Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Oliver Sacks vænt- anlegur til landsins DR. OLIVER Sacks taugalæknir, sem stýrði þáttaröðinni Lendur hugans, sem nýlega var sýnd í Rík- issjönvarpinu, er væntanlegur til ís- lands í boði lyfjafyrir- tækisins Novartis á ís- landi og heldur hann m.a. fyrirlestur um Alzheimer-sjúkdám- inn. Auk þáttanna um Lendur hugans var kvikmyndin „Awaken- ings“ gerð um störf Sacks. Myndin var sýnd í kvikmyndahúsum hér og f sjónvarpi en þar léku þeir Robert DeNiro og Robin Williams, sem var í hlutverki dr. Sacks. Myndin var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna og hlaut þau fyrir besta handritið. Upphaf heimsóknar dr. Sacks má rekja til stuttrar klausu í ferðablaði Morgun- blaðsins en þar var vitnað í British Air- ways Inflight Mag- azine, þar sem dr. Sacks lýsti því yfir að af ölium löndum heims langaði hann mest til að heimsækja ísland. Greinin varð til þess að Ársæll Arn- arsson lífeðlisfræðing- ur þjá Novartis hafði samband við hann og bauð honum til landsins gegn því að hann héldi fyrirlestur um Alzheimer-sjúkdóminn. Hann þáði boðið og kemur hingað ásamt íslenskumælandi vini sín- um, Eric Korn. Dr. Oliver Sacks Morgunblaðið/Ásdls LÖGREGLAN fékk sporhund á vettvang við Húsahverfi en leit á vettvangi leiddi ekki neitt sérstakt f Ijós. Aðgerðir til að jafna stöðu kynjanna innan Sjúkrahúss Reykjavíkur Spítalinn verði fyrirmynd í jafn- réttismálum Tveggja ára drengur týndist í hálftíma í Grafarvogi Fannst fáklæddur í móa um 200 m frá heimili sínu MARKMIÐ jafnréttisáætlunarinn- ar er að Sjúkrahús Reykjavíkur, sem er einn stærsti vinnustaður Reykjavíkurborgar, verði fyrir- mynd hvað varðar jafnrétti kynj- anna. Til að ná þessu markmiði er nauðsynlegt að öU starfsemi SHR taki mið af jafnréttissjónarmiðum og að markvissum aðgerðum sé beitt til að ná fram jafnrétti. í því skyni hyggst SHR vinna sérstak- lega að því að styrkja hlut kvenna þar sem það á við. Þetta segir m.a. í tiUögu nefndar um jafnréttismál þar sem settar eru fram hugmyndir um aðgerðir tU að jafna stöðu kynjanna innan SHR. Skýrslan tekur til atriða eins og jafnréttisnefnda, um ráðningar og starfsaðstæður, launakjör, stjóm og skipulag og greint er frá jafnréttissjónarmiðum í starfi SHR. Fimm manna jafnréttis- nefnd verði skipuð Lagt er til að fimm manna jafn- réttisnefnd verði skipuð á SHR og skuli hún gera jafnréttisáætlun fyrir hvert ár. Hlutverk nefndar- innar verði meðal annars að móta jafnréttisstefnu, hafa eftirlit með framkvæmd og hafa frumkvæði að fræðslu. Meirihluti starfsmanna SHR eða 84% eru konur og eru heilu stétt- imar nánast eingöngu skipaðar konum. Þannig eru aðeins sex karl- ar af 261 sjúkraliða sjúkrahússins og fimm karlar af 436 hjúkrunar- fræðingum og eru konur því 98% og 99% innan þessara stétta. Hlut- fall kvenna er hins vegar aðeins 15% meðal lækna eða 29 af 159 og næstlægst meðal tækni- og rann- sóknamanna eða 26 af 69 sem er 38%. Til að jafna þennan mun er m.a. hugmyndin að við auglýsingu starfa skuli hún vera hvetjandi fýr- ir það kyn sem í minnihluta er á viðkomandi sviði og skuli það kyn ganga fyrir, gæta skuli jaínréttis og spyrja hliðstæðra spuminga í ráðningarviðtölum og skuli starfs- heiti vera kynhlutlaus. Um launakjör segir að konur og karlar skuli að öllu leyti njóta sam- bærilegra kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf og skuli þess gætt að hvorugu kyninu sé mis- munað við ákvörðun launa og fríð- inda. Lagt er til að SHR beiti sér fyrir því að í samninganefndum fyrir sjúkrahúsið séu bæði karlar og konur og að hlutfall kynjanna í aðlögunamefndum, úrskurðar- nefndum og samstarfsnefndum endurspegli eins og hægt er hlut- fall kynjanna meðal starfsfólks. