Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 B 13 sviðsleikur né „show“, heldur ómenguð miðlun sannleikans, og 3 íþróttin felst í að ná því, þrátt fyrir nálægð manna og myndavéla, að geta verið persónan - eða maður sjálfur - hvort heldur sem er. Þótt sagnfræði og heimilda- myndagerð hafí náð flugi í Þýska- landi, þá hafa leiknar, sögulegar kvikmyndir aldrei náð sér á strik þar í landi eftir síðari heimsstyrj- öldina, og þar eru skilin mjög skýr á milli þess sem leikið er og hins sem ekki er leikið. Leikið i efni skal vera áberandi leikið, og fjarlægt heim- ildaefninu: sannleikan- um; það er gjarnan „kómedía" eða „krimmi". Der Spiegel benti á þessa staðreynd um áramótin: orðstír leikinna, sögulegra þýskra mynda er ónýt- ur. Ég hef áður tekið myndina Evrópa, Evr- ópa sem dæmi um sögu- lega kvikmynd. Sú mynd - sem er undir þýskri forsjá en eftir pólskan höfund - hlaut umtal, jafnvel andúð í Þýskalandi, þó svo að hún væri gerð að framlagi Þýskalands til Óskarsverðlauna, og næði athygli, jafnvel í enskumælandi löndum. Þetta var árið 1992 - það er ekki * lengra síðan. Evrópa, Evrópa fjallar um gyð- ingadrenginn Sólómon, sem kemst í fremstu raðir Hitlersæskunnar - í krafti ótrúlegra atburða. Allir sjá fyrir sér, að hér er um marga spennupunkta að ræða, marga at- burði, margar senur - nema þeir ( sem beinlínis vilja loka augunum I fyrir því. Gyðingadrengurinn, sem kemst í fremstu röð í Hitlersæskunni, hann * er söguleg persóna eins og þær ger- ast dramatískastar, því sú ögrun, sú breyting sem verður á högum hans, hún er eins stór og hugsast getur - og hún er það beinlínis vegna hins sögulega umhverfis hans á þeirri öld, sem nú er að líða. En hinn alþjóðlegi titill þessarar , sögulegu myndar: Evrópa, Evrópa, hann segir líka sitt. Við þurfum að Heimahagamyndir geta því ekki orðið fýrirmynd manna í landi eins og Islandi, sem nú vill hasla sér völl á sviði sögulegra kvikmynda. „Sumu af því, sem hér hefur verið nefnt, munu einstaklingar og einka- fyrirtæki áreiðanlega eiga frum- kvæði að. En stjórnvöld þurfa að leggja línur og veita atbeina þar sem þess er þörf. Það er t.d. aug- ljóst, að fjármagn úr opinberum sjóðum þarf til þess að nýta hina nýju fjölmiðla með árangursríkum hætti í þessu skyni. Á þeim uppgangstímum, sem við nú lifum, á þjóðin að hafa efni á því,“ sagði Morgunblað- ið um síðustu áramót. Við Islendingar þurf- um að kynna þær sögu- legu hetjur fýrh' okkur sjálfum og útlending- um, sem við teljum, að þeir geti skilið með okk- ur, enn þann dag í dag, á árinu 1998. Utlend- ingar skildu Einar Benediktsson afar vel á sínum tíma, þegar hann talaði um milljón - og líklegt er að útlending- ar myndu einnig skilja hann vel núna, ef gerð væri um hann kvikmynd. Þannig verður að reyna að reikna dæmið fyrirfram í kvikmyndaheiminum, ef farið er af stað með sögulega mynd. En það eru auðvitað fleiri hetjur en Einar Benediktsson, sem hægt er að taka, og gera um þær mynd. Það hefur til dæmis alltof lítið verið fjallað um kvenhetjur í íslenskum myndum, konur sem brutust þangað sem þær vildu, sóttust eftir völdum yfír eigin lífi, á víkingaöld, á okkar öld - og þær hetjur eru spennandi, því þær hafa iðulega þurft að klífa þrítugan hamar á Islandi karlaveldis. Menn hafa alltof lítið þreifað á íslandssög- unni í leit að kvenhetjum. „Hér þarf að koma til almenn stefnumörkun af hálfu stjómvalda og ákvörðun um að veita verulegt fjármagn til þess að minnast merki- legs áfanga í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar í byrjun nýrrar aldar,“ sagði Morgunblaðið í Reykjavíkur- bréfí sínu sunnudaginn 28. desem- ber 1997, og gaf tóninn í umræðu I Einar Heimisson Evrópa, Evrópa fjallar um gyðinga- drenginn Sólómon, sem kemst í fremstu raðir Hitlersæskunnar - í krafti ótrúlegra atburða. Allir sjá fyrir sér, að hér er um marga spennu- | punkta að ræða fá leiknar evrópskar myndir um söguleg efni - og það fer saman að við þurfum peninga frá a.m.k. þremur Evrópulöndum í slíkar myndir og við þurfum söguskilning, sem er boðgengur víðar en aðeins í upprunalandinu: forsjárlandinu. Á þessu sviði setur Evrópski kvik- myndasjóðurinn leikreglur - og í hann eigum við Islendingar sókn með okkar sögulegu efni og okkar sögulegu hetjur. Rétt eins