Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sóiSið kt. 20.00: GRANDAVEGUR 7 - Vigdís Grimsdóttir Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir. Á mongun mið. (siðasti vetrard.) — fös. 1/5 — lau. 9/5. Ath. sýningLm lýkur í maí. ÓSKASTJARNAN — Birgir Sigurðsson 5. sýn. fim. 23/4 uppselt — 6. sýn. sun. 26/4 uppseft — 7. sýn. mið. 29/4 nokkur sæti laus — 8. sýn. sun. 3/5 — 9. syn. sun. 10/5. FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Harnick Fös. 24/4 — lau. 2/5 — fös. 8/5. Ath. sýningum fer fækkandi. MEIRI GAURAGANGUR — Ólafur Haukur Símonarson Lau. 25/4 — fim. 30/4 — fim. 7/5. Ath. sýningum lýkur í maí. SmiSaóerkstœSií kt. 20.00: POPPKORN - Ben Elton Rm. 23/4 nokkur sæti laus — lau. 25/4 uppselt — fim. 30/4 — sun. 3/5. Ath. sýningin er ekki við hæfi bama Litta sóiðið kt. 20.30: GAMANSAMI HARMLEIKURINN - Eve Bonfanti og Yves Hundstad. Frumsýn. fim. 23/4 M. 20.30 uppsett — sun 26/4 nokkur sæti laus — fös. 1/5 — sun. 3/5. Mðasalan er opin mánud.—þriðjud. kl. 13—18, miðvikud.—sunnud. 13—20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Leikfélag Akureyrar t ío/u/o(Me//íf//t The Sound of Music Fim. 23. apr. kl. 20.30. Uppselt. Fös. 24. apr. kl. 20.30. Uppselt. Lau. 25. apr. kl. 20.30. Uppselt. Sun. 26. apr. kl. 16.00. Laus slæti. Fös. 1. maí kl. 20.30. Uppselt Lau. 2. maí kl. 20.30. Sun. 3. maí kl. 16.00. FÖs. 8. maí kl. 20.30. Lau. 9. maí kl. 20.30. Uppselt. Markúsarguðspjall einleikur Aðalsteins Bergdal á Renniverkstæðinu Mið. 22. apríl kl. 20.30. Lau 25. apríl kl. 15.00. apríl. Gjafakort á Markúsarguðspjall tilvalin fermingargjöf. Súni 462 1400. sýnir í Möguleikhúsinu við Hlemm SÁLIR JÓNANNA GANGA AFTUR Leikstjóri: Viðar Eggertsson. 8. sýn. fim. 23. apríl, 9. sýn. lau. 25. april, 10. sýn. 26. apríl. Sýníngar hefjast kl. 20.30. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 551 2525. Miðasala opin alla sýningardaga frá kl. 19.00. Takmarkaður sýningafjöldi. Vesturgötu 3 Svikamylla (Sleuth) eftir Anthony Shaffer I kvöld kl. 21.00 laus sæti mið. 22/4 síð. vetrard. kl. 21 uppselt lau. 25/4 kl. 22.15 laus sæti sun. 26/4 kl. 21.00 laus sæti fim. 30/4 kl. 22.15 laus sæti fös. 1. maí kl. 21.00 laus sæti Ath.: Ósóttar pantanir seldar daglega. Rússibanadansleikur Síð. vetrardagsnótt 22/4 kl. 24.00 r Svikamylluma tseðill y Ávaxtafylltur grísahryggur m/kókoshjúp Myntuostakaka m/skógarberjasósu i Grænmetisréttir einnig í boði j Miðasalan opin mið.-lau. milli 18-21. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 551 9055. Netfang: kaffileik@isholf.is BUGSY MALONE lau. 25. apríl. kl. 13.30 örfá sæti laus lau. 25. apríl kl. 16.00 örfá sæti laus sun. 3. maí kl. 13.30 sun. 3. mai kl. 16.00 FJÖGUR HJÖRTU eftir Ólaf Jóhann Ólafsson fös. 24. apríl kl. 21 örfá sæti laus sun. 26. apríl kl. 16 örfá sæti laus Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI lau. 25. apríl kl. 21 Aukasýningum hefur fjölgað vegna mikillar eftirspurnar, örfáar sýn. eftir. TRAINSPOTTING flm. 23. apríl kl. 21 laus sæti sun. 26. apríl kl. 21 Ekki við hæfi bama Leikhúsvagninn: NÓTTIN SKÖMMU FYRIR SKÓGANA fös. 24. apríl kl. 20 lau. 25. apríl kl. 20 Loftkastalinn, Seljavegi 2, Miðasala s. 552 3000, fax 562 6775, opin 10-18 og fram að sýningu sýn.daga. Ekki er hleypt inn i sal eftir að sýn. er hafin. CARMEN NEGRA Frumsýning á Listahátíð 29. maí kl. 20.00 2. sýning miðvikud. 3. júnl 3. sýning laugard. 