Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ HAFÍSHELLAN var 1,8 metra þykk þar sem uppskipun fór fram. Þaðan var ekið 17 km eftir hafísnum þar til komið var á fljótandi ís- helluna við Suðurskautslandið. Frá lendingarstaðnum voru um 100 km upp á fastalandið. BÚÐIRNAR á hásléttunni á 76°S og 8°V. Leiðangursmenn bjuggu í íbúðargámum sem snjóbilar drógu á staðinn. Staðurinn er i um 2.500 metra hæð yfir sjó og um 800 km inni á Suðurskautslandinu. ÍSBRJÓTURINN Outeniqua sigldi eftir lænu í isnum að áfangastaðn- um þar sem leiðangursmönnum og búnaði var skipað upp á hafísinn. EPPAFERÐIN til Suður- skautslandsins átti sér langan aðdraganda. Jón Svanþórsson, rannsóknarlögreglumaður, hefur um árabil haft mikinn áhuga á Suðurskautslandinu og les- ið allt sem hann hefur komist yfir um staðhætti, lífríki og landkönnun. Hann fékk þá hugmynd að jeppar, sem breytt hefur verið að hætti ís- lenskra jeppamanna, gætu komið að gagni sem farartæki á þessu mesta eyðilandi veraldar. Haft var sam- band við Sænsku pólstofnunina (SWEDARP) og hugmyndin kynnt. Einnig var hugmyndinni vel tekið hjá Toyota umboðinu, P. Samúels- syni ehf. Fyrir fjórum árum komu fulltrúar SWEDARP hingað til að skoða jöklajeppa. í framhaldi af því var ákveðið að senda héðan jeppa og ökumenn í leiðangur SWEÐARP á Suðurskautslahdinu í vetur. Tveir sérbúnir Toyota Land Cru- iser af stærri gerðinni, ásamt sér- smíðaðri jeppakerru, varahlutum og öðrum búnaði, fóru héðan í byrj- un október sl. áleiðis til Höfðaborg- ar í Suður-Afríku. Ökumennirnir, Freyr JónSsön, tæknifræðingur hjá P. Samúelssyni og annálaður jeppakarl, og Jón Svanþórsson, rannsóknarlögreglumaður og jeppamaður, héldu af landi brott 30. nóvember sl. og sameinuðust leiðangursmönnum í Höfðaborg. Þaðan var siglt með ísbrjóti til Suð- urskautslandsins. Jón kom heim 7. mars sl. eftir 98 daga ferð, Freyr hinn 12. eftir 103 daga útivist. Bíl- arnir komu svo til landsins í síðustu viku. Ótrúleg náttúrufegurð Félagamir eru sammála um að ferðin hafí verið mikið ævintýri. Þegar þeir hugsa til baka þá er nátt- úrufegurðin ofarlega í huga, ekki síst í kringum Svea rannsóknarstöð- ina. Stöðin er í 1.200 til 1.300 metra hæð yfir sjó og skammt frá er há- lendisbrúnin, um 1.000 metrum hærri. Þarna eru marglit klettabelti sem skipta litum eftir því hvernig ljósið fellur á þau. Kolsvört innskot ramma önnur litbrigði. Fyrir ofan klettana falla tröllslegir ísfossar og sameiginlega mynda klettarnir, ís- inn og Ijósið mikið sjónarspil. Uppi á hásléttunni tók við endalaus líf- vana auðn. Iskristallar buðu upp á stórfeng- legt sjónarspil. Stundum var líkt og auðnin væri þakin demöntum þegar sólarljósið speglaðist í óteljandi ískristöllum svo langt sem augað eygði. Þegar mikið var af kristöllum í loftinu mátti sjá þrjár sólir á lofti og allt glitraði hvert sem litið var. „Þetta var lygilega líkt því sem mér hafði verið sagt,“ sagði Jón Svanþórsson, aðspurður um þá lífs- reynslu að dvelja í „draumalandinu“ í þrjá mánuði. Hann segir að raun- sönnustu lýsingarnar á staðháttum og veðráttu hafí hann fengið frá dr. Birni Erlingssyni hafeðlisfræðingi sem dvalið hafði á Suðurskautsland- inu við rannsóknir. „í bókum land- könnuða les maður um ofsaveður, en veðráttan kom mér ekki á óvart. Ef til vill af því að ég kom frá ís- landi.