Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 3. MAÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ ÞYRLUELDSNEYTI var skilið eftir til síðari nota á hásléttunni. Mokað var upp stórum snjóhaug til að eldsneytistunnurnar skafi ekki í kaf. Þarna er lítil úrkoma, en nær stöðugur skafrenningur. LARS Karluf jöklafræðingur skoðaði snjólögin uppi á hásléttunni. Grafinn var mikill skurður og reynt að finna lagskiptingu í snjónum. Á nokkrum klukkustundum þöktust skurðbarmarnir af ískristöllum sem líktust helst fiðri. MALIN Steinberg jöklafræðingur gengur frá ískjörnum til flutnings til Stokkhólms. Boraðar voru fimm holur með djúpbor, sú dýpsta 135 metrar. Einnig voru tekin mörg íssýni með litlum kjarnabor. LITLI kjarnaborinn festist í einni holunni á nær 17 metra dýpi. Freyr og Jón hituðu 20 lítra af frostlegi sem hellt var í gegnum slöngu niður í holuna. Eftir töluvert bras og átök losnaði borinn. JEPPARNIR reyndust vel við vfsindastörfin. Bíllinn sem Jón ók var hlaðinn loftnetum og tækjum sem til Per Holmlund jöklafræðingur dyttar að búna unnu allan daginn við vísindastörf og héldu svo í slóð snjóbflanna um kvöld- ið. Jeppamir náðu snjóbflunum um nóttina og voru á undan þeim á áfangastað. Jeppinn sem Jón ók var mikið not- aður til mælinga með íssjá og snjórad- ar. Issjáin kannar yfirborð landsins undir jöklinum og snjóradarinn mælir snjóalögin. „Ég mældi fyrst 10 x 10 km stóra reiti og var ekið enda á milli með 500 metra millibili, síðar voru eknir 10x20 km reitir með 1,8 km millibili. Mælinganiðurstöðurnar verða notaðar til kortagerðar,“ sagði Jón. Hann þurfti að stilla snúnings- hraða vélarinnar með handolíugjöf til að rafallinn framleiddi 220V spennu og ákveða hraða bflsins fyrirfram. Þeim hraða varð svo að halda hvað sem tautaði og raulaði. Það var ekið af stað og tekin vinkilbeygja á fullri ferð þegar kom á jaðar reitsins. Auk GPS tækjanna var ekið eftir gíró-áttavita við þessar mælingar. Bílamir voru einnig notaðir mikið til flutninga. Annar bíllinn dró þá kerru sem smíðuð var hér á landi og var hægt að nota hana í varahluti ef í nauðimar ræki. Hún var búin öxli af sömu gerð og undir jeppunum og á 44“ dekkjum. Kerran vó fullhlaðin 1.200 til 1.500 kíló og fóm bflarnir létt með að draga hana. Þá reyndust jepp- arnir hentugastir til vatnsflutninga í Wasa bækistöðinni. Vatnsbólið var niðri í lægð og fóm jepparnir létt með að draga kerru með tonni af vatni upp bratta snjóbrekku. Erfitt færi „Bílarnir stoppuðu aldrei, þótt við lentum í brasi með fjaðragorma sem hafa verið notaðir hér frá 1990 með kveðju og óskað þeim gleðilegs árs,“ sagði Freyr. Oft kalt að vakna „Brennslan er mikil á þessum slóð- um,“ sagði Jón. „Maður fann oft til svengdar og þegar við fóram í ferðir gekk nestið fljótt til þurrðar. Ég var með birgðir af bitafiski frá Eskifirði og við Pelle (Per Holmlund, jökla- fræðingur og verkefnisstjóri EPICA- verkefnisins) borðuðum mikið af hon- um þegar við voram við mælingam- ar,“ sagði Jón. Auk harðfisksins var Jón með birgðir af lýsisperlum og dreifði þeim óspart til ferðafélaganna. „Þeir vora fyrst svolítið tortryggnir, en svo voru menn famir að rétta út höndina eftir lýsinu.“ Freyr tók einnig með sér harðfisk og hákarlsbeitu sem var vandlega inn- pökkuð í lofttæmdar plastumbúðir. Hákarlinn var falinn í verkfærakistu og þrátt fyrir umbúðimar lyktaði allt í kistunni. Hann hætti aldrei á að opna hákarlspakkann. Leiðangursmenn sváfu ýmist í skál- um, íbúðagámum, tjöldum eða í bílun- um. Það gat verið kalt að fara á stjá á morgnana og yfir 20 stiga frost inni í tjaldinu. „Við voram með góða svefn- poka og manni var ekki kalt nema á blánefbroddinum sem stóð út úr pok- anum,“ sagði Freyr. Dvölin í íbúðagámnum á hásléttunni var heldur ekki þægileg. Þar var sofið í kojum og var Jón í neðri koju en Freyr efri. Hitastillii-inn á miðstöðinni bilaði og gat verið molluhiti í efri koj- um og sú neðri í kuldapolli. Ákveðið var að kynda ekki á nóttunni til að efrikoju mönnum væri líft og því oft kalt að stíga framúr á morgnana, þrátt fyrir einangrað gólfið. Sumir ferðafélaga Jóns og Freys gátu ekki sofnað nema gluggar væru byrgðir, enda bjart allan sólarhringinn. Sólin settist ekki frá 10. desember til 11. febrúar. Birtan hélt þó ekki vöku fyrir íslendingunum. Tveir geta auðveldlega sofið í Toyota jeppunum. Þá er farangri hagrætt þannig að gott legupláss myndast aftur í bílnum. Stundum voru fleiri í bílunum og þá hölluðu menn sér í sætunum. „Mér varð rosa- lega kalt eina nottina," sagði Jón. „Eg hafði ekið allan daginn í bomsum og einangrunin líklega orðin rök af svita. Við vorum þrír í bílnum og sváfum í bílsætunum um nóttina með fæturna á gólfinu. Mælirinn sýndi -33 °C frost úti og mér varð mjög kalt á fótunum." Ekki var hægt að hafa bíl- inn í gangi því vélarhljóðið hélt vöku fyrir mönnum. Reyndust framar vonum Islensku jepparnir voru notaðir bæði til flutninga fólks og búnaðar, dráttar, vísindastarfa og í lokin þjón- aði annar bfllinn sem fjarskiptamið- stöð. Rafstöðvar bflanna knúðu vís- indatæki og tölvur. „Þetta virkaði allt, bflarnir og kerran, og gekk betur en maður hafði þorað að vona,“ sagði Jón. Leiðangursmenn græddu nokkurra daga rannsóknavinnu á því að jepp- amir vora með í för. Þegar haldið var inn á hásléttuna brotnaði drif í snjóbíl og sat snjóbflalestin föst. Jeppamir héldu viðstöðulaust áfram með mann- skap og búnað. Þar græddust þrír dagar og aftur einn dagur þegar hald- ið var niður af hásléttunni. Þá þurftu snjóbflarnir að leggja af stað fyrir miðjan dag til að ná í áfangastað um nóttina. Þeir sem vora á jeppunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.