Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 30
3Ö LAÚóXÍltíAGtJR 25.' AÍ5RIL Í99S
MÖR(ilJNBLADlT)
Við erum
öll ein heild
✓
I félagsskap sem kennir sig við CISV, Al-
þjóðlegar sumarbúðir barna, er leitast við
að efla umburðarlyndi og samvinnu milli
barna og unglinga af ólíku þjóðerni á
grundvelli friðarhugsjóna. Sveinn Guð-
jónsson kynnti sér starfsemi samtakanna
og ræddi við þrjú íslensk börn og farar-
stjóra þeirra, sem fóru yfír hálfan hnöttinn
til að taka þátt í þessari starfsemi.
ÞAÐ var í lok júní í fyrra
sem þau Jarþrúður Birgis-
dóttir, Hans Róbert Hlyns-
son og Haraldur Gunnars-
son, sem þá voru öll ellefu ára,
lögðu land undir fót og héldu alla
leið til Filippseyja, til að taka þátt í
alþjóðlegum sumarbúðum baraa,
undir merkjum CISV, Childrens
Intemational Summer Villages.
Með í för var fararstjórinn þeirra,
Áslaug Hulda Jónsdóttir, en þetta
var frumraun hennar á því sviði.
„Eg hefði byrjað á þessu miklu fyn-
hefði ég vitað hvað þetta var gam-
an,“ sagði hún aðspurð um hvemig
til hefði tekist.
Fyrst flugu þau til Amsterdam í
Hollandi og héldu þaðan í þrettán
klukkustunda flugferð yfir hálfan
hnöttinn til Bangkok á Thailandi.
í>ar fengu þau aðeins að teygja úr
sér og flugu svo til Manila, höfuð-
borgar Filippseyja þar sem þau
gistu eina nótt hjá þarlendri CISV-
fjölskyldu. Daginn eftir var svo
haldið til eyjunnar Negro, sem er
ein af 7.100 eyjum Filippseyja, þar
sem sumarbúðimar voru haldnar.
„Þetta var stórkostlegt ævintýri,"
sögðu ki-akkamir, enda var þeim
allt framandi á þessum fjarlæga
stað í suðurhöfum. í búðunum voru
samankomnir krakkar frá hinum
ýmsu þjóðlöndum, öll á sama aldri
og var að vonum mikið líf í tuskun-
um. En þótt mikið fjör hefði ríkt í
búðunum þennan mánuð, sem þær
störfuðu, voru íslensku fulltrúamir
sammála um að ferðin hefði einnig
verið mjög lærdómsrík og þrosk-
andi. „Við kynntumst svo mörgum
krökkum frá ólíkum stöðum á jörð-
inni og komumst að raun um að við
eram öll mjög lík í okkur,“ sögðu
krakkamir. „Við eram í rauninni öll
ein heild.“
Tilgangurinn með þessu er líka
að efla samkennd með ólíkum
þjóðum," bætti Áslaug farar-
stjóri við. „Og þótt undirtónninn sé
alvarlegur er reynt að gera þetta
skemmtilegt með alls konar leikjum
og þess háttar. Og hver þjóð hefur
sitt þjóðarkvöld, þar sem menning
og siðvenjur þjóðarinnar era kynnt-
ar fyrir hinum.“
,Á- íslenska þjóðarkvöldinu buð-
um við til dæmis upp á harðfisk og
flatbrauð með hangikjöti og bökuð-
um íslenskar pönnukökur handa öll-
um,“ sögðu krakkarnir ennfremur.
„Svo fórum við í íslenska þjóðbún-
ÍSLENSKI hópurinn í þjóðbúning og allt orðið klárt fyrir þjóðarkvöldið.
1. Ekki búast við að hlutirnir
séuaiveg eins og þeir eru
heima hjá þér því þú hefur
farið langan veg að heiman
til að uppgötva eitthvað nýtt.
2. Ekki taka hlutina of alvar-
lega - því gáski og gleði eru
upphaf að stórkostlegri
reynslu innan CISV.
3. Mundu kjörorð okkar: Frið-
ur fæst með skilningi - því
að manneskja sem berst fyrir
friði er sannanlega mann-
eskja sem elskar heiminn.
