Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 49
JÓNAS
ÁRNASON
+ Jónas Árnason
fæddist á Vopna-
flrði 28. maí 1923.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness hinn
5. apríl síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Reykholti
laugardaginn 11.
apríl.
Jónas Árnason skil-
aði miklu dagsverki.
Fyrirferðarmest og það
sem trúlega heldur
nafni hans lengst á lofti
í óstöðugum heimi eru ritverkin,
leikrit, sögur, viðtalsbækur og
söngvar, alls um 25 bókaheiti, nokk-
ur þeirra í tveimur útgáfum. Jónas
var alþýðlegur höfundur í þess orðs
bestu merkingu. Sögur hans eru
ljúfar og stutt í kímni og gáska, sem
var ein af margslungnum eigindum
hans . Söngvarnir við lög eftir Jón
Múla bróður hans og ýmsa erlenda
höfunda lyftu leikritum hans í hæðir
og eiga lengi eftir að hljóma á sviði
og gleðja á samkomum. Menn eru
fullsæmdir af slíku ævistarfí, en þó
voru ritstörfín oftast aukageta í
dagsins önn og langt frá því að
tryggja efnahaginn eða standa und-
ir mannmörgu heimili. Jónas var vel
kvæntur, kona hans Guðrún Jóns-
dóttir afar traustur fórunautur og
lífsakkeri í ólgusjó skáldsins, börn
þeirra fímm með mikið og gott veg-
arnesti úr foreldrahúsum.
Fyrir utan skáldskapinn sem
| fylgdi Jónasi seint og snemma
skiptist starfsferill hans aðallega í
þrennt, blaðamennsku 1944-1952,
kennslu aðallega á gagnfræðastigi í
fjórum skólum í 14 ár og þing-
mennsku í tveimur lotum samtals í
16 ár. Öllum þessum verkefnum
skilaði Jónas af sér á eftirminnileg-
an hátt. Greinar hans á ungum aldri
í róttæk blöð eins og Pjóðviljann og
Landnemann vöktu mikla athygli.
Það þótti tímanna tákn að sonur
I ------------------------------------
Árna frá Múla væri
genginn í lið með þeim
rauðu og væri í farar-
broddi gegn amerískri
ásælni. Vegarnesti úr
bandarískum háskólum
spillti ekki fyrir og átti
eftir að reynast Jónasi
drjúgt til tengsla við
engilsaxneskan menn-
ingarheim.
Það voru tíðindi þeg-
ar þessi kornungi
blaðamaður var kosinn
á þing 26 ára gamall
hausið 1949 og sat þar í
fjögur ár samfleytt sem
þingmaður Sósíalistaflokksins.
Þetta var á tímum þess skemmti-
lega kosningalagakerfis sem hér
gilti 1942-59 og var enn óútreiknan-
legra en það sem á eftir fylgdi.
Kjördæmin voru mörg, hlutfalls-
kosningar réðu kjöri og síðan vora
11 uppbótarsæti til að jafna metin
milli flokka. Jónas komst inn sem
10. landskjörinn á 66 atkvæðum
Seyðfírðinga. Ekki hefí ég kafað í
þingstörf hans þetta fyrsta kjör-
tímabil hans, en eitt mál gagnlegt
fékk hann altént samþykkt: Sam-
ræmingu á leturborðum ritvéla.
Þegar kom að seinna þingskeið-
inu 1967-1979 var Jónas orðinn vel
sjóaður og landsþekktur rithöfund-
ur. Nú voru það kjósendur á Vest-
m'landi sem tryggðu honum þing-
sæti og eftir það var hann nátengd-
ur þeim landshluta og búsettur þar
síðasta skeiðið. Hann sótti fylgi sitt
víða að úr kjördæminu, meðal ann-
ars frá sveitafólki, og naut vinsælda
og viðurkenningar langt út iyrir
hefðbundnar raðir stuðningsmanna.
Oft réðu tilfínningar og hughrif
miklu um málafylgju Jónasar, en
kjölfestan var næm réttlætiskennd
og baráttan fyrir varðveislu þjóð-
legs sjálfstæðis. Á þá strengi kunni
hann að leika og reyndist drjúgur
liðsmaður við að bera fram og
kynna íslenskan málstað heima og
erlendis, ekki síst í landhelgisdeil-
GUÐMUNDUR
*
I
I
EYÞOR SIGURÐSSON
verkamaður á Siglu-
fírði; Aðalbjörg, f.
