Morgunblaðið - 18.04.1998, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 49*
tSigríður Vigfús-
dóttir fæddist á
Flögu í Skaftár-
tungu 25. ágúst
1908. Hún lést á
Landspítalanum 8.
apríl síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Neskirkju
16. apríl.
Hún var eins og sólin
sjálf, stór, björt og hlý.
Þannig minnist ég
ömmusystur minnar
Sigríðar Vigfúsdóttur
frá Flögu í Skaftár-
tungu. Eiginlega áttaði ég mig
aldrei almennilega á því hvernig
hægt var að verðskulda alla þá ástúð
sem hún veitti. En var það ekki
einmitt mergurinn málsins, maður
verðskuldaði ástúðina auðvitað ekki,
það var bara Sigga frænka sem svo
mikið hafði að gefa. Ætíð fagnaði
hún manni með útbreidda arma og
gaf kveðjunum góða stund. Dró
seiminn, blés á hv-inu að skaftfellsk-
um sið, og hafði áherslu og opnun á
sérhljóða í upphafi orða, ásamt ítón-
un sem ekki verður í orðum lýst:
„Elsku Adda mín“, koss, „hva-a“,
annar koss, „ertu bara kornin", lang-
ur koss, „komdu inn fyrir, elskuleg",
tveir kossar. Oft var ég efins um að
hægt væri að elska börnin sín meira
en frænka elskaði mig og mína nán-
ustu. Og auðvitað urðum við abbó ef
athyglin beindist annað. Eitt sinn
fékk móðir mín, þá þriggja ára snót
að Brjánslæk á Barðaströnd, að
leika við fingur móðursystur sinnar
og nöfnu og skoða skínandi gull-
hring sem hún bar. Sigga frænka
hafði dvalist á heimilinu um tíma og
heitbundist Sigvalda sínum, þá ung-
um kennara í sveitinni. Eitthvað
þótti þeirri stuttu að dregið hefði úr
frænkuástinni og ákvað að auðveld-
ur endi skyldi bundinn á trúlofun
þessa, þannig að Sigga yrði aftur
hennar. Sem kólfi væri
skotið stakk hún upp í
sig hringnum og stökk
af stað í átt að ofninum.
I ofboði á eftir henni
snaraðist sú nýtrúlof-
aða og rétt náði að
grípa fyrir vit
stelpunnar sem í sömu
andrá lauk upp eldhólf-
inu og hugðist spýta út
fingurgullinu inn í leik-
andi logann.
Um aldarfjórðungi
síðar átti undirrituð
eftir að skottast í
kringum þau Siggu
frænku og Sigvalda, fyrst á Grím-
staðaholti eftirstríðsáranna og síðan
heima að Hjarðarhaga 60. Endrum
og eins gisti Öddupaddan, og naut
þá þess mikla munaðar að þurfa
aldrei að gera handarvik. Bara
liggja í öllum bókunum, gantast við
ungmenni heimilisins og láta frænku
dekra við sig. Hún vissi svo sem
hvað manni kom. Saltkjöt, slátur og
nýsteiktar kleinur. Og ekki dró úr
alúð Siggu í okkar garð, þótt hún
kæmist á níræðisaldur. Alltaf fylgd-
ist hún með fæðingum í fjölskyld-
unni og gladdi fólkið með gjöfum.
Þetta þýddi að Sigga frænka varð
strax sjálfsögð í lífi yngstu borgar-
bamanna, þótt hún væri hvorki
meira né minna en langömmusystir
þeirra. Af fundum frænku fórum við
sem sagt elskuð og mett í maga, en
einnig og ekki síður þess fullviss að
okkur væru allir, ja-a eða að
minnsta kosti flestir, vegir færii-.
Seint þreyttist hún á að dásama af-
komendur Guðríðar systur sinnar.
Og íaði maður að svo mikið sem
einni athugasemd í andstöðu við af-
stöðu hennar endaði orðræðan.
Sigga frænka hnykkti höfðinu ská-
hallt aftur á bak, stolt á svip og gaf
frá sér eitt, stutt, skaftfellskt „hva“.
En það þýðir „fráleitt" á reykvísku,
„ég held ég viti nú betur“.
Eiginlega er ég á því að Sigga
hefði átt að vera drottning. Og ef til
vill var hún drottning? Við hana var
einhver óræður elegans. Framan af
bjóst hún á íslenskan búning, en
seinni árin klæddist hún kjól. Kjól-
arnir voru hver öðrum fínni og fóru
henni einstaklega vel. Að minnsta
kosti var hún listakona. Það leyndi
sér ekki er hún gerði stássstofuna
upp um árið. Innan um útskorin
húsgögn, konunglegt áklæði og
dragsíð gluggatjöldin skreytti hún
þessa umgjörð sína myndum og
málverkum af stakri smekkvísi. En
það sem ekki allir vissu var, að
sumar myndirnar voru eftir hana
sjálfa.
