Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 25

Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 25 Karamanl- is látinn KONSTANTÍN Karamanlis, fyrrverandi forseti Grikk- lands, lézt úr hjartaslagi á sjúkrahúsi í Aþenu í fyrradag 91 árs að aldri. Ríkisstjómin lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna frá- falls Karam- anlis, sem þakkað er meðal annars að hafa átt afgerandi þátt í að binda enda á stjórnar- tíð herforingjastjórnarinnar 1974 og í þvi að koma Grikk- landi inn í Evrópubandalagið. Viðræður hafnar á ný FULLTRÚAR Kína og Tævans hafa komið sér saman um að taka aftur upp pólitísk- ar viðræður sín í milli, eftir nær þriggja ára hlé. Síðar á þessu ári hyggst aðalsamn- ingamaður tævanskra stjóm- valda, Koo Chen Fu, leggja leið sína til Peking. Þetta til- kynnti formaður sendinefndar Tævans, Jan Jyh Hong, eftir þreifingarviðræður í Peking á fimmtudag. Kínverjar slitu fyrir 33 mánuðum þeim við- ræðum sem höfðu verið í gangi milli stjórnvalda í Peking og í Taipei, í mótmælaskyni við heimsókn forseta Tævans, Lee Teng Hui, til Bandaríkjanna. Woo gerður afturreka KÍNVERSK stjómvöld vísuðu í gær úr landi Frank Woo, kín- versk-bandaríska baráttu- manninum fyrir lýðræði í Kína, og sendu hann til baka til Bandaríkjanna eftir að hann hafði reynt að komast inn í Kína. Meciar tapar STUÐNINGUR almennings í Slóvakíu við flokk forsætisráð- herrans Vladimirs Meciars fer hríðminnkandi, ef marka má niðurstöður nýjustu skoðana- kannana í landinu. Núverandi stjórnarflokkar myndu tapa meirihluta sínum á þingi til stjómarandstöðunnar, ef kosið yrði nú. Kíríjenko reyndist vera baráttujaxl Moskvu. Reuters. SERGEI Kíríjenko, sem í gær hlaut samþykki Dúmunnar í emb- ætti forsætisráðherra Rússlands, hefur reynst vera baráttujaxl sem ekki var tilbúinn til að gefa upp á bátinn umbótahugmyndir sínar til þess að vinna sér velvild þingheims sem afneitaði honum tvisvar. En í þriðju tilraun hlaut hann 251 at- kvæði, 25 atkvæðum meira en nauð- synlegt var til þess að hafa stuðning meirihluta þinmanna. Hefði meirihluti þingmanna hafn- að Kíríjenko í gær líkt og í fyrri at- kvæðagreiðslunum tveim hefði Bor- ís Jeltsín orðið að leysa upp þingið og boða til kosninga svo sem stjóm- arskráin kveður á um. Það hefði skapað mikla óvissu, bæði fyrir Jeltsín sjálfan og einnig einstaka þingmenn, sem hefðu átt á hættu að missa þingsæti sín og þau hlunnindi sem þeim fylgja. „Atkvæðagreiðslan í dag sýndi svo ekki verður um villst að hvorki við né þið viljið koma af stað miklu umróti, heldur þurfum við öll á því að halda að Rússland sé stórkost- legt,“ sagði Kíríjenko er hann ávarpaði neðri deildina er úrslit lágu fyrir, og þakkaði hann þing- mönnum stuðninginn. Kíríjenko er 35 ára bankamaður sem stundar líkamsrækt heima hjá Reuters KÍRÍJENKO þakkar þingmönn- um stuðninginn. sér, þar sem hann setur upp box- hanska og lætur höggin dynja á æf- ingapúðanum. Sem forsætisráð- herra gengur hann næst forsetan- um að völdum, og Jeltsín, sem orð- inn er 67 ára, á við veikt hjarta og ýmsa aðra kvilla að etja. Kíríjenko hefur aldrei falast bein- línis eftir stuðningi þingfulltrúa. Við umræður áður en atkvæðagreiðslan fór fram í gær bað hann þá að gleyma ekki þeirri ábyrgð sem þeir bæru á efnahag landsins, og það var það næsta sem hann hefur komist því að biðja þingmenn um stuðning. I fyrstu töldu flestir þingmenn að ekki kæmi til greina að Kíríjenko, sem Jeltsín tilnefndi í embættið, hlyti samþykki Dúmunnar því hann væri of ungur að árum og skorti alla reynslu til þess að geta sinnt skyld- um er þvi fylgdu. Smám saman ávann hann sér jafnvel nokkurt traust pólitískra andstæðinga sinna. „Við höfum hitt Kíríjenko, hann er viðkunnanlegur, kemur vel fyrir sig orði og er skarpgreindur," sagði Nikolaí Rízjkov, leiðtogi Flokks al- þýðuvaldsins, sem er vinstriflokkur. „Þessi maður hefur nýstárlegar hugmyndir og viðhorf," sagði Júrí Lúsjkov, borgarstjóri í Moskvu, um Kíríjenko. I síðustu ríkisstjóm, undir for- sæti Viktors Tsjernomyrdíns, gegndi Kíríjenko embætti orku- málaráðherra í fjóra mánuði, og var útnefningu hans í gær vel tekið af þeim sem starfa í orkuiðnaði. „Hann skilur þau vandamál sem iðnaður- inn á við að etja einmitt núna og hefur skilning á því að nauðsyn er á breytingum á skattakerfinu,“ sagði Jim Henderson hjá MFK Rena- issance fjárfestingabankanum í Moskvu. VÖKVAHAMRAR FYRIR VINNUVÉLAR STÆRÐIR FRÁ 100 KG - 2 T fViarkaðsþjónustan Fax: 565 4101 Upplýsingar í síma veitir Björn Baldvinsson 896 6391 og 566 6391 Nýsköpun í MYND Sýning í GKS 25. 4 - 2. 5. 1998 Verið velkomin í GKS, Smiðjuvegi 2 Kópavogi, þar sem ykkur gefst kostur á að skoða hönnun og vöruþróun á nýju herðatré fyrir börn og fatiaða, hugmyndir hönnuða frá Nýsköpunar- keppni grunnskólanna og kynnast starfsemi GKS. Gestum býðst að taka þátt í léttum gestaleik. (verðlaun eru: Tölvuborð frá GKS, skrifborðsstóll frá GKS og litaprentari frá Nýherja. aks <Ö> NÝHERJI SYNINGIN ER OPIN: Laugardaginn 25. april kl. 10-16 Sunnudaginn 26. april kl. 13-16 Virkadagakl. 9-18 Laugardaginn 2. maí kl. 10-16 gks Húsgagnagerð | Smiðjuvegi 2 ^ 200 Kópavogur Simi 567 2110 Fax 567 1688 WÐ KYNNUM GLÆSILEGAN FIAT BRAVO ABARTH SMIÐSBÚÐ 2 GARÐABÆ SÍMI: 565 6580 ABARTH-9 r SPORT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.