Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 60

Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 60
60 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ y^S Matur og matgerð „Gef oss í dag vort daglegt brauð“ Á öðrum degi páska, mestu trúar- og gleðihátíð kristinna manna, hvarflar að Kristínu Gestsdóttur hvort boðskapur og helgihald páskahátíðarinnar sé að falla í gleymsku. VELVAKANÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hvað er hún gömul... VILBORG hafði samband við Velvakanda og sagði hún að í þættinum Islenskt mál sem birtist í Morgun- blaðinu nýlega hefði verið auglýst eftir vísu. Hún segist kunna þessa vísu og hún hafi lært hana sem krakki og sé hún líklega þýdd. Vilborg vill vita hvort einhverjir aðrir kannist við þessa útgáfu af vísunni: Hvað var hún gömul, hún Billy, Billy boy hvað var hún gömul hún Billy. Hún var sex sinnum sjö,. tuttugu og átta, betur tveir. Hún var of ung til að fara frá henni mömmu. Vilborg Halldórsdóttir, Kópavogsbraut 69. Ábending til ríkisstjórnarinnar GUÐRÚN Jóhannsdóttir, Túngötu 20, hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma þeirri ábend- ingu á framfæri við ríkis- stjórnina að ríkisstjórnin ætti að ráða öryrkja til starfa í stöður þingmanna og bankastjóra. Segist hún vita þess dæmi að t.d. þingmenn séu í fleiri en einni stöðu, og ef þetta séu svona auðveld störf að hægt sé að vera í jafnvel tveimur stöðum, ættu ör- yrkjar vel að ráða við þau. Guðrún segist vera 75% öryrki og hafi mikinn áhuga á að komast í svona starf þar sem hægt sé að vera í utanlands- og lax- veiðum meirihluta ársins, það lifi enginn hvort eð er af örorkubótum. Svo sé þetta sparnaður íyrir heil- brigðiskerfið, það þurfi ekki að borga þeim örorku- bætur sem vinni sem þing- menn eða bankastjórar. Auðveldara skattaframtal? ÞAÐ hlýtur að vera hægt að gera framtalsformið einfaldara hér á landi. Þannig að við eldri borgar- ar sem aldrei höfum verið í bisness getum talið fram sjálf. í Danmörku þarf þetta fólk ekkert að telja fram, það liggur allt opið íyrir skattayfirvöldum. Vonandi endum við ekki í skattsvikafangelsi. Út í aðra sálma: Ég vil þakka Arnari Jónssyni fyr- ir frábæran upplestur á Sjálfstæðu fólki. Ég tel hann vera hreinan listvið- burð. Kona. Tapað/fundið Kvenúr týndist í miðbænum KVENÚR, Citizen gullúr með gylltri skifu týndist föstudaginn langa, líklega í miðbænum. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 564 2165. Ljósgrár jakki úr end- urskinsefni týndist HÁLFSÍÐUR, ljósgrár jakki úr endurskinsefni, einn sinnar tegundar, týndist við Skeiðholt í Mosfellsbæ. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 568 2210. Rautt telpnahjól týndist RAUTT telpnahjól týndist frá Hraunteig föstudaginn langa. Skilvís finnandi hafi samband í síma 553 2023. HVÍT og svört, síðhærð, læða týndist úr Hvassa- leiti 42 8. apríl sl. Hún er með silfurlita ól og gulan hólk þar sem nafn henn- ar og heimilisfang er í. Fólk í hverfinu er beðið að athuga kjallara og bíl- skúra til að vita hvort hún leynist þar. Þeir sem hafa orðið varir við kisu hafi samband í síma 553 1816 eða komi henni heim til sín. LAUGARDAG fyrir páska ók ég um Borgarfjörðinn frá jarðarför náins frænda í afar fögru veðri, þar sem hin óvenjufagra birta fyllti hugann friði og kyrrð. Þessi frændi minn var mikill fuglavinur og orti mikið um fugla og því táknrænt að fyrsti hrossagaukur vorsins mætti mér þegar ég ók í hlað heima hjá mér. Síðan settist ég við sjónvarpið og hugðist horfa á Spaugstofuna en flýtti mér að slökkva á tækinu áður en sá boð- skapur sem þar var á ferðinni eyðilegði fyrir mér páskaskapið. Bóndi minn er fríkirkjumaður og hefur farið í Fríkirkjuna í páska- messu kl. 8 á páskadagsmorgni