Morgunblaðið - 18.04.1998, Blaðsíða 50
*50 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
RAGNHEIÐUR
JÓNSDÓTTIR
+ Ragnheiður
Jónsdóttir
fæddist í Reykjavík
25. desember 1924.
Hún lést á heimili
sínu 6. aprfl síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Hall-
fríður Brynjólfs-
dóttir, hjúkrunar-
kona, f. 29. febrúar
1892, d. 18. júní
1963, og Jón Grúns-
son, aðstoðarbanka-
stjóri Landsbanka
íslands, f. 2. sept-
ember 1896, d. 2. október 1984.
Bróðir Ragnheiðar er Bragi
Jónsson, bókbindari, f. 31. júlí
1929, kvæntur Kristbjörgu
Gunnarsdóttur, eiga þau fimm
böm.
Ragnheiður giftist 29. mars
1945 Jakobi Jakobssyni Tryggv-
asyni, f. 10. mars 1925, foreldr-
ar hans vom Valgerður Guð-
mundsdóttir, yfirhjúkrunar-
kona, f. 24. júní 1898, d. 12.
október 1985. Jakob Anton Jak-
obsson, skipsljóri, f. 10. júní
1892, d. 25. desember 1924.
Böm Ragnheiðar og Jakobs em:
1) Hallfríður, cand.
mag., gift Herbert
Haraldssyni, við-
skiptafræðingi,
starfar hjá Þróunar-
stofnun SÞ, NY,
barn þeirra er Jón
Ingi, upplýsingafull-
trúi hjá SÞ, kvænt-
ur Laufeyju Löve,
stjómmálafræðingi.
2) Birgir, læknir,
giftur Ástu Arn-
þórsdóttur, fram-
kvæmdasljóra, börn
þeirra em Inga
María, viðskipta-
fræðingur, Ragnheiður, lög-
fræðingur, og Amþór, tónlistar-
maður. 2) Valgerður, h'ffræðing-
ur, gift Marinó Einarssyni, böm
þeirra em Hrafn, eðlisfræðing-
ur, sambýliskona Elínborg
Harðardóttir, háskólanemi, Ósk,
nemi, og Halla, nemi. Hálfsystur
Jakobs em Bjarney, hjúkrunar-
fræðingur, gift Áma Jónssyni,
söngvara, og Jónina Þórey,
kennari. Seinni maður Valgerð-
ar var Tryggvi Guðmundsson,
bústjóri á búi Rfldsspítalanna.
Utför Ragnheiðar hefur farið
fram í kyrrþey.
Ragnheiður tengdamóðir mín er
látin. Við áttum okkar síðustu
samverustundir íyrir tveimur
mánuðum í sameiginlegu fríi á
Flórída í Bandaríkjunum. Ég sé
hana fyrir mér á golfvellinum þar
vestra í sumargolunni klædda
grænum, léttum golfklæðnaði.
Hún slær hvítan boltann hátt á loft
og horfir á hann falla til jarðar.
Hún stingur kylfunni í pokann
sinn og vippar sér léttilega upp í
golfbílinn án þess að líta til okkar
hinna og rennir af stað með bros á
vör. Höggið gat verið betra, en það
var bara að reyna við næsta bolta!
Tilhlökkunin að spreyta sig á
næsta höggi var fullkomin og inn-
lifun stundarinnar algjör. Kvöldin
fóru í spil og sömu tilfinningar og
hiti réðu ríkjum: að helga sig alla
meðan á leik stendur!
Þessar minningar eru mér
sterkar og dæmigerðar fyrir
ömmu Döddu, eins og við kölluðum
hana. Hún var litrík keppnismann-
eskja, alltaf áhugasöm og til í að
leggja mikið á sig til að njóta lífs-
ins; sönn í hverju því, sem hún tók
sér fyrir hendur hvort sem um leik
eða alvöru var að ræða. Þessi ein-
stæði áhugi hennar á „augnablik-
inu“ var ætíð mikill án þess þó hún
kæmist nokkru sinni úr tengslum
við raunveruleikann. Slík gáfa er
ótrúlega áhrifarík á umhverfið og
voru því samverustundimar með
henni mjög sterkar og skemmti-
legar.
