Morgunblaðið - 18.04.1998, Page 64
64 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
$3®
®\®v
°a,
A r t u n
ns/e;
■'kur
Vagnhöfða 11, sími 567 4090 og 898 4160.
Gömlu og nýju dansarnir
Tríó Þorvaldar: Harmonika, hljómborð og söngur
Húsid opnað kl. 22.00
Matreiðslunámskeið
\lndverskir grœnmetisréttir
Sykur-, ger-, hveiti-, gluten- og
mjólkurafurðalausir.
Mánudagana 20. apríl og 26. apríl frá kl. 19-22
og mánudagskvöldið 11. maí frá kl. 19-22
Námskeið á góðu verði. Skráning hjá
Shabönu í símum 899 3045, 5541609 og 581 1465.
í KVÖLD, danshúsinu glæsibæ
20.30 BARNATONLEIKAR
21.15 Hatiðartonleikar
23.00 Harmonikuball ársins
KYNNING OG TILBOÐ Á BRANDONI, DELICIA
OG PIGINI HARMONIKUM, SOLTON OG AA CRAAFT
HLJÓÐKERFUM.
FRUMSÝNING Á VEF ALMENNU U M BOÐSSK RIFSTOFUNNAR
Miðaverð:
KR. 1 .200 Á TÓNLEIKA OG BALL
KR. 900 EFTIR KL. 23.00
FRÍTT FYRIR BÖRN YNGRI EN 12 ÁRA Á TONLEIKA
JLdttw jje-ttd- ÚÚLÍ fívrtx, frtífw, fvjtíj/ér
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
FOLK I FRETTUM
Pólitískt bull í fjölmiðlum
PÁSKARNIR liðu án sérstakra
hreta utan sýslumannshretsins og
Landsbankahretsins, sem hefur
síðan slegið flest met í anarkí. Nú
eiga Jóhanna og alþýða landsins
að ráða, stefna sjúkum manni eins
og DV iagði til af alkunnum
mannkærleika sínum og loka Al-
þingi og öðrum stjórnstofnunum
sem leyfa sér að halda uppi risnu
og dirfsku í símakostnaði. Fyrst
búið er að benda á
Strandir sem
heppilegt Gulag
mætti losna við
úr hófi, en af því yfirleitt þýðir
ekki að opna fyrir neina fjölmiðla
á helgihátíðum eins og Páskum
öðruvísi en sé verið að öskra á
mann úr einhverjum lítt kunnum
óperum sem dagskrársérvitring-
ar hafa fundið rykfallnar í
London - París eða Róm, er
betra að halla sér að vídeósjón-
varpinu. Líklega verðum við að
búa við videó-fátæktina þangað
SJÓNVARP Á 1Lír
LAUGARPEGI
mikið af kansellífólki þangað, að
ekki sé talað um hvað heppilegt
er að hafa Gulag eftir að dómstóll
götunnar er tekinn til starfa. Af
sjónvarpi er ósköp lítið að frétta
innan um öll hin tíðindin, þótt
minnast megi á nokkra þætti, sem
voru afbrigðilega skarpir miðað
við venju, eins og Dagsljós á
þriðjudagskvöldið, þar sem fjár-
hagshorfur borgarinnar bentu til
þess að leggja verði blátt bann við
frekari barnsgetnuðum. Yrði
Reykjavík óðara með ríkari borg-
ríkjum ef fólk reyndi að hafa
hemil á sér á getnaðarsviðinu, en í
Dagsljósi mátti heyra um hinn
gífurlega vanda sem stafar af
lausagöngubörnum í borginni. Pá
gengur iila að fækka bflum í um-
ferðinni þótt við liggi að kominn
sé strætisvagn á mann. Þeim er
bara keyrt tómum sinn veg.
A Páskadag voru tvær myndir
sýndar á Stöð 2 sem vel mátti
eyða kyrriátu kvöidi í að horfa á.
Að vísu voru þær ekki kristilegar
urum hvað sem þeir ásamt dag-
skrárfólki kunna að hafa gaman
að því að deila og drottna, heldur
eru þau rekin til að mennta fólk
og skemmta því og halda uppi
hinum íslenska hiut í dagskránni.
Það gerir nær enginn nema Omar
Ragnarsson, og þótt hann sé
stundum með mikrófóninn oní
koki á fólki um hundrað ára aldur
fer hann aldrei erindisleysu.
Sjónvörpin verða að kunna að
eyða peningum í stað þess að efla
hag umbjóðenda erlendra kvik-
mynda. Þrátt fyrir þetta var
nokkur skemmtun að myndunum
Fyrirbærinu með Travolta og
Akvörðun á æðstu stöðum með
Kurt Russel. Að vísu hafði bar-
dagahundurinn Segal verið boð-
aður til leiks en hann lék eigin-
lega ekki í myndinni og sparaði
það umtalsvert af blóðvatni.
