Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 13
FRETTIR
• • * *
Knstián Ragnarsson formaður LIU um veiðar úr norsk-íslenska sfldarstofninum í sumar
Óviðunandi að reglur um
veiðar liggi ekki fyrir
Segja má að stjórnvöld hafí leikið nokkurs
konar biðleik með framlagningu frumvarps
til laga um veiðar úr norsk-íslenska sfldar-
stofninum sem nú er til meðferðar á Al-
þingi. Stofninn er ekki kvótasettur eins og
útvegsmenn hafa gert kröfur um né er hon-
um úthlutað með uppboði og gjaldtöku, eins
og ekki færri en þrír núverandi ráðherrar
------------------------------7----------—
hafa sagt að kæmi til greina. I samantekt
Hjálmars Jónssonar kemur fram að gert er
ráð fyrir að nýtt frumvarp um fyrirkomu-
lag veiðanna verði lagt fram árið 2000.
KRISTJÁN Ragnarsson, formað-
ur Landssambands íslenskra út-
vegsmanna, segir að það sé algjör-
lega óviðunandi og óskiljanlegt að
reglur varðandi veiðar úr norsk-ís-
lenska síldarstofninum skuli ekki
liggja fyrir nú tveimur vikum áður
en veiðarnar eiga að hefjast, en
frumvarp um veiðarnar er nú til
umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd
Alþingis. Þetta geri það að verkum
að útvegsmenn geti ekki gert áætl-
anir eða brugðist við með eðlileg-
um hætti, þar sem verið sé að
krukka í þessar reglur fram á síð-
ustu stundu.
I fréttatilkynningu frá sjávarút-
vegsráðuneytinu eru þeir sem
hyggjast stunda veiðar úr stofnin-
um hvattir til að tilkynna það
Fiskistofu og verði slíkar tilkynn-
ingar metnar sem fullgildar um-
sóknir um leyfi til veiðanna.
Ástæðan er sú að sækja þarf um
leyfi fyrir íslensk skip til veiða inn-
an lögsögðu Færeyja og Jan
Meyen með nokkrum fyrirvara, en
veiðarnar hafa að hluta til farið
fram þar. Segir að þegar ákvörðun
liggi íyrir um hvaða skilyrði þurfi
fyrir veitingu veiðileyfis verði lok
umsóknarfrests aug- ------------
lýst, en ljóst sé að sá
frestur verði skammur.
Heimilt að framselja
hluta aflahámarks
Aflahlutdeild
íslendinga
minni í ár
en í fyrra
Samkvæmt frum-
varpinu á næstu þrjú árin að
skipta 90% af aflaheimildum ís-
lendinga úr norsk-íslenska síldar-
stofninum milli þeÚTa skipa sem
stunduðu veiðarnar síðustu þrjú
árin, þannig að 60% sé skipt á milli
þeirra eftir burðargetu og 40%
skipt jafnt. Þau 10% sem eftir
standa á að skipta milli annarra
skipa á grundvelli reglna sem sjáv-
arútvegsráðherra setji, þó þannig
að aldrei komi meira í hlut hvers
skips en nemur 25% af meðal-
talsaflahámarki. Þá verður heimilt
að framselja hluta árlegs aflahá-
marks hvers skips eða sem nemur
50% af hlutdeild í heildarafla síð-
ustu þriggja síldarvertíða. Loks er
í frumvarpinu tekið fram að sjáv-
arútvegsráðherra skuli fyrir 1.
nóvember árið 2000 leggja fram
frumvarp um veiðar úr stofninum
eftir árið 2000.
í frumvarpinu er einnig tekið
fram að ákvæði 5. gr. laga nr.
151/1996 um fiskveiðar utan lög-
sögu Islands gildi ekki um úthlut-
un veiðiheimilda úr norsk-ís-
lenska síldarstofninum. I 5. grein
þeirra laga segir að sé tekin
ákvörðun um að takmarka heild-
arafla úr stofni sem samfelld
veiðireynsla sé á skuli aflahlut-
deild einstakra skipa ákveðin á
grundvelli veiðireynslu þeirra
miðað við þrjú bestu veiðitímabil
þeirra á undangengnum sex veiði-
tímabilum. Veiðireynslan teljist
samfelld hafi ársafli íslenskra
skipa úr viðkomandi stofni a.m.k.
þrisvar sinnum á undangengnum
sex árum svarað til að minnsta
kosti þriðjungs þess heildarafla
sem til ráðstöfunar sé af hálfu ís-
lenskra stjórnvalda.