4. Ekki gera þér áhyggjur af
öllum sköpuðum, hlutum. Sá
sem er uppfullur af áhyggj-
um, hann er sér einskis að-
njótandi. Oftast eru hlutirnir
alls ekki eins slæmir og þú
heldur - ef vel er að gáð.
5. Mundu að taka aðeins með
þér helminginn af þeim fatn-
aði sem þú heldur að þú
þurflr að nota en hafðu hins
vegar með í farteskinu tvö-
faldan skammt af orku þinni
og úthaldi.
6. Mundu af ef ætlast væri til
þess að við dveldum að-
eins á einum stað, þá
hefðum við trúlega
verið sköpuð með
rætur.
7. Varastu að dæma
lieila þjóð eftir
manneskjunni sem
þú hefur átt í deil-
um við.
8. Ekki vera allt of
mikill íslendingur í
þér. Þegar þú ert í
Kína kynntu þér þá
siði Kínverja.
9. Mundu að þú ert
gestur í viðkomandi
landi og að hver sá
sem sýnir gestgjafa
sínum virðingu mun
hljóta höfðinglegar
viðtökur.
10. Mundu að öll erum
við manneskjur og sem
slíkum eru okkur takmörk
sett og við gerum mis-
tök. Fyrirgefðu okk-
ur þennan breysk- JARÞRÚÐUR með indverska
leika okkar allra. um Sanu og báðar klæddar í þjóðbúninga.
Getur snerting haft læknandi áhrif?
GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: í óhefðbundnum
lækningum er það algeng aðferð
að fara höndum um sjúklinginn,
snerta eða þreifa á líkamanum.
Handayfirlagningar er oft getið í
kraftaverkalækningum. Býr raun-
veralega einhver áhrifamáttur í
snertingu eða byggist sá máttur
eingöngu á trúnni á snertinguna?
Svar: Sálíræðin hefur ekld nein
svör um kraftaverkalækningar,
t.d. með snertingu eða handayfir-
lagningu. Þar skiptir trúin á æðri
mátt vafalaust mestu máli um
reynslu sjúklinganna. Snerting
getur hins vegar haft mikil áhrif á
sálræna líðan fólks og tilfinninga-
reynslu, einkum í mannlegum
tengslum. Snerting er framstæð-
asta skynjunin. Mörg framstæð
dýr hafa aðeins snertiskyn. Það
era þeirra einu tengsl við um-
hverfið. Bamið í móðurkviði hefur
í fyrstu aðeins snertiskyn og á
fyrsta æviári þess er snertingin
því ákaflega mikilvæg og leggur
granninn að tengslum þess við
annað fólk. Snertingin við móður-
ina og síðar aðra nánustu skapar
þau tilfinningatengsl sem era ein
meginforsenda fyrir öryggiskennd
bamsins, meðvitund þess um eig-
in tilfinningar og þróun tilfinn-
ingalífsins. Það er samdóma álit
fræðimanna að fari bamið á mis
við slík náin tengsl í frambemsku
kunni það að hafa glatað mögu-
leikanum á að öðlast þann tilfinn-
ingaþroska, sem þarf til heil-
brigðra samskipta við aðra síðar
meir á ævinni. Oft hefur verið
bent á mikilvægi þess að hafa
barn á brjósti. Það er ekki aðeins
vegna hollustu móðurmjólkurinn-
ar, heldur ekld síður vegna þeirra
nánu líkamlegu tengsla sem
myndast á milli móður og bams
við brjóstagjöf. Að hvíla í fangi
móðurinnar veitir baminu
ómælda öryggiskennd. Af sömu
ástæðu er það einnig hollt fyrir
bamið að foreldrarnir taki það í
fangið þegar þau lesa fyrir það
eða segja því sögu. Tilfinningar og
snerting era þannig nátengd, og
snerting og líkamleg nálægð
verða tákn ástar og samkenndar í
öllum samskiptum manna. Kossar,
faðmlög og kynmök elskenda era
besta dæmið um þetta.