10.4. 1908, d. 19.9.
1993, húsfreyja í
Lundi og á Ákur-
eyri; Kristján, f.
23.4. 1910, d. 30.5.
1996, bóndi á Björg-
um á Skagaströnd,
síðar skrifstofumað-
ur á Hofsósi; Guðrún
Fjóla, f. 29.7. 1913,
húsfreyja á Litla-
Vatnshorni í Hauka-
dal og síðar í Búðar-
dal; Sigurður, f.
22.12. 1919, d. 20.9.
+ Guðmundur Ey-
þór Sigurðsson
fæddist í Lundi í
Stíflu 9. júlí 1916.
Hann lést á Land-
spítalanum 12. apríl
sfðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Sigurður Kristjáns-
son, bóndi í Lundi, f.
1.9. 1878 í Ytra-
Garðshorni í Svarf-
aðardal, d. 21.12.
1919 í Lundi, og
kona hans, María
Guðmundsdóttir, f.
11.12. 1879 á Miðhóli
í Sléttuhlíð, d. 24.3. 1964 á
sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Systkini Guðmundar eru öll lát-
in nema eitt. Þau voru: Páll, f.
3.6.1904, d. 25.12.1992, bóndi á
Hofí í Hjaltadal og íþróttakenn-
ari á Hólum, lengi verslunar-
maður á Akureyri; Njáll, f. 20.2.
1906, d. 24. 2. 1994, beykir og
1991, lögregluvarðstjóri á
Keflavíkur flugvelli.
Guðmundur var ókvæntur og
barnlaus. Hann var bóndi í
Lundi frá 1947-1971.
títför Guðmundar var gerð
frá Barðskirkju í Fljótum 24.
apríl, en jarðsett var á Knapps-
stöðum.
Árið 1945 varð afdrifaríkt fyrir
Stífluna. í þúsund ár hafði þessi
■ grösuga og blómlega sveit alið börn
" sín, grasgefnir túnkragar og víð-
lendar valllendisengjar fætt búpen-
inginn, blátær silungsá og veiðivötn
geymdu matbjörg og herðabreið
fjöll skýldu byggðinni fyrir veðrum.
Það þótti sumarfagurt í Stíflu, en
vetrarríki líka mikið og snjóþyngsli.
Árið 1945 reið yfir sá dómur, sem
, kveðinn hafði verið þessari sveit.
I Tæknin og þróunin kröfðust fram-
j fara og Stíflunni, sem þótti ein feg-
■ ursta sveit á íslandi, var fórnað.
* Skeiðsfossinn var beislaður til orku-
gjafar fyrir Siglufjörð og mestum
hluta undirlendis Stíflunnar sökkt
undir vatn.
„Þar sem áður akrar huldu
völl/andskotans flóð er nú til beggja
handa,“ orti Lúðvík Kemp á sinn
skelmislega hátt, en þetta voru orð
að sönnu. Um aldaraðir höfðu búið í
Stíflunni um og yfír hundrað manns
og á fyrstu áratugum þessarar ald-
ar voru þar 14 bæir í byggð. Nú er
búið á tveim jörðum í Stíflu.
Guðmundur Sigurðsson fæddist í
Lundi í Stíflu fáeinum vikum eftir
að foreldrar hans fluttust þangað
frá Háakoti í sömu sveit. Fæðingar-
MINNINGAR
um okkar við Breta. Náin kynni
hans af sjómennsku reyndust hon-
um þar notadrjúg ekki síður en á
ritvellinum.
Eg hitti Jónas Árnason fyrst á
Akureyri vorið 1953. Hann var þar
staddur í tengslum við 1. maí há-
tíðahöld verkalýðsfélaganna.
Kalda stríðið var í hápunkti og tvö
ár frá því bandaríski herinn
hreiðraði um sig öðru sinni á Mið-
nesheiði. Ég tók þarna þátt í
kröfugöngu í fyrsta sinn og hélt
mig nærri Jónasi undir merkjum
um brottför hersins. Eftir að ég
settist að í Neskaupstað að námi
loknu bar fundum okkar saman
þar og á vettvangi herstöðvaand-
stæðinga og Alþýðubandalagsins.
