Morgunblaðið - 21.04.1998, Síða 40
;40 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
KOSNINGAR ‘98
Gagnrýnin eða
gagnrýnislaus
blaðamennska?
OLLUM er hollt að
stunda sjálfsgagnrýni
af og til, líta í eigin
barm og spyrja sjálfan
sig hvort þeir standi
sig nógu vel í stríðinu.
-En ég veit af gamalli
reynslu að íslenskir
blaðamenn stunda lítt
þess konar iðju og eru
fljótir að hrökkva í
vöm leyfí einhver sér
að gagnrýna þá.
Nýverið brá þó svo
við að blaðamaður á
Morgunblaðinu, Jakob
F. Asgeirsson, spurði
sjálfan sig og annað
fjölmiðlafólk grund-
vallarspurningar. í páskablaðinu
(9. apríl) birtist eftir hann Við-
horfs-pistill undir fyrirsögninni
„Er borgarstjóri stikkfrí?" Þar
gerir hann að umtalsefni meint
~**ítök Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur borgarstjóra í íslenskum
fjölmiðlum og fullyrðir að vegna
ýmiss konar hagsmunatengsla fjöl-
miðlafólks við hana (raunar ann-
arra en Morgunblaðsmanna) þegi
það um ýmislegt sem tengist
Reykjavíkurborg en betur væri frá
sagt. Af þessum sökum segir hann
að lítið fari fyrir gagnrýninni um-
fjöllun um málefni borgarinnar, til
dæmis um það hvað hæft sé í því
að beitt hafí verið bókhaldskúnst-
"um til að fegra niðurstöðutölur í
reikningum borgarsjóðs. Þetta
sama dæmi komst lítillega til um-
ræðu á síðum Morgunblaðsins i
byrjun desember og undirritaður
tók þátt í henni með bréfkomi um
þann leiða vana blaðsins að birta
athugasemdalaust allar þær upp-
lýsingar sem fram koma á blaða-
mannafundum - og í næsta blaði
jafn athugasemdalaust upplýsing-
ar frá hinum aðila málsins, þar
sem haldið er fram hinu gagn-
stæða. Víkverji (sú dularfulla per-
sóna) brá við skjótt og spurði
hvemig menn héldu að komið yrði
lýðræðislegum umræðum ef al-
^menningur hefði aldrei aðgang að
upplýsingum nema þær hefðu
fyrst verið „litaðar" af einstökum
blaðamönnum eða blöðum.
I Viðhorfs-pistli sínum gagnrýn-
ir Jakob fjölmiðla fyrir að hafa
ekki sjálfir reynt að brjóta ágrein-
ingsefni borgarstjórnarflokkanna
til mergjar heldur hjakki þeir í
sama gamla farinu - tali við einn í
dag og andstæðing hans á morgun,
staðhæfíng standi gegn staðhæf-
ingu. Síðan spyr hann hvers vegna
fjölmiðlarnir reiknuðu ekki sjálfír
út áhrifin af tilfæringum með
leiguíbúðir borgarinnar og heldur
áfram: „Nei, þeir bíða eftir að
borgarstjóri haldi blaðamannafund
>og mati þá af tölulegum upplýsing-
um. En er ekki trúlegt að borgar-
stjóri reyni að fegra myndina?
Fjölmiðlarnir sem taka athuga-
semdalaust við þessum upplýs-
ingaáróðri sýnast ekki í stakk bún-
ir til að gera sér grein fyrir for-
sendum útreikninganna. Þeir birta
gagnrýnislaust það sem borgar-
stjóri hefur að segja til að réttlæta
gerðir sínar. Næsta dag segja þeir
frá athugasemdum minnihlutans -
líka án þess að grafast fyrir um
hans forsendur."
Eg gleðst yfír að eiga mér sam-
herja innan raða blaðamanna
Morgunblaðsins. Vonandi heldur
hann áfram að berjast fyrir sjón-
armiðum sínum þar.