Snerting annarra en nánustu
ástvina ber einnig vott um að þeir
láta sér annt um þig og hafa sam-
kennd með þér. Ekki síst á þetta
við, þegar fólk verður fyrir áföll-
um, ástvinamissi eða annarri sorg.
Handa-
yfirlagning
Margir era í vandræðum með að
finna orð til að votta syrgjendum
samúð. Þótt orð geti verið hugg-
andi og sefjandi er snertingin þó
áhrifaríkari og orð jafnvel óþörf.
Sá, sem líður illa, skynjar snert-
inguna eins og barnið og fær við
það öryggiskennd. Jafnvel ná-
lægðin ein nægir. Að sitja með
þeim sem líður illa án þess að hafa
um það mörg orð getur verið
besta huggunin á slíkum stundum.
Snerting hefur þó, einkum á
síðustu áram, fengið á sig nei-
kvæða merkingu í umræðum um
kynferðislega misnotkun. Öll
snerting er þá túlkuð sem kyn-
ferðislegt áreiti og jafnvel kyn-
ferðisleg misbeiting valds hins
sterka yfir hinum veikari. Hætta
er á að ótti við að vera ásakaður
um kynferðislega áreitni verði til
þess að fólk hætti að sýna hvað
öðra hlýju og samkennd með
snertingu.
Það er mismunandi hvað fólk
kýs eða þarf mikla líkamlega ná-
lægð við aðra. Sumir forðast of
mikla nálægð og hræðast snert-
ingu. Stundum má rekja það til
ófullnægðra tilfinningatengsla í
bernsku eða brostinna væntinga í
nánum samskiptum á mótunarár-
um einstaklingsins. Brennt barn
forðast eldinn. Hjá öðram er það
persónugerðin, því að fólk er mis-
munandi að skapferli og persónu-
gerð frá náttúrannar hendi. Sumir
eru innhverfir og lokaðir, aðrir
opnir og úthverfir. Það getur ver-
ið forvitnilegt að skoða hvað fólki
er tamt að hafa mikla nálægð við
aðra, þegar það hittist og talar
saman. Sumir halda sig alltaf í
„hæfilegri" fjarlægð, aðrir hafa
þann sið að standa þétt upp að
viðmælanda sínum og jafnvel taka
utan um axlir hans. Sumum finnst
slík nálægð óþægileg og hrökkva
frá, öðram finnst hún eðlileg og
merki um hlýju og vináttu. Fólk
er stundum í vandræðum með að
finna þá nálægð sem er báðum
þægileg, eins og sagan um
broddgeltina tvo lýsir. Þeir hnipr-
uðu sig saman í holu sinni og
færðu sig nær hvor öðrum til að
ylja sér, en hrukku alltaf frá þeg-
ar broddarnir meiddu þá. Að lok-
um fundu þeir hæfilegustu ná-
lægðina, þar sem þeir nutu sæmi-
legrar hlýju hvor af öðrum án
þess að meiða sig.
Mjög lokaðir einstaklingar
sem forðast nána líkamlega
snertingu komast stundum í
mikla geðshræringu þegar farið
er höndum um þá, bresta í grát
eða missa stjórn á sér á annan
hátt. Þess finnast dæmi t.d. í
nuddi eða sjúkraþjálfun, sem eðli
sínu samkvæmt felst í náinni lík-
amlegri snertingu, en einnig eru
mörg dæmi um þetta í sállækn-
ingum, þegar hin tilfinningalega
nálægð sjúklings og læknanda
verður mjög sterk. Slík tengsl
geta hins vegar rofið varnarmúr
einstaklingsins og leitt til betri
og nánari tengsla hans við annað
fólk.
Það má því vera ljóst af þessu
að áhrifamáttur snertingar er
mikill, annars vegar til að leggja
granninn að tilfinningalegu heil-
brigði og þroska og hins vegar til
að veita öryggi, huggun og létta á
þrúgandi vanlíðan.
•Lesendur Morgunblaösins geta spurt
sáifræðinginn um það sem þeim liggur á
hjarta. Tekið er á móti spurningum á
virkum dögum milli klukkan 10 og 17 i
síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum
merkt: Vikulok, Fax 5691222.