Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 11
FRÉTTIR
Landsbankinn var fyrir 2 árum talinn hafa tapað 600 millj. vegna Lindar hf.
Ráðherra gat eiig'in
svör veitt á Alþingi 1996
TAP Landsbanka íslands vegna
dótturfyrirtækis þess, eignarleigu-
fyrirtækisins Lindar, sem rak í
þrot á árinu 1994, hefur enn á ný
komið til umræðu. Að þessu sinni í
tengslum við afsagnir þriggja
bankastjóra bankans. Engar end-
anlegar upplýsingar um tap bank-
ans vegna Lindar hafa birst opin-
berlega fram að þessu en í frétta-
skýringu sem birt var í Morgun-
blaðinu í maí árið 1996, kom fram
að tap Landsbankans vegna Lind-
ar var þá áætlað um 600 milljónir
króna
Ásta R. Jóhannesdóttir, þing-
maður þingflokks jafnaðarmanna,
hefur nýverið lagt fram á Alþingi
fyrirspurn til Finns Ingólfssonar
viðskiptaráðherra um málefni
'Landsbankans og Lindar hf. Spyr
hún m.a. að því hve miklu Lands-
bankinn hefði tapað eða ætti eftir
að tapa vegna Lindar og ástæður
þess. Þetta er í annað skiptið sem
þingmaðurinn leggur fram fyrir-
spurn um þetta málefni því það
kom einnig til umræðu í fyrir-
spumartíma á Alþingi í júní 1996.
Þá beindi Asta Ragnheiður þeirri
fyrirspurn til viðskiptaráðherra
hvort rétt væri að Landsbankinn
hefði tapað 600 millj. kr. á Lind
eins og fram kom í Morgunblað-
inu.
Fram kom við umræðumar í
júní 1996 að viðskiptaráðherra gat
ekki veitt neinar upplýsingar um
tap Landsbankans vegna Lindar
hf. Ráðherrann sagði að bankaráð-
ið væri að fjalla um útlánatöp und-
anfarinna ára og þar mætti búast
við að tap Lindar og annarra aðila
sem tengdust bankanum yrði
skoðað.
Var að komast í þrot 1994
I fyrrnefndri fréttaskýringu
Morgunblaðsins í maí 1996 kom
fram að áætlað væri að Lands-
Tap Landsbankans vegna eignarleigufyrir-
tækisins Lindar hefur á ný komið til um-
ræðu í tengslum við málefni Landsbankans
og hefur verið lögð fram fyrirspurn á Al-
-----------------y ■ ■■ ...
þingi um málið. I fréttaskýringu Morgun-
blaðsins 1996 kom fram að tap bankans
vegna Lindar væri áætlað 600 milljónir.
Viðskiptaráðherra gat þá engar upplýsing-
ar veitt um málið á Alþingi við umræður
sem fram fóru í júní það ár.
bankinn muni tapa um 600
milljónum króna af þeim
eignarleigusámningum
sem bankinn yfirtók af
Lind hf. í árslok 1994, en
þá var félagið að komast í
þrot. „Þetta skýrir að
hluta hvers vegna afskrift-
ir bankans fóru um 2,5 milljörðum
fram úr áætlun og urðu 5,5 millj-
arðar í stað 3 milljarða á árunum
1993-1995. Það hafði aftur í för
með sér að heildarafkoma bankans
varð um 1.200 milljónum lakari en
áætlanir gerðu ráð íýrir á tímabil-
inu. Eftirstöðvar eignarleigusamn-
inga Lindar nema nú um 1,3 millj-
örðum og hefur bankinn falið dótt-
urfélagi sínu Hömlum hf. að ijúka
innheimtu þeirra,“ sagði m.a. í
greininni.
Lind hf. var stofnuð árið 1987 af
Samvinnusjóði íslands, Samvinnu-
bankanum og fi'anska
bankanum Banque
Indosuez. Landsbank-
inn eignaðist hlut í fyr-
irtækinu við yfirtökuna
á Samvinnubankanum. Með kaup-
um á hlut Banque Indosuez í árs-
lok 1990 varð Landsbankinn eig-
andi 70% hlutafjárins.