Veiðar úr norsk-íslenska síldar-
stofninum hafa verið án takmark-
ana frá því þær hófust á nýjan leik
árið 1994 eftir nær aldarfjórðungs-
hlé. Oll skip sem sótt hafa um leyfi
til veiðanna hafa fengið það og eru
einu takmarkanirnar sá heildarafli
sem kemur í hlut Islendinga við
skiptingu stofnsins í samningum
við Rússa, Norðmenn, Færeyinga
og Evrópusambandið. Þetta hefur
orðið til að skapa keppni milli
skipa um að ná sem mestum afla
og sjónarmið um besta nýtingu
hans orðið undir. Það hefur verið
gagnrýnt og því haldið fram að
-------- annað fyrirkomulag
veiðanna verði til þess
að hægt verði að skapa
meira verðmæti úr hrá-
efninu en hingað tíl, en
______ til þessa hefur
langstærstur þess afla
sem fengist hefur á hverju ári far-
ið í bræðslu.
Sjónarmið varðandi fyrirkomu-
lag veiðanna hafa verið mjög mis-
munandi. Sumir telja að úthluta
eigi aflakvóta á einstök skip, aðrir
að ef það sé gert þá eigi kvótinn
ekki að verða framseljanlegur. Þá
eru einnig þeir sem telja að fyrir-
komulag veiðanna eigi að vera
óbreytt, þannig að hver og einn
sem leyfí hefur til veiðanna geti
aflað að vild að því hámarki sem
heildarkvóti íslendinga leyfir.
Loks eru þeir sem telja að veiðar
úr norsk-islenska síldveiðistofnin-
um skapi jarðveg til þess að fitja
upp á nýjungum í fiskveiðistjórn-
uninni, eins og hvað varðar upp-
boð aflaheimilda og veiðileyfa-
gjald.
Heimilt að veiða
202 þúsund tonn
í ár verður aflahlutdeild íslend-
inga úr norsk-íslenska síldarstofn-
inum 202 þúsund tonn, aðeins
minni en á síðasta ári þegar hún
var 233 þúsund tonn. Þá veiddust
alls um 220 þúsund tonn og stund-
aði 51 skip síldveiðarnar. Það skip
sem mest aflaði veiddi rúm 8 þús-
und tonn og eitt skip til veiddi rúm
7.400 tonn. Afli sex skipa til viðbót-
ar var yfir sex þúsund tonnum og
önnur átta skip veiddu yfir fimm
þúsund tonn. Ónnur skip veiddu
minna og var afli þeirra tveggja
báta sem minnst fengu innan við
þúsund tonn.
Árið 1994 á íyrsta ári veiðanna
fengust rúmar 20 þúsund lestir.
Veiðarnar jukust síðan í 175 þús-
und lestir árið eftir og í 165 þús-
und lestir árið 1996 fyrh' utan veið-
arnar í fyrra. Með þessum veiðum
hafa ákvæði úthafsveiðilaganna
verið uppfyllt og ekkert því til fyr-
irstöðu að úthluta kvóta á einstök
skip og raunar hafa samtök út-
vegsmanna litið þannig á að það
beri að gera samkvæmt ákvæðum
úthafsveiðilaganna.
í greinargerð með frumvarpinu
segir hins vegar að norsk-íslenski
síldarstofninn hafi um margt sér-
stöðu sem leiði til þess að ekki sé
tímabært nú að ákveða skipulag
veiða úr honum til frambúðar. Nú
veiðist síldin fyrst og fremst utan
íslensku fiskveiðilögsögunnar, en
taki stofninn upp sitt fyrra göngu-
mynstur inn í íslensku landhelgina
kunni mjög margt að breytast
varðandi veiðar og nýtingu síldar-
innar. Sé því „óeðlilegt að að
ákveða til framtíðar skipulag veiða
úr þessum stofni og láta veiði-
reynslu sem myndast hefur við að-
stæður sem væntanlega eru gjör-
ólíkar þeim sem ríkja eiga í fram-
tíðinni ráða aflahlutdeild einstakra
skipa.“
Landssamband íslenskra út-
vegsmanna hefur eins og fyrr
sagði gert kröfu til þess að norsk-
íslenska síldarstofninum væri út-
hlutað á skip nú, eins og var gert
varðandi úthafskarfann á Reykja-
neshrygg og rækjuna á Flæmska
hattinum og bent á heimildir lag-
anna til að aflaheimildir _____
innan lögsögunnar komi
á móti úthlutun, sem
nemur allt að 15% í
þorskígildum talið sé
um deilistofn að ræða
eins og síldina. Allar
forsendur úthafsveiðilaganna um
úthlutun á einstök skip séu fyrir
hendi.
