Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 34

Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 34
34 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ r Hver er ábyrgð Landsbankans? í LJÓSI umræð- unnar að undanförnu um risnu- og laxveiði- kostnað Landsbank- ans er forvitnilegt að velta aðeins vöngum yfír því hver siðferðis- leg ábyrgð fyrirtækja er á gjörðum starfs- manna sinna. Fjöl- miðlar og aðrir sem um málið hafa fjallað virðast ganga út frá því sem vísu að ábyrgðin á laxveiði- málinu liggi hjá ein- stökum starfsmönnum Landsbankans, en það virðist ekki hvarfla að þeim að kannski sé meginorsökina að finna hjá bankanum sjálfum, í skipulagi hans, markmiði og fyrir- tækjabrag. Fyrirtæki eru ekki einungis samansett af fólki, heldur einnig flóknu samspili m.a. vinnureglna, hefða, stefna og mark- miða. Því markast ákvarðanir stón-a og rótgróinna fyrirtækja ekki einungis af þeim persónum sem við stjórnvölinn eru hverju sinni, heldur einnig af þeim hefðum og vinnureglum sem við lýði eru í fyrirtæk- inu. Þannig geta ákvarðanir starfs- manna fyrirtækisins einungis talist vera ákvarðanir fyrirtækis- ins sjálfs ef þær eru í takt við vinnureglur, hefðir og stefnu þess, eða ef ákvörðunin hefur verið sam- þykkt af stjórn og eigendum fyrir- tækisins (hér er þó ekki átt við lítil fyrirtæki þar sem markmiðin geta breyst eftir persónulegum duttl- ungum þess sem bæði er eigandi og stjórnandi). Þögn er sama og samþykki Mikilvægt í þessu sambandi er að ef stjóm fyrirtækisins er með- vituð um breytni starfsmanns síns og mótmælir henni ekki, þá er ekki hægt að túlka viðbrögð hennar á annan hátt en að hún leggi blessun sína á breytnina. Þetta á jafnt við um lofsvert og ámælisvert athæfi. Þess vegna getum við haldið því fram að í slíkum tilfellum sé rétt að líta á athæfi starfsmannsins sem athæfi fyrirtækisins sjálfs og því beri það ábyrgð á gjörðum hans. Rétt er að taka það fram að starfs- maðurinn er eftir sem áður ábyrg- ur fyrir breytni sinni. Ef hann hef- ur ekki verið beittur hótunum af hálfu fyrirtækisins bera bæði starfsmaðurinn og fyrirtækið ábyrgð á athæfinu. Þegar hefðin er eina haldreipið Markmið, stefna og vinnureglur fyrirtækisins geta verið bæði skráð Ketill B. Magnússon ISLEIVSKT MAL ÍSLENSKT mál þarf að vera við- búið nýjungum. Það má aldrei verða að steingeivingi. I þessu sambandi langar mig til að þakka hið mikla og góða starf sem fólk hefur unnið við að íslenska tölvu- og fjarskiptamálið. Þar er líka þörfm brýnust nú um stundir. En hvenær sem ný hugtök eða nýir hlutir verða okkur umræðuefni, þui-fum við að gæta þess að um- ræðan sé á íslensku. Miklu minni þörf er á því að smíða ný orð um það sem til hefur verið með þjóð okkar og á tungu hennar um þúsundir ára. í framhaldi af þáttum 946 og 948 ætla ég að birta hér í áföngum grein um það, hvernig við brugð- umst við, þegar það fyrirbæri barst hér í tal sem nú er oftast nefnt reiðhjól, eða bara hjól. Reiðhjól/sukkull/ hjólhestur -1. hluti Um miðja 19. öld innleiddu Þjóðverji og Frakki nýtt farartæki sem þeir nefndu velosiped, sam- sett af latnesku orðunum velox, velocis= hraður, og pes, pedis= fótur, sbr. enska orðið pedestr- ian= fótgangandi. Seinna