Jónas kom alloft á sumrum með
fjölskyldunni í heimsókn til Norð-
fjarðar, átti þar marga kunningja
og aðdáendur frá því hann var þar
kennari og sótti þangað efni sem
víða má finna stað í ritverkum
hans. Sumarið 1965 skruppum við
Kristín í ógleymanlegt ferðalag
með þeim hjónum til Borgarfjarð-
ar og í bakaleið var gengið út á
Héraðssand. Þar brá Jónas á leik
við bárur hafsins.
Um það leyti sem ég var kosinn
á þing var Jónas að kveðja þann
vettvang. Við sátum saman einn
vetur í óvenju stórum þingflokki
Alþýðubandalagsins. Það lá mis-
jafnlega á Jónasi þennan vetur
enda ekki allt honum að skapi um
stjórnarathafnir og áherslur. Samt
var grunnt á gleðinni og gáskanum
og þar átti hann eftirminnilegan
mótspilara í Stefáni Jónssyni rétt
eins og í leikritinu Allra meina bót.
Sem betur fer átti hann mörg góð
ár eftir þar þingmennskunni lauk,
jók við nýjum bókum og textum til
söngs og fágaði eldri útgáfur.
Jónas var ekki haldinn full-
komnunaráráttu og hann setti sig
sjaldan í dómarasæti. Yfirdrep og
hræsni voru honum ekki að skapi.
Undir gáskafullu yfírborði þessa
mikla sviðsmanns bjó mikil alvara
og skaphiti sem stundum gat verið
erfítt að hemja. Hann hafði skoð-
anir og lagði þær undir. Þannig
munaði um hann í blíðu og stríðu.
Hjörleifur Guttormsson.
Á gamalli ljósmynd stendur
glaðbeittur, hávaxinn maður með
litla þungbúna stelpu, á að giska
fjögurra til fimm ára, fyrir framan
sig. Þetta er Jónas Árnason og
ég... og ég nýbúin að tilkynna
Jónasi að honum muni ég ekki
bjóða í afmælið mitt! Það má
kannski segja að þessi ljósmynd
marki upphafið að vináttu okkar
Jónasar, en hann og Guðrún voru
miklir og nánir vinir foreldra
minna. Það var alltaf svo spenn-
andi að heimsækja Jónas og Guð-
rúnu. Það voru einhverjir óskil-
greindir töfrar í kringum Jónas
sem hrifu mann með. Hann sagði
sögur af mönnum og málefnum á
svo leiftrandi skemmtilegan máta
að það var líkast því að maður hyrfí
inn í leiksýningu þar sem Jónas lék
öll aðalhlutverkin. Jónas hafði líka
gaman af að umgangast börn.
Hann ræddi við þau eins og fullorð-
ið fólk og veitti þeim hlutdeild í
ýmsum fróðleik sem hann bjó yfír.
Mér er minnisstæð gönguferð okk-
ar út í móana fyrir ofan Kópareyki,
þar sem hann ætlaði að sýna mér
unga í hreiðri. Hann stikaði lang-
fættur milli þúfna og leiddi mig í
allan sannleikann um hvernig ætti
að nálgast þessa gersemi náttúr-
unnar án þess að raska ró fugl-
anna. Þegar við nálguðumst hreiðr-
ið og ég var farin að gægjast bak
við þúfur, reið yfir jarðskálfti, sem
Jónas missti af því hann var á
hoppi milli þúfna í því augnabliki.
Þess vegna þrætti hann við mig um
að þetta hefði verið raunverulegur
jarðskjálfti, hallaðist fremur að því
að jörðin hefði titrað þegar hann
lenti eftir þúfnastökkið. En þegar
hann heyrði að innanhúss á Kópa-
reykjum hefðu innanstokksmunir
titrað trúði hann barninu.
Löngu seinna þegar ég fór að
reyna fyrir mér í söng voru það
oftar en ekki ljóðin hans Jónasar
sem lentu á efnisskrá minni, enda
Jónas einn okkar allra besti vísna-
smiður. Það var okkur í Tónlistar-
félaginu Vísnavinum sannur heiður
að gangast fyrir hátíðardagskrá í
Borgarleikhúsinu í maí 1993 til að
fagna sjötugsafmæli heiðursfélaga
okkar, Jónasar Árnasonar. Þegar
litið er til baka sér maður að það
eru menn eins og Jónas Árnason
sem eru sterku og björtu litirnir í
litakassa lífsins og óneitanlega
verður því tilveran snautlegri að
honum gegnum. En mikið held ég
að það sé gaman hjá Jónasi og
Guðrúnu núna, þegar Jónas er orð-
inn forsöngvari á himnum og allir
englarnir taka undir Einu sinni á
ágústkvöldi, Hún söng dirrindí og
öll hin uppáhaldslögin okkar.
