Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur • ÚT er komin á vegum Minja- safns Austurlands skýrslan; Geirs- staðir í Hróarstungu - stórbýli á landsnáms- og söguöld. I ritinu greinir frá niðurstöðum fomleifa- rannsóknar Minjasafns Austur- lands sumarið 1997. Höfundur skýrslunnar og stjórnandi rann- sóknarinnar er Steinunn Krist- jánsdóttir, fomleifafræðingur. Rannsakað var gamalt bæjar- stæði í landi Litla-Bakka í Hróars- tungu. Nafn bæjarstæðisins var óþekkt en er nú nefnt Geirsstaðir. Niðurstöður fomleifarannsóknar- innar benda til þess að á bæjar- stæðinu hafi staðið kirkja. Geirs- staðir eru þó ekki þekktir sem kirkjujörð, hvorki fyrr né síðar, en greining gjóskulaga og kolefnisald- ursgreining frá staðnum bendir til að kirkjan þai' hafi verið reist seint á 10. öld og lagst af á 12. öld. Fornleifauppgröfturinn að Geirsstöðum er liður í stærri rann- sókn, sem Minjasafn Austurlands hefur ráðist í, á trúarbrögðum Is- lendinga fyrstu aldir byggðar hér- lendis. Rannsóknunm verður fram- haldið næstkomandi sumur. Kostnaður vegna rannsóknar- innar var að mestu greiddur með styrk frá Rannsóknarráði Islands. Skýrsluna má nálgast á Minjasafni Austurlands, Laufskógum 1, Egils- stöðum. Tímarit • ÚT er komið tímaritið Bóka- safnið, 22. árgangur 1998. Að út- gáfu blaðsins standa Bókavarðafé- lag Islands, Félag bókasafnsfræð- inga og bókafulltrúi ríkisins. I kynningu segir: „Meginþema þessa heftis er bækur og bókalest- ur en einmitt núna er bókin stödd á tímamótum. Þróun rafrænna miðla er komin á það stig að menn sjá ekki aðeins fyrir sér byltingu á bókasöfnum heldur einnig í útgáfu- málum. Sumir segja jafnvel að bókin sé í andarslitrunum. I þessu hefti Bókasafnsins er spurt hvort dagar bókarinnar séu taldir. Einnig er velt upp skilgreining- unni á því fyrirbæri sem bókin er og saga hennar rakin. Tvær grein- ar fjalla um kannanir sem tengjast lestri bama og unglinga en bóka- lestur þeima hefur einnig verið í brennidepli undanfarið. Þá er grein um skriflistina sem segja má að sé lykillinn að lestri.“ Margar fleiri greinar eru í blað- inu, m.a. ítarleg umfjöllun um Tón- og mynddeild í Þjóðarbókhlöðu og grein um þjónustu almennings- bókasafna við háskólanema auk fjölda annama forvitnilegra greina. Blaðið er 84 síður í A-broti og er það til sölu m.a. í Þjónustumiðstöð bókasafna. Morgunblaðið/Árni Sæberg HÖFUNDAR efnis og útgefendur bókmenntaritsins Blóðbergs, f.v. Sigurður Olafsson og Sölvi Björn Sigurðarson. Viljum hvetja ungt fólk til að láta að sér kveða NÝVERIÐ leit dagsins ljós nýtt bókmenntarit. Blóðberg nefnist það og er skrifað og gefið út af tveimur ungum mönnum, þeim Sigurði Ólafssyni og Sölva Birni Sigurðarsyni sem ljúka námi frá fornmáladeild Menntaskólans í Reykjavík í vor. Blóðberg er rúmlega 100 blaðsíður og kemur út í 1.000 eintökum í kiljuformi. í formála kemur fram að höf- undar telja það hlutverk sitt sem nýrrar kynslóðar að við- halda þeim menningararfi sem þeim hefur verið látinn í té og ljá honum svip sinn. I ritinu er síðan fjallað um líf og störf skáldsins og ljóðaþýðandans Magnúsar Asgeirssonar. Einnig er að finna grein um breska ljóðskáldið John Keats ásamt þýðingum Sölva Björns á tveimur