Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Æég veit það ekki. Hálíþart- inn kenni ég í brjósti um blessaða bankastjórana þrjá, sem sögðu af sér á dögunum. Einn hætti af heilsufarsástæð- um, annar hætti án þess að bera ábyrgð að eigin sögn og sá þriðji, Sverrir Her- mannsson, gerði ekki annað af sér en bankastjórar hafa komist upp með i þrjá áratugi. Og aðrir máttarstólpar líka. Sverrir hefur verið að upplýsa þjóðina um nokkra þeirra, hér og hvar í laxi, hjá Sem- entsverksmiðjunni, Seðlabankanum og Eimskip án þess að það hafi legið fyrir hversvegna Eimskip var að bjóða banka- stjórum í lax. Ekki nema þá núna eftir á, þegar Sverrir heldur því fram að laxveiði- boðið hafi gengið út á það að fá Lands- bankann tU að setja Samskip á hausinn. Að minnsta kosti hætti Eimskip að bjóða Sverri, þegar hann tók það ekki í mál, frekar en Kjartan Gunnarsson. Verst er að Kjartan segist ekki veiða lax og þess vegna gat Eimskip ekki boðið honum í lax til að hætta að bjóða honum í lax, þegar þeir bankamennirnir gegndu ekki póli- tíska offorsinu í forstjórunum hjá Eim- skip. En trakteringamar voru fínar, það mega þeir eiga og hver láir Eimskip og öðrum stöndugum fyrirtækjum að bjóða bankastjórum og embættismönnum og stjórnmálamönnum í lax, ef þeir hafa móral til að þiggja boðið? Það liggur víða fiskur undir steini. Já, það er búið að hreinsa út úr Landsbankanum þessa misindis- menn, sem ýmist hafa ekkert gert af sér eða þá gert það eitt af sér, sem aðrir eru sekir um. Hver kastaði fyrsta steininum og hver vogar sér að kasta þeim næsta, þegar Sverrir er kom- inn í ham og eltir þá uppi sem kasta í hann? Hann kastar á móti og nú er hver næstur að forða sér og halda kjafti, tU að nafnleyndinni verði ekki svipt í burtu af hinum bersyndugu laxveiðimönnum sem synda í kafi leyndarinnar. Reyndar var bankaráðið búið að þegja þunnu hljóði og hinir ráðvöndu bankastjórar voru búnir að gera heiðarlega tUraun tU að halda hlífiskildi yfir bankanum. Fyrst þögðu þeir, svo lugu þeir og svo brúkuðu þeir kjaft og ætluðu að þegja áfram, þangað til blaðran sprakk og bakararnir voru hengdir fyrir smiðina. Annars hefði bankaleyndin dugað og nafnleyndin og Víða liggur físk- ur undir steini / Eg aumkva fleira en bankastjórana, sem bera syndirnar, skrifar Ellert B. Schram. Þeir eru að- eins fórnarlömb brenglaðrar siðferðisvitundar og valdahroka sem hefur gengið mann fram af manni í skálkaskjóli þeirra kjötkatla sem stjórnmála- flokkarnir hafa setið að. þykkir veggir Landsbankans og þagnarmúrarnir í valdapýramídanum hefðu stað- ist þetta álag og ráðherrann og bankaráðið hefðu ekki þurft að kasta öllum syndunum á bak við sig og fórna bankastjórunum tU þess að þvo hendur sínar af þessu leiðindamáli, sem aldrei var meiningin að gera veður út af. Og engum einum að kenna, að minnsta kosti ekki bankastjórunum sem tóku við góðu laxabúi og vissu ekki betur. Ekki bankaráðinu, sem vissi um kostnaðinn án þess að vita í hvað hann færi. Og ekki bankaráðherranum sem þáði gott boð án þess að vita hvers vegna hann var boðinn, blásaklaus maðurinn. Var ekki verið að segja frá því í síðustu viku að afbrotamað- ur hefði sloppið úr fangelsi í Belgíu í fjór- ar klukkustundir með þeim afleiðngum að tveir ráðherrar sögðu af sér? Ekki slepptu þeir honum út. Ekki voru þeir fangaverðir frekar en bankaráðherrann er bankastjóri í Landsbankanum. Samt fundu þeir til ábyrgðarinnar í Belgíu, þeirrar ábyrgðar sem íslenskir ráðherrar eru lausir við á ögurstundum. Þeir segja þvert á móti að verið sé að hlaupast undan vandanum, þegar einhver hyggst axla ábyrgð. Allir nema Sverrir. Hann er blóraböggullinn. Hann tekur á sig synd- imar, eins og Jesú forðum hjá henni Sölku Völku. Æ já, þetta er allt einn stór misskiln- ingur. Kusk á hvítflibbann. í versta falli skepnuskapur nokkurra svikahunda sem sendu Jóhönnu út af örkinni, til að koma höggi á heiðarlega menn. Sverrir getur því miður ekki sagt frá því hverjir þessir svikahundar eru, því hann vill ekki svíkja bankann í