Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998
UR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ
„SIF hefur rutt
öðrum fyrir-
tækjum brautina“
„HIN framsækna starfsemi SÍF
sem felst í sókn fyrirtækisins á ný
mið lýsir hugmyndaauðgi, fram-
sýni og áræði stjómenda og eig-
enda fyrirtækisins,“ sagði halldór
Ásgrímsson, utanríksiráðhema í
ræðu sinni á aðalfundi SIF. „Ég vil
nota tækifærið og jiakka fyrir það
fmmkvæði sem SIF hefur sýnt í
þessum efnum. Með útrás sinni
hefur SIF án efa ratt brautina fyr-
ir önnur íslensk fyrirtæki sem sótt
hafa á nýja markaði og ný mið og
eflt kjark þeirra og sjálfstraust til
að takast á við ný verkefni heima
fyrir og erlendis."
Halldór rakti síðan starfsemi ut-
anríkisráðuneytisins á sviði sjávar-
útvegs og fór yfír helstu viðfangs-
efnin á sjávarútvegssviðinu. „Lítið
hefur þokast í deilumálum okkar
um fiskveiðar í Barentshafi upp á
síðkastið, þó stöðugt sé unnið að
lausn á þeim málum. Nú um mán-
aðamótin bætist stjórnvöldum nýtt
úrlausnarefni þegar samningur við
Grænlendinga og Norðmenn um
stjóm loðnuveiða gengur úr gildi.
Undanfarið hafa viðræður átt sér
stað milli aðila og þótt nokkuð virð-
ist enn bera í milli er vonandi að
löndin þrjú axli þá ábyrgð sem á
herðum þeirra hvílir.
Betur hefur gengið að ná saman
varðandi stjóm síldveiða, en í októ-
ber sl. var staðfestur samningur
frá árinu áður um stjóm veiða úr
norsk-íslenska síldarstofninum,
þar sem í hlut Islands komu liðlega
200 þús. lestir. Ekki er hægt að
segja annað en að síldarsamning-
amir hafi markað tímamót. Bæði
er hér um að ræða stærsta fiski-
stofn sem veiddur er í Norður-Atl-
antshafi og jafnframt era líkur á að
veiðiþjóðimar komi með þessu í
veg fyrir að ofveiðisagan frá því
fyrir 30 áram endurtaki sig. TVí-
hliða samningur við Rússa um
sjávarútvegsmál sem gerður var á
síðasta ári, en bíður enn undirrit-
unar ríkjanna, markar þáttaskil, og
verður án efa báðum aðilum til
hagsbóta.
Samstarf við Færeyjar
og Grænland
Undanfarið hefur einnig verið
unnið að styrkingu samstarfs við
nágrannalöndin Færeyjar og
Grænland og er vonast til að
gengið verði frá tvíhliða sam-
starfssamningi á sjávarútvegssviði
milli Grænlands og Islands á
næstunni. Einnig stendur fyrir
dyrum að ganga frá þríhliða
samningi þessara grannríkja um
stjórn grálúðu- og karfaveiða úr
sameiginlegum stofnum. Það er
afar mikilvægt verkefni með tilliti
til lélegs ástands stofnanna og
brýnnar þarfar á sameiginlegri
stjórn véiða og átaki í rannsókn-
um.
Eins og fram hefur komið tókst
á síðasta ári að ganga til samn-
inga um umdeild lögsögumörk
milli Islands, Grænlands og Jan
Mayens, en samningum um lög-
sögumörk milli Færeyja og Is-
lands er ekki lokið þó að nokkur
skriður hafi komist á þau mál
undanfarið.
Mér er kunnugt um það að í kjöl-
far fjárfestinga SIF í Kanada á síð-
asta ári hafi fyrirtækið rekið sig á
erfiðleika við að afla heimildar hjá
kanadískum stjórnvöldum fyrir ís-
lenska stjórnunarstarfsmenn til
dvalar og til að stunda vinnu sína í
landinu.
EFTA-aðild Kanada?
I næsta mánuði hefjast viðræð-
ur milli EFTA-ríkjanna og
Kanada um gerð fríverslunar-
samnings. Við höfum tjáð Kanada-
mönnum það að við viljum að
þetta tiltekna vandamál varðandi
atvinnu- og dvalarleyfi lykilstarfs-
manna íslenskra fyrirtækja verði
meðal þess sem rætt verði í við-
ræðunum og að reynt verði semja
um ákvæði í fríverslunarsamn-
ingnum sem leysa þetta vandamál.
Viðbrögð Kanadamanna hafa ver-
ið jákvæð við þessari málaleitan
Islands.
LwaaaifeMiu-
V t-L'C’Ui' L«
amwrailiiwtimmm
íí idlC íaiiiua>t
Sumarbúðirnar Ævintýraland
að Reykjum í Hrútafirði (Reykjaskóli)
Skrifstofa á Laugavegi 3-101 Rvík.
