Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Margar myndir, lftil aðsókn Frakkar eru með mestu kvikmyndaþjóðum í heiminum og framleiddu um 140 bíó- myndir á síðasta ári að því er fram kemur í grein Arnaldar Indriðasonar. En aðsóknin hefur dalað. Dýrar og metnaðarfullar myndir hafa ekki náð inn fyrir kostnaði nema Luc Besson geri þær og Bruce Willis fari með aðalhlutverkið. GAMANMYNDIR ganga vel; úr Didier eftir Alain Chabat. ALLS seldust 50 milljón bíómiðar á franskar bíó- myndir í Frakklandi á síð- asta ári og mætti ætla að kvik- myndaþjóðin mikla væri nokkuð stolt af því. Markaðshlutdeild franskra mynda er 34 prósent í heimalandinu. Þegar málið er skoðað nánar kemur í ljós að 15 prósent af þessum 34 prósentum tilheyrðu mynd Luc Bessons, Fimmtu höfuðskepnunni, sem var gerð á ensku og með bandaríska leikaranum Bruce Willis í aðalhlut- verki. Önnur tíu prósent tilheyrðu gamanmyndinni Mundi ég ljúga að þér eða „La verite si je mens“ svo einungis tvær bíómyndir eru með 25 prósent af aðsókninni á fransk- ar myndir á síðasta ári. Það þýðir að um 140 aðrar franskar myndir sem frumsýndar voru í Frakklandi á síðasta ári skiptu með sér þeim níu próentum sem eftir eru og það kallast varla mikil aðsókn. Blómleg kvikmyndagerð Svo það er kannski ekki að undra þótt þeir sem komi að kvik- myndamálum í Frakklandi sitji og klóri sér í hausnum og spyrji sjálfa sig hvers vegna dýrar myndir með frægum stjömum gengu ekki í áhorfendur en litlar myndir urðu vinsælar, myndir sem enginn vissi hvaðan komu. Franski kvikmyndaiðnaðurinn er á fullu blússi; fjölsala kvikmynda- hús hafa sprottið upp eins og gorkúlur og bíóaðsókn eykst með ári hverju og kvikmyndaframleið- endur eru að setja saman metnað- arfyllri myndir en oft áður að því er segir í bandaríska skemmtana- tímai-itinu Variety, sem fjallaði um aðsóknarmál í Frakklandi nýlega. Þannig mun mynd Claude Zidis, Ástríkur og Steinríkur berjast við Sesar, kosta um 42 milljónir dollara. Einnig eru franskir framleið- endur í æ ríkari mæli að setja pen- inga í útleriskar myndii’ eins og breskar og bandarískar. En það verður æ erfíðara fyrir þá að spá í hvers konar myndir ganga í franska áhorfendur. Fyrir tveimur eða þremur árum var hugsunin sú að ef kvikmynda- framleiðendur hugsuðu stórt fengju þeir mikið af áhorfendum; því dýrari sem myndirnar yrðu því meiri yrði aðsóknin. Árið 1997 sýndi þveröfuga þróun. Þær sex myndir sem kostuðu yfír 11 millj- ónir dollara, en frönsk bíómynd kostar að meðaltali um fjórar milljónir, gengu allar illa í miða- sölunni. Hinn frægi Claude Berri gerði 23 milljón dollara mynd sem heitir „Lucie Aubrac" en fékk að- eins 10 milljónir í kassann. Gamanmyndin Ástin liggur til allra átta eða „Un amour de sorci- ere“ eftir Rene Manzor kostaði 16 milljónir en tók inn 5,5. Mynd Philippe de Broca, „Le Bossu“ kostaði 24 milljónir en tók inn 12. Stjörnurnar bjarga engu „Það gerist æ erfiðara að sjá fyrir hvað áhorfendur vilja og nú í seinni tíð á það sérstaklega við um leikaravalið," er haft eftir gagnrýnandanum Phil- ippe Maarek. Framleið- endur treysta ekki á að leikarar eins og Gérard Depardieu, Sophie Marceau, Daniel Au- teuil eða Carole Boquet tryggi aðsókn á myndir þeirra. Aðsókn á mynd- ir þessara leikara var slæm á síð- asta ári. Stjömurnar koma kannski frekar að notum þegar mynd er fjármögnuð. „Stór- stjörnur eru ákaflega mikilvægar þegar kemur að því að finna fjár- magn í myndir og þú vilt fá sjón- varpsstöðvamar til þess að taka þátt,“ er haft eftir framkvæmda- stjóra hjá Pathé kvikmyndafyrir- tækinu. Vandamálið er að stjörn- urnar eru engin trygging fyrir aðsókn. Frönsku sjónvarpsstöðvamar taka gjaman þátt í að fjármagna kvikmyndir og frönsku kvik- myndastjömumar eru mjög vin- sælar á meðal sjónvarpsáhorf- enda. Þar með eru stjömurnar vinsælar á meðal þeirra sem reka sjónvarpsstöðvarnar. Einnig er gott að geta flaggað stjöraum