Hlutafé fyrirtækisins var
aukið um 115 milljónir á
árinu 1991 og aftur undir
lok sama árs um 60 millj-
ónir. Landsbankinn keypti
einn síðari hlutafjáraukn-
inguna og átti þá 80%
hlutafjárins. Eftir kaup á hlut
Samvinnusjóðs í lok árs 1992 var
bankinn orðinn 100% eigandi
Lindar. Samanlagt hlutafé Lands-
bankans, sem bankinn tapaði nam
því 185 millj. kr. samkvæmt því
sem fram kom í fréttaskýringu
Morgunblaðsins.
Ástæður taps m.a.
rekstrarleiga vinnuvéla
I október 1994 var tekin ákvörð-
un um að Landsbankinn yfirtæki
eignarleigusamninga Lindar og
var öllu starfsfólkinu, 10 talsins,
sagt upp í kjölfarið.
Akveðið var að ljúka
innheimtu eignarleigu-
samninganna á sem
skemmstum tíma og
gert var ráð fyrir að stór hluti af
þeim 1.300 milljónum sem eftir
stæðu yrði að miklu leyti greiddur
Innheimtu átti
að vera lokið á
árinu 1998
upp á árinu 1997 og fyrir árslok
1998 yrði innheimtu nær lokið.
Raktar voru ýmsar skýringar í
grein Morgunblaðsins á hinu mikla
tapi af rekstri Lindar. Ein ástæð-
an var rakin til rekstrarleigu á
vinnuvélum en fyiirtækið var með
10-15 vélar á sínum snærum sem
leigðar voru vegna tímabundinna
verkefna. Einnig var fullyrt skv.
heimildum blaðsins að Þórður
Ingvi Guðmundsson, sem var
ft'amkvæmdastjóri Lindar, hefði
farið langt út iýrir þær heimildir
sem stjórn fyrirtækisins veitti í
upphafi í sambandi við þessa
rekstrarleigu. í öðru lagi þótti
Lind hafa farið mjög geyst í fjár-
mögnun bfla. Þá hafi Lind í þriðja
lagi fjármagnað nokkur dýr og
mjög sérhæfð tæki fýrir aðila sem
síðan gátu ekki staðið í skilum.
Alltof seint hafi verið gripið í
taumana í rekstri fýrh'tækisins.
Miklu af samningum Lindar hafi
verið skuldbreytt, óháð virði
þeirra tækja sem um var að ræða.
Þegar viðskiptavinir komust síðan
endanlega í þrot hafi verðmæti
tækjanna lækkað langt niður fyrir
samningsfjárhæðina. Stjórnendur
Lindar hafi þannig ekki gætt sín á
því verðfalli sem varð á tækjum og
jafnvel samið við verktaka sem
voru orðnir gjaldþrota. Loks hafi
fyrirtækið ekki gætt þess að halda
jafnvægi á milli gjaldmiðla í efna-
hagsreikningi sínum og orðið fyrir
verulegu gengistapi.
Hvorki þáverandi framkvæmda-
stjóri né forsvarsmenn Lands-
bankans vildu tjá sig um þetta mál
þegar eftir því var leitað á sínum
tíma, þegar greinin var rituð, fyrir
tæpum tveimur árum. í stjórn
Lindar vom Halldór Guðbjarna-
son bankastjóri Landsbankans og
aðstoðarbankastjórarnir Barði
Árnason og Stefán Pétursson.
Vandi hjá
fyrirtækj-
um vegna
símkerfa
SEX stórfyrirtæki sem eru
með innanhússímkerfi tengd
við Ármúlastöð Landssímans
hafa kvartað til hans yfir erfið-
leikum með að hringja út úr
fyrirtækjum sínum og sam-
bandsleysi.