síðan hann man eftir sér, en nú bar svo við að hann kom að lokuð- um kirkjudyrum og líkaði það illa sem von er. Bjart og fagurt veður var þegar við ókum frá harðlæstri kirkjunni og mættum með fyrra fallinu í morgunkaffi hjá vinafólki en þar ríkti hin sanna páskagleði. Sá siður hefur haldist milli fjöl- skyldna okkar að koma á víxl í morgunkaffi að aflokinni morgun- messu í Fríkirkjunni. Kökur og margs konar brauð var á borðum og datt mér í hug að gefa lesend- um mínum uppskriftir að brauði. Um brauðbakstur Eg hefi mjög einfalda aðferð við að búa til brauð en þó mikla tilbreytni í brauðgerð enda mjöl- tegundir og annað sem fer í brauðið breytilegt. Ég hnoða allt mitt deig í hrærivél, en auðvitað má hræra lint deig með sleif og hnoða síðan á borði. Hægt er að móta öll möguleg listaverk úr brauðdeigi ef hugmyndaflugið er í lagi, en brauðdeig má móta eins og leir. Tvennt þarf að hafa í huga þegar brauðdeig er búið til, deigið þarf að vera lint og hiti vökvans í brauðið má alls ekki fara yfir 40 °C. Þumalputtaðferð er að stinga fingri ofan í vökvann sem á að vera fíngurvolgur. Einfaldast er að nota fínt þurrger sem fæst í smábréfum eða V2 kg pökkum. Gerið geymist lengi í kæliskáp eftir að pakkinn hefur verið opn- aður. Yfirleitt er óþarflega mikið ger í brauðuppskriftum, en sé minna ger notað og deigið látið lyfta sér í kæliskáp lengi, frá 2 upp í 12 tíma verður brauðið mun hollara og léttara í sér. Sumir mega hvorki borða lifandi ger né hveiti og sykur. Síðari uppskriftin í dag er að brauði handa þeim, sem er raunar flatbrauð bakað við mjög háan hita í ofninum. Fjölkornabrauð _________5 dl hveiti__________ _________3 dl heilhveiti _________1 dl hveitiklíð______ _________1 dl haframjöl_______ _______'/2 msk fínt þurrger _______'h tsk salt__________ _______2 msk matarolía________ _________1 msk hunang_________ 2 dl vel heitt vatn úr krananum _________2 dl mjólk___________ eggjarauða eða mjólk til að pensla brauðið með birkifræ eða haframjöl til að strá á brauðið 1. Setjið hveiti, heilhveiti, hveitiklíð, haframjöl, þurrger og salt í skál (hrærivélarskál): 2. Mælið matarolíuna með mat- skeið og setjið út í, en smyrjið olí- unni á eftir um skeiðarbakið og mælið hunangið með skeiðinni. Ef olía er á skeiðinni klístrast hun- angið ekki við hana. 3. Blandið saman heitu vatni og kaldri mjólk svo að vökvinn verði fingurvolgur og setjið út í. Mjög áríðandi er að blanda þessu sam- an áður en það er sett út í, annars drepst gerillinn. Leggið stykki yf- ir skálina og látið lyfta sér. Sjá hér að framan. 4. Takið deigið úr skálinni og mótið brauð, penslið með eggja- rauðu eða mjólk og stráið birkifræi eða haframjöli yfir. Leggið stykki yfir brauðið meðan þið hitið bak- araofhinn í 210 °C, blástursofti í 190-200 °C. Skerið raufar í brauðið með beittum hnífi og bakið í um 30 mínútur. Leggið stykki yfir brauð- ið meðan það er að kólna. Gerlaust fjölkorna flatbrauð _________4 dl haframjöl_________ _________4 dl hveitiklíð________ _________2 dl heilhveiti________ _________1 dl rúgmjöl___________ _________1 tsk salt_____________ 2 dl volgt vatn 1. Setjið allt í skál (hrærivélar- skál) og hrærið og hnoðið. 2. Mótið 8 flöt brauð, 12-15 cm í þvermál. 