Þó er ánægja mín með þennan
samherja dálítið blandin. Hvers
vegna gerði hann þessa athuga-
^semd einmitt við málefni Reykja-
• víkurborgar og einmitt nú, þegar
skammt er í kosning-
ar? Vaknaði þessi
spurning aldrei í tíð
Davíðs Oddssonar á
borgarstjórastóli? Eða
er engin ástæða til að
varpa gagnrýnu ljósi á
eitt eða neitt í fari rík-
isstjórnar Davíðs
Oddssonar? Fyrst ég
er farinn að spyrja á
annað borð get ég al-
veg eins haldið áfram
og spurt hvort blaða-
menn og fréttamenn
hafí ekki haft hugmynd
um að Landsbanka-
menn færu grunsam-
lega oft í laxveiðar. Ég
vek athygli á því að það var alþing-
ismaður sem afhjúpaði „Lands-
banka-skandalann“, ekki blaða-
maður né fréttamaður, og það var
ekki í fyrsta sinn sem þingmaður
tók slíkt ómak af fulltrúum „fjórða
valdsins".
Ég heyrði hins vegar á fórnum
vegi að Stöð 2 hefði gert þátt um
Ég gleðst yfir að eiga
mér samherja, segir
Þorgrímur Gestsson,
innan raða blaðamanna
Morgunblaðsins.
Hrútafjarðará og Sverri Her-
mannsson, sem enn væri ósýndur.
Skyldu þeir hafa spurt hann að því
til dæmis hvaða áhrif laxveiði gæti
haft á þau vaxtakjör sem Lands-
bankanum bjóðast hjá erlendum
bankastofnunum?
Og ósvarað er mikilvægri spurn-
ingu sem mér kom í hug þegar ég
horfði á Kastljós Sjónvarpsins á
miðvikudagskvöldið; þar sagði
Sverrir Hermannsson við Kristínu
Þorsteinsdóttur fréttamann að er-
lendur bankamaður hefði á sínum
tíma veitt sér mikilvægar upplýs-
ingar um slæma stöðu Sambands-
ins þegar þeir voru við laxveiðar.
Spurningin er: Hefði bankamaður-
inn ekki veitt þessar upplýsingar
annars staðar en úti í rándýrri
laxá með flugustöng í hendi?
Jakob F. Ásgeirsson segir í
pistli sínum að „íslenska aðferðin"
sem hann nefnir svo, sú að birta
upplýsingar óbrenglaðar, sé um
margt góð en útlendir fjölmiðlar
gangi stundum fulllangt í að túlka
og matreiða málsatvik frétta.
Þarna fínnst mér íslenskur blaða-
maður líta fullstórt á hlut íslenskr-
ar blaðamennsku. Eða er lýðræð-
inu hættara í útlöndum en hér á
landi? Ég held ekki að „útlendir
blaðamenn" geri svo mikið af því
að „lita“ fréttir sínar. En þeir
spyrja gagnrýninna, oft hvassra
spurninga, láta menn ekki sleppa
auðveldlega, láta þá ekki komast
upp með að svara út í hött. Gagn-
rýnin blaðamennska, sem stundum
er kölluð rannsóknarblaða-
mennska, er eitt öflugasta tækið
sem við höfum til að gæta lýðræð-
isins. Hvorki Morgunblaðið né
önnur blöð teljast vera fullkomlega
frjáls og óháð fyrr en þau gagn-
rýna jafnt Ingibjörgu Sólrúnu sem
Davíð Oddsson - þegar ástæða er
til.
Og nú bíð ég eftir næsta þætti í
„laxamálum" - þess að fyrirspurn
Jóhönnu Sigurðardóttur um lax-
veiðar Landsvirkjunarmanna verði
svarað úr ræðustóli alþingis.
Höfunclur er fyrrvernndi
hlnðnmnihir.
Þorgrímur
Gestsson
Rangfærslur R-listans
um samgongumál
HINN 21. apríl
1997 eða fyrir réttu
einu ári lögðu borgar-
fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins fram tillögu
í skipulagsnefnd um
að gengið yrði til við-
ræðna við ríkisvaldið
um framkvæmdir við
breikkun Gullinbrúar.
I því sambandi yrði
„skoðaður sá mögu-
leiki að Reykjavíkur-
borg fjármagni fram-
kvæmdirnar þar til
fjármagn fæst til
þeirra samkvæmt
vegaáætlun". Sem
kunnugt er fékk áðurnefnd tillaga
sjálfstæðismanna engar undir-
tektir hjá meirihluta R-listans.
