Morgunblaðið - 18.04.1998, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 57 '*
FRÉTTIR
Fjársöfnun hjá ABC
Beethoven fyrir
píanó og selló
ABC hjálparstarf stendur fyrir op-
inberri fjáröflun dagana 18. apríl
til 7. maí. Söfnunin fer fram undir
kjörorðinu Börn hjálpa börnum og
er tilgangur hennar að safna fé til
að byggja heimili fyrir yfirgefin
kornaböm og önnur heimilislaus
börn á Indlandi.
„ABC hjálparstarf hefur þegar
byggt íbúðarhús og skóla fyrir
Heimili litlu ijósanna á Indlandi þar
sem 850 börn hafa eignast heimili.
Þeir fjármunir sem safnast nú
verða notaðir til að byggja heimili
fyrir yfirgefin komaböm í Jhar-
suguda í Orissa héraði á Indlandi.
Orissa er eitt af allra fátækustu
héruðum Indlands.
PUNDIR forseta ASÍ og annarra
forystumanna verkalýðshreyfing-
arinnar með félagsmönnum ASÍ á
Austurlandi verða dagana 19.-24.
aprfl nk.
Markmið fundanna er að kynn-
ast viðhorfum sem allra flestra fé-
lagsmanna til skipulags og starfs-
hátta verkalýðshreyfíngarinnar, fá
ábendingar um það sem betur
mætti fara, efla lýðræðislega um-
ræðu og samstöðu félagsmanna,
segir í fréttatilkynningu. Auk
funda með félagsmönum aðildarfé-
laga ASÍ verða skrifstofur stéttar-
félaganna heimsóttar og rætt við
stjórnir félaganna. Þá verður farið
í heimsóknir til félagsmanna
verkalýðshreyfíngarinnar á vinnu-
stöðum eftir því sem færi gefst.
Fundarherferðin hefst á Vopna-
firði sunnudaginn 19. apríl kl. 17
þar sem fundað er með félags-
Tekið er við framlögum til þess-
ara verkefna á skrifstofu ABC
hjálparstarfs að Sóltúni 3 og á sér-
stökum söfnunarreikningi í Is-
landsbanka nr. 537-26-333333.
Börn munu ganga í hús og safna
framlögum í sérmerkta og númer-
aða söfnunarbauka og safnað verð-
ur í beinni útsendingu á Aðalstöð-
inni á FM 90.9 á sumardaginn
fyrsta og á Lindinni á FM 102.9 á
lokadegi söfnunarinnar þann 7.
maí.
Eru landsmenn hvattir til að
hjálpa við söfnunina. Ailt fé sem
safnast fer óskert til byggingar of-
angreindra heimiia," segir í frétta-
tilkynningu.
mönnum Verkalýðs Vopnfírðinga
og Rafíðnaðarsambands Islands.
Því næst verður fundað í Fljóts-
dalshéraði mánudaginn 20. apríl á
Hótel Valaskjálf kl. 20.30 með fé-
lagsmönnum Verslunarmannafé-
lags Austurlands og kl. 21.30 á
skrifstofu Iðnsveinafélagsins þar
sem félagsmenn Iðnsveinafélags
Fljótsdalshéraðs og RSÍ mæta.
Þriðjudaginn 21. apríl verður fund-
að á Hótel Valaskjálf kl. 20 með fé-
lagsmönnum Verkalýðsfélags
Fljótsdalshéraðs, miðvikudaginn
22. apiTl á Seyðisfirði í Félagsheim-
ilinu Herðubreið kl. 20.30 með fé-
lagsmönnum Verkamannafélagsins
Fram og RSÍ og föstudaginn 24.
apríi í Borgarfirði eystri verður
fundur með félagsmönnum Verka-
lýðsfélags Borgarfjarðar eystri og
RSI kl. 17 en fundarstaður er óá-
kveðinn.
