Morgunblaðið - 03.05.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 03.05.1998, Síða 18
18 B SUNNUDAGUR 3. MAÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST ur, því hún verður með tvö ný lög í farteskinu og stefnir að breiðskífu fyrir jól. Einn liðs- manna sveitarinnar býr reynd- ar erlendis og mun gera það áfram, en hann bregður sér upp fyrir hverja helgi og safn- ar punktum í Viidarklúbbi Flugleiða. l^ómynd/Björg Sveinscléttíi' Fram og aftur NICK Cave hefur jafnan siglt aðra leið en aðrir tónlistarmenn, eða allt frá því hljómsveitin The Birthday Party lagði upp laupana með látum fyrir fjórtán árum. Líklega hefur það haft eitthvað að segja um það að hann hefur verið einn á ferð upp frá því, reyndar með ýmsa sér til aðstoðar og suma árum saman 1 sveitinni The Bad Seeds, en aldrei hefur farið á milli mála hver hefur ráðið ferðinni og stýrt upp í strauminn. Frá því Cave hóf sólóferilinn hefur hann sent frá sér 13 breiðskífur sem jafnan eru taldar með helstu verkum sinnar gerðar þó ekki hafi þær almennt hlotið náð fyrir eyrum almennings. 3 TVÆR íslenskar poppsveitir taka upp þráðinn aftur á árinu og freista þess að ná fyrri vin- sældum. Þar er fyrsta fræga að telja hljómsveitina Nýd- anska, sem ákvað að snúa aft- ur í sviðsljósið eftir að safn- plata piltanna seldist bráðvel fyrir síðustu jól. Þannig hyggj- ast Nýdanskir gefa út breið- skífu í haust, en síðasta plata sveitarinnai- með frumsömdu efni, Hunang, kom út fyrir rúmum þremur árum. E ÖNNUR forafræg hljóm- sveit heitir Sálin hans Jóns míns, sem hefur verið hljótt um undanfarin misseri þó stundum hafi heysrt til hennar á sumrin. Sálin verður og á ferðinni í sumar og þá með heldur meiri fyrirgangi en áð- * ILJOSI þess að Cave sló loks í gegn með þarsíðustu breiðskífu sinni, Murder Ballads, þótti mönn- um við hæfi að gefa kost á að kynnast eldri verkum og þannig er til komin merkisskífa með safni sýnishorna eftir Arna af verkum hans í Matthíasson gegnum árin. Skífan nýja kall- ast einfaldlega safn af því besta frá Cave og The Bad Seeds, Best of, og á henni er að finna safn sextán laga allt frá fyrstu sólóskífunni, From Her to Eternity, sem kom út 1984, fram til vorra daga og plöt- unnar The Boatsman’s Call sem kom út á þarsíðasta ári. Líkastil hefur það verið snúið verk að velja á eina skífu helstu verk Nicks Caves, enda má segja að hjá manni sem samið hefur eins per- sónulega og oft átakanlega tónlist, sé erfitt að segja að eitthvert eitt lag sé það besta á ákveðinni skífu hvað þá tína til sextán og segja að í þeim felist hápunktar fjórtán ára starfsferils. Á nýjum viðtaisdiski segir Cave að hann hafi og ekki tekið mikinn átt í að velja lögin á diskinn, „ég reyndi það en gat það einfaldlega ekki; ég gat engan veg- inn gert mér grein fyrir því hvaða lög ég ætti að velja, hvaða lög væru best þeirra sem við höfum gefið út og því fékk ég Mick Harvey til að velja lögin og síðan sendi hann mér lista sem mér fannst vera í góðu lagi.“ Cave segir að hann hafi ekki sest niður til að hlusta á plötuna í heild; „ég þyrfti endilega að gera það, ef ekki til annars en átta mig á því hvemig við höfum verið í gegnum árin. Mér hefur alltaf fundist sem okkur miðaði áfram, að við værum enn að ná einhveij- um árangri. Plöt- urnar sem við höf- um gert í gegnum árin eru vörður sem marka tónlistarferðalag sem farið er í myrkri; stundum gerum við eitthvað sem er gott, en lendum líka stundum í blindgötu. Þegar lit- ið er um öxl held ég að tónlist okk- ar hafi byggst á leit sem stundum miðar afturábak og stundum ekki neitt, en á milli eru augnablik sannkallaðs innblásturs." Cave segir að sér hafi fundist tími til að gera safnskífu með því besta sem sveitin hafi gert, ekki síst í ljósi þess að plöturnar séu orðnar svo margar, „plöturnar eru svo ólíkar og að kanna svo ólík landsvæði, þó í þeim sé sam- hljómur. Eg tel því að platan sé gagnleg fyrir þá sem ekki hafa hlustað á það sem við höfum gert í gegnum árin. Það er ekki hægt að taka út eitt lag og líta þannig frá þeim stöðum sem við höfum kom- ið við á í gegnum árin. Á plötunni eru ólíkar svipmyndir sem gefa nasasjón sem ég held að sé ein- hvers virði.“ Geislaplatan er homin í verslanir! Ájarð- hæðinni Pulp-flokkurinn komst loks í fremstu röð í bresku poppi með síðustu breiðskífu sinni, A Different Class, og hélt meðal annars eftirminnilega tónleika í Laugardalshöll í kjölfarið. Velgengnin virðist hafa orðið leiðtoga hennar, Jarvis Cocker, tilefni naflaskoðunar sem heyra má á nýrri skífu Pulp, This is Hardcore. IVIÐTALI í tilefni af heimsókninni hingað til lands á sínum tíma sagðist Jarvis Cocker vera rólyndismaður og seinþreyttur til vandræða, og um líkt leyti varð mikið uppistand á Bretlandi vegna uppákomu á Britverðlaunahátíðinni. „Kannski má rekja þennan hamagang til þess að ég vildi ekki verða meinlaus eins og hinar hljómsveitirnar sem slá í gegn; það er svo algengt að tónlistarmenn og hljómsveitir verði Ieiðinleg eftir að þau hafa náð á toppinn," sagði Cocker haustið 1996 og á nýju skífunni má heyra að hann hefur ekki viljað festast í poppsljörnuhlutverkinu, yrkisefnið er hæðnara en forðum og tónlistin enn fjölbreyttari, og þótti þó fjölbreytt fyrir. Lítilsháttar mannabreytingar urðu á sveitinni áður en vinna hófst við nýju skífuna, því einn stofnmeðlima hennar og náinn samstarfsmaður Cockers hætti til að helga sig öðru. Stjóraartaumarnir eru því alfarið í hans höndum og heyra má drungalegri blæ á skífunni en á fyrri útgáfum. í viðtali í breska poppritinu Q segist Cocker helst óttast það að verða svikin vara, að hætta að semja og flylja tónlist af einlægni, og það hafí leitt til þess að hann hafí valið sér annað yrkisefni á plötunni nýju en á fyrri skífum, meðal annars vegna þess að líf hans hafi breyst til muna. „Ég vildi ekki verða að vælandi rokkstjörnu í hótelherbergi, sem sífellt tönnlaðist á því að frægðin sé einskisverð, mig Iangaði ekki að semja Iög um tónleikaferðir og mig langaði ekki heldur að semja lög um lífið á götunni vegna þess að ég er ekki á götunni; ég er á jarðhæðinni."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.