Guðbjörg Gunnarsdóttir
talsmaður Landssímans segir
að þessir erfiðleikar fyrirtækj-
anna virðist tengjast svokall-
aðri skiptistöð í Ármúla, en
þangað eru innanhússímkerfi
fyrirtækja tengd. Öll fyrirtæki
á svæðinu með innanhússím-
kerfl hafi hins vegar ekki lent í
vanda. „Við höfum ekki komist
fyrir bilunina en hins vegar
einangrað hana við svokallaða
talningapúlsa, þ.e. þegar fyrir-
tækin hafa þá þjónustu að sím-
stöðin telji hversu lengi hver
notandi talar. Þetta er til dæm-
is hjá hótelum til að þau geti
rukkað fyrir notkun á hverju
herbergi og hjá fyi’irtækjum
þar sem símkostnaði er skipt
niður á deildir,“ segir hún.
Upptök vandans ókunn
„Við erum að leita að orsök
vandans en ekkert hefur komið
fram ennþá sem skýrir þessa
bilun. Erfiðleikarnir komu í
Ijós um miðja seinustu viku og
síðan hefur orsaka verið leitað.
Þannig er búið að athuga hvort
samskonar bilun hafi komið
upp í Miðbæjarstöð, þar sem
samskonar vél- og hugbúnaður
er notaður og í Armúla, en svo
reyndist ekki vera, sem auð-
veldar ekki að finna upptök
vandans,“ segir Guðbjörg.
Hún segir fyrirtækin eiga
erfitt með að ná út úr húsi en
hins vegar eigi fólk ekki í vand-
ræðum með að hringja til fyrir-
tækjanna. Ekki bæti úr skák
að svo virðist vera sem vandinn
skjóti einungis upp kollinum
öðru hverju en sé ekki reglu-
bundinn.
Fyrstu afpant-
anirnar hjá
Eldhestum
FYRSTU afpantanimar í hestaferðir
í sumar hafa borist Eldhestum. Þær
voru frá fímm Þjóðverjum sem allir
áttu pantað í sömu ferðina. Eldhest-
ar, sem bjóða upp á lengri og styttri
hestaferðir, eru að hefja starfsemina
aftur eftir þriggja vikna hlé á meðan
hitasóttin herjaði á hross þeirra.
Að sögn Hróðmars Bjamasonar
framkvæmdastjóra hefui' þessi stöðv-
un kostað fyrirtækið að minnsta kosti
500 þús.kr. en að meðaltali koma 100
manns í ferðir á viku. Nú eru hesU
amir sem veiktust búnii- að jafna sig
að fullu og ekkert til fyrirstöðu að
halda áfram.
Hróðmai- sagðist óttast að þær af-
pantanir sem nú væru að berast í
sumarferðimar væm bai-a byrjunin.
Svo virtist sem þær tröllasögur sem
ganga um veikina í Þýskalandi væru
farnar að segja til sín. Hann telur að
til þess að koma í veg fyrir frekara
tjón sé mikilvægt að yfirdýralæknis-
embættið komi réttum upplýsingum
á framfæri erlendis, bæði um eðli
veikinnai- og einnig því að ákveðið er
að halda landsmótið í sumar og þá
geti fólk ferðast óhindrað á milli
landshluta.
Margir hafa spurst fyrir um ástand
hestanna hjá Eldhestum og hefur
Hróðmar lagt áherslu á að öllum sé
óhætt að koma. Ferðamenn þurfi að
gæta þess að auk þess að sótthreinsa
farangur sinn á leið inn í landið þui4í
þeh- einnig að gera það á leið úr landi.
Fjórhjóladrifinn fjölskyIdubíll - hannaöur fyrir íslenskar aöstæður
nnifaiið í verði bílsins
/ 2.01 4 strokka 16 ventla léttmálmsvél
■/ Loftpúðar fyrir ökumann og farþega
■s Rafdrifnar rúöur og speglar
'Z ABS bremsukerfi
/ Veghæð: 20,5 cm
/ Fjórhjóladrif
/ Samlæsingar
/ Ryðvörn og skráning
v' Útvarp og kassettutæki
/ Hjólhaf: 2.62 m
s Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m
Verð á götuna: 2.285.000,- með abs
Sjálfskipting kostar 80.000,-
HONDA
Sími: 520 1100
Umboðsaðilar:
Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • (safjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712
Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011