Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 8
8 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998_______________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Dómsmálaráöherra & HólmaviK: _
Sýslumannsflutn-
íg.yiukío
ÞAÐ getur hvaða grautarhaus sem er verið sýslumaður hérna, Sigurður minn.
Það er ekki svo gáfulegt liðið . . .
Rafrænn
afsláttur!
Coms2»
Þingholtsstraeti i • Reykjavík
(LÆÐAVERSLUN
Hafnarstræti ioi • Akureyri
HÓTEL REYKJAVÍK
Rauðarárstíg 37 * Reykjavík
Supuermfáóaai.
Hverafold 46 * Reykjavík
Itylít
Klappastíg 35 * Reykjavík
Hafnarstræti 4 * Reykjavík
5^
Ljósmyndastofa • Carðastrarti 17 • Reykjavík
Laekjargðtu 32 • Reykjavík
Fellsmúla 24 • Rcykjavík
hótel
SELFOSS
Eyrarvegl 2 • Selfossi
Þessi fyrirtæki veita öllum sem
greiða með VISA kreditkorti
rafrænan afslátt
O
Fjöldi annarra fyrirtækja veitir einnig afslátt
FRIÐINDAKLUBBURINN
www.fridindi.is • www.visa.is
Ríkið
dæmt til
að greiða
eina millj-
ón króna
RÍKIÐ hefur verið dæmt í Héraðs-
dómi Reykjavíkur til að greiða Vá-
tryggingafélagi íslands 700.000
krónur auk 300 þúsund króna í
málskostnað vegna endurkröfu sem
félagið gerði á hendur ríkinu. Hafði
utanríkisráðuneytið látið eyða húsi
á Keflavíkurflugvelli sem Utvegs-
banki íslands hafði afsalað til ein-
staklings árið 1957.
Húseigandinn hafði haustið 1990
gefið slökkviliðsstjóranum á Kefla-
víkurflugvelli leyfi til að húsið yrði
brennt og rústir fjarlægðar að því
tilskildu að hann bæri ekki kostnað
af. Afturkallaði hann síðar þessa
heimild sína. Svæðisstjóri Vátrygg-
ingafélags íslands hafði síðar það
haust greint í bréfi til vamarmála-
skrifstofu utanríkisráðuneytisins að
eignin væri ekki tryggingarhæf
vegna lélegs ásigkomulags. Verð-
mæti hússins var talið 1.250 þúsund
krónur af dómkvöddum matsmönn-
um.
Slökkvilið Keflavíkurflugvallar
kveikti í byggingunni að boði utan-
ríkisráðuneytisins í september 1995
þar sem eigandinn hafði ekki fjar:
lægt hana innan tilgreinds frests. í
júní árið eftir greiddi VÍS eiganda
hússins kr. 1.250.000 í bætur og
gerði tryggingafélagið endurkröfu á
ríkið fyrir þeirri upphæð. Héraðs-
dómur Reykjavíkur dæmdi VÍS 700
þúsund króna skaðabætur frá rík-
inu. Er þar miðað við 1.250 þúsund
króna kröfu en dreginn frá kostnað-
ur við mat og áætlaður kostnaður
við steypu á sökkli og botnplötu en
matið var grundvallað á þeirri for-
sendu að húsið yrði reist á ný á
sama stað.
Málið dæmdu Sigurður Hallur
Stefánsson héraðsdómari og með-
dómendumir Steingrímur Hauks-
son og Sveinn Karlsson bygginga-
tæknifræðingar.
Er vinnan að drepa okkur?
Vinnan er orðin
menningarlegt
trúaratriði
SIÐFRÆÐISTOFN-
UN gengst fyrir
málþingi um vinn-
una í dag, laugardaginn
25. apríl, frá 13-17 í stofu
101 í Odda. Yftrskrift mál-
þingsins er spumingin: Er
vinnan að drepa okkur? en
þar er ætlunin að skoða
þann hlut sem vinnan á í
lífí fólks. í stað þess að
einblína á vinnuna frá
efnahagslegu sjónarhorni,
eins og oftast er gert,
verður leitast við að
greina þá sálrænu, tilvist-
arlegu og trúarlegu þætti
sem ætla má að eigi
stærstan þátt í því að
móta viðhorf okkar til
vinnunnar. Þessir þættir
gætu varpað ljósi á það
hvers vegna vinnan skap-
ar svo stóran, ef til vill of
stóran, sess í lífi flestra Íslend-
inga, segir í tilkynningu frá Sið-
fræðistofnun.
Málþingið hefst klukkan 13
með erindi Geirs Sigurðssonar
heimspekings sem nefnist Mein-
læti og vinnudýrkun, tilbrigði við
stef eftir Weber. Þar verður leitt
líkum að því að ýmsar ómann-
vænlegar öfgar, sem Max Weber
greindi innan vinnusiðfræði mót-
mælenda, séu enn virk öfl í
menningu Vesturlanda og að þar
sé ísland engin undantekning,
heldur jafnvel „íyrirmynd".
