Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998
MORGUNB LAÐIÐ
Það er fréttnæmt þegar nýr prestur tekur við stórum söfnuði
á höfuðborgarsvæðinu. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson verður
senn prestur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. Guðrún Guð-
laugsdóttir fór með honum í fyrri safnaðarkirkjur hans
-------------7---—-------------------------------------------
í Utskálasókn og fræddist um feril hans.
SVIÐIÐ opnast þar sem aðalper-
sónan stendur með úfið haf í bak-
sýn, vindurinn leikur sér í dökku
hári hans, við fætur hans er opið sár
ofan í gömul jarðlög og í höndum
hans er höfuðkúpa löngu liðins ís-
lendings - séra Hjörtur Magni Jó-
hannsson telur að líklega sé höfuð-
kúpan af karimanni, en blaðamanni
sýnist hún of mjó og kvenleg til
þess. Fundist hafa þarna fleiri bein,
m.a. nokkuð langur lærleggur. Þeg-
ar Hjörtur leggur frá sér kúpuna og
grefur aðeins með bíllyklinum ofan í
sandborinn jarðveginn koma í ljós
tvö rifbein og þrír hryggjarliðir.
Einhverjum kann að þykja það und-
arlegt upphaf á viðtali við prest sem
er að taka við störfum sem safnað-
arprestur Fríkirkjunnar í Reykja-
vík, að fara með þeim sama presti í
mannabeinaleit suður með sjó og
víst er næsta óraunverulegt að vera
stödd hér á Kirkjubóli á Suðumesj-
um, nánar til tekið við braut sjö á
golfvelli Suðumesja, og vera að
handieika bein löngu liðins íslend-
ings. Allt á sér þó sínar skýringar,
séra Hjörtur Magni Jóhannsson er
að láta af störfum sem sóknarprest-
ur við Útskálakirkju og þegar ung-
lingar fundu höfuðkúpu og fleiri
bein í gömlum hól milli Útskála og
Sandgerðis þótti eðlilegt að fela
beinin prestinum til varðveislu og
væntanlega greftrunar síðar. Við
Hjörtur emm miðja vegu milli
sóknarkirkna hans. Við stöldmm
enn um stund við á Kirkjubóli og
látum hugann reika til þess hver
þessi mannvera hafi verið í lifanda
lífi, en munnur hins framliðna er
sannarlega fyrir margt löngu þagn-
aður og þótt við horfum inn í hola
höfuðkúpuna eram við jafnnær um
þær hugsanir, langanir og þrár sem
þar hafa bærst meðan enn rann
blóð um æðar. „Sennilega hefur
þetta verið kirkjugarður og líklega
hefur verið hér á Kirkjubóli út-
kirkja ffá höfuðkirkjunni á Útskál-
um, en sjórinn hefur smám saman
brotið landið upp að þessum hól
sem geymir ugglaust mikið af
mannabeinum, vegna landbrotsins
hefur byggð lagst hér af fyrir löngu,
eins og víða hér meðfram strönd-
inni,“ segir séra Hjörtur Magni og
setur að svo mæltu hryggjarliðina
og rifbeinin í umslag sem ég gref
upp úr töskunni minni, umslagið er
merkt Reiknistofu bankanna, ekki
hefur skrifstofuliðinu sem sendi það
til mín órað fyrir þýðingarmiklu
framtíðarhlutverki þess. Séra
Hjörtur setur stein yfir staðinn þar
sem við grófum upp beinin. A leið-
inni upp að bílnum veltum við vöng-
um yfir gömlum sögnum af Krist-
jáni skrifara og mönnum hans, en
norðlenskir vermenn drápu þá á
Kirkjubóli til þess að hefna fyrir
drápið á Jóni Arasyni biskupi, vafa-
samt í meira lagi teljum við þó að
höfuðkúpan sé af Kristjáni skrifara.
Eftirmálar urðu eftir þessi víg og
mun bóndinn, Jón á Kirkjubóli og
leiguliði hans hafa verið líflátnir í
Straumi vegna þess og höfuð þeirra
sett á steglur, en kroppamir á hjól,
í bók Vilborgar Auðar ísleifsdóttur,
Siðbreytingin á íslandi, segir að
þetta hafí verið í síðasta sinn í
margar aldir sem íslendingar risu
upp gegn erlendu ríkisvaldi.
Við eram að koma frá Útskálum
þar sem við skoðuðum hina gömlu
en glæsilegu timburkirkju sem hinn
umsvifamikli útvegsbóndi og prest-
ur, séra Sigurður Sívertssen, reisti á
áranum 1861 til 1863. Útskálar vora
fyrram eitt stærsta höfuðból Suður-
nesja og kirkjustaður frá örófi alda,
Halldór Bryujólfsson síðar biskup
var prestur þar og herma sögur að
Galdra-Loftur hafi verið heimilis-
maður hans á Útskálum og horfið á
vit kölska er hann reri einn út á sjó.
Hvað hæft er í þeim sögum verður
hver og einn að meta en hitt er víst
að Útskálakirkja hefur löngum verið
sjómannakirkja, enda hangir þar
skip niður úr kómum. „Kirkjunni
hefur löngum verið líkt við skip á
ferð í lífsins ólgusjó," segir séra
Hjörtur Magni þegar við virðum
fyrir okkur skipið og fleiri gripi sem
sjá má í Útskálakirkju.
