Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýtt stjórnskipurit Landsbanka íslands hf. kynnt starfsmönnum í gær Rekstri skipt í fjögur svið NYTT stjórnskipurit Landsbanka Islands hf., sem bankaráð staðfesti á fundi sínum í gærmorgun, að til- lögu aðalbankastjóra, var kynnt á starfsmannafundi bankans í Há- skólabíói í gær og öðlast það þegar í stað gildi. Samkvæmt skipuritinu verður rekstri bankans skipt í fjögur svið og munu framkvæmdastjórar þeirra bera ábyrgð gagnvart aðal- bankastjóra. Þá mun starfsmanna- deild heyra beint undir aðalbanka- stjóra og formaður endurskoðunar- deildar heyrir beint undir banka- ráð. Jafnframt er gert ráð fyrir að sérstakar fastanefndir starfí í bankanum, en þeim er ætlað að trJrggja vandaðri undirbúning ákvarðana og virkt upplýsingaflæði milli sviða og innan bankans í heild. Nýráðinn aðalbankastjóri, Hall- dór J. Kristjánsson, kynnti starfs- mönnum nýja skipuritið, auk þess sem hann kynnti sjálfan sig og greindi frá helstu áherslum í starfi Landsbankans á næstunni. Sjálfur mun Halldór fara með daglega stjórnun bankans og bera ábyrgð á rekstri hans gagnvart banka- ráði. Nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn á árinu Barði Ámason verður fyrst um sinn starfandi framkvæmdastjóri alþjóða- og fjármálasviðs, en hann mun láta af störfum á árinu vegna aldurs og verður því nýr fram- kvæmdastjóri ráðinn á næstunni til að taka við því sviði. Bjöm Líndal mun gegna stöðu framkvæmda- stjóra á einstaklings- og markaðs- sviði og Brynjólfur Helgason gegn- ir stöðu framkvæmdastjóra fyrir- tækja- og stofnanasviðs. Jakob Bjamason tekur við stöðu fram- kvæmdastjóra á rekstrarsviði, en hann mun ennfremur sinna störf- FJÖLMENNT var á starfs- mannafundi Landsbanka Is- lands hf. sem haldinn var í Há- skólabíói í gær. um ft-amkvæmdastjóra eignaum- sýslufélaga bankans. Þá hefur Kristinn Briem, við- skiptaíræðingur og starfsmaður viðskiptastofu Landsbankans, ver- ið ráðinn fulltrúi aðalbankastjóra. Forstöðumaður endurskoðunar- deildar er Sigurjón Geirsson og starfsmannastjóri er Kristín Rafn- ar. ■ Frekari vöxtur/36 Morgunblaðið/Árni Sæberg HALLDÓR J. Kristjánsson, nýráðinn aðalbankastjóri, kynnti starfsmönnum nýtt skipurit Landsbankans. Frumvarp um veiðar úr norsk-íslenska sfldarstofninum Rætt um greiðslur fyrir rannsóknir Breytingar verða á bankaráði Landsbanka fslands hf. Jóhann segir af sér en Anna Margrét ekki JÓHANN Ársælsson, fulltrúi AJ- þýðubandalags, sagði í gær með bréfí til Finns Ingólfssonar við- skiptaráðherra af sér störfum í bankaráði Landsbanka Islands hf. Anna Margrét Guðmundsdóttir, fulltrúi Alþýðuflokks, tilkynnti hins vegar að hún hefði komist að þeirri niðurstöðu að sér bæri að sitja áfram, eftir að hafa hugleitt alvar- lega að segja sæti sínu í bankaráð- inu lausu. í greinargerð Jóhanns vegna ákvörðunarinnar segir að umræðan um að bankaráðið hafí brugðist í eftirlitshlutverki sínu og kröfur um afsögn þess hljóti óhjákvæmilega að vekja tortryggni almennings og viðskiptamanna á því að bankaráðið hafi staðið sig sem skyldi. Jóhann telur vandséð að traust á bankaráð- inu verði fullkomlega endurheimt á næstunni og segir ákvörðunina tekna í ljósi þess. Þá segir hann aðalástæðu þess að eftirlit bankaráðsins hafi brugð- ist þá að endurskoðendur hafi sent athugasemdir sínar beint til bankastjómar og stundum ítrek- aðar nokkur ár í röð án þess að bankaráðinu væri gerð grein fyrir þeim. Jóhann sagði á blaðamannafundi í gær að hann teldi að Ríkisendur- skoðun hefði átt að greina banka- ráðinu frá þeim athugasemdum sem fram komu í skýrslu Ríkisend- m-skoðunar, en bankaráðið, að for- manni þess undanskildum, fékk ekki upplýsingar um athugasemdir þær sem endurskoðandi