Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 3. MAÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ EVROP EVRÓP Það sem vekur ekki hvað síst eftirtekt við Titanic er hin nákvæma endursköpun sögulegra atburða, skrifar Einar Heimis- son í hugleiðingu sinni um sögulegar kvikmyndir og aldamótin. EINN er sá menningarvið- burður, sem vakið hefur mesta athygli í Reykjavík undanfamar vikur. Það eru auðvitað sýningar á myndinni Titanic, sem staðið hafa frá áramót- um. Titanic er ekki bara dýrasta mynd allra tíma; hún er í senn nú- tímaleg og klassísk mynd, hún er amerísk með evrópskum burðarás- um, hún er mynd sem tengir saman kynslóðirnar - hana vilja allir sjá. Allir fínna eitthvað í þessari mynd: siglingar og lífsháska, ást og stjöm- ur, tækni og tilfínningar, það sem er stórt en ekki síður það sem er smátt: einstaklinginn andspænis heimssögulegum örlögum sínum. Það sem vekur ekki hvað síst eft- irtekt við Titanic er hin nákvæma endursköpun sögulegra atburða: aðstæðumar eru sannar, þótt aðal- persónumar séu skáldskapur. Með öðrum orðum: það er ekki svindlað á útgangsforsendum hvort myndin er leikin eða ekki leik- in - hún verður að ganga upp á sín- um eigin forsendum, hún verður að „halda“ eins og sagt er, þannig að hið sögulega efni glati ekki hljóm- grunni sínum, jafnvel um aldur og ævi. Þau skil, sem sumir hafa viljað setja á milli leikinna mynda og sögulegra mynda, á milli persónu- sköpunar og hreins raunvemleika, þau skil fljóta ávallt í verkum hinna mestu meistara leikinna sögulegra mynda og nægir þar að nefna ný- legar - alþekktar - myndir eins og bandarísku myndina Schindler’s List og evrópsku myndina Hamsun. Illa gerðar sögulegar myndir, sem fólk nennir ekki að horfa á, þær koma sér illa fyrir þessa grein innan kvikmyndaheimsins og valda því að stjórnmálamenn trúa ekki á það að setja í slíkar myndir peninga. Fag- menn verða að koma að gerð sögu- legra mynda, því þeir kunna að sigta út spennupunkta efnisins og TITANIC - þar er ekki svindlað á útgangsforsendum myndarinnar. Utlendingar skildu Einar Benediktsson vel á sínum tíma, þegar hann talaði um milljón - og líklegt er að útlend- ingar myndu skilja hann vel núna, ef gerð væri um hann kvikmynd ATRIÐI úr Maríu - alltof h'tið hefur verið fjallað um kvenhetjur í íslenskum myndum. myndarinnar, heldur er beinh'nis lögð áhersla á það í markaðssetn- ingu hennar að þær hafi verið end- urskapaðar nákvæmlega - til þess að laða fólk að bíómyndinni. Um áramótin síðustu birti Morg- unblaðið ádrepu um þörfina á sögu- legum kvikmyndum um aldamót. Orð blaðsins voru sannarlega orð í tíma töluð, hvatning til þeirra, sem vinna að gerð slíkra mynda - en ekki síður til þeirra fjölmörgu áhorfenda, sem saknað hafa slíkra mynda hérlendis. Stærsta blað landsins gaf tóninn og sá tónn var mjög sannur: „Það er afar mikil- vægt, að tengsl þjóðarinnar við þessa fortíð slitni ekki en séu þess í stað ræktuð með þeim hætti, sem hentar þeim, sem nú eru að vaxa úr grasi. Augljóst er að þar koma sjón- varp, kvikmyndir" til sögunnar. Nú er það svo, að sögulegar myndir geta verið margs konar. Þær geta verið heimildarmyndir, sjónvarpsmyndir eða bíómyndir; þær geta verið sviðsettar og leikn- ar eða byggðar á fyrirliggjandi efni. Sögulegar myndir geta átt sér einstök efni, rétt eins og ein- stakar persónur sem útgangsfor- sendu - allt er til í dæminu. En aðalatriðið er þetta: sögu- legar myndir standa ekki undir nafni, nema útgangsforsendan, ramminn, sem þær eru mótaðar í, hann sé sannur og réttur. Við- brögð persóna verða að vera raun- sönn, þau verða að standast fyrir viðkomandi stóradómi: dómi sög- unnar. Það er ekki aðalatriði í eðli sínu þrautreyna möguleika þess. Það gengur ekki að viðvaningar, sem ekki ná hljómgrunni neins staðar með þessari þjóð - eða öðrum - í myndum sínum, þeir séu að því í hjáverkum að sjónvarpa útvarps- þáttum, og fái til þess hðveislu í ís- lensku sjóðakerfi. Gerð sögulegra kvikmynda er nefnilega