Morgunblaðið - 21.04.1998, Page 62

Morgunblaðið - 21.04.1998, Page 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Með fullri reisn vann BAFTA- verðlaunin ROBERT Carlyle úr Með fullri reisn og Judi Deneh úr „Mrs. Brown“ voru verðlaunuð fyrir besta leik í aðaihlutverki. SEAN Connery fagnar heið- ursverðlaununum fyrir ævi- framlag sitt til kvikmynda með samlanda sínum Billy Connolly. SIGOURNEY Weaver var valin besta leikkonan í aukahlutverki. BAFTA-verðlaunin, sem veitt eru af bresku kvikmyndaakademíunni, voru afhent síðastliðið sunnudags- kvöld í London. Breska gaman- myndin „The Full Monty“ eða Með fullri reisn var valin besta kvik- myndin en bandaríska stórmyndin Titanic, sem fékk ellefu Oskarsverðlaun, fékk enga náð fyr- ir augum kvikmyndaspekúlanta í Bretlandi. Tvær fatafellur úr myndinni Með fullri reisn voru verðlaunaðar. Ro- bert Carlyle fyrír besta leik í aðal- hlutverki og Tom Wilkinson fyrir besta leik í aukahlutverki. Fjórðu verðlaunin sem féllu í skaut mynd- inni voni áhorfendaverðlaun BAFTA og er þetta í fyrsta skipti sem slík verðlaun eru veitt. A meðal þeirra sem veittu verð- laun voru óskarsverðlaunahafarnir Juliette Binoche og Kevin Spacey, en þau leika bæði í uppfærslum í West End í London. Einnig var þar Robert Duvall, sem er í London til að kynna „The Apostle“ og Hugh Grant og Julia Roberts sem byrja á mánudag í tökum á framhaldsmynd Fjögurra brúðkaupa og jarðarfar- ar. Enn hefur hefur ekki verið ákveðið hvað framhaldsmyndin heitir. Sean Connery var heiðraður fyr- ir æviframlag sitt til kvikmynda og gerður að félaga kvikmyndaaka- demíunnar. Billy Connolly tilkynnti samlanda sínum þetta úr pontu og sagði: „Hann býr yfir stórmennsku sem Skotland hefur aldrei kynnst í neinum manni.“ Hátíðarkvöldverðurinn sem fór fram í Grosvenor House tók óvænta stefnu þegar David Puttnam, varaforseti BAFTA, steig í pontu með tárin í augunum og til- kynnti andlát Lindu McCartney, sem hafði verið gert opinbert með- an athöfnin fór fram. Hann sagðist hafa unnið fyrst með henni fyrir 30 árum og lofaði hana fyrir að vera „fullkomlega jákvæð kona“. Hann bað áhorfendur um að standa upp og gefa henni „stutt en hlýlegt lófa- klapp“. BgL 50IH 1 50!H A (~x£énL lHk BRIIISH BRITISH flpll ACADEMY 1 ACADlMii^ pCv j||» mmm * ' íitttlM g] HUGO Speer, Steve Huison, William Snape, Paul Barber og Mark Addy léku í Með fullri reisn sem var valin besta kvikmyndin. BAFTA VERÐLAUN - bresku kvikmyndaakademíunnar Leikstjóri Baz Luhrmann: „Rómeó og Júlía“ Leikkona Judi Dench: „Mrs. Brown“ Leikari Robert Carlyle: „Meö fullri reisn“ Frumsamið handrit Gary Oldman: „Nil By Mouth" Aðlagað handrit Pearce/Luhrmann: „Rómeó og Júlía“ Leikkona í aukahlutverki Sigourney Weaver: „The lce Storrn" Karlleikari í aukahlutverki Tom Wilkinson: „Meö fullri reisn“ Erlend kvikmynd „L'Apparfement“ Áhorfendaverðlaun „Meö fullri reisn“ Kvikmyndataka Eduardo Serra: „The Wings of the Dove“ Búningahönnun Deirdre Clancy: „Mrs. Brown“ Klipping Peter Honess: „L.A. Confidential" jlf. Hljóð „L.A. Confidential“ . Umgjörð Catherine Martin: „Rómeó og Júlía“ Tónlist Hooper, De Vries, Armstrong: „Rómeó og Júlía“ / \\ Tæknibrellur „The Fifth Element" ^ Hár og förðun „The Wings of the Dove“ Stutt teiknimynd Nabarro, Rose, Box: „Stage Fright" Stuttmynd Sprague, Cousins, Volk: „The Deadness of Dad“ Korda verðlaunin „Nil By Mouth" Balcon verðlaunin Michael Roberts Meðlimur Akademíunnar Sean Connery ELIZABETH Hurley og Hugh Grant voru viðstödd hátíðina. Sérblaðið Heimili/fasteignir fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga. í blaðinu er að finna fasteignir frá öllum helstu fasteignasölum landsins. Auk þess eru birtar fréttir og pistlar um fasteignaviðskipti og ýmis góð ráð um hvernig prýða má heimilið. Á Fasteignavef Morgunblaðsins, www.mbl.is/fasteignir, er hægt að tilgreina á einfaldan hátt óskir um húsnæði og listi yfir fasteignir, sem uppfylla þær óskir, birtist á skjánum. Fasteignavefurinn er öllum opinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.