meir fóru menn að nota um þetta lat- neska orðið cyclus= hringur, og svo bættu menn gjama framan á bi= tví-. Þetta hafa menn svo stytt á ýmsa vegu og með mismunandi stafsetningu, dæmi e. bike, danska cykel (sykkel). En hvað átti að kalla þetta á íslensku? Benedikt Sveinbjamarson Gröndal skrifaði í Eimreiðina árið 1900 merkilega lýsingu á Reykjavík. Þar segir: „Þá er bezt að halda upp á Lauga- veginn og inn eftir til bæjarins; ekki munum vér hafa „hjólhest" eða „reiðhjól", því bæði eram vér of gamlir til þess, og svo er það ófögur sjón að sjá fætuma, hnén og lærin á aumingja mönnunum ganga upp og niður eins og bullur í gufuvél á eimskipi eða strokkbull- ur í rammgjörvu mjólkurhúsi." En nú verður hér heldur hlykk- ur á efnisskipaninni. I ljóðasafni sr. Stefáns Olafssonar, 2. bindi, bls. 57, er þessi undarlega vísa, þó með fyrirvara um höfund. En skrifum Stefán fyrir vísunni: Þaðmáegvel, vel, vel upp á Þorkel vitna, eg vil, vil, vil gera á skil, Umsjónarmaður Gísli Jónsson 950. þáttur að hann hefir mér, mér mér lofað enn hér einu sinni 61,61, 61 við mitt reiðhjól. Og nú spyr sá sem ekki veit. Við hvað á sr. Stefán, dáinn 1688, með orðinu reiðhjól? Varla hefir hann riðið á cykel. Og hvert var reið- hjólið sem Þorkell lofaði ól við? Var það kannski beislishringja til að festa taum í? Tæplega kenning fyrir hest, nema hann væri þá svo vakur sem á hjólum. ★ „Islenzk tunga - hún er eins- dæmi, hún er kraftaverk. En höfum við hlúð nægilega að rótunum? Eram við á varðbergi nú þegar upplausnaröfl fara um lönd- in eyðandi sjónvarpseldi í nafni einhverrar alþjóðahyggju sem er einna helzt fólgin í því að skilja þannig við ræturnar að þær veslist upp og deyi. Við eram áreiðanlega á krossgötum hvað þetta varðar. En meðan það þykir sjálfsagður hlutur að birta þúsund ára gamla vísu úr Egils sögu á mjólkurfern- um og gert er ráð fyrir því að allir geti skilið rétt eins og um sé að ræða hversdagslegt vísukom úr næsta nágrenni, þá erum við enn nokkuð vel í sveit sett - eða hvar væri þetta hægt annars staðar? Við höfum enn sem komið er stað- izt andlegan uppblástur að mestu leyti eins og þetta dæmi sýnir - en hvað lengi? Við skulum huga að þessum rótum. Vemda þær, hlúa að þeim. Þá glötum við ekki því sem við eigum dýrmætast og engin þjóð önnur hefur eða getur varð- veitt.“ (Reykjavíkurbréf Mbl., skrifað 4. apríl 1998.) ★ Vonarpeningur og sporður Glöggir menn hafa bent mér á að vonarpeningur sé nú því miður víða notað í rangri merkingu, jafn- vel í bókum góðra höfunda, og þar sem þess væri síst að vænta. Þá er annað. Hér í blaðinu 31. mars var leiklistargagnrýni, þar sem meðal annars stóð: „Sýningar Hugleiks þykja með afbrigðum fyndnar þegar best tekst til og standa Hugleiksmenn þar atvinnu- mönnum síður en svo á sporði." Umsjónarmanni þykir að hrósið hafi hér misfarist. Hvað segir próf. Jón G. Friðjónsson um „að standa á sporði“? „Standa einhverjum ekki á sporði", segir Jón að merki að vera ekki jafnoki einhvers. Hvaðan þessi líking er dregin er ekki algjörlega ljóst. Ef Hugleiks- menn hafa „síður en svo staðið at- vinnumönnum á sporði", þá hafa þeir fyrmefndu verið miklu lakari. ★ Umsjónarmaður hefur sótt nokkuð