Morgunblaðið - 18.04.1998, Page 59

Morgunblaðið - 18.04.1998, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 59 BRÉF TIL BLAÐSINS MESSUR Á MORGUN Svikin loforð R-listans Frá Maríu J. Sigurðardóttur: FYRIR síðustu borgarstjórnar- kosningar lofaði Ingibjörg S. Gísla- dóttir að ekki myndi koma tO hækkunar skatta eða annarra gjalda. Ekki vantaði fðgur loforð. En hvað hefur gerst síðan? Þessi R-listi, sem er stjórnað af fjórum mismunandi stjórnmálaflokkum, tók við borginni og öll gylliboðin voru svikin. Ein af fyrstu framkvæmdum Ingibjargar S. Gísladóttur var að stórhækka fasteignagjöld vegna þessa fræga holræsagjalds (þeir sem stunda grásleppuveiðar segja nú að þessar framkvæmdir hafi stórspillt miðunum). Fasteigna- gjöldin hækkuðu mest hjá eldri borgurum og öryi’kjum, eða um helming. Þá varð einnig hækkun á rafmagni og hita og virðast álögur hjá R-listanum vera endalausar. Þeir sem þurfa á heimilishjálp að halda, þ.e.a.s. eldri borgarar og ör- yrkjar, þurfa nú að greiða fyrir hana. Þetta eru nýjar álögur, sem R-listinn kom á þegar hann tók við borginni. Margir geta ekki tekið þennan aukakostnað á sig. Fólk sem býr í húsnæði í eigu borgarinnar má nú reikna með að húsaleiga hjá því hækki um 100% eftir kosningar, þegar þessi R-listi kemst að. Þeir sem þurfa að leigja hjá borginni hafa hins vegar ekki af neinu að taka. Og einnig má nefna að eldri borgarar fá ekki lengur afslátt af fótsnyrtingu eða hárgreiðslu. Ingibjörg S. Gísladóttir hrúgaði gámum um allan bæ, bæði fyrir dagblöð og mjólkurfernur. Þangað á fólk að þjóta með dagblöðin og þvegnar og samanbrotnar mjólkur- fernur og auglýsingakostnaðurinn vegna þessa var mikill. í viðtali við Ingibjörgu S. Gísladóttur, þar sem hún hvatti borgarbúa til að fylla þessa frægu gáma, lét hún þau orð falla að þegar yrði búið að endur- vinna pappírinn gæti hugsast að grein sem hún skrifaði kæmi nú steypt í eggjabakka. Að hugsa sér, þvílík sóun að fara svona með jafn merkilega grein! Mér skilst nú að þessir gámar standi að mestu auðir, nema hvað heyrst hefur að heimil- islausir halli sér þar. Ekki er allt upp talið, langt frá því. Nú á að hækka leikskólagjöld og kemur það sér mjög illa fyrir foreldra, ekki síst einstæðar mæð- Frá Gísla Má Gíslasyni: FRAMTÍÐARSÝN íslendinga er m.a. aukin iðnvæðing og aukin nýt- ing orkuauðlinda. Gert er ráð fyrir að mörg störf muni skapast í stór- iðnaði í framtíðinni og áætlanir eru uppi um auknar virkjanir fallvatna og jarðhita. Þetta mun hafa í för með sér breytingar á umhverfi, bæði landslagsbreyting- ar og breytingar á lífríki. Til að standa sem skynsam- legast að framkvæmdum fara þær í mat á umhverfisáhrifum. Matið á að tryggja að áhrifum á náttúru lands- ins verði haldið í lágmarki. Það sem hefur reynst einna erfiðast við matsgerðina er hvað almennar upp- lýsingar um náttúru íslands eru litl- ar. Landið er stórt, náttúrurann- sóknir ungar og styrkveitingar til slíkra rannsókna litlar, sem meðal annars sést á styrkveitingum Rann- sóknarráðs íslands (Rannís), þar sem hæsti styrkur úr vísindasjóði var einungis 1,5 milljónir króna og flestir styrkir undir einni milljón. ur. En þrátt fyrir öll sviknu loforðin og tilburðina til að græða á þeim sem minnst mega sín, þá stendur borgin mjög höllum fæti. Allir muna líka vitleysuna og bruðlið með Iðnó. Þar var búið að reisa fallegan blómaskála, sem Ingibjörgu S. Gísladóttur þóknaðist ekki, lét rífa hann af og seldi fyrir slikk. Svo byrjaði hún upp á nýtt að láta lagfæra Iðnó og færa að eigin smekk. Þetta var mikill aukakostn- aður okkar skattborgaranna. Það sér hver heilvita manneskja að svona óstjórn lætur enginn bjóða sér lengur. Það þurfti fjóra, ólíka stjórnmálaflokka, sem kalla sig R-lista, til að bjóða sig fram gegn einum flokki, Sjálfstæðis- flokknum. Alla þessa hersingu