Skráning í símum 551 9160 ♦ 551 9170 kl. 12-19,
og 462 4237 kl. 20-22.
A l 4
bjóða upp á í tilefni að ári hafsins
BÁTADAG BARNANNA
í Reykjavíkurhöfn (gengt Kolaportinu) fyrsta sunnudag sumars,
26. apríl kl. 13-17 í samvinnu við Björgunarsveit Ingólfs.
Dagskrá:
Bátaferðir:
Stuttar ferðir í gúmíbát
m/gegnsæum botni
Ijóskastarar lýsa undir yfirborðið.
Leiksýning:
Barnaleikritið Ferðin til
Panama sýnt kl. 14.00
Hestar:
Teymt undir
Morgunblaðið/Ásdís
SLEGIÐ á létta strengi í upphafi aðalfundar. Halldór Asgrímsson, utanrfkisráðherra, Sighvatur Bjarnason,
formaður stjórnar SIF, Ari Þorsteinsson, framkvdmdastjóri Sans Souci, dótturfyrirtækis SÍF í Kanada og Ás-
björn Björnsson, sölustjóri SIF.
Áætluð velta SÍF í
ár um 17 milljarðar
GERT er ráð fyrir að velta sam-
stæðunnar að frádreginni veltu
fyrirtækjanna innbyrðis verði um
17 milljarðar á árinu 1998 saman-
borið við 11,7 milljarða á liðnu ári.
Um helmingur veltunnar mun
koma frá erlendu dótturfyritækj-
um SIF hf., starfsemin erlendis er
orðin mjög veigamikill þáttur í
rekstri samstæðunnar. Þessar
upplýsingar komu fram hjá Sig-
hvati Bjamasyni, formanni stjórn-
ar SÍF hf. á aðalfundi félagsins í
gær. Sighvatur fór þar meðal ann-
ars yfir mjög öran vöxt félagsins,
en SIF á nú dótturfélög í mörgum
löndum.
„Fimm ár era nú liðin frá því að
SÍF var breytt í hlutafélag," sagði
Sighvatur. „Þá átti SÍF hf. eitt
dótturfélag, þ.e. Nord Norue s.s. í
Frakklandi, en fyrirtækið hafði
verið keypt árið 1990. Stjórn SÍF
hf. markaði þá stefnu að renna
frekari stoðum undir reksturinn og
fjárfesta í fyrirtækjum í fram-
leiðslu og dreifingu erlendis.
Ákveðið var að ráðast ekki í fjár-
festingar í framleiðslufyrirtækjum
á íslandi, heldur tryggja aðgang að
mörkuðum og þar með að tryggja
að þeir framleiðendur sem starfa
með SIF fái samkeppnishæft verð
og góða þjónustu.
Fjárfestingar á
síðasta ári námu
tæpum 670 millj-
ónum króna
í dag eru dótturfélög í meirihluta-
eigu SÍF hf. orðin níu talsins. Þá á
SIF hf. jafnan hlut í fjórum fyrir-
tækjum í Noregi og Spáni, auk
40% hlutar í fyritæki í Bretlandi.
Samtals tekur móðurfélagið SIF
hf. í dag þátt í rekstri fjórtán dótt-
ur- og hlutdeildarfélaga, auk sölu-
skrifstofu á Italíu, og er starfsemin
í níu löndum.
Mikil umsvif á þessu ári
Á árinu 1998 hefur verið haldið
áfram að styrkja stöðu SÍF hf. er-
lendis. í upphafi ársins stofnaði
dótturfélag SÍF hf. í Frakklandi,
Nord Morue s.a., fyrirtækið Nord
Mar Distribuidora de Alimentos
Ltda. með umboðsmanni SÍF hf. í
Sao Paulo í Brasilíu. Fyrirtækið
mun styrkja stöðu SÍF hf. á mark-
aðnum í Brasilíu til muna, efla
dreifikerfi fyrirtækisins, draga úr
áhættu og auka stöðugleika í við-
skiptum.
Formlega var gengið frá stofnun
Union-SIF Hellas s.a. í Grikklandi
í byrjun febrúar. Union-SIF
Hellas s.a. er í meirihlutaeign SIF
hf., en þriðjungur hlutabréfa í fé-
laginu er í eigu samstarfsaðila SÍF
hf. til margra ára. Með stofnun fé-
lagsins mun SÍF hf. fara lengra
inn í dreifikerfið á markaðnum og
stytta leiðina til endanlegs neyt-
anda, en það hefur verið yfirlíst
markmið stjórnar félagsins frá því
að SIF var breytt í hlutafélag á ár-
inu 1993.