Blessuð sé minning Jónasar
Árnasonar.
Anna Pálína Árnadóttir.
í MINNINGU JÓNASAR
ÁRNASONAR
Með heimsins kvöl og þrá í hjarta sér
og hugsjón þá að líta betri dag
var gengið fram og skæran bjarma ber
af brandi orðsins nú við sólarlag.
Þar átti réttlætið sitt ríka ból
og refjalaust var haldið málum á.
Hann öllu smáu vildi veita skjól
og vemda það og sigri að lokum ná.
Hann unni Fróni, trú á mold sem mið
var meitluð í hans orðum, sterk og tær.
En erlent vald og allt þess vopnalið
sú vá er þurfti að buga nær og fjær.
Hin dreifða byggð þar átti bandamann
bændur, sjómenn, verkafólk í önn.
Að málum þeirra heill og vaskur vann
og virðing gagnkvæm ríkti, hrein og sönn.
Hann gaf oss margar perlur leiks og ljóðs
og leifturmyndum skírum upp hann brá.
Hve tært mun óma tónn hins dýra óðs
og tendra gleði, vekja eftirsjá.
Á góðum stundum ríkti gleðin ein
og glettnin bjarta hvarvetna í fdr.
Þar skærast merlaði hans málsnilld hrein
og máttug bæði og veitul öll hans svör.
Svo undrahlý er minning mæt og góð
svo margt að þakka nú við kveðjufund.
Hann færði okkur gildan gleðisjóð
og gaf af auðlegð hjartans marga stund.
Hann kynti öðrum betur kvæðaseið
og kveikti okkur marga bjarta von.
En moldin íslenzk mild og dökk um leið
nú mjúklátt vefur Jónas Árnason.
Helgi Seljan.
stað sínum bast hann órjúfandi
böndum, þar átti hann heima ævina
á enda og hvergi annars staðar,
þrátt fyrir tímabundna dvöl í öðrum
sóknum.
Guðmundur var einungis þriggja
ára er hann missti föður sinn. María
í Lundi háði harða baráttu með
börnum sínum að halda saman
heimilinu og hafði þar fullan sigur
og sóma. Börnin komust upp til
manndóms og nokkurra mennta og
fóru að heiman eitt af öðru. Guð-
mundur kaus sér það hlutskipti að
verða ellistoð móður sinnar í Lundi.
Árið 1946 keypti hann jörðina af
móður sinni og stóð þar síðan fyrir
búi í 25 ár, frá 1947 til 1971.
Sú hugsun verður áleitin, þegar
ég rita eftir Guðmund frænda minn,
að hann hafi aldrei fengið að njóta
þeirra hæfileika, sem hann var
gæddur. Víst er að hann hafði ágæt-
ar námsgáfur og bróðir hans einn
lét þess getið í bréfi, að það væri
synd ef hann ekki fengi að læra, því
hann væri áreiðanlega greindastur
af þeim systkinum. Guðmundur fór
reyndar til náms í Reykholtsskóla
eitt haustið, en varð að hverfa heim
um eða fyrir áramót móður sinni til
halds og trausts vegna veikinda
yngri bróður síns. Þar með var lokið
hans skólasetu eftir venjulegt
barnaskólanám. Að vísu hafði hann
skroppið nokkrar vikur eftir ára-
mótin 1934/1935 í Hólaskóla, eink-
um til leikfimiiðkana hjá Páli bróður
sínum og tók þátt í leikfimisýningu
á þorrablótinu. Páll segir í samtíma-
bréfí til Njáls bróður síns: „Mundi
bróðir var með þeim bestu og einn
af fjórum sem gengu eftir kassan-
um á höndunum.“ Síðar heyrði ég
Pál hafa þau orð um Guðmund, að
hann væri annar efnilegasti fím-
leikamaður, sem hann hefði kynnst
á 29 ára kennaraferli sínum á Hól-
um.
En þótt Guðmundur nyti ekki
frekari skólamenntunar var hann
vel að sér um margt og átti talsvert
bókasafn. Allir sem spyrja kunnu
gátu farið fróðari af hans fundi.