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ís- lands heiðraði í gær Jón Bogason rannsóknarmann í tilefni af því að Jón hefur afhent stofnuninni allt sjávarhryggleysingjasafn sitt til varðveislu ásamt öllum gögnum sem því fylgja. Um er að ræða eitt stærsta safn sinnar tegundar á landinu. Jón Gunnar Ottósson, forstöðu- maður Náttúrufræðistofnunar, sagði í ávarpi sínu við athöfn sem haldin var í tilefni þess að Jón var heiðraður, að í safninu væru um það bil 2.000 tegundir hryggleys- ingja úr sjó, skeldýr, það er að segja kuðungar og samlokur, krabbadýr, burstaormar, skrápdýr og aðrir smærri hópar. „Það má kannski segja að þetta sé merkasta safn íslenskra hryggleysingja úr sjó sem einstaklingur hefur dregið saman og varðveitt," sagði Jón Gunnar. Heil ættkvísl nefnd eftir Jóni I safni Jóns eru nokkur hundruð tegundir dýra sem ekki voru þekktar áður frá Islandi og nokkr- ir tugir tegunda sem aldrei höfðu fundist áður í heiminum, aðallega skeldýr en einnig krabbadýr. Jón Gunnar sagði safnið einkar merki- legt fyrir hversu vel það er skráð sem auðveldi alla rannsóknarvinnu DRENGUR á þriðja ári, sem týnd- ist frá heimili sínu á sjöunda tíman- um í gærkvöldi og fannst kaldur og fáklæddur og föt hans á víð og dreif í um 200 metra fjarlægð skömmu síðar, var fluttur til rannsóknar á sjúkrahúsi. Hann virtist heill á húfi og fór fljótlega heim með foreldrum sínum að lokinni læknisrannsókn. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafði drengurinn verið að leika sér í garði við heimili sitt undir eftirliti móður sinnar, en hún þurfti að líta af honum augnablik og hvarf drengurinn þá. Móðirin leitaði bamsins um hverfið en hafði ekki fundið það og ekki gert lögreglu í tengslum við það, ásamt teikning- um Jóns sem séu sérstaklega vand- aðar og til votts um listfengi hans. „í þessu safni eru flestallar teg- undir sem þekktar eru á íslands- miðum,“ sagði hann. Þá hefur heil ættkvísl skeldýra verið nefhd í höfuðið á honum, Bogasonia, og þar af er ein tegund sem heitir Bogasonia volutoides, en hann fann fýrsta eintakið árið 1980 út af Reyðarfirði. „Hugmyndin hjá Nátt- úrufræðistofnun er ekki aðeins að taka safnið til varðveislu heldur að ganga þannig frá þ ví að það verði aðgengilegt sérfræðingum og nýt- ist til rannsókna," sagði Jón Gunn- ar. Hann gat þess einnig að fyrstu rituðu heimildir um Jón Bogason hjá Náttúrufræðistofnun íslands væru frá árinu 1942, þegar fuglalíf f Flatey var rannsakað og Jón, þá 19 ára gamall, sýndi fuglafræðing- um yfirburðaþekkingu á fúglum í eynni. Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra sagði gjöf Jóns höfðing- lega og þakkaði fyrir framlag hans til söfnunar sjávardýra hér- lendis. Jón Bogason er fæddur í Flatey í Breiðafirði fyrir 75 árum og hef- ur verið afkastamikill safnari skel- dýra og annarra sjávarlífvera sam- hliða starfi sínu sem rannsóknar- viðvart um hvarfið þegar tvö börn gengu fram á drenginn þar sem hann lá fáklæddur í móa um 200 metrum frá heimili sínu. Þegar móðirin varð vör við ferðir sjúkrabíls í grenndinni fylgdi hún honum að móanum og fann þá drenginn. Hann var þá kaldur og fá- klæddur liggjandi í móanum og voru fót hans á víð og dreif um ná- grennið. Farið var með drenginn á sjúkra- hús til rannsóknar og, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, kom ekkert fram við þá rannsókn sem þótti benda til þess að nein óeðlileg afskipti hefðu verið höfð af drengn- maður hjá Hafrannsóknastofun. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir starf sitt, um þær um það bil 30 mínútur sem liðu frá því móðirin hóf leit að drengnum þar til hann fannst. Hann var hins vegar rispaður og virtist hafa dottið auk þess að vera kaldur. Drengurinn jafnaði sig hins vegar fljótt og fór eftir skamma dvöl á sjúkrahúsinu heim til sín. Eftir að drengurinn fannst gerði lögreglan gaumgæfilega leit á vett- vangi og var sporhundur m.a. kall- aður til að leita ummerkja um mannaferðir á vettvangi. Sú leit leiddi ekkert sérstakt í Ijós, sam- kvæmt heimildarmönnum Morgun- blaðsins innan lögreglunnar. seinast íslensku fálkaorðuna sem forseti íslands veitti honum um seinustu áramót. Náttúrufræðistofnun Islands heiðrar Jón Bogason fyrir gjöf hans Merkasta safn íslenskra hrygg- leysingja í sjó Morgunblaðið/Ásdís JON BOGASON ásamt hluta af því safni sem hann hefur falið Náttúru- fræðistofnun Islands til varðveislu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.