Morgunblaðið - 21.04.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.04.1998, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson SIMON WaagQörð og Kolbrún Hjörleifsdóttir með fræðiöskjuna. y' I skugga eldfjalla Fagradal - „Nemendur og kennarar Ketilstaðaskóla í Mýrdal hafa í vet- ur unnið að verkefni í samstarfi við þrjá aðra skóla í Evrópu. Verkefnið er unnið undir merkjum menntaá- ætlunarinnar Sókrates. Sú áætlun var sett á stofn með það að leiðar- ljósi að efla Evrópusamstarf á öll- um sviðum menntamála. Skólinn sem stýrir verkefninu er í Þýskaiandi en hinir tveir þátt- tökuskólarnir eru í Austurríki og á Ítalíu. Eins og nafnið bendir til tengist vinnan eldfjöllum í víðum skilningi. Nemendur Ketilsstaðaskóla byrj- uðu á verkefninu með því að skoða eitt frægasta eldfjall heims, Heklu, og siðan hefur verið unnið að margvíslegum verkefnum í vetur. Kolbrún Hjörleifsdóttir, skólastjóri, Fræðiaskjan. og Símon Waagfjörö, kennari, fara síðan með afrakstur verkefnisins til Þýskalands nú um páskana, þ.e. fræðiöskju sem nemendur smíðuðu og hönnuðu með alls konar upplýs- ingum um eldfjöll og skólastarfið. Þar á meðal myndband, veggspjöld, Islandskort með eldfjöllum, Ijós- myndir, jarðvegssýnishom, hljóm- snældu með textablöðum og fleira. Skipulagstofnun um sorpförgun á Suðurlandi Ekki neikvæð áhrif á umhverfíð FRUMATHUGUN Skipulagsstofn- unar á mati umhverfisáhrifa fyrir- hugaðrar sorpförgunar Byggðasam- lagsins Hulu er lokið. Leitað var um- sagnar Austur- og Vestur-Eyja- fjallahrepps, Mýrdalshrepps, Skaft- árhrepps, Náttúruverndar ríkisins, Hollustuvemdar ríkisins, Náttúru- fræðistofnunar Islands, Land- græðslu ríkisins, Vegagerðaiinnar, veiðimálastjóra og Þjóðminjasafns Islands. Tvær athugasemdir bárust á kynningartímanum. I niðurstöðu frumathugunar skipulagsstjóra, er byggist á gögn- um framkvæmdaraðila, umsögnum og athugasemdum, segir að „fyrir- huguð sorpförgun Byggðasamlags- ins Hulu hafi ekki í för með sér um- talsverð neikvæð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir eða samfélag“. I frumathuguninni var kannað hvort sigvatn frá urðunarstöðunum kæmi til með að menga umhverfið, hvort loftmengun yrði vandamál, hvort röskun yrði á náttúrulegu um- hverfi og hvort dýralíf yrði fyrir óæskilegum áhrifum. I niðurstöðu skipulagsstjóra segh' að fram- kvæmdin sé ekki talin hafa óæskileg áhrif á neinn þessara þátta og að hún sé hvorki talin raska jarðmyndunum á urðunarsvæðunum né fornminjum. Fyrirhugað er að farga sorpi í sorporkustöð á Kirkjubæjarklaustri og á urðunarstöðum á Skógasandi, við Uxafótarlæk og á Stjórnarsandi. Á Skógasandi er fyrirhugað að urða flokkað heimilissorp og ösku, á Uxa- fótai'læk seyru, landbúnaðarplast og byggingarúrgang og á Stjórnarsandi sláturhúsaúrgang, seyru og bygg- ingarúrgang. Sorporkustöðinni er ætlað að brenna hluta úrgangsins á samlagssvæðinu og fyrirhugað er að nýta orkuna til húshitunar. Samhliða sorpförguninni verður sorphirða skipulögð betur og flokkun aukin frá því sem nú er. Áætlað er að urðun- arssvæðin endist í tvo áratugi eða lengur en markmið fi'amkvæmdar- innar er að stuðla að heildarlausn sorpmála á umræddu svæði. Byggðasamlagið Hula er fram- kvæmdaraðili verksins en Verk- fræðistofan Hönnun hf. vann mat á umhverfisáhrifum. Morgunblaðið/Egill Egilsson ÞRJÁR af 15 konum í handverkshópnum í Brynjubæ. Næst