í arf hlaut hún þá gjöf að geta
málað, og í það hafði hún gripið
með dagsins önn. Akademían beið
ekki konu af kynslóð sem kennd er
við aldamót.
Hún skyldi sinna því sem í ask-
ana er látið.
Og þótt við frænkurnar syndgum
nú ekki framar saman yfir saltkét-
inu, þá er ég þakklát. Ég er for-
sjóninni þakklát fyrir að hafa átt
frænku mína að öll þessi ár. Ég er
og þakklát að þrátt fyrir ört hrak-
andi heilsu komst hún síðastliðið
sumar á fjölskyldumót niðja Flögu-
fólksins. Það skiptir okkur sem eft-
ir erum miklu máli. Að sjá þau fyrir
austan þrjú Flögusystkina, og flest
afkvæmi þeirra systkinanna allra
sem sum hver höfðu ekki setið þar
saman í hálfa öld, voru ógleyman-
leg augnablik. Sú mynd hugans
minnir á aðra. Hún minnir á ljós-
mynd á póstkorti sem tekin var á
Flögu um 1916. Úti á hlaði með öðr-
um börnum sést Sigga frænka björt
yfirlitum, þá aðeins átta ára og við
upphaf langrar ævi sem nú er á
enda runnin. Að þeim leiðarlokum
er ég forsjóninni einnig þakklát
fyrir að ég fékk að vitja frænku
minnar hinn áttunda apríl síðastlið-
inn, óvituð um að líf hennar hafði
fjarað út þá fyrr um daginn. Sigga
frænka var sem hún svæfi. Yfir
henni hvíldi fegurð, mildi og eilífur
friður.
Guðríður Adda
Ragnarsdóttir.
SIGRÍÐUR
VIGFÚSDÓTTIR
tEIín Björgheið-
ur Andrésdóttir
var fædd á Snotru-
nesi Borgarfirði
eystri 16. febrúar
1920. Hún andaðist
á sjúkrahúsinu á
Egilsstöðum 6. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Valgerður Jónsdótt-
ir og Andrés
Björnsson, sem
bjuggu á Snotrunesi
alla sína búskapar-
tíð. Systkini Björg-
heiðar eru: Björn, Fellabæ, Jón,
Hafnarfirði Vilborg Ingibjörg,
Vestmannaeyjum, Skúli, bóndi
Framnesi, Anna Þuríður, lést
ung. Fósturbróðir hennar er
Halldór Vilmundur Andrésson,
Akureyri.
Árið 1947 giftist Björgheiður
eftirlifandi manni sinum Hjalta
Péturssyni frá Njarðvík. Böm
þeirra eru: 1) Elvar, Snotru-
nesi, f. 1946. Börn hans eru:
Fjalar og Fjölnir (tvíburar).
Móðir þeirra er Rannveig Stef-
„Hó, hó, stopp.“ Kona, létt á fæti,
kemur veifandi í veg fyrir heyvagn-
inn - prflar upp á hornið á honum
og stingur einhverju í vasa lítillar
hrokkinhærðrar stúlku sem situr
þar í heyinu. Og heylestin heldur
áfram og stúlkan kíkir ofan í vas-
ann framan á mussunni sinni - og
viti menn - þar liggur brjóstsykur-
smoli sem hún stingur auðvitað
ánsdóttir; Andri
Geir og Elvar
Freyr, móðir þeirra
Ásta Steingerður
Geirsdóttir. 2) Anna
Valgerður, Egils-
stöðum, f. 1949,
maki Þorkell Sigur-
björnsson. Börn
Frosti, Hjalti Heið-
ar og Sindri. 3)
Guðiún, Fellabæ, f.
1951. Maki Sigurð-
ur Ágústsson, bara
Víðir, sambýliskona
Víðis Bergþóra
Fanney Barðdal, barn Elín
Björgheiður. 4) Andrés, bóndi
Njarðvík, f. 1955, börn Heiða
Sigrún, Bergvin Snær, Stefán
Bragi og íris Dröfn. Móðir Sól-
rún Valdemarsdóttir. 5) Pétur
Örn, Bakkagerði, f. 1957, maki
Sveinbjörg Óladóttir, börn Arn-
ar og Olgeir. Björgheiður og
Hjalti bjuggu á Snotrunesi til
ársins 1994 er þau fluttust í
Egilsstaði.
Útför Björgheiðar fór fram
frá Bakkagerðiskirkju 11. apríl.
strax í munninn. „Mikið var þetta
góð kona,“ hugsar stúlkan.
Þetta er fyrsta minningin um
elskulega frænku mína, Björgheiði.