Ég átti því Iáni að fagna að kynn-
ast henni í gegnum árin eins náið
og tengdadóttur er unnt og mest í
fríum okkar, þar sem við náðum
aldrei að búa sama land. Ég hef
fengið að vera með í gleði hennar
og sælustundum og hún í mínum og
fjölskyldunnar. Jafnframt hef ég
horft á hana berjast við sjúkdóm-
inn, sem endanlega dró hana alla
leið hinn 6. apríl sl. Þar sýndi hún
sömu manneskjuna; að njóta
augnabliksins og gefast ekki upp
fyrir vorkunnsemi umhverfisins;
vera frísk, þegar maður er frískur,
og gerast ekki sjúklingur að
óþörfu!
Dadda var stórbrotin manneskja
og ég var alltaf stolt af henni. Ég sá
hana fyrst á Kleppsspítala við störf
sín þar, en þá var ég ungur hjúkr-
unarnemi í námi og ástfangin af
syni hennar sem seinna varð eigin-
maður minn. í geðhjúkrunarpróf-
inu, sem við tókum þar í lok dvalar
okkar, sat hún yfir og ég laumaðist
til að horfa á hana á milli úrlausna.
Það var strax auðvelt að sjá að
þessi kona var stór í huga og leynd-
ardómsfull, en einnig falleg og svo
vel klædd, að sveitastúlkunni
féllust hendur. Skyldi ég einhvern-
tíma sitja til borðs með þessari
spennandi konu? Nokkru síðar
rættist sá draumur og ég sat á
heimili þeirra Döddu og Jakobs
sem ég hafði aldrei augum litið í
Sæviðarsundi 6 í matarboði, í hý-
býlum, sem ég hafði heldur aldrei
séð nema á mynd í Vikunni. Heimili
þeirra var svo smekklegt og fallegt,
að unun var á að horfa. Ég tel mig
vita, að smekkur Ragnheiðai-, stíll
og sú listræna gáfa, sem hún bar,
hafi einmitt komið þar fram. Hver
einasti smáhlutur innan dyra og
hvert og eitt blómanna í garðinum
áttu valinn stað í „réttu umhverfi"
og um hann hugsað. Matarboðin
voru eins uppbyggð og við áttum
eftir að eiga fjölmargar ánægju-
stundir með ættmóður okkar og
njóta gestrisni hennar, sem var
takmarkalaus.
Hver var hún svo eiginlega þessi
vel klædda, stolta kona og mikli
kokkur, sem aldrei lét bilbug á sér
finna? Hún var húsmóðir og móðir í
fullu starfi á árum áður, sem hún
hafði sinnt til hins ýtrasta, en
einnig útivinnandi allt sitt líf. Valdi
hún þessi störf sjálf eða átti hún
óskir um annað líf sér til handa?
Við ræddum oft á seinni árum um
hlutverk okkar kvenna og mikil-
vægi uppeldis barna okkar. Þá
kynntist ég annarri konu með djúp-
ar langanir og þrá til að hafa
menntast og geta tjáð sig „opinber-
lega“ eins og hún sagði, en þá hefði
líf okkar allra orðið annað. Hennar
takmark var að sinna starfi sínu á
fullkominn hátt. Á þeim tíma sem
við kynntumst var bil á milli sveita-
og borgarbama, sem ég var mér
ekki meðvituð um þá. Núna get ég
sett mig í spor hennar, móðurinnar.
Varla hefur draumur þessarar
konu um eiginkonu einkasonar
hennar á þeim tíma verið 19 ára
sveitastúlka í þjúkrunarnámi með
ársgamalt lausaleiksbam upp á
arminn! Aldrei lét hún mig finna
annað en velvilja, hlýju og gleði og
baminu mínu var hún sem sínum
eigin bamabörnum. Það var ómet-
anlegt fyrir fjölskylduna og í því
var hún fyrirmynd, sem í svo
mörgu öðra.
Ég vil með þessum orðum fá að
þakka tengdamóður minni fyrir
samfylgdina og allar þær ógleyman-
legu kennslustundir í samtölum,
leikjum eða spilum, sem ég varð að-
njótandi í gegnum árin. Ég geymi
þær sem dýrmæta gjöf. Það er
ómetanlegt að koma ung stúlka inn
í slíka fjölskyldu sem Jakobs og
Döddu, þar sem markmiðið er góð
og sterk fjölskylda. Ég mun sjá
Döddu næst á golfvellinum þama
uppi og æfi mig áfram á æfingavöll-
unum af fullum krafti, svo ég verði
INGVAR
ODDSSON
+ Ingvar Oddsson fæddist í
Keflavík 28. mars 1923.
Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 6. aprfl síðastliðinn og fór
. útför hans fram frá Keflavíkur-
kirkju 15. apríl.
Elsku afi minn, mig skortir orð.
Það er svo margt sem kemur upp í
hugann á þessari stundu en það er
svo erfitt að ná því niður á blað.
Aldrei hefði mér dottið í hug að þú,
hann afi minn, færir svona fljótt.
Jú, þú háðir harða en stutta bar-
áttu við þann illvíga sjúkdóm sem
svo margir falla fyrir. í síðasta
skiptið sem ég kom frá Eyjum og á
spítalann til að hitta þig á afmælis-
daginn þinn, þá sagði ég við þig:
,Afi minn, við hættum aldrei að
berjast, ég er alltaf með þér í hug-
anum og ég veit að þú nærð þér,
við eram ekkert tímabundin." Svo
þegar ég var að fara þá lyftir þú
hnefanum á loft og sagðir: „Við
gerum þetta.“
Með þessum orðum þínum þá
varð ég svo vongóð. Þó svo að ég
hafi átt að vita hvert stefndi þá
hugsaði ég alltaf: hann á eftir að ná
sér, ég var svo viss um það.
Það veitir mér þó huggun, elsku
afi minn, að vita að þjáningum þín-
um sé lokið og að við þurfum ekki
lengur að horfa upp á þig svo mikið
veikan sem þú varst orðinn. Ég á
ótal margar góðar minningar um
þig, afi minn, þú studdir mig alltaf
svo vel í íþróttunum og í öllum
keppnisferðunum sem ég fór í til út-
landa þá var afi alltaf fyrsti maður
til að taka á móti mér á vellinum
þegar ég kom til baka. Allar góðu
minningamar varðveiti ég í hjarta
mínu um ókomna tíð.
Það er komið að leiðarlokum,
elsku afi minn, og ég vil þakka þér
öll góðu árin og ég lofa þér því að
hugsa vel um hana ömmu.
Elsku amma mín, söknuður þinn
og strákanna ykkar er hvað sárast-
ur og ég veit hvað það tók mildð á
þig að horfa upp á afa fara svona en
alltaf stóðstu bein í baki og barst
höfuðið hátt fyrir hann. Afa líður vel
núna og þess óskuðum við öll, að
þjáningum hans myndi linna.
Lifir þú í lífeins trú,
Ijósið fær að skína.
Þ6 í Qarlægð farir þú
finn ég nálægá þína.
(H.S.)
Guð styrki okkur öll í þessari
miklu sorg.
Takk fyrir allt og allt, elsku afi
minn.
Þín
María Rós.
Elsku afi, okkur langar í fáum
orðum að kveðja þig og þakka fyrir
allar góðu minningamar og stund-
imar sem við áttum saman. Ein-
hvem veginn vildi maður trúa því
að afi yrði alltaf til staðar en svona
illvígur sjúkdómur fer víst ekki í
manngreinarálit. Þessi barátta var
stutt en hetjulega háð.
Við hittumst alltaf reglulega og
alltaf varstu jafn hress. Það hefur
verið þörf fyrir þig hjá Guði, hann
hefur viljað fá þig til sín og þá er
það ekki okkar að spyrja. Við kveðj-
um þig með trega og söknuð í hjarta
og höfum góðu minningamar að
hlýja okkur við.
Élsku amma, megi Guð styrkja
þig í þessari miklu sorg en við vitum
það líka að afa líður vel hjá Guði og
þjáningum hans er lokið.
Júlía, Jón, Sigurður,
Birgir og íris Eir.
henni samboðin og geti gengið með
henni nýjan hring!
Elskulegur tengdafaðir! Megi
Guð styrkja þig í sorg þinni. Minn-
ingamar um Döddu okkar hlýja um
aldur og ævi.
Ásta Arnþórsdóttir.
í gegnum þokuslæðu minninga sé
ég eirrauðan glampa í hári. Konan
sem ber þetta hár er falleg. Hún er
í fjólubláum skóm. Hún gengur
með bróður mínum inn í stofuna
heima. Hún er elskan hans.