Land-Rover 50 ára
Hálfrar
aldar afmæl-
issýning’
í ÁR eru 50 ár liðin frá því að fyrsti
Land-Roverinn var framleiddur og
af því tilefni heldur B&L, umboðsað-
ili Land-Rover á Islandi, afmælis-
sýningu um helgina. Þar verður
fjöldinn allur af Land-Rover-jeppum
sýndur í margvíslegum útfærslum.
Bílarnir eru bæði breyttir og
óbreytth’, gamlir sem nýir.
Á sýningunni verður einnig til
sýnis fjöldinn allur af myndum af
Land-Rover úti um allt land úr
Land-Rover-ljósmyndasamkeppni
þar sem leitað er að eftirminnileg-
ustu Land-Rover-myndinni.
I fréttatilkynningu er minnt á Ijós-
myndasamkeppnina þar sem Land-
Rover kemur við sögu. Aðalverð-
launin eru ævintýraferð um hálendi
Islands fyrir 5-6 manns í breyttum
Land-Rover Defender 110 á 38“
dekkjum. Að samkeppninni lokinni
verður innsendum myndum skiiað.
Þá hefur verið stofnaður klúbbur
Land-Rover-eigenda með margvís-
leg „útivistar- og Land-Rover-mark-
mið að leiðarljósi sem verða kynnt
frekar á sýningunni," segir í frétta-
tilkynningunni."
Að sögn Karls Oskarssonai’, sölu-
stjóra Land-Rover og BMW hjá
B&L, hefur fyrirtækið selt rúmlega
220 Land-Rover bíla frá því það tók
við umboðinu í ágúst 1996. Þar af eru
milli 170 og 180 bflar af gerðunum
Defender og Discovery. Ki-ingum
700 Land-Rover bflar eru nú á skrá
hérlendis og er stór hluti þeirra bílai-
af „gömlu“ gerðinni.
Sýningin verður haldin núna um
helgina, í dag og á morgun, í salar-
kynnum B&L á Suðurlandsbraut 14
í Reykjavík og verður opið frá kl.
9-17 á laugadag og kl. 12-17 á
sunnudag.
ÖLL verk sem Ludwig van Beet-
hoven samdi fyrir pianó og selló
verða flutt í sal Frímúrara á Isa-
firði nú um helgina. Fluttar verða
5 sónötur Beethovens fyrir pianó
og selló, en auk þess þrjú önnur
verk sem eru tilbrigði byggð á vel
þekktum stefjum eftir Mozart og
Hándel.
Flytjendur eru þeir Daníel Þor-
steinsson píanóleikari og Sigurður
Halldórsson sellóleikari. Verkin
taka um 3 klukkustundir í flutningi
og verður skipt á tvenna tónleika,
fyrri tónleikarnir verða kl. 17 í
dag, laugardag og þeir síðari kl. 17
á morgun, sunnudag.
Danfel Þorsteinsson nam píanó-
leik á Neskaupstað, Reykjavík og
við Swellinck tónlistarháskólann í
Amsterdam.
í TENGSLUM við menningardaga á
Fáskrúðsfirði núna í apríl var opn-
uð málverkasýning um páskana þar
sem hjónin Ríkharður Valtingojer
og Sólrún Friðriksdóttir opnuðu
málverkasýnigu í grunnskólanum.
Á sýningunni eru 36 myndir eftir
Sigurður Halldórsson sellóleikari
lærði við Tónlistarskólann í
Reykjavík en stundaði framhalds-
nám við Guildhall School of Music
and Drama í London.
Sigurður og Daníel hafa starfað
saman frá árinu 1993 og leikið víða
um heim. Þeir hafa báðir verið fó-
lagar í Caput hópnum frá upphafi,
en hljóðritanir hópsins og tónleika-
ferðir hafa hlotið alþjóðlega viður-
kenningu á sviði samtímatónlistar.
Tónleikarnir eru 3. áskriftartón-
leikar Tónlistarfélagsins á þessu
starfsári og gilda sem einir tónleik-
ar. Einnig verða miðar seldir við
innganginn. Aðgangseyrir að öðr-
um tónleikunum er 1.000 kr. en
1.500 kr. að báðum. Nemendur
Tónlistarskólans 20 ára og yngri fá
ókeypis aðgang.