þurfti til að koma Ingibjörgu S. Gísladóttur að. A skírdag var hvorki meira né minna en heil opnuauglýsing frá R- listanum í Morgunblaðinu. Svona auglýsing kostar sjálfsagt milljón krónur, en það er sjálfsagt allt í lagi fyrir R-listann. Hann lætur okkur skattborgarana bara greiða þessa gagnlausu auglýsingu, eins og allt annað. Það mætti lengi telja upp hækk- anir R-listans, til dæmis á stöðu- mælagjöldum og strætisvagnafar- gjöldum sem hækkuðu um helming hjá öldruðum og öryrkjum. Svo er líka búið að breyta flestum leiðum og stoppistöðvum og gildir einu hve mikið er kvartað undan breyting- unum, fólki er hreinlega ekki svar- að. Nú fer að styttast í borgarstjóm- arkosningar og ég er ekki ein um að vona að Reykvíkingar geri ekki sömu mistökin aftur. Augu fólks hljóta að hafa opnast fyrir því hvað er rétt og hvað er rangt. Engum er betur treystandi til að stjórna borginni okkar en Arna Sigfússyni og þeim sem eru í fram- boði með honum. Þetta fólk mun standa við loforð sín. Ái'ni Sigfússon hefur margsýnt og sannað hvað í honum býr. Hann er hreinskilinn og býr yfir þekk- ingu og góðmennsku. Hann hefur lagt sitt af mörkum til að aðstoða fólið í landinu og nægir_ þar að nefna að sem formaður FÍB hefur hann tryggt mikla lækkun bfla- trygginga. MARÍA J. SIGURÐARDÓTTIR Suðurhólum 14. Fáir hafa jafnmikilla hagsmuna að gæta við að mat á umhverfis- áhrifum byggist á almennri þekk- ingu á náttúru landsins og þeir sem afla orkunnar, flytja hana og stór- iðja, sem oft getur einnig verið mengunarvaldur. Það er því lofs- vert framtak ISALs að auglýsa styrki til umhverfisrannsókna pg til rannsókna á náttúru landsins. ISAL hefur styrkt náttúrurannsóknir hér á landi í nær áratug. Með þessum rannsóknum hefur fengist aukin þekking á náttúru landsins, en í ár var í fyrsta skiptið auglýst eftir um- sóknum. Föstudaginn 4. aprfl fengu tveir vísindamenn styi'ki, sá hærri að upphæð 1 milljón króna, sem er miklu hærri upphæð heldur en Rannís veitir að jafnaði. Framtak ÍSALs ætti að verða öðrum stórfyr- irtækjum hvatning til að gera hið sama. Þó að rannsóknirnar snúist ekki endilega um þeirra eigin fram- kvæmdir munu þær vera nauðsyn- legur grunnur til að leggja mat á umhverfisáhrif væntanlegra fram- kvæmda í framtíðinni. GÍSLI MÁR GÍSLASON, prófessor í líffræði við HÍ og forstöðu- maður Líffræðistofnunar Háskólans. Guðspjall dagsins: Jesús kom að luktum dyrum. (Jóh. 20) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Ferming og altarisganga kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Tónlistarmessa Barna- kórsins kl. 14 undir stjórn Ágústs Val- garðs Ólafssonar. Eftir messu verður messukaffi í umsjá foreldrafélags Barnakórsins. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Altar- isganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálm- arsson. Dómkórinn syngur. Organ- leikari Marteinn H. Friðriksson. Ferm- ingarmessa kl. 14. Dómkirkjuprest- arnir sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Dómkórinn syngur. Barnasamkoma kl. 11 í safn- aðarheimilinu í umsjá Auðar Ingu Ein- arsdóttur. Æðruleysismessa kl. 21. Tileinkuð þeim sem feta sporin tólf. Léttur söngur, vitnisburður, fyrirbæn. Sr. Jakob A. Hjálmarsson prédikar. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 14. Prestur sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Fermingar- messa kl. 14. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjamar- son. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fermingar- messa kl. 11. Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Sigurður Pálsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg. HATEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir. Fermingarmessa kl. 13.30. Guðjón Leifur Gunnarsson leikur á trompet. Organisti mgr. Pavel Mana- sek. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. María Ágústsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Fermingarmessa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Barna- starfið í safnaðarheimilinu kl. 11. Um- sjón Lena Rós Matthíasdóttir. LAUGARNESKIRKJA: Fermingar- messa kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Kór Laugarneskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunnarsson. Prest- ur sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. NESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fermingarmessa kl. 11. Prestarn- ir. Guðsþjónusta kl. 14. Reynir Jón- asson organisti leikur undir sálma á harmoniku. Sr. Frank M. Halldórsson. SELT JARNARNESKIRKJA: Ferm- ingarmessa kl. 10.30 og kl. 13.30. Sr. Hildur Sigurðardóttir prédikar. Organisti Vera Manasek. Prestar sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir og sr. Sigurður Grétar Helgason. Barnastarf kl. 11. Gengið inn á neðri hæð. Um- sjón Agnes Guðjónsdóttir, Benedikt Hermannsson og Jóhanna Guðjóns- dóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Fermingarguðs- þjónusta kl. 11 árdegis. Altarisganga. Organleikari Pavel Smid. Barnaguðs- þjónusta kl. 13. Ólöf Sverrisdóttir leikari, leikles söguna „Garður ris- ans“. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnum sínum. Prestarnir. Sumardagurinn fyrsti: Fermingar- guðsþjónusta kl. 11. Organleikari Pa- vel Smid. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tíma. Sr. Gylfi Jónsson messar. Organisti Daníel Jónasson. Gísli Jón- asson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Létt- ur málsverður eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón Ragnar Schram. Fermingarguðsþjónusta og altarisganga kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Umsjón sr. Anna Sigríður og Hjörtur. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Engja- skóla. Umsjón sr. Sigurður, Signý og Sigurður H. Ferming kl. 13.30. Kór Grafarvogskirkju syngur. Stjómandi Hörður Bragason. Prestarnir. Sumar- dagurinn fyrsti: Ferming kl. 11 og 13.30. Kór Grafarvogskirkju syngur. Stjórnandi Hörður Bragason. Prest- arnir. HJALLAKIRKJA: Fermingarmessa kl. 10.30. Bamaguðsþjónusta kl. 13. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Prestarnir. Lofsvert framtak Islenska álfélagsins KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kór átthagafé- lags Strandamanna syngur sérstak- lega i guðsþjónustunni undir stjórn Þóru Vigdísar Guðmundsdóttur og leiðir safnaðarsöng ásamt félögum úr kór Kópavogskirkju. Organisti Guð- mundur Sigurðsson. Ægir Fr. Sigur- geirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Org- anleikari Jón Ólafur Sigurðsson. Sóknarprestur. Sumardagurinn fyrsti: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14 sem hluti af hverfishátíð Seljahverfis. Sóknarprestur. FRIKIRKJAN í Rvík: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.15. Skráning í vorferð barnastarfsins hafin. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Fríkirkjunnar syngur, org- anisti Pavel Smid. Prestur sr. Magn- ús B. Björnsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Ester Jakobsen. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Dögg Harðar- dóttir. Allir hjartanlega velkomnir. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarárstíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 11 og fimmtudag kl. 20. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnars- son. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Morgun- samkoma kl. 11. Barnastarf í fjórum deildum og kennsla fyrir fullorðna. Léttar veitingar seldar eftir samkom- una. Kvöldsamkoma kl. 20. Lofgjörð, prédikun og fyrirbæn. Allir hjartan- lega velkomnir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morg- unsamkoma að Bíldshöfða 10, 2. hæð kl. 11. Fræðsla fyrir börn og full- orðna. Almenn samkoma kl. 20. Frið- rik Schram prédikar. Mikil lofgjörð og fyrirbæn. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30, 14. Messa kl. 18 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11 og kl. 15 á pólsku. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa sunnudag kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laug- ardag og virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugar- dagsskóli kl. 13. Sunnudag kl. 19.30 bæn. Kl. 20 hjálpræðissamkoma í umsjá Rannvá Olsen og Sigurðar Ingimarssonar. Allir hjartanlega vel- komnir. Mánudag kl. 15 heimilasam- band fyrir konur. MOSFELLSKIRKJA: Fermingar- guðsþjónusta kl. 13.30. Sumardag- urinn fyrsti: Fermingarguðsþjónusta kl. 13.30. VÍDALÍNSKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarna- son. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Ferming kl. 10. Kór Víðistaðasóknar syngur. Ein- söngur Gísli Stefánsson. Organisti Guðjón Halldór Óskarsson. Trompet- leikari Eiríkur Örn Pálsson. Sigurður Helgi Guðmundsson. KÁLFATJARNARKIRKJA: Ferming- armessa kl. 13.30. Prestarnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Ferm- ing í Hafnarfjarðarkirkju kl. 10.30. Prestar sr. Þórhildur Ólafs og sr. Þór- hallur Heimisson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. ÞORLÁKSKIRKJA: Fermingarmessa kl. 13.30. Altarisganga. Vorferð sunnudagaskólans á sumardaginn fyrsta kl. 10. Farið að Hruna. Þátttak- endur skrái sig hjá Sissu (sími 483- 3450) eða Svavari (sími 483-3771) fyrir kl. 17 síðasta vetrardag. Sóknar- prestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Sunnudagaskólinn lýkur vetrarstarfinu formlega og er þeim börnum sem mætt hafa í vetur og foreldrum þeirra boðið grillaðar pyls- ur eftir athöfn í kirkjunni. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að mæta með börnum sínum þar sem útvarpa á guðsþjónustunni beint í RÚV. Bald- ur Rafn Sigurðsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Laugardag- inn 18. apríl er ferðalag sunnudaga- skólans. Mæting við kirkjuna kl. 10. Farið verður að Strandarkirkju. Komið aftur kl. 14-14.30. Fermingar- messa, sunnudag, kl. 13.30. Sr. Jón Ragnarsson. SELFOSSKIRKJA: Fermingarmess- ur kl. 10.30 og kl. 14. Hádegisbænir kl. 12.05 þriðjudag til föstudag. Les- hringur kl. 20 fimmtudag. Kvöldbænir kl. 21.30. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta á sumardaginn fyrsta kl. 11. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa verður sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. INNRI-HOLMSKIRKJA: Fermingar- messa kl. 11. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Fermingarguðsþjónusta kl. 11. Ferm- ingarguðsþjónusta kl. 14. HOLTSPRESTAKALL í Önundar- firði: Barnaguðsþjónusta í Flateyrar- kirkju kl. 11.15. Guðspjallið í mynd- um, bænir, söngvar, sögur. Afmælis- börn fá glaðning. Böm úr Staðar- prestakalli í Súgandafirði koma í heimsókn ásamt foreldrum sínum og sóknarprestinum síra Valdimar Hreið- arssyni. Gunnar Björnsson. AKRANESKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta laugardag kl. 11. TTT-starf kl. 13. Stjórnandi Sigurður G. Sigurðs- son. Fermingarguðsþjónustur sunnu- dag kl. 10.30 og kl. 14. Sóknarprest- ur. Fríkirkjan í Reykjavík Sunnudagur 19. apríl Barnaguðsþjónusta kl. 11:15 Skráning í vorferð barnastarfsins hafin. Öndunum gefið við tjörnina eftir stundina. Guðsþjónusta kl. 14.00. Fermdir verða: Einar Þór Haraldsson, Bárugötu 37 Ingi Björn Kárason, Melabraut2 Kór Fríkirkjunnar syngur, organisti Pavel Smid. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Þriðjudaginn 21. april Aðalfundur Bræðrafélagsins verður í Safnaðarheimilinu Laufásvegi 13, kl. 21.00 Venjuleg aðalfundarstörf —5» <-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.