Einkanlega var honum hugleikin
náttúrufræði og þó fyrst og fremst
grasafræði. Óhætt má kalla hann
sjálfmenntaðan grasafræðing.
Hann var með eindæmum sporlétt-
ur og umhverfi sitt í Fljótum og
sérstaklega Stíflunni þekkti hann
eins og lófann á sér. Þegar aðrir
stigu upp í bíl sinn eða dráttarvél til
aðdrátta fór hann gangandi í kaup-
félagið niður í Haganesvík, eða sfð-
ar Ketilás, helst utan alfaravegar.
Þá gat hann hugað að grösum og
öðrum fyrirbærum náttúrunnar.
Guðmundur hélt heimili með
móður sinni meðan hennar naut við,
en eftir lát hennar 1964 var hann
einbúi og einveran setti sitt mark á
hann. Guðmundur var maður fálát-
ur og blandaði geði við fáa, fór helst
aldrei á samkomur eða mannamót.
Skoðanir hans gátu verið stífar og
varð ekki auðveldlega sveiflað til.
Margir, sem af honum höfðu kynni,
vissu um grasafræðiáhuga hans og
þekkingu. Hitt vissu færri, að hann
hafði gaman af söng, var lagviss og
söng oft fullum hálsi á yngi'i árum.
Um söng hans í einverunni veit eng-
inn.
Búskapur Guðmundar var frem-
ur smár í sniðum, enda eignaðist
hann aldrei dráttarvél. Nokkru eftir
að hann hætti búrekstri 1971 var
hann um tíma vetrarmaður við hirð-
ingu hjá Sæmundi Hermannssyni á
Ytra-Skörðugili og síðan Geirmundi
Valtýssyni á Geirmundarstöðum frá
1978 til 1983, er hann varð 67 ára.
En öll sumur var hann í Lundi,
gekk um fjöll og dali og hugði að
grösum. Eftir að Guðmundur hætti
fjárhirðingu hafði hann vetursetu á
Sauðárkróki, leigði m.a. um tíma í
Lindargötunni hjá Eiríki frá Gili, en
haustið 1989 keypti hann litla íbúð á
neðri hæð Freyjugötu 17 á Sauðár-
króki og hafði þar annað heimili.
Þar sat hann inni daginn langan og
lét tímann líða, kannski eftir göngu-
ferð við ströndina í morgunsárið áð-
ur en fólk almennt kom á fætur.
Síðustu 3-4 árin kenndi Guð-
mundur heilsubrests. Lungun fóru
að gefa sig alvarlega eftir áratuga
húskulda og ryk úr heyjum. í lok
febrúar fór hann á sjúkrahúsið á
Sauðárkróki til rannsókna og fékk
þá aðkenningu að kransæðastíflu. -
Hann var sendur suður.
Flugferðin varð honum nýlunda
og upplifun, því leiði var gott. í ljós
kom að endumýja þurfti æðar og
Guðmundur ákvað að gangast undir
uppskurð, „það er ómögulegt að
vera svona“, sagði hann. Ekkert
benti til annars en vel hefði til tekist
og Guðmundur var hress eftir atvik-
um, en á fjórða degi eftir aðgerðina
stöðvaðist hjartað skyndilega að
morgni páskadags. Lífsgöngu þessa
sérstæða náttúrubarns var lokið og
hann þurfti ekki að eyða síðustu ár-
unum á stofnun.
Þegar ég minnist Munda frænda
míns og kynna við hann kemur
margt í hugann, en sterk er mynd
af síðsumarheimsókn í Lund. Eftir
hæfilega setu og spjall er gengið til
dyra og suðurfyrir bæ. Bræður
minnast gamalla daga frá uppvaxt-
arárum, um huldukonu í Klofasteini
eða spilduslátt á Gerðum. En skiln-
aðarstundin rennur upp. „Blessað-
ur, góði,“ segir Guðmundur og tek-
ur laust í kveðjuhönd. Gestkomend-
ur ganga til bíls síns og láta síga úr
hlaði. Einbúinn stendur eftir í vaip-
anum og horfir óræðum svip langt
til fjalla. Hér er hans ríki, en hvað
býr í hug? - Það er þokukúfur á
Hamarshyrnunni og degi tekið að
halla. Líklega er hann að ganga í
norðanátt og úrfelli.
Hjalti Pálsson frá Hofí.