og kom fram í Gatt-viðræðunum á sínum tíma, þá er Evrópa einasta framlag- ið, sem hægt er að leggja fram við hliðina á Ameríku í kvikmyndum. Og eins og Der Spiegel benti á í tengslum við kvikmyndahátiðina í Berh'n, þá þurfum við fólk, sem get- ur borið slíkar myndir uppi: við þurfum evrópskar stjörnur, fólk sem hefur alþjóðlega útgeislun, fólk, sem á sókn útfyrir heimahaga sína í framgöngunni á hvíta tjald- inu, en einnig utan þess, ekki hvað síst í kynningarforystu myndanna. Á tímum Weimarlýðveldisins, milli 1918 og 1933, var Berlín einmitt for- ystuborg heimsins í kvikmyndum og þá gerðu menn sögulegar mynd- ir um aldamótin síðustu með alþjóð- legum stjörnum í forystu. Heimahagamyndir („Heimat- fílm“) eru andstæðan við evrópskar myndir. Heimahagamyndir voru ríkjandi - því miður - í Þýskalandi eftir síðari heimsstyrjöldina, og ein- kenndust af því að menn sáu illa það, sem sögulegt var, menn sam- einuðust um að þurrka það út úr persónum kvikmynda sinna. um gerð aldamótamynda í tengslum við aldamótin, sem núna eru að koma. Við slík tímamót líta menn til baka, skoða söguna, kanna hvað er spennandi, athuga hvaða persónur hafa verið ofmetnar og hverjar van- metnar af einhverjum ástæðum, rétt eins og Valtýr Guðmundsson, sem ekki hlaut sömu athygli og Hannes Hafstein og Einar Bene- diktsson. Sögulegt hreyfiafl aldamóta er mikið, þá spretta fram brautryðj- endur - og við þurfum að virkja aldamótin fyrir sögulegar myndir um brautryðjendur, þá, sem of lítið hefur verið fjallað um á öldinni, sem er að líða. Kvikmyndin er hreyfill - og það vita allir, sem vilja vita það. Stefnumótun stjórnmála- manna hlýtur að lúta að samspili opinberra aðila og einkaaðila í kvik- myndagerð, heilbrigðri verkaskipt- ingu og verklagi: Menningarsjóður útvarpsstöðva er einn vannýttur hlekkur í þágu framfaraeflingar Is- lands, menningarauka þess og fræðslu. En allt verður þetta að vera spennandi. Án spennu er kvikmyndin dottin um sjálfa sig - hún er enginn hreyf- ill lengur. Þetta sjá allir, ekki bara þeir sem vilja sjá það. Og um alda- mót eiga menn engan annan kost, en að sjá það sem máli skiptir - það er boð tímans. Á sumardaginn fyrsta 1998. Hnfumhir er sagnfræðingur og kvikmyndahöftindur. Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.550.000,- Umboðsaöilar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712 Keflavik: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bífa og Búvélasatan, s: 471 2011____ Ávaxtasýrum eðferð ^JjNor Örvar endurnýjun háðfruma ♦ Fyrir allar hárgerðir HONDA Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri Ávaxta-ensím sýrumeðferðin örvar endurnýjun húðfruma, grynnkar hrukkur, vinnur á bóluvandamálum og húðin verður þéttari, áferðarfallegri og móttækilegri fýrir nærarndi efnum. Frábært tilboð í maí þar sem taska með súrefniskremi (að verðmæti kr. 4.900) fylgir. GUINOT Snyrtistofa Ágústu Guðnadóttur Hilmisgötu 2a, Vestmanna- eyjum, sími 481 2268 Snyrtistofa Lilju Guðnadóttur Dynskógum 6, Hveragerði, sími 483 4535 Snyrtistofa Lindu Hafnargötu 29, Keflavík sími 421 4068 Snyrtistofan Gyðjan Skipholti 70, Reykjavík sími 553 5044 Snyrtistofa Lilju Högnadóttur Stilholti 14, Akranesi simi 431 3644 Snyrtistofan Tara Digranesheiði 15, Kópavogi, sími 564 1011 Snyrtistofan Ásýnd Starmýri 2, Reykjavík sími 588 7550 Snyrtistofan La Rosa Garðatorgi, Garðabæ, sími 565 9120 Snyrtistofan Fatima Þverholti 2, Mosfellsbæ sími 566 6161 Snyrtistofan Ársól Grímsbæ v/Bústaðaveg Reykjavík, sími 553 1262 Snyrtistofan Birta Grensásvegi 50, Reykjavík sími 568 9916 Snyrtistofan Fegurð Brekkugötu 9, Akureyri, sími 462 6080 Eftirtaldar snyrtistofur bjóða upp á þessa árangursríku meðferð. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar! Innifalið í verði bílsins 1400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautunt Loftpúðar fyrir ökumann og farþega4 Honda teppasett4 Rafdrifnar rúður og speglar4 ABS bremsukerfi 4 Samlæsingar 4 14" dekk4 Verð á götuna: 1.455.000.- Sjátfskipting kostar 1 00.000,- Ryðvörn og skráning4 Útvarp og kassettutæki4 115 hestöfl Fjarstýrðar samlæsingar 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Sjálfskipting 100.000,- HONDA Síml: 520 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.