6. júní Miðasala sími 551 1475. Símapantanir alla virka daga kl. 10-17. Miöasala opnar 5. maí. Styrktarfólagar Islensku óperunnar eiga forkaupsrótt til 1. maí. 1 V O /■> . Miðapantanir í Oiaastl 555 »553. Lau. 25/4 kl. 14 j 1 Dænni) i opin milH kl. 16-19 laus sæti. J^alnum * Sun. 26/4 kl. 14 Ws.ursatall. /CN Ha.nnríjarArl...U,ú>:.1 Uiii'Ktriirdi. (Jm HERMOÐUR 3ESs' WOG HÁOVÖR laus sæti. Leitln að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir FÓLK í FRÉTTUM JOE Buck (Jon Voight) og Ratso (Dustin Hoffman) í einni bestu mynd kvikmyndasögunnar, Midnight Cowboy. BRETINN John Schlesinger (1926-), er á góðum degi í hópi bestu leikstjóra samtímans, en því miður eru slíkir dagar fáir og langt á milli þeirra. Þess ber þó að geta að Schlesinger er margslunginn listamaður og þekktur fyrir að bregða sér í skyndiheimsóknir í leikhúsið (þar sem hann fæst einkum við uppsetningar á Shakespeare), ópenina og sjónvarpið. Leikstjómarki'aftar hans eru ekki einvörðungu bundnir við kvikmyndaformið. Það er engum blöðum um það að fletta að gósentíð Schlesingers var sjöundi áratugurinn, er hann sendi frá sér hvert stórvirkið á fætur öðm. A þessu tímabili ávann hann sér traust og virðingu sem stórmenni í sinni list- grein, en hefur allar götur síðan gert furðulega misjafnar myndir, sumar hverjar mjög ófullnægjandi í samanburði við hans bestu verk. Schlesinger er ekki einn um að vera mistækur í stóram hópi merkra, breskra leikstjóra af hans kynslóð. Þeir eru brokkgengir, líkt og komið hefur fram í þessum greinum (Yates, Boorman o.fl.). Að ein- hverju leyti stafar misjafnt gengi og gæði mynda hans af þori, Schlesinger er hvergi smeykur við að taka að sér JOHN SCHLESINGER TOM Courtney í ýmsum gervum í Billy Liar. JOHN Schlesinger og stjarnan hans, Julie Christie, við tökur á Billy Liar. hin sundurleitustu verk, hann hefur látið efni sem höfðar til hans ganga fyrir öðm, hvað svo sem tautar og raular, tekið síðan að sér auglýsingagerð og annað slíkt, til að afla fyr- ir saltinu. Oftast er þó því um að kenna, að þrátt fyrir ótvíræða hæfileika og gáfur era karli mislagðar hendur eins og öðrum dauð- legum mönnum. Hvemig sem á því stendur, þá er jafn leitt til þess að vita að slíkur hæfi- leikamaður hefur ekki gert bitastæða mynd frá árinu 1976 - og er þó enn að. Sehlesinger kom frekar seint inn í lcvik- myndaheiminn, hóf þar feril eftir stríðið sem leikari. Með litlum árangri. Það var ekki fyrr en hann var búinn að fá starf sem leikstjóri sjónvarpsmynda hjá BBC um 1960, að farið John Schlesinger var að gefa honum gaum. Heimildarmyndin Terminus (‘61), um hina erilsömu Waterloo-brautarstöð í London, opnaði honum síðan allar dyr kvikmyndaveranna. Fyrsta leikna mynd frá hendi Schlesingers, A Kind ofLoving (62), vakti gífurlega athygli, ekki síst fyrir örugga stjóm á leikurum (Alan Bates og June Ritchie), og nú komu stórvirki á færibandi.Bffiy Liar (‘65), stjömur þeirrar myndar, Tom Courtney og Julie Christie, komu einnig við sögu Darling (‘67). Hún varð ein nafntogaðasta mynd sjöunda áratugarins og jók hróður þremenninganna um allan heim. Far From the Madding Crowd (69’), var enn ein rós í hnappagat leikstjórans og Julie Christie, hér lék þetta tákn „the swinging sixties“ í sinni fyrstu búninga- mynd, en hún var gerð eftir sögu Thomasar Hardys. Þeir fóra líka á kostum Alan Bates og Peter Finch, leikaramir sem léku mennina í lífi hennar. Þá var myndin eftirminni- lega tekin, enda sjálfur Nicholas Roeg við tökustjómina. Hollywood beið ekki lengur, Schlesinger fékk upp í hendurnar stórkostleg handrit sem seiddi hann til vestur- farar. Afraksturinn var ein af bestu myndum allra tíma, Midnight Cowboy (‘68). Nú var þessum tilfinningaríka og fágaða fagmanni allar dyr opnar. Nýbakaður Oskarsverðlaunahafi, sem besti leikstjóri ársins, valdi hann enn og aftur nýstárlegt og ögrandi verkefni. Sunday, Bloody Sunday (‘71) fjallar um óvenjulegan ástarþríhyming, að maður tali ekki um á þessum tíma, tvo karlmenn og konu. Það sem gerir hann svo sérstakan er að annar