Ollu, tilvonandi eiginkonu mína. Því miður vom kynni okkai' Sigfúsar alltof stutt, aðeins 15 ár, en samneytið þau ár með tengdafor- eldmm mínum var ógleymanlegt, bæði í Valfelli og Eskihlíð og síðast en ekki síst þegar við fylgdum þeim í sveitina þeirra á Tangann í Skarði, þar sem Sigfús var búinn að sjá út sælureit fyrir fjölskyldu sína, sem mun tengjast þeim hjónum alla tíð. Eftir að Sigfús féll frá var sam- neyti fjölskyldu minnar og tengda- móður minnar mjög mikið og gott. Jóna hafði frá mörgu að segja enda ævin löng. Hún kunni ótiúlega mikið af vísum og alltaf heyrði ég nýjar og nýjar vísur í hveri sinn sem ég hitti hana. Sennilega hefur hún lært þær í æsku og fest þær í minni sínu, því lít- inn tíma hafði hún til vísnalestrar á meðan hún ól upp sín ellefu böm. Jóna var mjög mikil húsmóðir, oft kom ég við í Eskihlíðinni að loknum vinnudegi að sækja OIlu og börnin og fékk þá kaffi og pönnukökur að ógleymdu smurbrauðinu góða, sem birtist á stálfatinu þegar lokinu var lyft upp. Ekki get ég endað þessar línur án þess að minnast á hreinlætið og snyrtimennskuna hjá Jónu, sem var alveg einstakt í hennar fari fram á síðustu stundu. Þessi snyrti- mennska var svo mikil í geninu að börn og bamabörn hafa erft þetta í ríkum mæli. Daginn sem Jóna dó minntust dætur hennar á fatnað, sem hún hafði talað um fyrir mörgum ár- um að hún vildi klæðast í sinni hinstu för. Þær fundu klæðin snyrtilega um- búin ásamt sálmabók með merktum sálmum sem hún vildi láta syngja yf- ir sér. Dagsetning á blaðinu sýnir að þessa sálma hafði hún valið fyrir átján ámm. Slík var snyrtimennska hennar og nákvæmni í einu og öllu. Jóna var mikill hluti af lífi okkar Ollu og barnanna eftir að Sigfús féll frá. Á stórhátíðum og um helgar var hún mikið hjá okkur, því hún var mikil félagsvera, enda óvön því að vera ein eftir að vera búin að ala upp sinn stóra hóp. Bömin okkar spurðu ávallt hvort amma yrði hjá okkur núna og þau komu oftar en ella með sínar fjölskyldur ef þau vissu af henni hjá okkur. Ég vil enda þessi orð mín með vísu sem ort var til Jónu fyrir nokkrum árum, sem lýsti henni svo vel. Lífsnótt Hilmars Einarssonar er lokið, að vísu talsvert langri á jarð- neskan mælikvarða en æði skammærri á þann mælikvarða ei- lífðarinnar sem vísað er til hér að of- an í ljóði bróður hans frá Djúpalæk. Líkinguna á lífi Hilmars við stutta nótt má ekki skilja svo að það hafi einkennst af myrkri og depurð. Þvert á móti var lífshlaup hans - þrátt fyrir kröpp kjör í æsku og ým- iss konar veikindabasl síðar á ævinni - óvenju ljóssækið og gifturíkt. Hann reisti sér óbrotgjarna minnis- vai-ða, bæði í mynd tveggja vænna sona og mannvænlegra barnabarna sem og uppbyggingarinnar á Bakka- firði, er að drjúgum hluta mun hon- um að þakka. Kristján faðir minn og Hilmar brölluðu margt í bernsku, enda sam- band þeirra náið svo sem sjá má af bók hins fyrrnefnda, Á varinhell- Sunnanblærinn blítt um kinnar strýkur þitt bros er hiýtt sem morgunsólar skin. Sá er eflaust ððrum fremur ríkur sem á þig fyrir félaga og vin. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt Kristinn Eyjólfsson. Elsku Jóna amma mín. Ég man þegai- ég var lítil hjá þér. Ég naut þeirra forréttinda að búa hjá þér og Sigfúsi afa í Eskihlíðinni ásamt for- eldram mínum fyrstu fjögur árin mín, en svo fluttumst við í Bólstaðar- hlíðina. Þegar ég var sjö ára dó Sigfús afi, þá fluttumst við aftur til þín til að passa þig, eins og þú sagðir, af því að afi væri dáinn. Ég fékk að sofa afamegin í rúminu ykkar, við áttum góðar stundir sam- an í herberginu þínu þegar þú fórst með allar bænimar með mér á hverju kvöldi og við báðum Guð að passa hann afa. Ég veit að nú taka afi og Guð vel á móti þér og þú heldur áfram að passa allan hópinn þinn. Ekki vantaði myndarskapinn, þol- inmæðina, góða skapið og þakklætið hjá þér. Þú kenndir mér að prjóna og hekla og sást öllum hópnum þín- um fyrir sokkum og vettlingum og heklaðir pottaleppa fram á tíræðis- aldur. Alltaf var nóg til af pönnukökum og öðru góðgæti í búrinu þínu handa öllum sem litu inn hjá þér í Eskihlíð- inni. Alltaf gafstu þér tíma til að tala við mig og segja mér frá uppvaxtar- árum þínum og hvað þú saknaðir þess að hafa ekki fengið að kynnast pabba þínum, sem dó þegar þú varst í móðurkviði. Þær vom ófáar ánægjustundirnar sem við áttum saman, bæði í Eski- hlíðinni og á Tanganum í litla sumar- bústaðnum þínum, þegai- við ömmu- börnin fengum að sofa í skúffunni á gólfinu hjá þér eða í afa rúmi. Það veganesti sem þú gafst mér hefur reynst mér vel á minni lífsleið í gegnum súrt og sætt. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku besta amma mín, hvíl þú í friði. Guð blessi þig. Ég og fjölskylda mín eigum þér margt að þakka. Hlíf Halldórsdóttir. Nú þegar leiðir skilur að sinni, og Jóna Sigríður Jónsdóttir móðursystir mín leggst þreytt en ánægð til hvíldar í mjúkri fósturjarðarmoldinni, sakna ég sárt vinar í stað. Hún hefúr verið fastur póll í tilvem minni frá því ég ásamt systur heimsóttum hana og hennar stóm fjölskyldu, sem þá vora nýlega sest að í Reykjavík. Við gist- um hjá þeim þá og oft síðar, þótt þröngt væri. Álltaf var maður vel- kominn til Jónu „systur“. Þetta var árið 1934 og ég tíu ára gömul. Meðan ég átti heima í sveitinni en var á ferð í Reykjavík bjó ég næstum ávallt hjá henni, nema þegar hún útvegaði mér húsnæði og fæði hjá Guðnýju dóttur sinni, þá var ég líka í nokkra mánuði að læra að sauma. Jóna var feikn unni. Fyrir óslitna tryggð við föður minn og ræktarsemi við móður mína og mig vil ég fá að þakka, nú að leið- arlokum. Þar sem ég varð seinn fyrir að skrifa þessi stuttu kveðjuorð hafa lífi og starfi Hilmars þegar verið gerð ágæt skil í minningargreinum. Ég get þó ekki stillt mig um að geta tveggja mannkosta hans sem ég sjálfur og aðrir mættu draga lærdóm af. Hinn fyrri var hollusta við vini og skyldmenni. Þegar Hilmar átti leið til Akureyrar, oft í lækniserindum, var hann ekki í rónni fyrr en hann hafði sýnt öllum sem hann þekkti þar með stuttu innliti að hann hefði ekki gleymt þeim. Get ég fullyrt að hann var hvarvetna aufúsugestur. Þessi fölskvalausa vinatryggð og ættrækni var enn merkilegri fyrir þá sök að Hilmar var fremur dulur að eðlisfari og ekki allra viðhlæjandi. dugleg og skemmtileg, mikið fyrir fjölskylduna, gaf sér þó tíma ásamt manni sínum til kirkjuferða og upp- byggingar óháða safiiaðarins á símim^. tíma. Hún var mjög trúuð kona í besta skilningi, hjálpsöm og góð, talaði vel um fólk. Til hinstu stundar var hún jákvæð og þakklát. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur 23 ára gömul urðum við miklar vinkonur, samskipti við Jónu „systur“ vom mér ómissandi jafnt í gleði sem á erfiðum stundum. Þegar ég var á sjúkrahúsi og þurfti í svæfingu, þá var hún þar þegar ég vaknaði og lengur meðan þurfti. Þannig var Jóna, gott var að njóta hennar umvefjandi kærleika fyrr og síðar. Eftir að hún varð ekkja urðdPf heimsóknir hennar til okkar hjón- anna hingað á Gmndarstíginn tíðari. „Með bros á vör og bæn í sinni birtist hún í forstofunni, þá var eins og birti í bænum, best var fagnað gesti væn- um.“ Nóg vom umræðuefnin og sam- eiginlegu áhugamálin, margt rifjað upp úr fortíðinni. Þótt það hafi nú ekki verið neinn samfelldur dans á rósum að alast upp á okkar marg- blessaða landi upp úr síðustu alda- mótum kunni þessi uppáhaldsfrænka mín ýmsar skondnar sögur frá þess- um tímum. Eg fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öl! bömin þín, svo blundi rótt (M. Joch.) Megi nú góður guð, sem Jóna sótti alla tíð styrk sinn til, taka vel á móti barni sínu og halda verndarhendi sinni yfir henni og öllum hennar af- komendum. Valgerður Hjörleifsdóttir. Elsku langamma. I nokkmm orðum vil ég þakka fyr- ir mig. Ég þakka þér fyrir að ég skuli eiga fallegar minningar um þig, á Tanganum, í Eskihlíðinni og nú síðast á Gmndinni. Ég þakka þér fyrir að ég hafi þig og þína léttu lund sem fyrir- mynd að jákvæðu og góðu hugarfari. Það veit guð að ég hugsa oft til þín þegar Gunnar er á söngferðalögum og ég þarf að standa mig í því að láta sjálfri mér og drengjunum mínum líða vel. Þá gildir að reyna í það minnsta að breyta eins og hún langa. Ég þakka lia fyrir að ívar Glói skuli hafa orðið svo heppinn að eiga minningu um þig, langalang með strikið eins og hann kallar þig. Þó þú sért nú „flutt“ mun minningin um þig _ lifa áfram í okkur sem segjum böm- unum okkar frá þér. Jökull Sindri er einn af þeim sem ekla náðu að hitta þig en við Glói munum t.d. segja hon- um söguna af hestinum Glóa og í gegnum okkur mun hann vonandi upplifa þig. Því miður hittist þannig á að Gunn- ar getur ekki sungið fyrir þig í dag og fengið svo kaffisopa á Skarði því hann er að syngja Til guðs (Te Deum) í landinu helga, ísrael. Ætli hann syngi bara ekki fyrir þig þar í leiðinni, og ég fer með Ivar Glóa og Jökul Sindra í kii-kju í Lyon og við kveikjum á kerti fyrir þig. Ég þakka þér allt, elsku langamma, þín Olla litla. f Olöf Hulda Breiðfjörð, ' Frakklandi. Hinn mannkosturinn, og ef til vill enn aðdáunarverðari, er hve umtals- frómur Hilmar var um náungann. Man ég aldrei eftir að hann legði öðram manni illt orð og hlustaði þó á { margt skraf hans við foreldra mína í eldhúskróknum. Þegar talið barst að nýjustu axarsköftum pólitíkusanna eða annarra okkur nákomnari hafði Hilmar jafnan á hraðbergi hundrað ástæður fyrir því að virða þeim glöp- in til vorkunnar. I dómfrekum heimi^ þar sem „kvis Jjótt fer fljótt, en seint fer ef sæmd er“ var orðmildi Hilmars sérstaklega eftirminnileg. Það er eftirsjá að þessum mann- kostum og að mannkostamönnum á borð við Hilmar Einarsson. Ég og fjölskylda mín sendum Doddu, Steinaiú og Hilmari Þór, mökum þeirra tveggja og börnum innilegf^- ustu samúðarkveðju. Krislján Kristjánsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.