myndavél- inni er Ásdís María Jónsdóttir, við hlið hennar er Þorbjörg Sigþórs- dóttir og til hliðar við Þorbjörgu er Sigríður Magnúsdóttir. Suðureyrar- kirkju gefíð veglegt gler- listaverk Suðureyri - Glerlistaverk eftir Benedikt Gunnarsson listmálara var vígt í Suðureyrarkirkju fyrir skömmu. Listaverkið samanstendur af fjórum steindum gluggum í kór Suðureyrarkirkju. Við vígsluathöfnina lýsti og túlk- aði listamaðurinn innihald verka sinna en þar tekur hann fyrir kristi- legt efni og flokkar verkið upp í fjóra þætti sem eru: 1. Dýrð sé þér drottinn, Jesú kristur, 2. Tákn ei- lífðar og ljós heilagrar þrenningar, 3. Máltíð drottins, vatnið, skírnin og 4. Menntunarkraftaverkið. Það eru fimm böm Kristeyjar Hallbjörnsdóttur og Sturlu Jóns- sonar, íyrrverandi útgerðarmanns og hreppstjóra frá Súgandafirði, sem gefa kirkjunni glerlistaverkin til minningar um látna foreldra sína. Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson FRÁ vfgsluathöfninni í Suðureyrarkirkju. Systkinin Kristín, Sigrún og Eðvarð Sturlubörn ásamt Benedikt Gunnarssyni listmálara fyrir miðju og sr. Valdimar Hreiðarssyni sóknarpresti. Hand- verkshóp- urinn Bót verður til Flateyri - Nýlega stofnuðu 15 kon- ur, sem hafa komið saman reglu- lega í Bi-ynjubæ á þriðjudags- og föstudagskvöldum til að stunda ýmiss konar handverk, handverks- hóp. Hópurinn valdi nafnið Bót á starfsemi sína. Með stofnun hópsins er ætlunin að efla handverkskunnáttu og handverksáhuga Önfirðinga og stefna að því að hafa handverk sem tekjuöflun. Síðar meir er ætl- unin að koma upp eigin húsnæði þar sem hægt verður að vinna að söluvöru. Hópurinn hefur þegar augastað á húsi einu sem það telur heppilegt fytir starfsemi sína en í húsinu var á ámm áður trésmíða- verkstæði. Útboð Vegagerðar Boðið í efnis- vinnslu á N- landi eystra LÆGSTU tilboð vom um fjórðungi undir kostnaðaráætlun þegar til- boð vom opnuð í efnisvinnslu á Norðurlandi eystra í útboði Vega- gerðarinnar í gær. Lægsta boð átti Arnarfell ehf, Akureyri, sem bauð 33,1 milljón króna. Myllan, Egilsstöðum bauð 33,5 milljónir króna. Hafnarverk, Akureyri, bauð 37,8 milljónir en G. Hjálmarsson, Akureyri, 37,6 millj- ónir króna. Tilboð Jarðverks, Nesi, var 39,2 milljónir króna, Tak, Búð- ardal, bauð 45,1 milljón, Króksver, Sauðárkróki, 48 milljónir en Foss- vélar, Selfossi, buðu 54,5 milljónir króna. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir ÞAÐ voru ánægð börn í 2.-0 sem tóku við höfðinglegri gjöf frá Kiwanis-mönnum í Þorlákshöfn. R eiðhj ólahj álma á öll börn Hveragerði - Félagar í Kiwanis-klúbbn- um Ölver, Þorlákshöfn, komu færandi hendi til nágranna sinna í Hveragerði nú nýverið þegar þeir heimsóttu grunn- skólann og færðu foreldrafélagi skólans hjálma og veifur á reiðhjól ætlað öllum nemendum í fyrsta og öðrum bekk. Þessi heimsókn er liður í landsátaki Kiwanis-manna, að koma hjálmi á öll börn. Engin Kiwanis-deild er starfandi í Hveragerði og því ákváðu Kiwanis- menn að faera grunnskólabörnum þar hjálma, en einnig vegna þess að mörg börn úr Ölfusinu stunda þar nám. Guðmundur Halldórsson, forseti Kiwanis-klúbbsins Ölvers sagði það stefnu Kiwanis-manna að gera þetta að árvissum viðburði og þannig myndu öll börn eignast hjálma. I Þorlákshöfn verða hjálmarnir afhentir á sérstökum hjóladegi grunnskólans hinn 25. apríl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.