geyst að „aðilanum“. Hann er því ekki hissa á bréfinu hér á eftir frá Haraldi Blöndal, heldur þakkar það. Lokaspurningin svar- ar sér sjálf: „í dag [18. apríl] birtist í pistli þín- um tillaga um, að í stað orðanna „sóknaraðili" og „varnaraðili" komi „sækjandi" og „verjandi". Þessi orð eru öll nauðsynleg í lögfræði. I lögfræði merkir orðið „sækjandi“ þann, er sækir (opinbert) mál, en „verjandi" er sá, er ver (opinbert) mál, og á við málflytjendm-na. „Sóknaraðili" er hins vegar sú lög- persóna, sem sækir mál en „varn- araðili" er á sama hátt sú, sem verst. Oftast era þessi orð notuð í skiptamálum, aðfararmálum og í kæramálum fyrir Hæstarétti. Magnús heitinn Torfason nefndi lögmenn ætíð í Hæstai'étti lög- menn sóknar- eða varnaraðila, en ekki lögmenn áfrýjanda og stefnda, eins og venja er. Til gam- ans má geta þess, að Guðmundur Kamban notar orðið verjandi í einu leikrita sinna í stað orðsins ákærði, og er auðsjáanlega að þýða enska orðið defendant. Og til athugunar: Geta menn orðið langeygir eftir að heyra skýrslu ráðherra, eins og frétta- kona í útvarpinu komst að orði um daginn?" ★ Hollráð Ef langar þig limru að yrkja og listsköpun umheimsins styrkja, - biddu fyrir þér, maður, og mundu að staður er til, sem er kallaður kirkja. (Þjóðhildur í Brattahlíð.) Athuga: Síðasti þáttur var ekki alveg jafn-feyrulaus að frágangi og vant er. Orðið fólksvagna skiptist skakkt á milli lína. Beðist er velvirðingar á þessu. Ef engin siðferðisstefna er til í fyrirtækinu telur Ketill B. Magnússon það eiga erfitt með að sýna að það hafi hreinan skjöld þegar starfsmenn þess gerast sekir um siðlaust athæfi. og óskráð. Ef þessir þættir hafa ekki verið skráðir niður eru venjur og hefðir það eina sem menn geta stuðst við þegar ákvarðanir era teknar í nafni fyrirtækisins. Við slíkar aðstæður era ákvarðanir fyrirtækisins ætíð háðar persónu- legu mati þeirra sem þær taka. Einnig er þá erfiðara fyrir stjóm fyrirtækisins eða endurskoðendur að leggja mat á ákvarðanir og gjörðir stjómendanna. Siðareglur eru vinnureglur Starfslýsingar, starfssamningar og skipurit eru meðal þeirra vinnu- reglna sem hluti íslenskra fyrir- tækja hefur sinnt, þótt þar séum við líklega skammt á veg komin miðað við viðskiptalönd okkar. Slíkar vinnureglur tilgreina til hvers fyrirtækið ætlast af starfs- mönnum sínum. Án þeirra er erfitt að mæla afköst og árangur starfs- mannanna. Önnur tegund vinnu- reglna sem sífellt verður meira áberandi í erlendum fyrirtækjum er siðai'eglur. Þær kveða m.a. á um hvernig fyrirtækið vill að það og starfsmenn þess breyti í aðstæðum sem era siðferðislega viðkvæmar, s.s. í umgengni við náttúrana, við móttöku gjafa, hagsmunaárekstra og notkun risnu. Með skráningu siðareglna gerir fyrirtækið opin- bera þá mælikvarða sem það telur að nota eigi þegar mat er lagt á starfshætti þess. Ef engar siða- reglur eða siðferðisstefna er til í fyrirtækinu á það erfitt með að sýna fram á að það sé með hreinan skjöld þegar starfsmenn þess ger- ast sekir um siðlaust athæfi. Siðferðisumræða En siðferði fyrirtækisins er ékki tryggt með því einu að setja siða- reglur á blað. Gera þarf siðferðis- umræðu að hefðbundnum starfs- háttum í fyrirtækinu. Þjálfa