þeg- ar reynt er að selja franskar myndir erlendis. Hluti af vandamálinu sem snýr að stjömunum er sá að bannað er að auglýsa fmmsýningar bíó- mynda í sjónvarpi sem þýðir að franskar kvikmyndastjörnur þræða viðtalsþætti og fréttaþætti og úttala sig um myndimar þar til fólk jafnvel fær leiða á þeim, sem aldrei má gerast. „Með þeim hætti verða stjömurnar kannski of áberandi, engin dulúð er lengur bundin við þær,“ er haft eftir ein- um dreifingaraðila. Það hvernig bíómyndir spyrjast út hefur mikið að segja í Frakk- landi. Gott orðspor getur mjög aukið aðsóknina. Myndir nokk- urra áður óþekktra leikstjóra spurðust mjög vel út í fyrra; Thomas Gilou, Manuel Poirier, Philippe Harel og Robert Gu- ediguian. Myndir þeima kostuðu allar undir fjómm milljónum doll- ara en hafa skilað inn á bilinu sex til 28 milljónum. Nýjasta mynd Alain Resnais, „On connait la chanson", fékk mikið umtal meðal kvikmyndaáhugamanna og 11 milljónir í kassann. Sagt er að franskir kvikmyndaá- horfendur hafi þróast hraðar en framleiðendumir og geri nú aukn- ar kröfur um söguþráð og umfjöll- un um þjóðfélagsmál. Þá em sjón- varpsstjömur í auknum mæli að flytja sig yfir í kvikmyndirnar og unga kynslóðin sem ólst upp með þeim fylgir á eftir. Fyrrverandi fé- lagar í gamanþáttum Les nuls og Les inconnus hafa snúið sér að Þeim fylgir lítil áhætta en gróðinn getur orðið talsverður STÓRMYND sem klikkaöi; úr Lucie Aubrac. kvikmyndagerð. Stjama fyrr- nefnda hópsins, Alain Chabat, gerði sína fyrstu gamanmynd í fyrra, „Didier“, sem kostaði 10 milljónir og tók inn 17 en grínist- arnir úr hinum hópnum, Didier Bourdan og Bemard Campan, græddu 21 milljón dollara á „Le pari“. Kvikmyndahúsaeigendur í Frakklandi segja að litlar myndir gerðar af óháðum aðil- um geti komið skemmti- lega á óvart. Þeim fylgir lítil áhætta en gróðinn getur orðið talsverður. Með tilkomu nýju fjöl- salabíóanna getur slík mynd átt mikla mögu- leika ef áhugi vaknar á henni á annað borð. Vandamálin byrja þegar Franskir kvik- mynda- áhorfendur þróast hraðar en framleið- endurnir stór- mynd frá einhverju af stóru kvik- myndafyrirtækjunum tekur besta plássið í bíóunum og klikkar svo í miðasölunni. Nokkur góð ráð drama, eins og „Le bossu“ og „Marquise", hafa ekki notið mikill- ar hylli. 2. Þunglyndislegar stríðsmyndir eins og „Lucie Aubrac"; Frakkar eru nógu þunglyndir fyrir í augna- blikinu og unga fólkið finnur sig ekki í seinni heimstyrjöldinni. 3. Kvikmyndir sem kosta meira en 20 milljónir dollara - nema þær séu gerðar af Luc Besson og séu leiknar á ensku. 4. Myndir sem fela ekki í sér þjóðfélagslegt raunsæi. 5. Myndir þar sem áhersla er lögð á tækni- brellur og stílfærslu og stjörnur en gleymst hef- ur að skrifa handritið. 6. Myndir þar sem þekktir gamanleikarar reyna að fara með alvarleg hlutverk. Dæmi: Alain Chabat og Patrick Timsit sem gerðu ekki mikið fyrir „Le cousin". 7. Myndir sem leggja ofuráherslu á að ná til krakka. Þeir eiga eftir Variety talaði við fjölda fólks sem kemur að kvikmyndamálum í Frakklandi og spurði hvað væri til ráða til þess að auka aðsókn á franskar bíómyndir; hvemig þær ættu að vera til þess að draga að áhorfendur. Fáir þorðu að spá því hvað gengi í áhorfendur en nokkr- ar hugmyndir komu fram um það sem ekki gengur í Frakka og gætu þær verið umhugsunarefni fyrir franska kvikmyndaframleiðendur. 1. Rándýrar myndir sem gerast í fortíðinni, svokallað búninga- að vaxa úr grasi og hvers vegna að hafa áhyggjur af þeim; auk þess er Disney alltaf til staðar. 8. Myndir sem segja frá stóru skipi sem sekkur á hafsbotn. Þetta sama eru kvikmyndagerð- armenn að spá í um allan heim með misjöfnum árangri því það er aðeins til einn sannleikur í kvik- myndagerð, sem handritshöfund- urinn William Goldman orðaði svo ágætlega þegar hann ræddi um hvað gengi og gengi ekki í áhorf- endur: Um það veit enginn neitt..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.