I gegnum þokuslæðu minninga
sé ég hana hlæja við tveim litlum
systram sem ætíð síðan dá hana og
leita fyrirmyndar hjá henni. Ég sé
þær í heimsókn í ævintýrahöllinni
þeirra. Hún er ætíð drottning í höll
og býður að konunglegu borði.
I gegnum þokuslæðu minninga sé
ég metnaðarfulla og stolta móður.
Börnunum er ekkert of gott og ekk-
ert nógu gott. Eiginmaður, börn og
heimili skipa hæsta sessinn.
I gegnum þokuslæðu minninga
sé ég eldheita baráttukonu. Hún
leggur sitt af mörkum í baráttu
gegn arðráni og kúgun. Hún krefst
jafnréttis og réttlætis í félagi
manna.
I gegnum þokuslæðu sorgar sé
ég bróður minn hnípinn og börnin
öll. Þau sitja við beð þeirrar konu
sem stóð lengur en stætt var. Hún
stendur ei meir.
I gegnum þokuslæðu vonar sé ég
ástvini njóta þess og gleðjast þegar
löngu liðin atvik og kenndir birtast
þeim í gegnum þokuslæðu minn-
inga.
Jóm'na Þórey Tryggvadóttir.
Mig langar til að senda tengda-
móður minni elskulegri stutta
kveðju.
Mér býður í grun að hún hafi
ekki verið ýkja hress með hinn
renglulega, „bláeyga" Heimdelling,
og KR-ing í þokkabót, sem eldri
dóttir hennar kom með inn á heim-
ilið í Goðheimum þegar þau voru
nýbyrjuð í menntaskólanum. Svo
stóð þetta ungmenni uppi í hárinu á
henni í pólitíkinni, sem var henni
alla tíð heilagt áhugamál, og þóttist
allt vita betur. Nei, þetta var víst
áreiðanlega ekki efnilegt. En fram
liðu stundir og vinskapur okkar
efldist og gagnkvæm væntumþykja
og kærleikar jukust. Unglingurinn
gerði sér fljótt grein fyrir hvaða
eiginleikum þessi sterka og sjálf-
stæða kona var gædd. Það vita allir
sem áttu hana að vini að hér var
einstæður persónuleiki á ferð.
Nú þegar hún er farin og ég
hugsa til liðinna ára og allra sam-
verastundanna með henni skýtur
einu orði aftur og aftur upp í hug-
ann og það er orðið veisla. Hvort
sem um var að ræða mannfagnað á
heimili hennar eða hjá góðvinum og
fjölskyldu var hún sannkölluð
veisla í veislunni. Ávallt var hún
glæsileg á velli svo eftir var tekið,
svo var hún líka svo fjári skemmti-
leg og fór oft og tíðum á slíkum
kostum í þröngum vinahópi að
menn komust í hann krappan af
hlátri. Hún hafði með sanni húmor-
inn í lagi hún tengdamóðir mín eins
og kom ekki síst í Ijós þegar hún
kom heim af spítalanum á jólum
eftir uppskurðinn stóra. Þá voram
við nánasta fjölskyldan saman kom-
in á heimili þeirra Jakobs í Sævó og
ekki á tengdamömmu að sjá að hún
væri neitt að gefa sig. Það var ekki
verið að súta ástandið heldur var
stutt í léttleikann og skapaði hún
sem endranær það andrúmsloft
sem henni var einni lagið.
Ég veit að ættingjar hennar í
Strandasýslu era mér sammála um
að þar sem hún fór var veisla á
ferð. Þegar ég var nýkominn í fjöl-
skylduna fórum við Halla með
henni og Jakobi í heimsókn norður.
Mér er einkar skýrt í minni, þótt
langt sé um liðið, hve koma tengda-
móður minnar blés miklu fjöri í
heimamenn. Og ekki skemmdi fyrir
að smásnaps var með í for sem
skenkt var á staup og skálað fyrir
vinsemd og gleði yfir að vera sam-
an. Þessi heimsókn með tengda-
mömmu á heimaslóðir foreldra
hennar hefur ávallt lifað með mér í
minningunni og þá einkum vegna
þeirrar stemmningar sem hún
skapaði.