verður stjórnendur og starfsmenn f að ræða á faglegan hátt um siðferðis- leg málefni sem koma upp í starfi þeirra. Og í framhaldi þarf að Framhalds- skólinn, skóli allra nemenda? FORELDRAR fatlaðra og að sérstakar námsbrautii' fyrir Landssamtökin Þroskahjálp hafa þroskahefta. Námstími nemenda ásamt ýmsum skóla- mönnum lengi barist ötullega fyrir jafnrétti fatlaðra i skólakerf- inu. Þetta á einnig við um nám fatlaðra í framhaldsskólum. Sú barátta hefur borið nokkurn árangur og vafalítið haft áhrif á núgildandi skólalög- gjöf í landinu sem á að tryggja öllum rétt til menntunar við hæfi. Landssamtökin Þroskahjálp telja jafnrétti til menntunar og skólagöngu eitt af gnmdvallaratriðum almennra mannréttinda. Þau leggja áherslu á að framhaldsskól- inn skipuleggi og lagi starfsemi sína að þörfum allra nemenda, einnig nemenda með sérþarfir. Með orðinu sérþarfir er hér átt við nemendur með sérstakar þarfir vegna námsörðugleika, fötlunar, veikinda, félagslegra eða tilfinn- ingalegra örðugleika og nemenda sem standa að öðru leyti illa að vígi. Réttur fatlaðra til náms á fram- haldsskólastigi hefur verið tryggð- ur í lögum um framhaldsskóla frá árinu 1988 þegar fyrsta heildstæða löggjöfin um þetta skólastig var samþykkt á Alþingi. Sá réttur var síðan staðfestur enn frekar með lögum um framhaldsskóla nr. 80/1996. Síðustu ár hafa nokkrir fram- haldsskólar opnað dyr sínar fyrir fötluðum nemendum. Best hefur framhaldsskólanum tekist mennt- un hreyfihamlaðra og heyrnar- skertra/heymarlausra nemenda. Ánægjulegt er til þess að vita að Menntaskólinn við Hamrahlíð fékk viðurkenningu af hálfu Evrópu- sambandsins fyrir afburðagóða kennslu heyrnarlausra nemenda og hefur það námstilboð orðið öðr- um þjóðum til eftirbreytni. Einnig hafa nokkrir framhaldsskólar þró- sem stunda þar nám er þó ekki nema tvö ár. Nýleg dæmi úr skólakerfinu sýna að enn er langt í land að fatlaðir njóti jafnréttis í raun. Á síðasta hausti var t.d. tveimur fötluð- um ungmennum sem luku 10. bekk í fyrravor synjað um skólavist í framhaldsskóla í Reykjavík. Þetta á sér stað þrátt fyrir að meg- inmarkmið laga um málefni fatlaðra sé að tryggja fótluðum jafn- Ingibjörg rétti og sambærileg Auðunsdóttir lífskjör við aðra þjóðfé- lagsþegna. I þeim lög- um segir ennfremur að fatlaðir skuli eiga rétt á allri almennri þjónustu rflds og sveitarfélaga. í framhaldsskólalögunum segir að A unglingsárum, segir Ingibjörg Auðunsdóttir, standa fötluð ungmenni í sömu sporum og önnur ungmenni. hlutverk framhaldsskólans sé að stuðla að alhliða þroska allra nem- enda og skal hann veita fötluðum nemendum kennslu og sérstakan stuðning í námi. Fjölfatlaðir og/eða þroskaheftir nemendur hafa átt minnsta mögu- leika allra nemenda til að stunda framhaldsskólanám og era víðs fjarri því að njóta þess jafnræðis sem lögin eiga að tryggja þeim. Nám það sem þeim hefur staðið til boða er oftast innan fullorðins- fræðslu fatlaðra en það námskeið- stilboð er almennt skilgreint sem viðbótarnám eftir að hefðbundnu framhaldsskólanámi lýkur. Þeir sem eiga við mestu fötlunina að stríða era þannig sviptir rétti sín- um til framhaldsskólagöngu þegar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.