ljóðum skáldsins og fjallað er um tékkneska skáldið Milan Kundera og nýjustu bók hans Óljós mörk. Gerð er grein fyrir Nóbelsverðalaunahöfund- um í bókmenntum og fjallað um fslenskt blómaskeið í dönsk- um bókmenntum, tíma Vær- ingjanna Jóhanns Sigurjóns- sonar, Gunnars Gunnarssonar, Jónasar Guðlaugssonar og Guð- mundar Kamban í Danmörku. Þá eru birt nokkur frumort ljóð eftir Sölva Björn auk þess sem þeir Sölvi og Sigurður taka Guðberg Bergsson og Thor Vil- hjálmsson tali á Hótel Borg. Skýringu á tilkomu þessa framtaks eiga höfundarnir, Sigurður og Sölvi Björn, ekki aðra en að hugmyndin hafí kviknað og síðan undið upp á sig uns ritið varð að veruleika. Undirbúningur hefur staðið yf- ir í eitt ár og með örfáum und- antekningum var efnið unnið beint fyrir útgáfu Blóðbergs. Ritið er frumraun höfunda í út- gáfustarfsemi og þeir segja framhaldið með öllu óljóst. „Það veltur á þvf hvar við stöndum eftir ár.“ „Við lítum alls ekki á okkur sem ljósbera nýrrar kynslóðar heldur er tilgangurinn með út- gáfu ritsins fremur sá að hvetja ungt fólk til að láta að sér kveða,“ segja þeir Sigurður og Sölvi Björn. Efnisvalið spannar vítt svið og þeir segja að val á viðfangsefni stýrist eingöngu af því sem höfði sterkast til þeirra sjálfra. „Þetta rit er engin kynslóðarbiblía eða stefnumarkandi leiðari fyrir yngri kynslóð í landinu," segir Sölvi Björn. „Viðfangsefnið er bókmenntir og kannski er það timanna tákn að fólk felli þær undir nostalgíu eða uppreisn yngri kynslóðar. Það er alls ekki tilgangur okkar með þessu riti heldur er Blóðberg einfaldlega okkar innlegg í menningarumræðuna.“ Litrík og lífleg sýning hjá Nemenda- leikhúsinu LEIKLIST N e m e n d a I e i k li ú s i ð UPPSTOPPAÐUR HUNDUR Eftir Staffan Göthe íslensk þýð- ing: Hallgrímur H. Helgason. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Leikarar: Agnar Jón Egilsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Frið- rik Friðriksson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Helga Vala Helgadóttir, Linda Ásgeirsdótt- ir, Olafur Darri Ólafsson, Sjöfn Evertsdóttir og Hildigunnur Þráinsdóttir. Leikmynd: Finnur Arnarsson. Lýsing: Egill Ingi- bergsson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir. Hljóðmynd: Margrét Örnólfsdóttir. Tækni- maður: Egill Ingibergsson. Að- stoð: Þórarinn Blöndal og 1. bekkur L.í. Lindarbær, laugar- daginn 18. april. ÞETTA tíu ára gamla sænska leikrit, Uppstoppaður hundur eftir Staffan Göthe, sem Nem- endaleikhúsið frumsýndi síðast- Iiðinn laugardag, virðist sem klæðskerasaumað fyrir akkúrat þennan hóp. Þar hljóta að fara saman einstaklega vel heppnað val á leikriti og einstaklega góð úrvinnsla hópsins á því. I leik- skrá segir að verkið hafi slegið „rækilega í gegn“ strax við frumsyningu þess í heimaland- inu og því er auðvelt að trúa, því verkið hrífur áhorfandann með sér frá fyrstu stundu með litrík- um persónum sínum og húmor. Hér er þó ekki bara um sprell að ræða; verkið lýsir daglegu lífi, gleði og sorgum tveggja fjöl- skyldna sem búa undir sama þaki og fólki sem koma við þeirra sögu - að ógleymdum tveimur eftirminnilegum hund- um. Verkið spannar í raun tvo áratugi og lýsir miklum sveiflum í tilfinningalífi og aðstæðum