bankans sendi bankastjórn í nóvember síð- astliðnum fyrr en skýrsla Ríkis- endurskoðunar var gerð opinber. Hvað varðar laxveiðiferðir á veg- um bankans segir Jóhann að hann telji sig hafa verið illa blekktan nú þegar íyrir liggur að ýmsar þeirra ferða hafi einungis verið til skemmtunar fyrir bankastjóra og vini þeirra. Gagnrýnir framgöngn viðskiptaráðherra Jóhann gagnrýnir framgöngu viðskiptaráðherra við ráðningu nýs aðalbankastjóra. I greinargerðinni kemur fram að ráðherrann hafi getið þess að hann væri tilbúinn að gera breytingar á bankaráðinu til þess að tryggja samstöðuna um hinn nýja bankastjóra. Þá kvaðst Jóhann ekki vera húskarl ráðherr- ans og frekar yfirgefa bankaráðið en taka mark á slíkum skilaboðum. Jóhann segist þó, hagsmuna bank- ans vegna, hafa ákveðið að sýna samstöðu og styðja að Halldór J. Kristjánsson yrði ráðinn, enda treysti hann honum vel til starfs- ins, gagnrýnin snúi ekki að honum heldur vinnubrögðum ráðherrans. Varamaður Jóhanns í bankaráð- inu, sem nú mun taka sæti hans, er Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi. Anna Margrét Guðmundsdóttir lýsti því yfir í gær að hún myndi sitja áfram í bankaráðinu. Hún segir í yfirlýsingu sinni að í opin- berum umræðum að undanförnu hafi enginn maður getað bent á at- riði, sem samkvæmt lögum heyri undir bankaráðið að sinna og það hafi vanrækt. ■ Greinargerð Jóhanns/12 HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að rætt hafi verið hvort ekki væri rétt að greiða sér- staklega fyrir rannsóknir í tengsl- um við úthlutun veiðiheimilda úr norsk-íslenska sfldarstofninum. Niðurstaðan hafi orðið að gera það ekki og ákvörðun tekin um veiðar úr stofninum næstu þrjú árin, en málið sé síðan opið á nýjan leik þegar þessi þrjú ár séu liðin. AJþingi hefur nú til umfjöllunar frumvarp um veiðar úr norsk-ís- lenska síldarstofninum, þar sem gert er ráð fyrir því næstu þrjú ár- in að skipta 90% af aflaheimildum Islendinga úr stofninum milli þeirra skipa sem stunduðu veiðarn- ar síðustu þrjú árin, þannig að 60% sé skipt á milli þeiri-a eftir burðar- getu og 40% skipt jafnt. Þá verður heimilt að framselja hluta árlegs aflahámarks hvers skips eða sem nemur 50% af hlutdeild í heildar- afla síðustu þriggja sfldarvertíða. Loks er í frumvarpinu tekið fram að sjávarútvegsráðherra skuli fyrir 1. nóvember árið 2000 leggja fram frumvarp um veiðar úr stofninum eftir árið 2000. Gert er ráð fyrir að veiðarnar hefjist snemma í næsta mánuði og segir Kristján Ragnarsson, formað- ur LÍÚ, óviðunandi að reglur um veiðarnar skuli ekki liggja fyrii' tveimur vikum áður en þær eiga að hefjast. Halldór sagði síðastliðið haust að til greina kæmi gjaldtaka vegna veiða úr norsk-íslenska sfldarstofn- inum. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra tók í sama streng og það gerði raunar einnig Geir Haar- de, sem nú er orðinn fjármálaráð- herra. Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið að niðurstaðan núna hefði orðið sú að taka ákvörðun um veiðar úr stofninum í þrjú ár. Beðið væri eftir því að sfldin gengi inn í ís- lenska lögsögu. Svo virtist sem þessar veiðar hefðu ekki verið rekn- ar með neinni sérstakri arðsemi í úthafinu. Rætt hefði verið hvort ekki væri rétt að greiða sérstaklega fyrir rannsóknir á þessum veiðum núna næstu þijú árin. „Niðurstaðan varð að það yrði ekki, en síðan væri málið opið á nýjan leik þegar þessi þrjú ár væru liðin,“ sagði Halldór. ■ Óviðunandi/13 iOiSílli-0' í dag imoD / f • I. / i nyni lir __________;u-..T Birgir Leifur lék frá- bærlega á Rimini/B1 Eyjolfur var bjarg- vættur Hertha gegn Bielefeld/B1 MKWI\G LISTIR (•JOl*l II I.HI Helgi Jonas og Anna María kosin best/B4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.