í marsmánuði keypti SÍF hf. öll
hlutabréf í franska fyrirtækinu
J.B. Delpierae s.a. Kaupverð hluta-
bréfanna nam rétt um 60 milljón-
um króna. Kaupin á Delpierre
tryggja SIF hf. ný sóknarfæri á
franska markaðinum, auk sóknar-
færa á hefðbundnum saltfiskmörk-
uðum í Evrópu.
Eins og ég hef hér rakið var árið
mjög viðburðaríkt og alls námu
fjárfestingar ársins í samstæðunni
667 milljónum króna ef tekið er til-
lit til söluverðmætis á seldum eign-
um samanborið við 332 milljónir á
fyrra ári. Stjóm félagsins telur að
fjárfestingamar muni auka arð-
semi þess umtalsvert á komandi
árum og styrkja félagið í sam-
keppninni á erlendum mörkuðum,“
sagði Sighvatur.
Um 50% þorsksins í salt
„NOKKUR undanfarin ár hefur
umhverfi saltfiskvinnslunnar ein-
kennst af samdrætti í úthlutun
veiðiheimilda og var þorskkvótinn í
sögulegu lágmarki árið 1995,“
sagði Gunnar Örn Kristjánsson,
framkvæmdastjóri SÍF hf. á aðal-
fundi félagsins í gær. „Þorskaíli á
Islandsmiðum hafði þá minnkað
um 230.000 tonn á átta áram. Farið
úr tæpum 400.000 tonnum 1987 í
170.000 tonn 1995. Fiskveiðiárið
1997 til 1998 er annað fiskveiðiárið
í röð, þar sem þorskkvótinn er auk-
inn, nú úr 186.000 tonnum í 218.000
tonn. Smuguveiðar Islendinga á ár-
inu 1997 stóðu engan veginn undir
væntingum og gengu mjög illa,
mun verr en 1996. Hlutdeild
þorskafla af íslandsmiðum, sem
ráðstafað er til söltunar hefur auk-
izt undanfarin ár úr 30% 1995 í
51% 1996, en lækkaði lítillega 1997
eða í 48%,“ sagði Gunnar Örn.
Gunnar fjallaði síðan um hlut-
deild söltunar og sagði: „Á árinu
1997 hélt saltfiskvinnslan hlutdeild
sinni gagnvart frystingunni þegar
útflutningsverðmæti þorskafurða
er skoðað. Útflutningsverðmæti
saltaðra þorskafurða hefur aukizt
undanfarin fimm ár meðan útflutn-
ingsverðmæti frystra afurða hefur
minnkað fyrir sama tímabil.
Þegar hlutdeild einstakra af-
urðaflokka í útflutningsverðmæti
þorskafurða er skoðuð, kemur í
ljós að hlutdeild saltaðra afurða
lækkar um 3,8% milli áranna 1996
og 1997 úr rúmum 49% í tæp 46%.
Það er athyglisvert að hlutdeild
sjófrystingar hækkar um sama
hundraðshlutann. Þá er vert að
hafa í huga að stór hluti útflutn-
ingsverðmæta sjófrystra þorskaf-
urða á áranum 1994, 1995 og 1996
er tilkominn vegna afla utan ís-
lenskrar landhelgi.
Vegna samdráttar í úthafsveið-
um hefur frystitogaraflotinn sótt í
auknum mæli inn í íslenzka lög-
sögu og framsal til bátaflotans
minnkað. Það er áhyggjuefni fyrir
bátaútgerð og þá sem byggja af-
komu sína á söltun, ef hlutdeild
frystitogara í afla af Islandsmiðum
mun aukast verulega frá því sem
nú er. Það er einnig rétt að velta
fyrir sér hvort sú þróun hafi í fór
með sér jákvæð þjóðfélagsleg áhrif
flytjist vinnsla þorskafurða af ís-
landsmiðum og sú verðmætasköp-
un sem henni er samfara í auknum
mæli út á sjó.
Meira af ufsa í salt
Ufsakvótinn hélt áfram að
minnka eins og undanfarin ár og
ekki hefur tekist að veiða allan út-
hlutaðan ufsakvóta á síðustu tveim-
ur fiskveiðiáram. Hlutdeild þess
afla sem ráðstafað var til söltunar
er um 52% á árinu 1997, en 46% ár-
ið 1196, sem er töluverð hækkun á
milli ára. Hlutdeild söltunar hefur
aukizt frá árinu 1993, þegar um
27% af veiddum ufsa fóru í salt upp
í 52% á síðasta ári. Heildarmagn af
ufsa sem ráðstafað er til söltunar
hefur hins vegar aukist frá árinu
1996 og var um 19.000 tonn árið
1997, sem er það sama og 1993,
þegar aðeins 27% af veiddum ufsa
fóru til söltunar."