Morgunblaðið - 21.04.1998, Page 28

Morgunblaðið - 21.04.1998, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Lífið er enginn leikur í bleiku ÚR leikritinu Á bleiku skýi. A bleiku skýi með Leyndum draumum LEIKFÉLAGIÐ Leyndir draum- ar frumsýnir leikritið Á bleiku skýi eftir Caryl Churchill í Möguleikhúsinu við Hlemm á morgun, síðasta vetrardag. Níu leikarar fara með hlutverk í sýningunni en leikstjóri er Skúli Gautason. Fyrirhugaðar eru tólf sýningar á verkinu. Caryl Churchill er bresk og telst til póstmódernískra leik- skálda. Hún kvaddi sér fyrst hljóðs fyrir um aldarfjórðungi og hefur skrifað jöfnum hönd- _ um fyrir sjónvarp og leiksvið. Á bleiku skýi, eða „Cloud 9“ eins og verkið nefnist á frummálinu, er í hópi þekktustu verka Churchills. Var það fyrst sett á svið í Lundúnum árið 1979 og hefur víða farið síðan, meðal annars til New York, þar sem það gekk í tvö ár samfellt í upp- hafi síðasta áratugar. Á bleiku skýi fjallar um breska fjölskyldu í Suður-Af- ríku, í fortíð og nútíð. Fyrri hluti verksins á sér stað í kringum 1880 en sá síðari á okkar dögum. Engu að síður eldast persónurnar aðeins um aldarljórðung meðan á sýning- unni stendur. Og Churchill leikur sér að fleiru en tíman- um, eiginkonan er til að mynda leikin af karlmanni í fyrri hluta verksins, fullorðin kona fer með hlutverk barnunga sonar- ins og þeldökkur þjónn fjöl- skyldunnar er Ieikinn af hvítum manni. Leikfélagið Leyndir draumar var stofnað haustið 1995 af hópi áhugafólks um leiklist sem sótt hafði námskeið hjá Hlín Agnars- dóttur leikstjóra. Fyrri sýningar hópsins eru Magdalena, sem byggt var á Frúnni frá hafinu eftir Ibsen, Mitt bælda líf, sem Hlín skrifaði í samvinnu við Leynda drauma, og Glæpur og glæpur eftir Strindberg. Að auki hefur hópurinn unnið með örleikrit, spunaverkefni og einþáttunga með ýmsum leik- sljórum, ásamt því að mennta sig í framsögn, raddbeitingu og ítalskri gamanleikjahefð. Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. aprfl nkv verður sérútgáfa í Morgunblaðinu sem helguð verður Landgræðsluskógum og málum sem því verkefni tengjast. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 þriðjudaginn 21. apríl. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111. AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is strákling sem er upprennandi hommi er einhvernveginn langt útúr myndinni. Ég hafði óljósan grun um að Líf mitt í bleiku væri gamanmynd, hún er allt annað, þó hún sé gráglettin og oft ótrúlega skemmtileg. Fyrst og fremst er hún þjóðfélagsádeila. Ekki aðeins á þröngsýni og hommafóbíu held- ur á allt og alla sem eru „öðruvísi“ og passa ekki inní hinn staðlaða ramma „normalsins". Maður hef- ur ekki setið lengi undir Lífi mínu í bleiku þegar áhrifin fara að verða dálítið óþægileg. Fer að finna til með þessum litla sakleys- ingja svo umkomulausum á kjóln- um sínum með barbídúkkuna, meikuðum og fínum, innan um skítuga stráka í slagsmálum með kjaftinn á lofti. Maður veit að hans bíður enginn dans á rósum. Lífið er enginn leikur í bleiku - ef maður er strákur. Höfundarnir sjá þó blessunar- lega til þess að maður fyllist ekki angist útaf litla Lúdó, greiða úr flækju sem manni er lengst af til efs að þeir geti klárað, á nokkuð fullnægjandi, og kómískan hátt - þótt vandamálunum sé á vissan hátt sópað undir teppið. Við skul- um rétt vona að myndir á borð þessa verði til að greiða götu þeirra í framtíðinni sem eru „öðruvísi" en við hin, sem fæð- umst með rétt kyn í samræmi við umbúðirnar. Líf mitt í bleiku hefði aldrei orðið að veruleika ef hins unga George Du Fresne hefði ekki not- ið við. Leikur hans er hreinn og ómengaður og ber þessa oft óþægilegu mynd yfir erfiða hjalla. Heldur andlitinu þegar aðrir missa meira og minna tökin á sjálfum sér. Forðar myndinni frá því að verða undarleg og „skrýt- in“, gerir hana þess í stað að beitttri ádeilu og kolsvartri gam- anmynd. Fær til þess góða hjálp frá Michelé Laroque í hlutverki móðurinnar og náunganum sem leikur nágrannann, vinnuveitanda Pierres. Hann og kona hans eru hræsnin uppmáluð, en samtímis óhjákvæmilega brosleg. Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR Stj örnub íó LÍF MITT í BLEIKU („MA VIE EN ROSE“) ★★★ Leikstjóri Alain Berlier. Handrit Berlier, Chris van der Stappen. Tónlist Dominique Dalcan. Aðal- leikendur George Du Fresne, Michelé Laroque, Jean-Philippe Ecoffey, Helén Vincent, Daniel Hansen. 88 mín. Belgísk/Frönsk. Canal+, SPC 1997. KVIKMYNDUM Belga má líkja við konfektkassann fræga; maður veit aldrei hvað kemur næst útúr umbúðunum; geldir óp- erusöngvarar, glaðbeittir fjöldamorðingjar. I verðlauna- myndinni Líf mitt í bleiku er um- fjöllunarefnið lítill og ljúfur sjö ára drengur sem sker sig úr hópn- um því hann telur sig stúlku. Hjónin Hanna (Michelé Laroque) og Pierre (Jean-Philippe Ecoffey), eru dæmigert millistéttarfólk á uppleið. I byrjun myndarinnar eru þau að halda uppá það með nýju nágrönnunum að vera flutt í fína úthverfíð. Allt gengur að óskum. Pierre kynnir stoltur hvern fjöl- skyldumeðliminn á fætur öðrum; konuna, dóttir og tvo syni. Yngsti meðlimurinn, hinn sjö ára Ludovic (George Du Fresne), lætur bíða eftir sér. Ástæðan blasir við er hann birtist, stífmálaður og í bleikum kjól af stóru systur. „Þetta er brandarakarlinn í fjöl- skyldunni", segir pabbinn, þegar hann er búinn að jafna sig eftir sjokkið og gerir gott úr öllu. En lífið hans Ludo er enginn brand- ari. Hann botnar ekkert í að fólk er undrandi yfir hegðun hans, hann er jú stúlka, þó hann líti út einsog strákur. Heldur sínu striki og verður ástfanginn af stráknum í næsta húsi, ætlar að giftast hon- um þegar þeir eru orðnir stórir. Sá er sonur húsbónda föður hans. Hægt en örugglega kemur hegðun drengsins honum og fjölskyldu hans í alvarleg vandræði. Vægast sagt óvenjuleg mynd sem kemur á óvart. Mynd um Renzo Piano fær Pritzker Los Angeles. Reuters. ÍTALSKI arkitektinn Renzo Piano hlaut á sunnudag Pritzker-verðlaunin í bygg- ingarlist 1998, en þessi verð- laun þykja ein hin virtustu sem veitt eru í arkitektúr. Pi- ano er sextugur. Hann gat sér fyrst orð fyrir að hanna Pompidou-safnið í París. Verðlaunin nema 100 þúsund Bandaríkjadollurum og fylgir þeim einnig brons- peningur og verða þau afhent í Hvíta húsinu í veislu sem Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, mun stýra 17. júní. Það er Hyatt-stofnunin sem veitir verðlaunin, en Pritzker-fjölskyldan, sem rekur Hyatt-hótelkeðjuna, er eigandi stofnunarinnar. Efnt var til verðlaunanna 1979 í því skyni að heiðra starfandi arkitekta og hvetja þá til dáða. Bandaríkjamaðurinn Philip Johnson hlaut verð- launin fyrstur, en alls hafa sjö bandarískir arkitektar hlotið þau. Piano er annar ítalski arki- tektinn sem verður þessa heiðurs aðnjótandi, en 1990 hlaut þau Aldo Rossi. Eitt af nýjustu verkum Pi- anos er flugstöðvarbyggingin á Kansai-flugvellinum sem byggður var á manngerðri eyju úti fyrir Osaka í Japan. Hann er nú að störfum í Berlín þar sem hann er yfir- hönnuður átta bygginga sem eru að rísa við Potsdamer Platz þar sem Berlínarmúrinn var áður. Hann segir verkefn- ið „mikið ævintýri". Piano segist hafa mestar áhyggjur af uppgangi versl- unarmiðstöðva og því, hvernig götur verði mannauðar af þeim sökum. Fólk aki úr bíl- skúrnum heima hjá sér inn í bílskúrinn á vinnustaðnum og í verslunarmiðstöðinni. Hann er eigi að síður mikill aðdá- andi borgarmenningar. „Borgir eru stórkostleg upp- götvun. Þar kemur fólk sam- an. Hvað er betra en góð borg?“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.