Styrkur hennar birtist ekki síst í
veikindum hennar. Hún lét ekki
deigan síga heldur stundaði sitt
golf og sund af krafti þrátt fyrir
verki og vanlíðan oft og tíðum. Og
hún lét sig ekki muna um að halda
áfram að bjóða til sín fólki og undir-
bjó komu þess af sömu alúð og fyrr.
Állt vildi hún hafa fullkomið og fal-
legt. Þannig var hún ævinlega sam-
viskusemin uppmáluð, allt varð að
vera gallalaust, því ber heimili
þeirra hjóna vitni.
Á þessari kveðjustund langar
mig að þakka allar frábæru sam-
verastundirnar og fyrir að hafa átt
þessa litríku og góðu konu að
tengdamóður.
Foreldrar mínir hafa beðið mig
að koma á framfæri þakklæti fyrir
góða vinsemd og gleðistundir á
liðnum árum.
Herbert.
„Þar sem jökulinn ber við loft
hættir landið að vera jarðneskt, en
jörðin fær hlutdeild í himninum.
Þar búa ekki framar neinar sorgir
og þessvegna er gleðin ekki nauð-
synleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar
hverri kröfu.“
(Heimsljós, HKL.)
Dadda heilsaði lífinu á jóladag
og kvaddi það í kyrraviku. Líf
hennar var því tengt þeim atburð-
um sem hæst ber í trúarbrögðum
okkar, en í mínum huga þeim árs-
tíðabundnu hátíðum sem eiga ræt-
ur í mannlífinu og staðfesta mikil-
vægi þess að lifa í samræmi við
sköpunarverkið og fullkomleikann.
Ég tel að það hafi Dadda gert af
heilum hug. Hún horfðist í augu við
fullkomleika mannsins, tamdi
hann, tók ábyrgð á honum og
höndlaði á þann hátt frelsið. Dadda
var sjálfri sér samkvæm. Hún var
hún sjálf. Persóna hennar mótaði
öll verk hennar og hlutverkin sem
hún lék á leiksviði lífsins. Hún var
fagurkeri og elskaði sólina.
Kannski var hún eins og sólin og
það gleypir enginn sólina. Dadda
var maður hugsjóna og baráttu.
Hún átti tvo kyrtla og gaf annan án
þess að lesa sér til. Hún fylgdi ekki
fjöldanum í hugsunarleysi heldur
valdi sína leið og hikaði ekki við að
fara einstigið til að fylgja sannfær-
ingu sinni. Líf hennar einkenndist
af óttaleysi og orku.
Fullorðin lék hún golf. Drævin
hennar vora sjaldnast sjónvarps-
boltar en hún vissi að púttin töldu
líka og það var gaman að sjá
ögrandi glampann í augum hennar
samhliða dillandi hlátri þegar bolt-
inn hennar dansaði í holuna en
okkar hímdu enn á flötinni. Og
Dadda hafði líka sjálf gaman af því
að dansa og skildi ekki alltaf að
aðrir vildu ekki dansa, dansa,
dansa. Iðulega fannst mér eins og
hún liti á lífið sem leik sem snerist
um það að láta ekki ná sér og það
var ekki auðvelt að ná henni. Hún
var mikil keppnismanneskja. Það
reyndi ég þegar við spiluðum
bridge og ég játa að mér líkaði bet-
ur að vera makker hennar en mót-
spilari, því þótt færni hennar gæti
vakið feimni þá var alltaf von á að
hún fengi þau spil á hendi að eld-
huginn og bóheminn í henni sprytti
fram og hún legði allt undir. Þá
birtist persóna hennar í öllum sín-
um margbreytileika eins og litróf
himinsins utan við tíma og rúm.
Hún var klassísk. Elsku Jakob,
þær vora fallegar rósimar hennar
Döddu en rósin þín var fegurst.
Það varst þú sem vökvaðir hana af
allri blíðu þinni og einlægni. í ást-
inni er fegurðin fólgin. Ég votta
þér, börnunum ykkar og Braga
bróður Döddu og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúð um leið
og ég þakka þá hlutdeild sem mér
var gefin í lífi hennar.
I þakklætisskyni býð ég ykkur
hlutdeild í minningu minni um hana
„ - þar ríkir fegurðin ein, ofar
hverri kröfu“.
Nanna Úlfsdóttir.