Morgunblaðið - 21.04.1998, Side 23

Morgunblaðið - 21.04.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 23 ERLENT Fundur leiðtoga Ameríkurrkja í Santiago Stefnt að stærsta frí- verslunarsvæði heims Santiago. Reuters. LEIÐTOGAR Amcríkuríkja ákváðu á fundi í Santiago í Chile á sunnudag að hefja samningaviðræð- ur um stofnun stærsta fríverslunar- bandalags heims ekki síðar en árið 2005. Þeir lofuðu ennfremur að- gerðum til að draga úr fátækt, stemma stigu við eiturlyfjasmygli og efla mannréttindi í þessum heimshluta. Leiðtogar 34 ríkja sátu fundinn og mikilvægasta ákvörðun þeirra var að hefja viðræður um fríversl- unarsvæði sem nær frá Alaska til Patagóníu, syðst í Rómönsku Amer- íku. 800 milljónir manna búa á þessu svæði. Leiðtogamir samþykktu fram- kvæmdaáætlun, sem miðar að því að bæta réttarfarið og mannrétt- indi, stemma stigu við eiturlyfja- smygli og draga úr fátækt sem er enn mikið vandamál 1 Rómönsku Ameríku þrátt fyrir mikinn hagvöxt á síðustu árum og minnstu verð- bólgu í hálfa öld. Embættismenn sögðu að alþjóð- legar lánastofnanir myndu veita 40 milljarða Bandaríkjadala, andvirði 2.900 milljarða króna, í aðgerðir til að draga úr fátækt í þessum heims- hluta á næstu þremur árum. Þetta er helmingi meira fé en notað hefur verið í slíkar aðgerðir frá árinu 1995. Um 40% íbúa Rómönsku Am- eríku búa við fátækt. „Við teljum að efnahagslegur samruni, fjárfestingar og fríverslun séu mikilvægir þættir í því að bæta lífskjörin og atvinnuástandið og vernda betur umhverfið,“ sagði í lokayfirlýsingu leiðtoganna. „Bar- áttan gegn fátækt er enn helsta úr- lausnarefni okkar í þessum heims- hluta.“ Clinton tómhentur í yflrlýsingunni lofuðu leiðtog- amir að stofna Fríverslunarsvæði Ameríku, FTAA, ekki síðar en árið 2005 og sögðu að „áþreifanlegur ár- angur“ ætti að nást í samningavið- ræðunum fyrir aldamót. Til að viðræðurnar beri árangur er þó brýnt að Bill Clinton Banda- ríkjaforseti fái sérstaka heimild frá þinginu til að hraða viðræðunum og tryggja að það geti ekki breytt við- skiptasamningunum. Þingið neitaði að veita forsetanum slíka heimild í fyrra eftir að verkalýðshreyfingin og umhverfisverndarsinnar, áhrifa- mikil öfl í Demókrataflokknum, lögðust gegn henni. Bandaríkjastjórn lagði til árið 1990 að Ameríkuríkin stofnuðu frí- verslunarbandalag og beitti sér fyr- ir þeirri tillögu á fyrsta fundi leið- toga ríkjanna árið 1994. Staða Clintons var hins vegar veik á fund- inum í Santiago þar sem hann hefur ekki fengið heimild frá þinginu til að hraða viðræðunum. Leiðtogar Suður-Ameríkuríkja stálu senunni af Clinton á fundinum með því að tilkynna áform um að tengja Mið- Ameríkuríki og nokkur Suður-Am- eríkuríki við Mercosur-tollabanda- lagið, sem Brasilía, Argentína, Ur- uguay og Paraguay eiga aðild að. fhuga fríverslunarsamning við Kúbu Fidel Castro, forseta Kúbu, var ekki boðið á leiðtogafundinn og ekk- ert var minnst á Kúbu í lokayfirlýs- ingunni. Nokkrir forsetanna ræddu þó málefni Kúbu við Clinton og stjómvöld í mörgum ríkja Róm- önsku Ameríku eru andvíg við- skiptabanni Bandaríkjanna á eyj- una og vilja hefja viðræður við Kúbustjórn til að knýja fram lýð- ræðisumbætur. Stjórn Chile sagðist jafnvel ætla að íhuga að gera frí- verslunarsamning við Kúbu. Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, tilkynnti að hann hygðist fara til Kúbu á næstunni til að ræða við Castro. ESTEE LAUDER I ■ x ^ i * i * Lesið i liti • ••• Nú geturðu látið greina húðlit þinn... fljótt, auðveldlega og nákvæmlega. Estée Lauder nýtir sér tölvutæknina til að lesa í húóliti eins og spákona í lófa. Litgreinirinn les á augabragði hvaöa litur af Estée Lauder andlits- förðunum fer hverri konu best. Líttu inn og láttu sannfærast! Estée Lauder býður viðskiptavinum sínum þessa þjónustu í versl- uninni Söru, Bankastræti 8, í dag frá kl. 13 til 18. Bankastræti 8, sími 5513140. Vildarkort Visa og Flugleiða gefa nú punkta á Olísstöðvunum. Með því að nota Vildarkortið færð þú afslátt í formi punkta hjá 160 fyrirtækjum um land allt og nú einnig á 60 Olísstöðvum um allt land. Vildarkortið veitir þér margvísleg fríðindi, víðtækar ferðatryggingar og spennandi ferðatilboð eins og tveir fyrir einn, svo nokkuð sé nefnt. Hafðu samband við bankann þinn strax í dag og sæktu um Vildarkort Visa og Flugleiða - aðeins eitt símtal og þú ert með rétta kortið. Þú safnar ferðapunktum í Vildarklúbbnum og tekur þátt í ferðapotti á Olísstöðvunum. ----------- ’TTT VISA FLUGLEIDIRj Það er um að gera að drífa sig strax á næstu Olísstöð og nota kortið (greiða með Vildarkortinu) því þá áttu möguleika á að vinna vikuferð fyrir tvo til Minneapolis. Gisting og flugvallarskattur eru innifalin í ferðinni. Það eru fimm ferðir í pottinum og dregið verður í beinni útsendingu á Matthildi. í Minneapolis þarf enginn að láta sér leiðast því þar gefst kostur á að kynnast á einum stað mörgu af því besta sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða. Þar er meðal annars Mall of America sem er ein stærsta yfirbyggða verslunarmiðstöð heimsins með skemmtigörðum, veitingastöðum og afþreyingu sem fátt jafnast við. Með Vildarkortið á Olísstöðvunum eru þér allir vegir færir. * Vildarkortsforðlr frð Olisstöðvunum bjóðast tii 1. mal 1998.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.