ekki hjá- verk - hún er dauðans alvara, ætli menn að ná einhverjum árangri. „Aðrar þjóðir og þá ekki sízt Bretar hafa náð einstaklega góðum tökum á því að koma sögulegum at- burðum til skila til samtímans í formi leikinna sjónvarpsþátta, sem oft eru snilldarvel gerðir. Það er íhugunarefni, hvort við Islendingar getum fetað í þau fótspor og komið markverðum atburðum úr sögu okkar á framfæri á þann veg,“ segir Morgunblaðið í Reykjavíkurbréfi sínu um áramót. Það er laukrétt að þjóðum heims hefur gengið það misvel að búa til sögulegar myndir - leiknar eða ekki - og slíkar myndir eiga sér ekki hefð á Islandi. Það er miður, því kvik- myndin er það form, sem best er til þess fallið, að koma slíkum efnum þannig á framfæri, að það tengi saman kynslóðimar. Það þarf ekki mynd á stærð við Titanic til þess að slíkt geti orðið árangursríkt, það þarf hins vegar sameiginlegan vilja fjölmiðla og kvikmyndahöfunda, sagnfræðinga og stjómmálamanna. Meginatriðið er þetta: fólk, sem lifir á árinu 1998, verður að finna eitthvað í viðkomandi mynd, sem snertir það, og fær það til að setjast fyrir framan myndina, fara jafnvel í bíó til að sjá hana og til að halda áfram að horfa á hana. A tímum samkeppni í öllu, sem til er á jarð- ríki, þá verða sögulegar myndir að standa sig afar vel, ef þær eiga ekki að tapa fyrir þeim myndum, sem fara fram á forsendum nútímans, þess, sem er allt í kringum fólk, og ekki þarf að bera að því. Það verður að vera eitthvað við atburðina, sem er spennandi, eitthvað við persón- uraar sem er spennandi - því eng- inn vill horfa á það sem ekki er spennandi. Það er laukrétt hjá Morgunblað- inu að tengslin við fortíðina verður að rækta með þeim hætti, „sem hentar þeim, sem nú eru að vaxa úr grasi“. Framfaraefling íslands var orðalag Einars Benediktssonar og það kemur því ekki á óvart, að blað- ið hvetur sérstaklega til þess að saga hans sé kvikmynduð: „Einar Benediktsson er nefndur hér vegna þess að þjóðmálaumsvif hans hafa bersýnilega verið mjög mikil á þess- um árum.“ En hvers vegna Einar Benediktsson, maðurinn sem þjóðin skildi ekki, maðurinn sem talaði um milljón, þegar aðrir töluðu um mysu? Jú, Einar Benediktsson er spenn- andi kvikmyndapersóna, af því að hann braut upp sinn samtíma frek- ar en aðrir, hann ögraði honum, barðist við þumbara og kverúlanta, tók á sig tímann, meðbyr hans og mótbyr - og í kringum hann mynd- uðust þess vegna spennupunktar. Kvikmynd byggist einmitt á spennupunktum: dramatískum kúvendingum. Hún lifir á þeim sem listform - og þarf á persónum að halda, sem standa og falla með slík- um kúvendingum. En það væri líka hægt að búa til myndir um aðra sögulega braut- ryðjendur eins og Hannes Hafstein, fýrsta ráðherra íslands, eða Valtý Guðmundsson, sem „lék lykilhlut- verk í stjómmálabaráttunni hér um aldamótin og kannski má segja, að í sögubókum hafi lítillar sanngirni gætt í hans garð“, svo vitnað sé enn í grein Morgunblaðsins. Ekkert form dugar betur til þess að lagfæra og leiðrétta misfellur í sagnaritun og söguskilningi en kvikmyndaformið, því það er sterkast, naktast og beinskeyttast allra forma - það er einfaldlega það form, sem er næst raunveruleikan- um, ekld hvað síst raunveruleika hinna gleymdu og týndu. En það er laukrétt hjá Morgun- blaðinu, að það skiptir máli hvaðan fyrirmyndir að sögulegum myndum era sóttar. Allir þekkja sögulegar myndir frá Bandaríkjunum og Bret- landi, og margir þeklqa myndir frá Norðurlöndunum. Það er einkenni á þeim löndum, sem ná árangri í þess- um efnum, að þar era sldlin milli leikins efnis annars vegar og heim- ildaefnis hins vegar ekki gerð að út- gangsforsendu eins og sums staðar annars staðar er gert - og jafnvel fullyrt að leiklist og sagnfræði eigi ekki samleið. Þetta er rangt. Leiklist og sagnfræði eiga sam- leið. Kvikmyndaleikur og kvikmynda- taka era íþrótt sannleikans; kvik- myndaleikur - eða það að koma fram fyrir myndavél - er hvorki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.