Hin sóknarkirkja Útskálaprests
er Hvalsneskirkja, þar sem séra
Hallgrímur Pétursson sálmaskáld
var prestur 1644 til 1651. Þar átti
Hallgrímur fyrstu hjónabandsárin
með hinni forfrömuðu brúði sinni,
Guðríði, eða Tyrkja-Guddu eins og
almenningur nefndi hana gjaman.
Einmitt hér var í gleði og sorg lagð-
ur grandvöllur að tilurð Passíu-
sálmanna. Hér varð Hallgrímur fyr-
ir þeirri sára sorg að missa elskaða
dóttur sína Steinunni, og í hinni
rösklega 110 ára gömlu Hvalsnes-
kirkju stendur upp við altarið leg-
steinn Steinunnar litlu, eða það er
að minnsta kosti hald manna - á
hrjúfan grágrýtissteininn er grafið
nafnið Steinunn Hallgrímsdóttir
nokkuð klunnalegum stöfum, menn
telja og að þar hafi Hallgrímur
sjálfur verið að verki - vel má það
vera, hann var jámsmíðanemi í
Kaupmannahöfn áður en hann tók
að læra til prests og örlögin leiddu
hann á fund Guðríðar til þess að
hressa upp á kristna trú hennar eft-
ir veruna í Algeirsborg.
Heillaður af fríkirkju-
hugsjóninni
Frá kirkjunum hverfum við
Hjörtur Magni heim á prestssetrið
að Garðabraut 88 í Garði. Þar setj-
umst við niður yfir kaffibolla og tök-
um að ræða um þau umskipti sem
era að verða á högum séra Hjartar
Magna og fjölskyldu hans, en kona
hans er Ebba Margrét Magnúsdótt-
ir læknir. Aron Þór er elsta bam
Hjartar, svo Ágústa Ebba og lest-
ina rekur nýfæddur sonur. Fjöl-
skyldan er senn á forum frá Garði,
en hinn 10. maí tekur séra Hjörtur
Magni við starfi fríkirkjuprests í
Reykjavík og hættir þar með að
vera starfsmaður þjóðkirkjunnar.
En hver skyldi vera munurinn á
þessum tveimur kirkjudeildum.
„Munurinn á fríkirkju og þjóðkirkju
er að presturinn er ekki eins mið-
lægur í hinni fyrmefndu," segir
Hjörtur. „Fríldrkjuhugsjónin er
mun meira í samræmi við siðbótina,
þar er söfnuðurinn miðlægur, þar
er lýðræðisleg skipan, eins konar
„grasrót", en ekki „pýramídakerfi"
eins og gerist í þjóðkirkjunni. í frí-
kirkjuhugsjóninni er ýmislegt sem
ætti að höfða mun meira til nútíma-
mannsins, sem er gagnrýninn á rík-
isreknar stofnanir og kerfið í heild
sinni, játningagrannurinn er hins
vegar sá sami. Mun meiri áhersla er
þó lögð á umburðarlyndi og víðsýni
í markmiðum frQdrkjunnar, það
finnst mér heillandi, ég held að
Guðs andi ætti að geta verið áhrifa-
meiri í fríkirkjunni en í ríkisrekinni
stofnun.
Séra Hjörtur Magni var í þrjú ár
í námi við Edinborgarháskóla, kom
heim á síðasta ári. í háskólanum í
Edinborg stundaði hann rannsóknir
á fmynd kirkjunnar í fjölmiðlasam-
félagi. „Predikunarstólliinn er ein-
hver elsti fjölmiðillinn, á miðöldum
var hann sá áhrifamesti, þaðan
miðlaði kirkjan og mótaði upplýs-
ingaumhverfi fólks og heimsmynd,
núna hefur kirkjustofnunin aftur á
móti þokast út í jaðar samfélagsins
hvað þetta snertir en fjölmiðlamir
eru aftur á móti komnir í miðjan
kjama þjóðfélagsins og móta og
miðla upplýsingum til þess samfé-
lags sem við lifum og hræramst í.
Margt kemur þarna til, svo sem af-
helgun samfélagsins og fjölmiðla-
og fjarskiptabyltingin. Kirkjan gef-
ur að vísu út ýmislegt efni sem
tengist starfi hennar, en það er að
mestu lesið af fólki sem starfar inn-
an vébanda hennar, fjölmiðlarnir
era aftur á móti að fjalla um málefni
af ýmsum toga, sem varða afþrey-
ingu, upplýsingar, skemmtun og
lífssýn fólks, þar á meðal fjalla þeir
um málefni kirkjunnar, þessu fylgir
mikil ábyrgð, ekki síst hjá þeim fjöl-
miðlum sem gefa sig út fyrir að vera
„Fríkirkjuhugsjónin er mun meira í sam-
ræmi við siðbótina, þar er söfnuðurinn
miðiægur, þar er lýðræðisleg skipan,
eins konar „grasrót“, en ekki
„pýramídakerfi“ eins og gerist í þjóð-
kirkjunni. í fríkirkjuhugsjóninni er ýmis-
legt sem ætti að höfða mun meira til
nútímamannsins, sem er gagnrýninn á
ríkisreknar stofnanir og kerfið í heild
sinni, játningagrunnurinn er hins vegar
sá sami.“