per- sóna sinna. Að mörgu leyti minnti skáldskaparheimur þessa verks á hinn sérstæða skáld- skaparheim Gyrðis Elíassonar - og á það jafnt við persónulýsing- arnar sem og ýmislegt í atburða- rásinni og ekki síst mikilvægt nostur við smáatriði (svo og að sjálfsögðu hundamir!). Og af því ég er farin út í sam- anburð má einnig geta þess að uppsetningin sjálf minnti dálítið á uppsetningar Hafnarfjarðar- leikhússins í lífleika sínum, leik- gleði og litríkum umbúnaði. Það þarf víst engan að undra því leikstjóri þessarar sýningar er Hilmar Jónsson, sem hefur ver- ið aðalleikstjóri fyiTnefnds leik- hús og einnig koma að uppsetn- ingunni fleiri aðilar úr þeim sömu herbúðum. En það er sjálfur útskriftar- hópur Nemendaleikhússins sem á auðvitað stærstan heiðurinn af því hversu skemmtileg þessi sýning er. Þessi átta manna hóp- ur er fjölbreytilegur að samsetn- ingu, hvað varðar útlit, líkams- beitingu og leikstíl einstakling- anna, og virðist til alls góðs lík- legur í framtíðinni. Sérstaklega var eftirtektarvert hversu sterk mörg þeirra eru í gamanleik. Má þar nefna þau Agnar Jón, Olaf Darra, Eddu Björgu, Friðrik og Lindu. Dramatískai’i áherslur voru í hlutverkum Guðmundar Inga, Helgu Völu og Sjafnar, en öll unnu þau á næman og vand- aðan hátt úr þeirri dramatík og ofgerðu hvergi. Samleikur hóps- ins var einnig mjög góður. Gestaleikarinn Hildigunnur Þrá- insdóttir, sem útskrifaðist úr skólanum í fyrra, féll vel inn í hópinn og styrkti hann. þessi sýning er enn ein fjöður í hatt Hilmars Jónssonar, sem er einn athyglisverðasti leik- stjóri okkar af yngri kynslóð. Leikmynd Finns Arnar var skemmtileg og mjög hugvits- samlega útfærð. Búningar Þór- unnar Maríu Jónsdóttur og leik- gervi og grímur Astu Hafþórs- dóttur báru merki vandaðra vinnubragða. Hljóðmynd Mar- grétar Ömólfsdóttur jók við bæði fjör og húmor syningar- innar og lýsing Egils Ingibergs- sonar kom vel út. í heild er hér um að ræða hina bestu leikhús- skemmtun. Soffía Auður Birgisdóttir Stórir strákar fá raflost LEIKLIST Lcikfélag Keflavfknr GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman, byggt á skáldsögu Ken Kesey í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar Leikstjóri: Þorsteinn Bachmann Lcikendur: Jón Marínó Sigurðsson, Vigdís Jóhanns- dóttir, Sveinn S. Ólafsson, Aron B. Magnússon, Einar Lars Jónsson, Elva Sif Grétarsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Jarl Bjarnason, Davíð Guðbrandsson, Guðmundur A. Guð- mundsson, Ingibjörg Þorláksdóttir, Jóhannes Kjartansson, Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, Kristín Kristjáns- dóttir Hljóð: Þórir Baldursson Hljóð- blöndun: Þórir Baldursson, Sveinn S Ólafsson Hljóðmenn: Þór Jóhannes- son, Þórir Baldursson Lýsing: Kjart- an Þórisson Ljósamenn: Ómar Ólafs- son, Magnús B. Hreggviðsson Frum- sýnt í Frumleikhúsinu Vesturbraut 17, 17. aprfl 1998. í BYRJUN október á síðasta ári tók Leikfélag Keflavíkur Frum- leikhúsið í notkun. Þar til þá hafði félagið „verið á götunni". Síðan hafa þrjú verk verið sýnd á þess vegum. Nú síðast var Gaukshreið- ur Dale Wassermans frumsýnt. Þjóðleikhúsið sýndi það leikárið ‘93-’94, í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Keflvíkingar