Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 B 19**? Gífurlegir „skýstrokkar“ á sólarskautunum Sólvindur eykur á alda- mótavandræðin London. The Daily Telegraph. VÍSINDAMENN hafa uppgötv- að eins konar skýstrokka á sólar- skautunum og eru þeir jafn mikl- ir að umfangi og jörðin og geys- ast áfram með 300.000 mílna hraða á klukkustund. Talið er, að þeir geti gefið ýmsar upplýsingar um sólvindana svokölluðu en þeir geta haft slæm áhrif á fjarskipti. Sólvindurinn, hlaðnar agnir, sem berast frá sólu, veldur með- al annars norðurljósum á jörðu og segulstormum, sem haft geta alvarlegar afleiðingar fyrir sam- bandið við gervihnetti og á orku- flutning og tölvur. Búist er við, að sólvindurinn verði í hámarki næst um aldamótin og mun hann þá auka enn á þau vandræði, sem tölvueigendur standa frammi fyrir vegna nýja árþús- undsins. Sólvindurinn er enn ráðgáta en bresku vísindamennimir dr. David Pike og dr. Helen Mason telja, að skýstrokkarnir fyi-r- nefndu dragi til sín efni á sólar- jöðrunum og þeyti því síðan út í geiminn. Eru niðurstöðurnar byggðar á rannsóknum, sem gerðar voru með sólarfarinu Soho, en það uppgötvaði 12 ský- strokka. Með Soho voru gerðar alls konar rannsóknir á sólinni 1996 þegar þar var mjög lygnt að þessu leyti og Soho mun líka verða í fullu fjöri árið 2000 þegar sólblettirnir verða hvað flestir og ókyrrðin eftir því. Er sólblettim- ir náðu síðast hámarki, 1989-’91, olli sólvindurinn rafmagnsleysi í Kanada og Svíþjóð og eyðilagði eða skemmdi nokkra gervihnetti. Nokkuð var einnig um, að tölvur biluðu. Castro neitar áskorun Chretiens Havana. Reuters. FIDEL Castro Kúbuleiðtogi lét hvatningu Jean Chretien, forsætis- ráðhen-a Kanada, um pólitískar breytingar og lausn fanga sem vind um eyru þjóta á þriðjudag. Þá lauk tveggja daga Kúbuheimsókn Chretiens en vel fór á með leiðtog- unum á meðan á henni stóð. Um leið og Castro hafði kvatt Chretien lýsti hann því yfir að engar breytingar væm á döfinni. „Við munum halda áfram að verja málstað okkar og sósíalismann," sagði Castro í samtali við blaða- menn og sagði að hann myndi hvorki láta undan þvingunum Bandaríkjamanna né beiðni Kanadamanna. Ekta teppi á lægra verði en gervimottur!! austurlenskum gæðateppum á Crand Hótel Reykjavík, Sigtúni Nýjar vörur Sunnudaginn 3. mal kl. 13-19 Mánudaginn 4. maí kl. 12-19 HW1 (D RABBREIBSLUR HOTEly REYKJAVIK Sigtúni Sérstakar BONUS-ferðir 29. júní og 6. júlí - 2 vikur Gisting á Gemelos II ■ 2 börn og 2 fullorðnir í íbúð, frá kr. Rauðar brottfarir 13. og 20. júlí veita krSOOO í afslátt pr. mann Aðeins örfá sæti laus - pantið tímanlega r sr-na 552 3200 FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Aðaistræti 9 - sími 552-3200 30-50% undir markaðsverði - alltaf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.