Morgunblaðið - 18.04.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 18.04.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 63 FOLK I FRETTUM Fátækum hjálpað ► LEIKKONAN Melanie Griffith mætti ásamt eigin- nianni sínum, Antonio Bander- as, og móður sinni, Tippi Hedren, til kirkju vestur í Los Angeles á dögunum þar sem verið var að dreifa matarköss- um. „Fæðum börnin“ var slag- orð átaksins en veitingahúsa- keðjan Planet Hollywood tók þátt í að dreifa matvælunum til fjölskyldna í neyð. Kunnuglegir fréttahaukar Stöð 2 ► 21.00 Fyrstir með frétt- irnar (The Front Page) (‘74), er ein af bestu myndum grínaranna Walters Matthau og Jacks Lemm- on. Þeir eru eitt vinsælasta tveggjamannagengi gamanmynda okkar tíma, og eru enn að. Um páskana var frumsýnd nýjasta mynd þeirra, The Odd Couple II, við heldur slæmar undirtektir, en það er önnur saga. í þessari end- urgerð frá 1974, eru þeir í sínu fín- asta formi. Fyrstir með fréttirnar er byggð á leikriti, og síðan mynd eftir þá Ben Hecht og Charles MacArthur, um ritstjóra sem vill ekki missa sinn besta blaðamann fyrir nokkurn mun. Platar hann til að taka að sér síðustu fréttina - um dauðadæmdan morðigja sem sleppur úr haldi. Var á sínum tíma beitt satíra um blaðasnápa og spillta pólitíkusa, og það eimir enn eftir af því í þessari stórskemmti- legu útgáfu Billys Wilders. Matt- hau og Lemmon fara á kostum og aukaleikararnir eru ekki af veiri endanum; Susan Sarandon, Vincent Gardenia og sjálf sjón- varpsstjarnan Carol Burnett. Myndirnar His Girl Friday og Switching Channels, eru byggðar á sama leikriti. Wilder, Matthau og Lemmon eru ódauðlegir menn sem við hinir megum ekki undir nokkrum kringumstæðum láta framhjá okkur fara. ★★★'/2 MYND KVÖLDSINS: Stöð 2 ^21.00 Fyrstir með frétt- irnar (The Front Page) (‘74). Sjá um- fjöllun í ramma. Sjónvarpið ►21.15 Grínleikarinn Steve Martin stóð á hátindi frægðar sinnar um það leyti sem Með heila á heilanum (The Man With Two Bra- ins) (‘83), fyllti kvikmyndahús verald- ar. Er þó ekki ein af bestu myndum spaugarans. Segir af Dr. Hfuhru- hrurr (voða fyndið, eða hvað?), sem verður ástfanginn af heila í krukku. Kathleen Turner fer á kostum sem eiginkona læknisins og David Wamer er glettilega góður sem furðufugl í sinni spaugilegu kastalaíbúð. Ein- staklega geggjuð fáránleikafyndni sem á sín augnablik. ★★1/z Sjónvarpið ► 22.50 Markó Póló (Marco Polo: The Missing Chapter) (‘95) er, samkvæmt bestu fáanlegu heimildum á veraldai’vefnum, ísra- elsk gamanmynd , sem síðan virðist hafa flogið lágt og skammt. Stendur sjálfsagt undir nafni sínu, „týndi kafl- inn“. Stöð 2 ► 22.50 Nýjasta mynd Johns Carpenters, Flóttinn frá Los Angel- es (The Escape From Los Angeles) (‘96), er eins og nafnið bendir til, framhald á hans kannski ekki bestu, en skemmtilegustu mynd, þar sem flóttinn var frá New York. Sem fyrr er það ævintýramaðurinn og töffar- inn Snake Plisken sem er þungamiðja atburðarásarinnar, og í öruggum höndum Kurts Russell. Alls ekki sem verst afþreying en lítið meira en eft- iröpun fyiTÍ myndarinnar hvað snert- ir söguþráð og persónur. Með brött- um Steve Buscemi sem husmél í mannsorpinu og Cliff Robertson sem forseta Bandai-íkjanna. ★★'/2 Sýn ► 23.30 Ef áhorfendur kunna ekki enn utanað Blóðtöku (First Blood) (‘82), þá gefst þeim tækifæri á að rifja hana upp enn eina ferðina. Myndina sem kom Rambó á tjaldið. ★★★ Stöð 2 ►0.30 Bölvun drekans (Curse of the Dragon), mun vera heimildarmynd um Kung Fu meistar- ann og kvikmyndaleikarann Bruce Lee. Með lærisveinum hans hans, Chuck Noitís og James Coburn, og syni, Brandon Lee, sem ungur hlaut sömu, sviplegu örlögin og faðir hans. Stöð 2 ►2.00 Sjónvarpsmyndin Hið fullkomna morð (The Masterpiece Murder) (‘86), er fræg fyrir það eitt að vera fyrsta sjónvarpsmyndin og fyrsta myndin sem grínistinn Bob Hope lék í eftir 14 ára hlé. Leikur ásamt öðrum gamlingja, Don Amache, tveggja manna gengi sem hyggst koma upp um rán og morð. Lítið um fullkomleika hér að mati Maltins, sem segir myndina ekki lafa í meðalmennskunni. Sæbjörn Valdimarsson WALTER Matthau og Jack Lemmon eru eitt frægasta leikarapar Hollywood og hafa leikið saman í fjölmörgum myndum. Allur MORT/í* fleecé-fatnaður O 15-50% afsláttur dag, laugard.á Fosshálsi 1 og Skeifunni 19 kl. 10-17 opið sunnudag, Fosshálsi 1 M.1M7 NYTT KORTATÍMABIL HREYSTI. — sport vöRUiiiis Fosshálsi 1 - S. 577-5858 Skeifunni 19 - S. 568-1717 vörurnar komnar !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.