þau hjón. Margar myndir eftir Rík-
harð eru svarthvítar og unnar í
málm og myndir Sólrúnar eru m.a.
ofin teppi og samsetning á ýmsum
hlutum úr náttúrunni.
Sýningunni lýkur núna á sunnu-
dag.
Fundir með félagsmönn-
um ASI á Austurlandi
, Morgunblaðið/Albert Kemp
SOLRUN og Ríkharður við eitt verka Sólrúnar: Himin, jörð og haf.
Málverkasýning
á Fáskrúðsfirði
FIAT Palio Weekend sem Istraktor kynnir um helgina.
Fiat kynnir skutbíl
Fjölmennt skákmót
Starfsemi
Thailensk-
íslenska
félagsins
endurvakin
FUNDUR verðui’ haldinn í Thai-
lensk-íslenska félaginu í Upplýsinga-
og menninganniðstöð nýbúa, Skelja-
nesi, Seltjamarnesi í Reykjavík,
sunnudaginn 19. apríl kl. 15.
Tilgangur fundaiins er að endur-
vekja starfsemi Thailensk-íslenska fé-
lagsins, kjósa stjórn og skipuleggja
starfið fram að aðalfundi sem haldinn
verður í september nk. Húsið verður
opnað kl. 14.30 og er áhugafólk um
menningarsamskipti Thailands og ís-
lands velkomið.
■ SKOKKSKÓLINN er fyrh’ afla þá
sem vilja byrja rétt, koma sér af stað
og læra að skokka undir leiðsögn fag-
fólks. Hvert skokknámskeið stendui’ í
fjórar vikur og í hverri viku eru þrjár
hlaupaæfíngar. Æfingamai’ eru á
mánudögum, miðvikudögum og föstu-
dögum og hefjast kl. 18 alla daga.
Hlaupið verður frá Skautahöllinni í
Laugardal. Fyi’sta námskeiðið hefst
mánudaginn 20. apríl. Námskeiðið
kostar 2.500 kr. og námskeiðsgjaldið
veitir 500 kr. afslátt af hlaupaskóm og
afslátt af hlaupagreiningu fyrir þá
sem þess óska. Leiðbeinendur á nám-
skeiðunum eru Kristín Rós Óladóttir
og Kristhm Magnússon. Upplýsingar
og skráiúng em hjá íþróttum fyrir
alla.
UM helgina kynnir ístraktor nýjan
Fiat Palio Weekend, sem er skutbíll
í millistærðarflokki.
Meðal staðalbúnaðar má nefna
ABC-hemlalæsivöm, tvo loftpúða,
kippibolta, rafdrifnar rúður, þak-
boga, 8 ára ryðvamarábyrgð á
gegnumtæringu o.fl. Þessi bíll hent-
ar ekki síður sem vinnubíll en fjöl-
LEIÐRETT
Nafnabrengl
í FRÉTT um Ford-fyrirsætu-
keppnina í gær var rangt farið með
nafn stúlkunnar, sem varð í öðru
sæti. Hún heitir Dagbjört Ylva
Geirsdóttir og er 13 ára.
Röng fyrirsögn
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson
skrifar grein í Morgunblaðið í gær,
skyldubfll. Farangursrými er mjög
stórt, eða 460/1540 lítrar. Þegar hafa
15 bílar verið seldii- og hefur Bfla-
leiga Akureyrar fest kaup á 5 bflum.
Verðið á bílnum er 1.190 þús. kr.,
tilbúinn á götuna. Opið verður laug-
ardag og sunnudag frá kl. 13-17 í
húsakynnum ístraktors, Smiðsbúð
21 í Garðabæ.
bls. 45, sem bera átti yfirskriftina:
„Þeir sviku það sem þeir sögðu“.
Vegna mistaka var önnur yfirskrift
á greininni. Velvirðingar er beðist á
þessum mistökum.
Nafn féll niður
í FRÉTT frá fréttaritara Morgun-
blaðisins á Húsavík í blaðinu föstu-
daginn 17. apríl um kammertón-
leika á Húsavík, féll niður nafn Sól-
veigar Önnu Jónsdóttur píanóleik-
ara. Er beðist afsökunar á því hér
með.
