Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Freyr Jónsson og Jón Svanþórsson heyrðu íssjá og snjóradar. Myndin er tekin við Svea bækistöðina. ðinum. góðum árangri," sagði Freyr. Svo vii’ðist sem málmblandan þoli ekki fimbulkulda. Bílarnir fóru alltaf í gang, enda hægt að hita kælivatnið með olíumiðstöðvum. Það var helst að kúplingin þyngdist í mestu kuldunum. Færið á gaddjöklinum og í kuldan- um var oft ólíkt því sem jöklafarar eiga að venjast hér. „Hér eru ekki 160 km löng belti rifskafla eins og við þurftum að aka í gegnum,“ sagði Freyr. Uppi á hásléttunni þurfti oft að aka með lægsta mögulegan þrýst- ing í dekkjunum, tvö pund á ferþuml- ung. Þar fóru þeir um á bílunum sem tæplega var fært gangandi manni. Undir örþunnri skel var snjórinn lík- astur salti og ekkert hald í honum. Jón sagði að menn hafi átt erfitt með að fóta sig ef þeir stigu út úr bílun- um. Sænsku leiðangursmennirnir fengu að reynsluaka jeppunum, einnig Hollendingar, Norðmenn, Finnar, Þjóðverjar og Suður-Afríkumenn sem lögðu á sig langa þyrluferð til þess eins að prófa bílana. Allir lýstu hrifn- ingu sinni og sumir líktu þeysireiðinni yfir hjamið við það að ferðast í flug- vél. Islendingarnir höfðu meðferðis vélsleðagalla, „windstopper“ flísfót og fleira frá MAX. Þeir segja að íslensku gallamir hafi verið miklu liprari en hlífðarfötin sem Svíarnir vora með. „Við gátum dansað og staðið á haus í vélsleðagöllunum, en varla gengið í sænsku fötunum," sagði Freyr. Félag- amir vora yfirleitt í ullarnærfötum og fyrrnefndum flísfötum utanyfir. „Þeir vora farnir að kalla þau náttfötin okk- ar - bannsettir ormarnir," sagði Jón og kímdi. Suður-Afríkumennirnir sýndu íslensku hlífðarfótunum mikinn áhuga og ætluðu að afla sér nánari upplýsinga um þau. Stórkostlegt að koma heim Félagarnir era sammála um að það hafi veríð stórkostlegt að koma heim og hitta ástvini sína eftir langa útivist. Jón kom heim á undan en Freyr varð eftir í Höfðaborg til að ganga frá bíl- unum til flutnings heim. Freyr sagðist ekki hafa átt von á því að neinn tæki á móti honum, það var óvænt ánægja að sjá hóp samstarfsmanna og fjölskyld- una bíða við stigann í Flugstöðinni. „Ég varð orðlaus, og sérstaklega ánægður að sjá strákinn sem virtist þekkja mig,“ sagði Freyr. „Ég tók hann í fangið og setti hann svo niður. Þá labbaði hann - og það hafði ég aldrei séð áður!“ Eiga framtíð fyrir sér Jeppaleiðangurinn til Suðurskauts- landsins naut stuðnings fjölda aðila. Utflutningsráð styrkti verkefnið með frekari útflutning á íslensku hugviti í huga. Eimskip veitti ferðalöngunum styrk, Sjóvá-Aimennar styrktu Arctic Trucks vegna trygginga á mönnum og búnaði, Nýherji veitti stuðning við fjarskipti leiðangursins og MAX allan fatnað gegn prófunum á fotunum við erfiðar aðstæður. Þetta viðamikla verkefni er nú að baki, en þó ef til vill rétt að byrja. Jón og Freyr era sannfærðir um að jökla- jeppar eigi fullt erindi í leiðangra af þessu tagi. Snjóbílar verði áfram not- aðir til þungaflutninga, enda henti þeir vei til dráttar, en jepparnir geri mönnum kleift að fara hratt yfir og á þægilegri hátt en menn hafa átt að venjast til þessa á heimskautasvæð- um. SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 B 11 FROSTÞURRKAÐ selshræ fannst á ísnum nálægt Wasa bækistöðinni, um 120 km frá sjó. Þetta var ungt karldýr og af tegund sem nærist mest á krabbadýrum. Tekin voru sýni úr selnum til aldursgreiningar. JEPPARNIR reyndust vel og fóru alltaf í gang, hvernig sem viðraði. Fjaðragormarnir þoldu ekki þann mikla kulda sem þarna var og vildu brotna. Freyr tyllti sér út í skaflinn eftir ferð yfir rifskafla og „mixaði" mölbrotna gormana. MATUR var íjölbreyttur og góður. Per Holmlund mundaði grilltöngina faglega. í baksýn er vegvísir sem sýnir fjarlægðir til ýmissa staða. Freyr skar út spjald með áletruninni „Reykjavík 15264 km“. Jóla- dagur var annar tveggja frídaga í ferðinni. Leið- angursmenn fóru upp á þak á bækistöðinni í Wasa, sem hitnaði vel í sólinni. Freyr hélt uppi fjörinu og söng íslensk jöklalög. BÍLARNIR voru settir á snjóbílasleða til að hægt væri að hifa þá um borð í ísbrjót- inn Aghulas við ísröndina. í Höfðaborg voru jepparnir settir í gáma og sendir til ís- lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.