Telja rétt að framkvæma lögin
eins og þau voru samþykkt 1996
„Við teljum að það sé tvímæla-
laust rétt að framkvæma núna lög-
in eins og þau voru sett haustið
Sjómenn vilja
að kvótinn
verði ófram-
seljanlegur
1996, úthluta þessu varanlega og
þá muni fást mesta hagkvæmnin
sem við getum fengið í þessar veið-
ar. Þá muni skipunum enn fækka
frá þvi sem þau hafa verið sem
hafa stundað þetta og þetta leiði til
enn meiri hagkvæmni,“ sagði
Kristján Ragnarsson í samtali við
Morgunblaðið.
Málefni norsk-íslensku síldar-
innar voru talsvert til umræðu síð-
astliðið haust um það bil sem ver-
tíðinni þá var að ljúka og kom
meðal annars fram hjá utanríkis-
ráðherra og sjávarútvegsráðherra
að þeir teldu uppboð eða gjaldtöku
koma til greina vegna veiða úr
stofninum. I sama streng tók Geir
H. Haarde, þáverandi þingflokks-
formaður Sjálfstæðisflokksins og
núverandi fjármálaráðherra, en
hann var formaður nefndarinnar
sem undirbjó úthafsveiðOögin sem
samþykkt voru síðla árs 1996.
Uppboð skynsamleg leið
Hann sagðist í samtali við Morg-
unblaðið í fyrrahaust telja „að
uppboð sé skynsamleg leið þegar
um er að ræða veiðistofn þar sem
eru engar sjálfgefnar viðmiðanir
að fara eftir varðandi úthlutun.
Þessi „ólympíska" aðferð við veið-
arnar sem var viðhöfð í fyrra getur
kallað á heilmikla sóun og er þess
vegna ekki skynsamleg," sagði
Geir.
Sævar Gunnarsson, formaður
Sjómannasambands íslands, sagði
á þessum tíma að Sjómannasam-
bandið væri ekkert á móti því að
hlutdeild okkar í norsk-íslenska
sfldveiðistofninum yrði kvótasett.
Hins vegar væri það ófrávíkjan-
legt skilyrði að kvótinn yrði ófram-
seljanlegur.
Sighvatur Björgvinsson, alþing-
ismaður Alþýðuflokksins í Vest-
fjarðakjördæmi, hefur flutt frum-
varp á þingi um að norsk-íslenski
síldveiðikvótinn verði seldur frá
ári til árs á uppboði. Hjá honum
kom fram að aflaheimildir í norsk-
íslenska sfldveiðistofninum sköp-
uðust fyrir tilverknað almanna-
valdsins með alþjóðasamningum.
Aðstæðurnar væru að þessu leyt-
inu til gjörólíkar frá hefðbundnum
veiðum. Það væri fráleitt ef þetta
sama almannavald ætlaði að gefa
þau verðmæti sem sköpuðust fyrir
tilverknað þess fáum einstakling-
um.
Einar Oddur Kristjánsson, al-
þingismaður Sjálfstæðisflokksins í
Vestfjarðakjördæmi, sagði við um-
ræður um veiðileyfagjald á Alþingi
--------- um þetta leyti að ef
menn tryðu því að auð-
lindaskattur gæti verið
góður í hagfræðilegu
tilliti þá væri kannski
_________ rétt að prófa hann í
veiðum á norsk-íslenska
sfldarstofninum. Við værum ef til
vill að ná árangri í auknum fisk-
veiðiarði hvað varðaði veiðar upp-
sjávarfiska, en um það væri ekki
að ræða í þorskveiðum. Með tilliti
til þess kæmi ef tfl vill til greina að
gera tilraun með það hvort auð-
lindagjaldskerfi virkaði í tilfelli
norsk-íslenska sfldarstofnsins.
DOMUHARKOLLUR
í MIKLU ÚRVALI
HAIB
SySTEMS
J0RN PETERSEN KYNNIR
DAGANA 29. APRÍL - 3. MAÍ.
APOLLO
a r /~\v i hárstudio
A|>O^OJHIingbraut 119.
Sími 552 2099.