Frumkvæði
sjálfstæðismanna
Fyrrverandi meirihluti sjálf-
stæðismanna í Reykjavík greip til
þess úrræðis, þegar ekki fékkst
nauðsynlegt fjármagn frá ríkis-
valdinu, að fjármagna vegafram-
kvæmdir tímabundið og krefja
ríkisvaldið síðar um endur-
greiðslu. Annars væri illa komið í
samgöngumálum Reykvíkinga.
Nú er hins vegar öldin önnur og
framlög ríkisins til nýrra þjóð-
vega í Reykjavík hafa stóraukist.
Þessa staðreynd hafa talsmenn
R-listans reynt að fela með
dyggri aðstoð vina sinna og
vandamanna á ýmsum helstu fjöl-
miðlum landsins. Það jaðrar hins
vegar við ósvífni, þeg-
ar R-listinn reynir í
blaðaauglýsingum að
eigna sér þjóðvega-
framkvæmdir í
Reykjavík á sama
tíma og hann heldur
uppi linnulausri áróð-
ursherferð gegn sam-
gönguráðherra. Sá
sami samgönguráð-
herra hefur meira en
tvöfaldað þjóðvegafé
til Reykjavíkur í
valdatíð R-listans!
Vegafé til Reykjavík-
ur var að meðaltali
321 milljón króna ár-
lega árin 1990-1993, en 731 millj-
ón króna árlega árin 1994-1997.
Varðandi framlög til þjóðvega í
Reykjavík árin 1990-1997 vísast
Það jaðrar við ósvífni,
segir Qlafur F. Magn-
ússon, þegar R-listinn
reynir að eigna sér
þj óðvegaframkvæmdir
í Reykjavík.
til greinar minnar í Morgunblað-
inu frá 4. mars sl. undir heitinu
„127% aukning á þjóðvegafé til
Reykjavíkur. Framlög til þjóð-
vega á höfuðborgarsvæðinu".
En víkjum nú að framlögum
ríkisins til nýrra þjóðvega á höf-
uðborgarsvæðinu í heild á árun-
um 1987-1997, en þau voru eftir-
farandi á verðlagi ársins 1998,
talið í þúsundum króna:
Árið 1987: 51.282
Árið 1988: 227.590
Árið 1989: 106.431
Árið 1990: 280.043
Árið 1991: 360.474
Árið 1992: 511.712
Árið 1993: 866.323
Árið 1994: 644.074
Árið 1995: 1.244.110
Árið 1996: 891.349
Árið 1997: 910.935
Framlög ríkisins til nýrra þjóð-
vega á höfuðborgarsvæðinu hafa
þannig numið tæplega 3,7 millj-
örðum króna sl. 4 ár, en breikkun
Gullinbrúar er talin kosta um 200
milljónir króna, þar af sjálf brú-
arsmíðin 70-80 milljónir króna.
Aðgerðarleysi R-listans við Gull-
inbrú ber því vott um skort á
stórhug fyrir hönd Reykvíkinga.
Bæði talsmenn R-listans og
áhrifamiklir fjölmiðlamenn hafa
haldið því fram, að samgönguráð-
herra hafí reynt „að tefja sam-
göngubætur á höfuðborgarsvæð-
inu“. Þetta er röng staðhæfing.
Fjárveitingar til nýrra þjóðvega á
höfuðborgarsvæðinu tala skýru
máli um það.
Höfundur er læknir og skipar 6.
sæti D-listnns í Reykjnvík.
Ólafur F.
Magnússon
Af gangstéttar-
stubbum í Kópavogi
í STEFNUSKRÁ
Kópavogslistans um
umhverfismál má lesa
eftirfarandi:
Gera þarf átak hvað
varðar ferlimál fatl-
aðra og annarra
hreyfihamlaðra í
Kópavogi. Allsherjar
endurskoðun og end-
urhönnun verði látin
fara fram á göngu-
stígakerfi bæjarins og
skáplön sett á gang-
stéttar þar sem nauð-
synlegt er.