tryggðum, sem sveik hann í tryggðum og sama er að segja um alla boðsgestina, sem nutu vel- vildar og gestrisni Landsbankans og buðu svo á móti. Þeir vilja ekki láta nafns síns getið. Það má ekki vegna hagsmuna bank- ans og fjármálaumsvifa þessara tignu og vernduðu gesta. Tómstundir þeirra eru stikkfrí í kerfinu, nafnleyndin er fjöregg bankastarfseminnar. Sumrin hljóta að hafa verið annasamur tími fyrir þessa menn. Þeir hafa sjálfsagt ekki einu sinni komist í sumarfrí fyrir ónæði af boðsferð- um og boðum á móti. Allir þessir nafn- lausu menn. Hún tekur á sig skrítnar myndir, nafnleyndin og persónuverndin. Einhvem tímann í síðasta mánuði las ég um það að maður hafi verið ákærður fyrir að hafa mis- notað sér ellihrumleika gamall- ar ekkju og haft af henni þrjátíu milljónir króna. Hinum ákærða var hlíft við nafn- birtingu. I þessum sama mánuði var kveð- inn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur um kynferðislega misnotkun föður á sínu eigin bami. Þessum kynferðisafbrota- manni var sömuleiðis hltft við nafnbirt- ingu. Siðferðisvitund þjóðarinnar er sem sagt á því stigi að það er sett samasem- merki á milli þeirra sem þiggja boðsferðir HUGSAÐ UPPHÁTT Landsbankans í veiðitúra og feðranna sem misnota börnin sín. Allir í sama verndaða hópnum, vinir og bræður í trúnni. Þeir sem múta, þeir sem mútumar þiggja. Þeir sem svíkja, þeir sem svívirða dætur sínar í skjóli heimilisins. Svo er aftur á móti talið sjálfsagt að selja sjúkrasögur íslendinga til hæstbjóðanda og ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um mið- lægan gagnagrunn til að Islensk erfða- greining geti fært sér í nyt þá erfðagalla og sjúkdómsgreiningar, sem fylgja mönn- um og ættum og fletta þannig ofan af einkahögum landsmanna. Sjúkdómsein- kenni era ein stærsta auðlind þjóðarinnar, segir Kári Stefánsson, og er raunar búinn að skrifa undir milljarðasamning, þar sem sjúkrasögumar era forsenda arðs og auð- æfa! Og vísinda. Kannski geta menn greint græðgina og girndina eftir ættleggjum og kannski er þetta með laxveiðiáráttuna alls ekki bankastjóranum og boðsgestum þeirra að kenna, heldur eru þetta meðfæddir erfða- gallar og engum þeirra sjálfrátt? En þá þarf líka að aflétta nafnleyndinni í bönk- unum af svikahundunum og laxagestun- um til að íslensk- erfðagreining geti not- fært sér þá stórkostlegu auðlind sem felst í ættarfylgjum laxabakteríunnar, græðginni og girndinni, sem kostar suma æruna og aðra störfin. Eflaust má þarna aftur finna vísindalega og arðbæra aðferð til að „Jesús kasti öllum mínum syndum á bak við sig“, eins og Todda trunta söng af innlifun í Hjálpræðishernum. Kannske Is- lensk erfðagreining og gagnagrunnurinn geti orðið að nokkurskonar Hjálpræðis- her fyrir bágstadda bankastjóra og að- standendur þeirra? Það liggur víða fiskur undir steini Nei, ég aumkva fleira en bankastjór- ana, sem bera syndirnar. Þeir eru aðeins fómarlömb brenglaðrar siðferðisvitundar og valdahroka sem hefur gengið mann fram af manni í skálkaskjóli þeirra kjöt- katla sem stjórnmálaflokkarnir hafa setið að. Og völdunum sem þeim fylgja. Sverrir Hermannsson er enginn skúrkur umfram aðra þá sem hafa fengið að umgangast þessi völd og þessa vernduðu veröld sér- gæða og siðleysis. Ég aumkva mig yfir þá menn sem orðið hafa að bráð firringunni sem felst í girnd- inni og græðginni. Stutterma sitki btússa áiurS^m, nú kr. 3.799 Lanterm* 5,l^k^M9 Stutterma peysa áður nú kr. 3.44 ~ %'ZZrVr"****■■ n“kr. 8.6M Pashamina bumr , ábur£r*W, nú kr. 6.3Ú9 JA4*ur v’ -WÍ55V* »* *r. s. 7W Áiur "" 'tiutlur; ízzie stuttbumr áður nú kr. 1.169 Kiítt úlur^T' nú kr. 2.M9 Paistey btússa áður IJH&, núkr. I.399 Tími fyrir vax! 20—30% vorafsláttur af Biopil háreyðingarvaxinu í Ingólfsapóteki, Kringlunni, í næstu viku. Verðdæmi: Vaxpottur: 1.399 kr! Stór vaxfylling: 489 kr! Lítil vaxfylling: 247 kr! Vaxfylling fyrir örbylgju: 599 kr! Tilboðið stendur meðan birgðir endast. INGÓLFS APÓTEK Kringlunni. Sími 568 9970.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.