3. Hitið bakaraofn í 250 °C, setjið brauðin á grind í ofninn og bakið í um 7 mínútur. Vefjið brauðin í stykki að bakstri lokn- um. Athugið: Þetta brauð hentar líka vel á grillið. SKAK llmsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp í skák sem áhugamaður tefldi við öflugt tölvuforrit. Geir Ó. Waage hafði hvítt og átti leik, en þýska skákfonútið Fritz4 var með svart. Hvít- ur hefur fórnað hrók til að fá tvö hættuleg frípeð og Fritz hefur greini- lega vanmetið þau. 42. Rxc5! - Rxc5 43. Hxe5! - Kc7 (Eftir 43. - Dxe5 vekur hvítur auðvit- að upp nýja drottn- ingu á f8) 44. Hxc5! - Bc8 45. He5 - Bd7 (45. - Hb8 46. He8 - Bd7 47. Hg8! er einnig tapað á svart) 46. He6 - Df5 47. Hxg6 - Hbb8 48. Hf6 - Dc5 49. Dg7 - Hbf8 50. Re6+ - Bxc6 51. Hxe6 - Kd7 52. He8 - Hxh7 53. Dxf8 - Dxf8 54. Hxf8 - Ke7 55. Ha8 - Hxf7 56. Hxa7+. Eft- ir að Kasparov tapaði fyrh' IBM tölvunni Djúpblárri í fyrra, er það orðið í frásög- ur færandi þegar menn leika tölvur slnar svo grátt. Geir O. Waage er 23 ára gamall starfsmaður Olís og hefur aldrei teflt á opinberu skákmóti! Það var Sævar Bjarnason, alþjóðlegur meistari, sem vakti athygli skákhornsins á þessari skák. HÖGNI HREKKVÍSI // Blddu andaféafcJ U;& erum ekki bú/n, cp& skalcx 'i Víkverji skrifar... KUNNINGI Víkverja kom að máli við hann í vikunni og sagð- ist vera hálfhneykslaður á þeirri um- ræðu sem hefði staðið um Islenzka erfðagreinungu vegna lagafrum- varps um gagnagrunna á heilbrigðis- sviði, sem nú liggur fyrir Alþingi. Margir innan lækna- og háskóla- stéttarinnar hefðu mótmælt þessu frumvarpi með misgóðum rökum og var viðmælandi Víkverja á þeirri skoðun að þessar raddir hljómuðu ekki ýkja sannfærandi. Einn þessara manna, læknir og dósent í erfðafræði við Háskóla fs- lands, taldi í viðtali við Morgunblað- ið öllu skipta að þessi gagnagrunnur væri í höndum Háskólans, þá væri öllu borgið. „Þarf að svara svona rökleysu?" sagði kunningi Víkverja við þessu, og bætti við: „Gagnagrunnurinn yrði að sjálfsögðu miklu öruggari í hönd- um láglaunaðra háskólastarfsmanna og auðvitað ætti HÍ ekki í vand- kvæðum að reiða fram litla fimmtán milljarða til að vinna þennan gagna- grunn?“ XXX Á BENTI kunningi Víkverja á að annar háskólamaður ritaði á miðvikudag grein í Morgunblaðið, þar sem hann hamrar á hættum á misnotkun þessara upplýsinga, sem vissulega þurfi að tryggja að höndl- aðar væru með ýtrustu varúð, en þegar hann fór að rýna í greinina sagðist hann hafa hnotið um þessa málsgrein: „Segjum sem svo að ættgengur en læknanlegur sjúkdómur finnist hjá barni við genarannsóknir og geti sjúkdómurinn ekki verið kominn frá foreldri. Væri það ekki skylda þeirra sem finna slík sjúkdómstilvik að láta viðkomandi vita svo að unnt sé að lækna sjúkdóminn?“ Kunningi Víkverja sagðist vona að maðurinn sem þetta skrifaði hefði forgangsröðina á hreinu. „Alla vega á ég bágt með að trúa því að hann vilji stöðva frumvarpið sem gæti bjargað fjölda mannslífa einmitt með því að þeir sem vinni með hinn nýja gagnagrunn komist í aðstöðu til að greina læknanlega sjúkdóma í fólki," sagði hann. Einstaka faðern- ismál geti varla vegið mjög þungt í þeim samanburði. „Ég segi bara fyrir sjálfan mig,“ sagði kunningi Víkverja, „að ég hef miklar áhyggjur af því að karlmenn í kvenlegg minnar ættar hafa flestir látizt langt fyrir aldur fram úr sjúk- dómum, og þætti mér mikill fengur í rannsóknum sem leiddu hugsanlega í ljós einhvem læknanlegan genagalla í minni ætt.“ XXX AÐ ER mikið áhyggjuefni ef svona tréhestum í kerfinu tekst að koma í veg fyrir verkefni á borð við þetta, sem hefur augljóslega gríðarlega þýðingu, bæði fyrir heilsufar Islendinga, svo ekki sé minnzt á hinn þjóðhagslega ávinn- ing,“ bætti kunningi Víkverja við. „Ég vona í einlægni að löggjafar íslendinga beri gæfu til að sjá þetta mál í aðeins stærra samhengi, með hag þjóðarinnar og almennings í fyrrirrúmi," sagði kunningi Vík- verja, og lauk máli sínu á þvi að minna á, að ekki megi gleyma því að starfsemi Islenzkrar erfðagreining- ar sé undir ströngu eftirliti, sem honum virtist vera mun meira en hægt sé að segja um meðferð þeirra upplýsinga, sem nú þegar eru í gagnagrunnum hins opinbera heil- brigðiskerfis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.