Rúsínan í samanlagðri sjón-
varpadagskrá um Páskahelgina
var leikritið Konur skelfa eftir
Hlín Agnarsdóttir, sem virðist
skæður leikritahöfundur og leik-
stjóri. Leikritið gerist á
kvennaklósetti á veitingastað í
miðborg Reykjavíkur. Fimm kon-
ur leika, þær Anna Elísabet Borg,
Asta Arnardóttir, María Elling-
sen, Steinunn Olafsdóttir og Val-
gerður Dan. Auk fyi-rgreindra lék
Kjartan Guðjónsson eina karl-
hlutverkið. Það er auðséð á þessu
leikriti að konur eru hættar að
ganga með svuntur, sjóða fisk á
mánudögum, skamma krakka og
hella úr koppum. Mikið er gaman
að þeim í því nýja, upprétta og
bjarta hlutverki, sem þær boða í
þessu verki, kjaftforar eins og
verstu karlmenn og kröfuharðar
fyrir sjálfra sín hönd. Frelsið á
kvennaklósettinu virtist ná til
allra helstu eðlisþátta mann-
skepnunnar, líka kynlífs, sem
lengi hefur verið hjúpað einhverri
nítjándu aldar feimni. Kannski
konur séu orðnar „liherated".
Þótt um hálfgerðan ærslaleik hafí
verið að ræða á köflum, þá léku
allir leikararnir mjög vel. Helst
var að María Ellingsen bæri af og
var stundum eins og hún ætlaði
að rífa karlpeninginn á hol. María
Ellingsen hefur nokkra leik-
reynslu bæði á sviði og í kvik-
myndum, þótt kvikmyndaleikur
kenni fólki svo sem ekki neitt
vegna fábrotinnar leikstjórnar. í
leikritinu, Konur skelfa, fór María
Ellingsen á kostum og lék
stjörnuleik. Ahorfendur urðu
raunar vitni að því að stjarna
fæddist.
Indriði G. Þorsteinsson
I jflfe n
mm 1
Vettvangur fólks I fasteignaleit
V® -
mbl.is/fastelgnir
LEIKRITIÐ „Sitt sýnist hvetj-
um“ var flutt af þeim Agnari
Benediktssyni, Perlu Sigurðar-
dóttur (sem liggja) og Eyþóri
Stefánssyni og Ola Stefánssyni.
SÝNDUR var frumsaminn,
stældur og stolinn „Spice Girls“
dans af þeim Lindu Kjartans-
dóttur, Steinunni Sigurðardótt-
ur og Perlu Sigurðardóttur.
UTSRLR R ÚTLITS-
GÖLLUÐUM VÖRUM
UM HELGINR
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Um helgina geturðu gert kjarakaup í IKEA því við bjóðum útlits-
gallaðar vörur á frábæru verði í verslun okkar við Holtagarða.
HLLT FRR 30 - 70% RFSLRTTUR
sem veltur á galla vörunnar. Komdu
og notfærðu þér þetta einstaka tækifæri
til að gera frábær kaup.
OPIÐ OLLfi DflGfl
10 100 - 18:30 VlftKR OftOft
10:00 - 17:00 LftUGftftDftOft
13:00 - 17:00 SUNNUDftOft
Dansar og
músagangur
-fyrir alla muni
► NEMENDUR Skjöldólfsstaða-
skóla héldu árshátíð sína nýiega.
Hátíðin var með fjölbreyttu efni
svo sem tónlist, leiklist, dansi og
söng. Þrír stuttir leikþættir voru
fluttir sem hétu, „Sitt sýnist
hverjum" og „Gildran".
Einnig var á dagskrá leikþátt-
urinn Músagangur sem er frum-
samið verk eftir einn nemanda
skólans, Hrafnkötlu Eiríksdóttur,
sem verður tíu ára í maí næst-
komandi. Nemendur í Tónlista-
skólanum fluttu tónlistaratriði
undir stjórn skólastjóra Tónlista-
skólans, Julian Edward Isaacs.
Léku krakkarnir á flautu og pí-
anó auk þess sein bjöllukór lék
nokkur lög.
Heitustu dansarnir voru sýndir
svo sem frumsamdir dansar í
anda Snaranna og Spice Girls.
Arshátíðinni lauk með því að
krakkarnir sungu skólasönginn
við texta Oddbjargar Sigfúsdótt-
ur undir stjórn Þórðar Sigvalda-
sonar söngkennara. Leikstjóri
krakkanna var Þórunn Jóseps-
dóttir, kennari við skólann, og
skólastjóri Skjöldólfsstaðaskóla
er Sverrir Kristinsson.
Að lokitm var gestum boðið
upp á kaffí og meðlæti. Að síð-
ustu var seldur aðgangur í ýmiss
konar leiktæki, þar sem langvin-
sælast var að skjóta í mark með
skammbyssum og rifflum að
skotbökkum er nemendur liöfðu
sjáifír undirbúið. I skotkeppninni
komu í ljós margar efnilegar
refa- og hreindýraskyttur fram-
tíðarinnar.