BARNA- og unglingamótið „Skák í
hreinu lofti" fer fram í dag í húsa-
kynnum Bridssambands Islands í
Þönglabakka 1 i Mjóddinni.
Skákskóli íslands stendur fyrir
mótinu í samvinnu við tóbaksvarna-
nefnd, Vöku-Helgafell, Visa ísland
og SAM-bíóin. Skáksamband ís-
Kórtónleikar
á Snæfellsnesi
KOR Menntaskólans að Laugarvatni
og Kammerkór munu dagana 17.-19.
apiíl verða á tónleikaferðalagi um
Snæfellsnes. Haldnir verða þrennir
tónleikar þar sem boðið verðm- upp á
fjölbreytta dagskrá.
Tónleikar verða í Stykldshólms-
ldrkju laugardaginn 18. apríl kl. 20.30
og í Grundarfjarðarldrkju sunnudag-
inn 19. aprfl kl. 13. Enginn aðgangs-
eyrii’ er að tónleikunum.
Kórstjóri er kantór Skálholtsdóm-
ldrkju Hilmar Öm Agnarsson.
■ NÁMSKEEÐIÐ Inngangur að
skjalastjórnun verður haldið 27. og 28.
aprfl kl. 13-16.45 báða dagana á Öldu-
götu 23, Reykjavík (gamli Stýri-
mannaskólinn íyrh’ aftan Landakots-
spítala. Námskeiðið er ætlað öllum
þeim er áhuga hafa á skjalastjórnun
og vilja auka þekkingu sína á þessu
sviði. Skipulag og skjöl standa fyrir
námskeiðinu. Námskeiðsgjald er
13.000 kr. Námskeiðsgögn, þ.á m. bók-
in Skjalastjómun, ásamt kaffi og með-
læti báða dagana em innifalin í nám-
skeiðsgjaldi. Skráning á námskeiðið
þarf að fara fram fyrir ki. 12 föstudag-
inn 24. apríl.
lands, Taflfélagið Hellir og fleiri að-
ilar standa að framkvæmdinni
mótsdaginn auk Skákskólans.
Mótið hefst kl. 12.45 og er áætiað
að það standi til kl. 18. Stefnt er að
þátttöku um 300 barna og unglinga
sem fædd eru á tímabilinu 1982 til
1988.
sjúkraflokka hjálparsveita á
höfuðborgarsvæðinu stendur fyrh’
sameiginlegri æfingu sjúkraflokka
laugardaginn 18. aprfl kl. 10-16.
Þátttakendur í æfingunni verða frá 7
björgunarsveitum á
höfuðborgarsvæðinu og tala
björgunannanna rúmlega 40. Æfingin
verður haldin í Fjarskiptamiðstöð
vai-narliðsins í Grindavík, en sama
húsnæði var notað á Samverði ‘97 sl.
sumar. Á æfingunni verður lögð
aðaláhersla á skyndihjálp í
húsarústum ásamt söfnunarsvæði
slasaðra.
■ RÓTARÝKLÚBBURINN Straum-
ur í Hafnarfirði var stofnaður 5. júní
1997, móðurklúbbur hans er Rótarý-
klúbbur Hafnarfjarðar. Rótarýklúbb-
urinn Sti-aumur er blandaður klúbbur
kvenna og karla og er kvöldklúbbur.
Fundir era haldnir einu sinni í viku, á
fimmtudögum, kl. 18.30-20 í Hraun-
holti, Dalshrauni 13, Hafnarfirði, og
era allir Rótai’ýfélagar og aðrh’ gestir
velkomnir. Fullgiidingshátíð Rótai’ý-
klúbbsins Straums í Hafnarfirði verð-
ur haldin 25. apríl nk. í Hraunholti, en
þá er félagsskapurinn formleg tekinn
inn í Rotary Intemational. Forseti
klúbbsins er Óskar Valdimarsson.
■ SAMSTARFSNEFND