Næsta erindi flytur Vésteinn
Lúðvíksson og fjallar um vinnu-
áráttu og vinnufíkn, með meginá-
herslu á þá síðamefndu. Þá fjall-
ar séra Kristján Einar Þorvarð-
arson um ofurvinnu í ljósi krist-
innar trúar og í ljósi sjálfsmynd-
ar hins kristna manns. Hann
ræðir um afstöðu fjölskyldu-
mannsins til vinnu, hvíldar og
fjölskyldulífs, meðal annars út frá
sköpunarguðfræði.
Loks fjallar Jón Bjömsson um
hlutverk vinnunnar og spyr hvort
hún sé kjarninn í lífinu, frumfor-
senda hamingju og þroska eða
bara brauðstrit og böl.
Pallborðsumræður verða að er-
indunum loknum en málþinginu
lýkur klukkan 17.
- Hvað ætlar þú að fjalla um í
erindi þínu?
„Kjarninn í erindinu byggir á
kenningu Max Webers um þær
breytingar á vinnugildismati sem
verða með siðbótinni. Breytingin
kemur fyrst fram með Lúther að
einhverju leyti og jafnframt með
Kalvín. Túlkun Kalvíns á vinnu-
hugtakinu er ekki endilega rót>
tækari en hjá Lúther en praktísk
áhrif hennar em þannig að hinn
trúaði fer að líta vinnu sína mjög
alvarlegum augum. Hún verður
hans sáluhjálp. Kenning Webers
er í raun og vem sú í mjög stuttu
máli að hugmyndir
þeirra um vinnugildis-
mat hafi haft áhrif
langt út fyrir kirkju-
deildir mótmælenda.
Weber segir líka að
sú áhersla sem lögð er -
á rökvæðingu lífsmátans sitji síð-
an eftir þegar trúin er ekki leng-
ur jafn sterkt afl.“
- Verður vinnan þá guð?
„Ekki í hinu trúarlega sam-
hengi en í kalvínismanum verða
afköst vinnunnar og sú rækt sem
manneskjan leggur við hana
merki um það að hún hafi öðlast
sáluhjálp. Þetta er hugmynd
Kalvíns um náðarútvalningu, sem
Geir Sigurðsson
► Geir Sigurðsson fæddist í
Reykjavík árið 1969. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um við Sund árið 1988, BA-prófí
í heimspeki og félagsfræði frá
Háskóla íslands árið 1994 og
meistaraprófi í heimspeki frá
Cork-háskóla á írlandi árið
1997. Geir hefur unnið ýmis
verkefni fyrir Háskóla Islands
og ritstýrði nýverið Broddfiug-
um, bók Vilhjálms Árnasonar
heimspekings. Þá vinnur hann
að gerð heimspekiorðabókar
sem koma á út á næsta ári og að
frágangi á þýðingu norskrar
bókar um sögu heimspekinnar
sem mun bera titilinn Heim-
spekisaga. Sambýliskona Geirs
er Ragnhildur Ragnarsdóttir
enskunemi.
Dugnaður
lengi talinn til
mestra mann-
kosta
guð stjórnar. Manneskjan er ann-
að hvort góð eða ill í augum guðs
og getur ekkert bætt sig með
góðum verkum.
Góðu verkin, samkvæmt
Lúther og Kalvín, fólust ekki í því
að helga sig guði í klaustrum,
heldur í því að rækja sitt starf.
Dýrkunin á vinnunni til þess að
öðlast frelsun í guði breytist síðan
í algera dýrkun á vinnu því rétt-
lætingin fellur niður þegar trúin á
guð er ekki lengur fyrir hendi. í
nútímanum er ekkert reynt að
réttlæta vinnudýrkunina. Hún er
orðin menningarlegt trúaratriði,
hálfgert sjálfgildi, og í þeim skiln-
ingi mætti segja að vinnan hafi
kannski tekið við hlutverki guðs.“
- Hvernig er vinnusiðfræði
mótmælenda virk í menningu
Vesturlanda?
„Vinnusiðfræðin er ein þeirra
fjölmörgu sérgreina hagnýtrar
siðfræði sem hefur rutt sér til
rúms á síðastliðnum árum. Hún
lætur sér fátt óviðkomandi sem
tengist hugtaki vinnunnar en ein-
blínir einkum á hagnýt vandamál,
til dæmis þau sem
snúa að réttindum,
jafnt starfsmanna sem
atvinnurekenda.
Grundvallarþáttur er
______ þó sá sem snýr að
merkingu vinnuhug-
taksins, gildi vinnunnar og því
hversu stórt hlutverk hún ætti að
leika í daglegu lífi nútímamanns-
ins. Þessar spurningar eiga ekki
síst við á íslandi þar sem vinna
og vinnusemi hafa löngum verið
hafðar í hávegum og „dugnaður"
talinn til mestra mannkosta.
Segja á að málþingið sé einhvers
konar „stofnþing" vinnusiðfræð-
innar á Islandi."