karlanna (Peter Finch) er hommi, hinn (Murray Head) tvíkynhneigður. Vesalings Glenda Jackson var þriðji aðilinn í þessari undarlegu tog- streitu. Myndin var á einhvem hátt fráhrindandi, þó ekki efninu um að kenna né leikurunum, heldur andblænum. Miklar vonir vom bundnar við kvikmyndagerð Day of the Locust (‘74), frægrar bókar Nathanaels West um lífið í Hollywood á fjórða áratugnum. Utkoman einkar áhuga- verð mynd - fyrir utan William Atherton í aðalhlutverk- inu. Enn átti Schlesinger eftir að gleðja kvikmyndahús- gesti. Marathon Man (‘76), sá magnaði taugatryllir, varð ein vinsælasta mynd leikstjórans. Næsta mynd var gerð heima í Bretlandi. Yanks (‘78) fjallar um bandaríska hermenn og breskar konur í „ástandinu" á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar og nær góðum tökum á viðfangsefninu. Síðan hefur leiðin verið skrykkjótt. Honky Tonk Freeway (‘81) var ófyndin gaman-stórmynd. Seperate Tables (‘83) var gerð fyrir sjónvarp, líkt og An Englis- hman Abroad (‘88, sem var skínandi góð fantasía um njósnarann Guy Burges í útlegðinni í Moskvu. Með Alan Bates rétt eina ferðina í aðalhlutverki - og sallafínu formi. Pacifíc Heights (‘88) var Hollywood-framleiðsla í hæðsta gæðaflokki, góður afþreyingatryllir, ekkert meira. Cold Comfort Farm (‘95), með Stephen Fry, Ian McKellen og fleiri góðum mönnum, er síðasta áhugaverða myndin hans. Schlesinger er ekki með neitt á prjón- unum um þessar mundir, vonandi þarf hann ekki að sitja lengi aðgerðarlaus. Sígild myndbönd MIDNIGHT COWBOY (1969) Ein af bestu myndum allra tíma, fjallar um óvenjulegar persónur. Tvo lánlausa utangarðsmenn á vonarvöl í New York. Annar einfaldur myndarpiltur (Jon Voight) sunnan úr sveitum Texas, hinn berklaveikur flækingur og svika- hrappur (Dustin Hoffman), alinn upp í göturæsum stór- borgarinnar. Með þessum gjörólíku mönnum þróast smám saman einstæð vinátta í vesöldinni, enda bræður í umkomuleysinu. Þegar best lætur gerist sveitadrengur- inn karlmella og hrappurinn verður umbinn hans. Amer- íski draumurinn bmnninn við. Ratso og Joe Buck, tónlist- in hans Nilsons, sú ferska sýn sem Englendingurinn dregur upp af hinu framandi láglífí stórborgarinnar, per- sónumar og harmræn en þó gráglettin sagan hans Waldo Salt, allt er þetta einstakur þáttur í minningu manns. Ein- faldlega mynd sem orð fá ekki lýst, menn verða að veita sér þann munað að upplifa hana. MARATHON MAN(1976) iHrkVi Mig minnir að þessi einstaklega vel gerða og taugatrekkjandi spennumynd hafi fengið misjafna dóma á sínum tíma, það breytir engu um að hún er frábær af- þreying, og hefur elst vel að auki. Skrifuð af William Goldman, eftir eigin metsölubók, með Dustin Hoffman í aðalhlutverki námsmanns sem kemst í kast við fyrrum böðul í útrýmingarbúðum nasista (Lord Laurence Olivier) og demantana hans. Þeir em báðir stórkostlegir og mynd- in rennur framhjá á ógnarhraða. Sem er ágætt, götin í sögunni em stór, en ekkert mál að líta framhjá þeim og skemmta sér eins og best verður ákosið. BILLY LIAR (1963) irtrk'k Fyrsta flokks gamanmynd um sveitapilt (Tom Courtn- ey) sem flýr grámyglulegt líf og samskipti við leiðinlega foreldra, andstyggilegan yfirmann og óspennandi unnustu inn í litskrúðugar fantasíur draumaheimsins. Þar verður fyrst líflegt og huggulegt þegar Julie Christie kemur til sögunnar. Hér fær Courtney aldeilis tækifæri til að viðra fjölhæfni sína sem leikari. Það jaðrar við glæpamennsku að menn eins og hann, Alan Bates og Albert Finney hafa orðið jafn fáséðir og raun ber vitni. Julie Christie er hér hreint ómótstæðileg (sem oftar), handritið, sem byggt er á vinsælli bók, síðan leikriti, einstaklega hnyttið og breskt. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.