Þessa minningu er hreinlega hægt
að yfirfæra á allt hennar lífshlaup -
alltaf að gefa af sér og gleðja. Hún
var létt í skapi, hafði gott skopskyn
og ætíð var stutt í bros og hlátur.
Þrátt fyrir erfið veikindi síðustu
vikurnar átti hún til að brosa tfl
okkar og blikka okkur þá stuttu
stund sem hún vakti í einu.
Þegar ég lít yfir ævi frænku eru
mér efst í huga samskipti hennar
við böm. „Hugsið vel um börnin,"
var hinsta bón hennar til barna
sinna. Þau vora mörg bömin í
gegnum tíðina sem fengu notið at-
hygli hennar og umhyggju, bömin,
barnabörnin og allt frændliðið sem
kom í Nes í styttri eða lengri heim-
sóknir. Hún bar mikla virðingu fyi’-
ir börnum sem birtist í öllum sam-
skiptum hennar við þau - hvemig
hún tók á móti þeim - hvernig hún
talaði við þau og hún kom fram við
barnið eins og það væri fullkominn
jafningi þess fullorðna. Hún gerði
hlé á verkum sínum þegar barnið
kíkti í heimsókn, náði í barna-
gestaglasið, fór í kjallarann og sótti
kökur, settist niður með gestinum -
spjallaði og spurði barnið af áhuga.
Áf þessum ástæðum kom maður
ætíð meiri og betri manneskja af
fundum frænku.
Mér hefur orðið það vel ljóst
undanfarnar vikur sem ég hef átt
með frænku minni í veikindum
hennar hve mikil áhrif hún hefur
haft á líf mitt, ekki einungis það að
hafa gert mig að betri manneskju,
heldur opnaði hún augu mín á
barnsaldri fyrir þeim áhugamálum
sem ég á í dag.
í mínu starfi sem leikskólakenn-
ari kynnist ég stefnum og straum-
um helstu uppeldisfrömuða heims-
ins. Frænka mín Björgheiður fær
heiðursstall hjá þeim bestu. Það
vora þó ekki vísindi sem lágu á bak
við uppeldið hjá frænku, henni var
það eðlislægt.
Ég og öll önnur fullorðin börn
viljum færa frænku bestu þakkir
fyrir að auðga líf okkar.
Hvfl í guðs friði, elsku frænka.
Þín
Bryndís Skúla.
ELÍN BJÖRGHEIÐUR
ANDRÉSDÓTTIR
PETUR
PÁLMASON
+ Pétur Pálmason
viðskiptafræð-
ingur í Norður-Gröf
var fæddur í
Reykjavík 24. sept-
ember 1922. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur laugar-
daginn 11. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Pálmi
Hannes Jónsson
skrifstofusljóri, f.
10. október 1902, d.
2. október 1992, og
Þórunn Einarsdóttir
saumakona í Danmörku, f. 19.
ágúst 1897, d. 24. mars 1976.
Fósturforeldrar Péturs vora
Jónas Tryggvi Björnsson, f. 27.
febrúar 1881, d. 8. nóvember
1949, og Guðbjörg Andrésdótt-
ir, f. 22. október 1893, d. 4. febr-
úar 1977, búendur í Gufunesi og
Norður-Gröf. Systkini Péturs
eru: Elín Pálmadóttir blaðamað-
ur, f. 31. janúar 1927, Sólveig
Pálmadóttir skrifstofustjóri, f.
25. febrúar 1929, Árni Jón
Pálmason sérkennari, f. 4. aprfl
1929, d. 10. janúar 1993, Helga
Pálmadóttir sviðsstjóri, f. 4. júlí
1936. Fóstursystir Péturs var
Margrét Jónasdóttir, f. 4. aprfl
1914, d. 22. mars 1935.
Pétur var stúdent frá MR
1943 og viðskiptafræðingur frá
HÍ 1950. Hann rak búskap í
Norður-Gröf á Kjalamesi frá
1950 og starfaði sem fulltrúi á
Skattstofu Reykjavíkur frá 1951
og til starfsloka um sjötugt.
Árið 1956 gekk Pétur að eiga
Elsku afi, nú ertu farinn frá okk-
ur, en þú fórst ekld svo langt því
minningin um þig mun ávallt blunda
í hjörtum okkar.
Þú sem varst svo stór hluti af
sveitinni, hvað hún verður tóm án
þín, en þrátt fyrir sorgina og tóm-
leikann erum við svo rík, rík af
minningum um hæglátan, hlýjan og
góðan afa sem ekki mat lífið í ver-
aldlegum gæðum. Þú hefur kennt
okkur að sá sem ríkur er af heiðar-
leika og kærleika, sé ávallt vel stæð-
ur. Þú hefur einnig kennt okkur að
góð bók sé gott vegarnesti og sá
sem tekur sér bók í hönd situr
aldrei einsamall.