Göngustígar þurfa
að mynda samtengt
net svo göngu- og hjólreiðafólk
komist milli hverfa, bæjarhluta,
bæjarfélaga og milli útivistar-
svæða í Kópavogi og annarra úti-
vistarsvæða höfuðborgarsvæðis-
ins.
Þeir sem ferðast mikið um bæ-
inn gangandi og hjólandi skilja
strax af hverju við setjum þetta í
stefnuskrána. Vegna þess að á
tímum malbiksins í Kópavogi hafa
þessi mál verið alveg vanrækt.
Margt hefur gerst í gatnagerð, en
loforðin hafa samt engan veginn
staðist. Og í ofangreindum atrið-
um hefur meirihlutinn algjörlega
brugðist.
Nú nefni ég dæmi máli mínu til
stuðnings: Hjólreiðamaður kemur
úr Skerjafirði meðfram Nauthóls-
víkinni og áfram fyrir sunnan
kirkjugarðinn. Hann ætlar að
halda áfram meðfram ströndinni
Kópavogsmegin út á Kársnesið.
En hvað gerist þá, - enginn stígur
meðfram ströndinni nema stubb-
ar á strjáli. Vini mínum úr
Reykjavík sem lenti í þessum
ógöngum á hjólaferð
sinni á annan í pásk-
um varð að orði: „Æ,
þeir eru svo blankir í
Kópavogi."
Én erum við svo
blankir í Kópavogi?
Já, stundum erum við
blönk og stundum
ekki! Ég hef það á til-
finningunni að margt
sem snýr að mann-
eskjunni á smáa skal-
anum, þ.e. á skala ein-
staklingsins, sé ekki
hátt skrifað hjá núver-
andi meirihluta.
Göngustígar eru til í
ágætis stubbum hér og þar, en
samhangandi net er ekki til. Þess
vegna þarf manneskja, hvort sem
hún er á hjóli eða gangandi, alltaf
✓
A tímum malbiksins í
Kópavogi, segir Kristín
Jónsdóttir, hafa göngu-
og hjólastígar gleymst.
af og til að hrekjast út í umferðina
- þaðan upp á gangstéttir og nið-
ur af þeim - engin skáplön til
hjálpar. Alltaf þarf að vera að
stíga af hjólinu og tosa það upp á
gangstétt - hjóla smá - af hjólinu
og niður o.s.frv. o.s.frv. Þannig
þurfti vinur minn úr Reykjavík að
finna sér leið gegnum Vesturbæ-
inn, þangað til hann komst á
Sunnubrautina. Á Sunnubrautinni
hefst sælan sem endar svo við
Dalveginn - sá stígur er til fyrir-
myndar - en þetta er ekki nóg.
Enda ferðast verktakar ekki eftir
göngu- og hjólastígum. Hitt dæm-
ið sem ég nefni er af litlu dömunni
í Álfaheiðinni sem fékk hjól í af-
mælisgjöf í byi'jun apríl, og bað
svo pabba sinn að koma með sér í
hjólatúr. Eftir þann hjólatúr flutti
pabbinn þrumandi ræðu yfir mér.
„Það er bara ekki hægt að hjóla
eftir gangstéttunum hér, það eru
hvergi nokkurs staðar skáplön,
upp á þær. Þetta eru hlutir sem
þið hjá Kópavogslistanum skuluð
laga.“ Pabbinn róaðist þegar ég
sýndi honum hversu mikilvægt
þetta atriði er í okkar huga, með
því að lesa fyrir hann ofangreind
atriði úr stefnuskránni. Að lokum
ætla ég að taka undir orð Rann-
veigar Rist, forstjóra ísals, sem
hún sagði í þættinum Páskaliljur í
Sjónvarpinu annan í páskum:
„Það þarf að gera íslenskt samfé-
lag fjölskylduvænna, það þarf að
hlúa að fjölskyldunni, gera mögu-
leika hennar til samvista meiri því
fjölskyldan er það dýrmætasta
sem við eigum.“ Viðleitni í þá átt
er að hlúa að umhverfinu, gera
það þannig að allir þrír ættliðirnir
þrífist þar saman.
Höfundur er urkitckt og skipar 2.
sæti Kópavogslistans.