Morgunblaðið - 21.04.1998, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
SIMON WaagQörð og Kolbrún Hjörleifsdóttir með fræðiöskjuna.
y'
I skugga eldfjalla
Fagradal - „Nemendur og kennarar
Ketilstaðaskóla í Mýrdal hafa í vet-
ur unnið að verkefni í samstarfi við
þrjá aðra skóla í Evrópu. Verkefnið
er unnið undir merkjum menntaá-
ætlunarinnar Sókrates. Sú áætlun
var sett á stofn með það að leiðar-
ljósi að efla Evrópusamstarf á öll-
um sviðum menntamála.
Skólinn sem stýrir verkefninu er
í Þýskaiandi en hinir tveir þátt-
tökuskólarnir eru í Austurríki og á
Ítalíu. Eins og nafnið bendir til
tengist vinnan eldfjöllum í víðum
skilningi.
Nemendur Ketilsstaðaskóla byrj-
uðu á verkefninu með því að skoða
eitt frægasta eldfjall heims, Heklu,
og siðan hefur verið unnið að
margvíslegum verkefnum í vetur.
Kolbrún Hjörleifsdóttir, skólastjóri,
Fræðiaskjan.
og Símon Waagfjörö, kennari, fara
síðan með afrakstur verkefnisins til
Þýskalands nú um páskana, þ.e.
fræðiöskju sem nemendur smíðuðu
og hönnuðu með alls konar upplýs-
ingum um eldfjöll og skólastarfið.
Þar á meðal myndband, veggspjöld,
Islandskort með eldfjöllum, Ijós-
myndir, jarðvegssýnishom, hljóm-
snældu með textablöðum og fleira.
Skipulagstofnun um sorpförgun á Suðurlandi
Ekki neikvæð
áhrif á umhverfíð
FRUMATHUGUN Skipulagsstofn-
unar á mati umhverfisáhrifa fyrir-
hugaðrar sorpförgunar Byggðasam-
lagsins Hulu er lokið. Leitað var um-
sagnar Austur- og Vestur-Eyja-
fjallahrepps, Mýrdalshrepps, Skaft-
árhrepps, Náttúruverndar ríkisins,
Hollustuvemdar ríkisins, Náttúru-
fræðistofnunar Islands, Land-
græðslu ríkisins, Vegagerðaiinnar,
veiðimálastjóra og Þjóðminjasafns
Islands. Tvær athugasemdir bárust
á kynningartímanum.
I niðurstöðu frumathugunar
skipulagsstjóra, er byggist á gögn-
um framkvæmdaraðila, umsögnum
og athugasemdum, segir að „fyrir-
huguð sorpförgun Byggðasamlags-
ins Hulu hafi ekki í för með sér um-
talsverð neikvæð áhrif á umhverfi,
náttúruauðlindir eða samfélag“.
I frumathuguninni var kannað
hvort sigvatn frá urðunarstöðunum
kæmi til með að menga umhverfið,
hvort loftmengun yrði vandamál,
hvort röskun yrði á náttúrulegu um-
hverfi og hvort dýralíf yrði fyrir
óæskilegum áhrifum. I niðurstöðu
skipulagsstjóra segh' að fram-
kvæmdin sé ekki talin hafa óæskileg
áhrif á neinn þessara þátta og að hún
sé hvorki talin raska jarðmyndunum
á urðunarsvæðunum né fornminjum.
Fyrirhugað er að farga sorpi í
sorporkustöð á Kirkjubæjarklaustri
og á urðunarstöðum á Skógasandi,
við Uxafótarlæk og á Stjórnarsandi.
Á Skógasandi er fyrirhugað að urða
flokkað heimilissorp og ösku, á Uxa-
fótai'læk seyru, landbúnaðarplast og
byggingarúrgang og á Stjórnarsandi
sláturhúsaúrgang, seyru og bygg-
ingarúrgang. Sorporkustöðinni er
ætlað að brenna hluta úrgangsins á
samlagssvæðinu og fyrirhugað er að
nýta orkuna til húshitunar. Samhliða
sorpförguninni verður sorphirða
skipulögð betur og flokkun aukin frá
því sem nú er. Áætlað er að urðun-
arssvæðin endist í tvo áratugi eða
lengur en markmið fi'amkvæmdar-
innar er að stuðla að heildarlausn
sorpmála á umræddu svæði.
Byggðasamlagið Hula er fram-
kvæmdaraðili verksins en Verk-
fræðistofan Hönnun hf. vann mat á
umhverfisáhrifum.