Takk, elsku afi, fyrir allar góðu
eftirlifandi konu
sína, Elínu Þórunni
Bjarnadóttur, f. 17.
september 1923,
dóttur Bjarna Jóns-
sonar bónda í Þor-
kelsgerði í Selvogi,
f. 22. ágúst 1877, d.
22. aprfl 1935, og
Þórunnar Friðriks-
dóttur Ijósmóður, f.
6. október 1889, d.
25. mars 1975. Börn
þeirra eru: 1) Jónas
Tryggvi húsasmið-
ur, f. 5. júlí 1955. 2)
Þórunn Aldís, f. 29.
júní 1956, gift Grími Péturssyni
vélfræðingi, f. 27. nóvember
1950, og eiga þau þrjú börn,
Höllu Björk, Pétur og Jón. 3)
Margrét Björg fóstra, f. 23. júlí
1957, börn hennar Guðbjörg og
Garðar Friðrik og maki Hörður
Garðarsson, verkfræðingur, f.
24. janúar 1956. 4) Friðrik Árni
húsgagnasmiður, f. 3. septem-
ber 1958, d. 10. febrúar 1993. 5)
Sigrún Bryndís, f. 24. nóvem-
ber 1959, dóttir Elín Rut og
maki Gunnar Þór Ólafsson
skipsfjóri, f 11. júní 1949. 6)
Pálmi Hannes, f. 6. desember
1961. 7) Þórdís Anna, fram-
kvæmdastjóri líkamsræktar-
stöðvar í Noregi, f. 5. júlí, maki
Kristinn Pétur Benediktsson
læknir, f. 12. október 1945,
börn þeirra eru Elín ísabella og
Mirra Blær. 8) Bjarni Þór, f. 6.
september 1968.
títför Péturs fer fram frá
Lágafellskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
stundirnar sem við höfum upplifað í
sveitinni, það má svo margt gott af
þér læra.
Elsku amma, stundum er lífið svo
erfitt en við verðum að reyna að
trúa því að allt hafi sinn tilgang.
Megi Guð styrkja þig og vera
með þér á erfiðum tímum.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín barnaböm
Guðbjörg, Elín Rut, Halla Björk,
Pétur, Jón, Elín ísabella, Mirra
Blær, og Garðar Friðrik.
KRISTIN
A UÐ UNSDÓTTIR
+ Kristín Auðuns-
dóttir fæddist
29. júní 1916 á
Minni-Vatnsleysu á
Vatnsleysuströnd.
Hún lést 1. aprfl síð-
astliðinn og fór út-
lor hennar fram frá
Háteigskirkju 8.
aprfl.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyrsjálfuriðsama.
En orðstír
deyr aldregi
hveimersérgóóangetur.
(úr Hávamálum.)
Með nokkram orðum langar mig
að minnast kærrar vinkonu minnar
og mágkonu, Kristínar Auðunsdótt-
ur, eða Stínu eins og hún var gjarn-
an kölluð. Frá fyrstu tíð hefur Stína
reynst mér og fjölskyldu minni
traustur vinur sem seint gleymist
og nú þegar hún er snögglega
kvödd burt úr þessum heimi verður
tómleikinn og söknuðurinn mikill en
jafnframt fyllist ég þakklæti fyrir
allar þær góðu stundir sem við átt-
um. Stína var sterkur persónuleiki,
skemmtileg og hlý og mörgum
mannkostum gædd. Hún var höfð-
ingi heim að sækja og
heimili hennar bar vott
um myndarskap þar
sem listfengi hennar
kom fram, bæði í
handavinnu og stór-
kostlegri matargerð.
Hún fylgdist vel með
því sem fram fór í þjóð- -
félaginu á hverjum
tíma og hafði á því
ákveðnar skoðanir. Fé-
lagslyndi og dugnaður
einkenndu líf hennar
fram á síðasta dag.
Eftir að hún missti
Ólaf mann sinn gætti
hún þess að láta ekki einveruna ná
tökum á sér og á hverjum degi fór
hún eitthvað út „bara til að vera
innan um fólk“ eins og hún sjálf
sagði. Þar sem hún hafði yndi af því
að ferðast hélt hún því ótrauð áfram
eftir að hún varð ein og fyrir
skömmu naut hún þess svo að geta
heimsótt Villu, dóttur sína, til Brus-
sel þar sem hún er nú búsett.
Börnum Stínu og fjölskyldum
þeirra, sem við andlát hennar hafa
misst svo mikið, sendum við innileg-
ar samúðarkveðjur. Guð blessi
minningu hennar.
Oddrún og fjölskylda. -