“ Freyr tekur undir það að veðrátt- an hafi verið betri en hann átti von á, ekki síst logndagamir á háslétt- unni. „Það var blankalogn og stein- hljóð, maður heyrði ekkert nema suðið og hjartsláttinn í eyrunum," segir Freyr. „Það er sjaldan að maður lendir í svona stafalogni hér á landi.“ Þegar frostið var sem mest komu fram hillingar. Þegar leiðangursmenn biðu heim- farar gerði óveður, á að giska 10 vindstig og snjókomu. „Maður komst út og það var hægt að anda - það var ekki svo slæmt. Ferðafélög- um okkar þótti þetta hins vegar al- gjört fárviðri," sagði Freyr. Það kom félögunum á óvart hvað sólin hitaði mikið. Dökkir fletir drukku í sig ylinn, jafnvel svo að vandræði hlutust af. Þannig bráðn- aði undan fætinum á kerrubeislinu svo hann sökk 10 cm í ísinn og fraus þar fastur. Hitageislarnir ollu því að bílamir hölluðu alltaf undan sól. Lofti var hleypt jafnt úr dekkjunum, en sólin hitaði gúmmíbarðana svo mikið að það varð töluvert meiri þrýstingur í þeim hjólum sem vissu að sólu en hinum sem undan snera. Félagamir segja að það hafi verið einkennileg tilfinning að ferðast um þessa víðáttu, vegna hitans frá sól- inni var stundum ekið með opinn glugga, olnbogann á gluggakarmin- um og glymjandi músík úr hljóm- flutningstækjunum. Fjölþjóðlegt samfélag Þjóðir sem stunda rannsóknir á Suðurskautslandinu hafa töluverða samvinnu. Sænska bækistöðin Wasa er í næsta nágrenni við finnsku stöðina Áboa og fjær era suður-afríska stöðina Sanae og þýska stöðin Naumayer. Svíar, Finnar og Norðmenn skiptast á um að skipuleggja flutninga fyrir leið- angra þjóðanna á Suðurskautsland- ið og samnýta ferðir. Að þessu sinni tóku 38 manns frá Svíþjóð, íslandi, Hollandi og Noregi þátt í SWEDARP leiðangrinum og unnu að fjölþættum verkefnum. I land- hópnum vora 17 manns, þeirra á meðal Freyr og Jón, og 21 vann að rannsóknum við strönd Suður- skautslandsins. Leiðangursmenn höfðu töluvert saman að sælda við Suður-Afríkumenn, bæði um borð í ísbrjótnum, og hittu einnig Finna og Þjóðverja. Það kom Frey og Jóni á óvart að sjá hve mikil viðskipti vora milli leiðangursmanna hinna ýmsu þjóða með áprentaða boli, húfur, fána, taumerki og fleira. Menn ásældust merki sem saumuð voru í föt íslend- inganna og einkum höfðu margir ágirnd á íslensku fánunum. Yfir- maður hjá suður-afrísku pólstofn- uninni varð ákaflega glaður þegar hann fékk húfu merkta Eimskip og gekk með hana keikur frá borði. Sumir Svíarnir voru með bunka af frímerktum póstkortum sem þeir stimpluðu í hverri stöð og einnig var skipst á stimplum á milli stöðva. Þessi kort vora svo send frá Suður- Afríku til safnara sem höfðu greitt væna fúlgu fyrir. Freyr og Jón segja að það hafi verið góður andi í SWEDARP- hópnum. Leiðangursmenn höfðu