Morgunblaðið/Egill Egilsson
ÞRJÁR af 15 konum í handverkshópnum í Brynjubæ. Næst myndavél-
inni er Ásdís María Jónsdóttir, við hlið hennar er Þorbjörg Sigþórs-
dóttir og til hliðar við Þorbjörgu er Sigríður Magnúsdóttir.
Suðureyrar-
kirkju gefíð
veglegt gler-
listaverk
Suðureyri - Glerlistaverk eftir
Benedikt Gunnarsson listmálara
var vígt í Suðureyrarkirkju fyrir
skömmu. Listaverkið samanstendur
af fjórum steindum gluggum í kór
Suðureyrarkirkju.
Við vígsluathöfnina lýsti og túlk-
aði listamaðurinn innihald verka
sinna en þar tekur hann fyrir kristi-
legt efni og flokkar verkið upp í
fjóra þætti sem eru: 1. Dýrð sé þér
drottinn, Jesú kristur, 2. Tákn ei-
lífðar og ljós heilagrar þrenningar,
3. Máltíð drottins, vatnið, skírnin og
4. Menntunarkraftaverkið.
Það eru fimm böm Kristeyjar
Hallbjörnsdóttur og Sturlu Jóns-
sonar, íyrrverandi útgerðarmanns
og hreppstjóra frá Súgandafirði,
sem gefa kirkjunni glerlistaverkin
til minningar um látna foreldra
sína.
Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson
FRÁ vfgsluathöfninni í Suðureyrarkirkju. Systkinin Kristín, Sigrún og Eðvarð Sturlubörn ásamt Benedikt
Gunnarssyni listmálara fyrir miðju og sr. Valdimar Hreiðarssyni sóknarpresti.
Hand-
verkshóp-
urinn Bót
verður til
Flateyri - Nýlega stofnuðu 15 kon-
ur, sem hafa komið saman reglu-
lega í Bi-ynjubæ á þriðjudags- og
föstudagskvöldum til að stunda
ýmiss konar handverk, handverks-
hóp. Hópurinn valdi nafnið Bót á
starfsemi sína.
Með stofnun hópsins er ætlunin
að efla handverkskunnáttu og
handverksáhuga Önfirðinga og
stefna að því að hafa handverk
sem tekjuöflun. Síðar meir er ætl-
unin að koma upp eigin húsnæði
þar sem hægt verður að vinna að
söluvöru. Hópurinn hefur þegar
augastað á húsi einu sem það telur
heppilegt fytir starfsemi sína en í
húsinu var á ámm áður trésmíða-
verkstæði.
Útboð Vegagerðar
Boðið í efnis-
vinnslu á N-
landi eystra
LÆGSTU tilboð vom um fjórðungi
undir kostnaðaráætlun þegar til-
boð vom opnuð í efnisvinnslu á
Norðurlandi eystra í útboði Vega-
gerðarinnar í gær.
Lægsta boð átti Arnarfell ehf,
Akureyri, sem bauð 33,1 milljón
króna. Myllan, Egilsstöðum bauð
33,5 milljónir króna. Hafnarverk,
Akureyri, bauð 37,8 milljónir en G.
Hjálmarsson, Akureyri, 37,6 millj-
ónir króna. Tilboð Jarðverks, Nesi,
var 39,2 milljónir króna, Tak, Búð-
ardal, bauð 45,1 milljón, Króksver,
Sauðárkróki, 48 milljónir en Foss-
vélar, Selfossi, buðu 54,5 milljónir
króna.
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
ÞAÐ voru ánægð börn í 2.-0 sem tóku við höfðinglegri gjöf frá Kiwanis-mönnum í Þorlákshöfn.
R eiðhj ólahj álma
á öll börn
Hveragerði - Félagar í Kiwanis-klúbbn-
um Ölver, Þorlákshöfn, komu færandi
hendi til nágranna sinna í Hveragerði
nú nýverið þegar þeir heimsóttu grunn-
skólann og færðu foreldrafélagi skólans
hjálma og veifur á reiðhjól ætlað öllum
nemendum í fyrsta og öðrum bekk.
Þessi heimsókn er liður í landsátaki
Kiwanis-manna, að koma hjálmi á öll
börn. Engin Kiwanis-deild er starfandi í
Hveragerði og því ákváðu Kiwanis-
menn að faera grunnskólabörnum þar
hjálma, en einnig vegna þess að mörg
börn úr Ölfusinu stunda þar nám.
Guðmundur Halldórsson, forseti
Kiwanis-klúbbsins Ölvers sagði það
stefnu Kiwanis-manna að gera þetta að
árvissum viðburði og þannig myndu öll
börn eignast hjálma. I Þorlákshöfn
verða hjálmarnir afhentir á sérstökum
hjóladegi grunnskólans hinn 25. apríl.