notuðu þá sömu þýðingu, en gengu lengra og íslenzkuðu nöfn persóna og færðu verkið ögn nær okkar tíma. Maður fær ósjálfrátt á tilfinning- una að fólk, sem er nefnt Mörður Jósejisson, Rakel, Axel og Sturla sé Islendingar og lifi í íslenzku samfélagi. Af þeim sökum skaut ævismásaga Bromdens höfðingja örlítið skökku við og frásögn hans af föður sínum. Sá var „alvöruhöfð- ingi“, sem tærðist upp eftir að land ættflokksins var gert upptækt. Þetta getur varla verið æviágrip Islendings. Leikurinn gerist á geðdeild, smækkaðri mynd af heiminum íyrh' utan - það á að hafa svo ægilega mik- ið endurhæfingargildi, að sögn Ra- kelar (Ratched) yfirhjúkrunarkonu. Á deildina kemur Mörður nokkur Jósepsson (Randle McMurphy) sem þjáist af „síendurteknum ástríðuköstum sem benda til hugsan- legrar sálsýki“. Af þeim sökum er hann dæmdur úr fangelsi á geðdeild- ina, hvert hann flytur nýja strauma (og tíma?). Rakel yfirhjúkninarkona er ekkert alltof hrifin af þeim eða áhrifum Marðar á lífsmynztur ann- arra sjúklinga á deildinni og er ögn uggandi yfir þessari ógn við stöðu sína sem Mörður óneitanlega er. Einar Lars Jónsson var virkilega góður í hlutverld Marðar. Hann gaf áhorfendum aldrei tækifæri til að finna til neinnar samúðar með Merði, enda er Mörður ekki karakter sem býður upp á samúð áhorfenda. Það er frekar að þeir haldi með honum. Það, að maður haldi með einhverjum, bendir yfirleitt til að um einhvem andstæðing sé að ræða. I þessu til- felli var sá Rakel yfirhjúkrunarkona, sem Vigdís Jóhannsdóttir lék. Eg er ekki frá því að hlutverk hennar sé einna flóknast allra í verkinu; fyrst alvaldur í míkrókosmosi deildarinnar með nef sem fyllist í minnstu rigning- arskúrum, en í lokin er hún bara buguð kvensnift, eftir átökin við Mörð. Báðum þessum hlutverkum, ef svo má að orði komast, skilaði Vigdís af þvílíku öryggi að maður varð að hafa töluvert fyrir því að missa van- þóknun sína, sem Rakel kveikti í byrjun, ekki út í einhverja vorkunn- semi í lokin. Ein aðalpersóna verks- ins er Bromden höfðingi. I leik- skránni er hann reyndar kallaður Bormben, en ég vil trúa að það sé bara misritun. I hlutverki hans fór Jón Marínó Sigurðsson á kostum. Þó var ég heldur ósáttur við að eintöl höfðingjans, hugsanir hans, voru spiluð af segulbandi. Hefði ekki komið betur út ef Jón Marinó talaði sjálfur, beint við áhorfendur? Þessi eintöl geyma reyndar geysimikinn og flókinn texta, sem oftar en ekki kemur sögunni sjálíri ekki beint við. Bara hugmynd, sem spratt af því að rödd beint úr barka er mun „áferð- arfallegri“ en flatur, einumofskýr upplestur af segulbandi. Öll hljóð sýningarinnar voru samt vel unnin og greinilegt að þónokkur vinna og pælingar lágu þar að baki. Sviðsmyndin var vel útfærð; með lokuðu vaktbúri, dyrum að svefnálmu sjúklinganna, glugga með rimlum sem minnti áhorfendur á að þessi heimur var takmarkaður en þó með möguleikum til einhvers meira. Innum þennan glugga lýsti ljóskeila Bromden höfðingja upp í fýrsta ein- tali hans. Hvemig höfðinginn engd- ist í því „silalega“ ljósi var aðeins fyrsta vísbending af fjölmörgum um í hvaða flokki þessi sýning ætti heima: Þeim fyrsta. Heimir Viðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.