hver sitt verksvið við vísindastörf. I byrjun var verkaskiptingin í eldhús- inu ekki á hreinu og svolítill pirring- ur í mannskapnum vegna uppvasks og tiltektar. Eftir að skipan komst á þau mál gekk allt eins og í sögu. Lítill tími fyrir heimþrá Félagarnir segja að þeir hafí sjaldnast mátt vera að því að kvelj- ast af heimþrá. Allan þennan tíma fengu leiðangursmenn aðeins tvo frídaga, á jóladag og daginn eftir að komið var af hásléttunni. Þá var mannskapurinn óvinnufær vegna þreytu, þó létu Jón og Freyr sig hafa það að fara og sækja tonn af vatni þennan dag. Þeim ber saman um að siglingin milli Suður-Afríku og Suðurskauts- landsins hafi verið erfíðust - sér- staklega í bakaleiðinni. Þá hafi heimþráin virkilega gert vart við sig. Helstu samskipti við umheiminn vora um tölvupóst og þótti þeim Jóni og Frey hátíð að fá skeyti að heiman. Stundum var hægt að hringja um gervihnattasíma, en það var sjaldan gert vegna kostnaðar. Jón skiptist á tölvupóstsending- um við konu sína, Sigurborgu Borg- þórsdóttur, en svo hætti hann að fá svör við bréfunum sem benti til þess að hún hefði ekki fengið þau. Loks náði Jón símasambandi heim og komst þá að því að Sigurborg var lögst á sjúkrahús, þar sem hún dvaldi í fimm vikur meðan hann var fjarverandi. „Ég hafði að vonum áhyggjur af þessu,“ sagði Jón. „Við höfðum reyndar talað um það áður en ég fór að það yrði ekki til neins að segja manni fréttir sem maður gæti ekki bragðist við þarna suður frá. Okkur tókst að fá þriðja aðila til að vera milligöngumaður með tölvu- póstinn þannig að við gátum aftur skipst á tölvubréfum.“ Svíar og Norðmenn gátu hlustað á stuttbylgjusendingar frá heima- löndum sínum. Jón og Freyr segja að það hafi vakið litla hrifningu í hópnum þegar útvarpstækin voru dregin upp. Mönnum þótti ágætt að vera fjarri skarkala og daglegu amstri heimsins. Lítið jólalegt „Manni fannst ósköp lítil jól,“ sagði Jón aðspurður um hátíðarhöld um jól og áramót. Þeir Freyr út- bjuggu jólatré úr krossviðarplötu og skreyttu til hátíðarbrigða. Menn tóku upp jólagjafir og snæddu sænskan jólamat. Jón hefur áður verið að heiman á jólum en nú reyndist fjarvistin þungbærari vegna óvissunnar um líðan konunn- ar. Til þessa hafa Freyr og kona hans, Kristjana Harðardóttir, fagn- að jólum með foreldrum og tengda- fólki. Þau eiga fimmtán mánaða gamlan son, Jón Snævar, og þetta vora fyrstu jólin hans. Frey þótti verst að missa af því. Þegar leiðang- ursmenn opnuðu jólagjafirnar fékk Freyr meðal annars lítið mynda- albúm með myndum af eiginkon- unni og drengnum. „Mér þótti virki- lega vænt um að fá þessa gjöf,“ seg- ir Freyr. „Ég fletti albúminu oft á kvöldin og komst alltaf í gott skap við að skoða það. Myndirnar eru einstaklega skemmtilegar og strák- urinn hlæjandi á hverri mynd.“ Um árabil hefur Freyr fagnað nýju ári í hópi jeppafólks á Hvera- völlum. Hugurinn leitaði þangað þegar nýja árið var að ganga í garð. „Ég hringdi á Hveravelli og var svo heppinn að hitta á vin minn, Úlla ol- íulausa, sem sat einmitt úti í bíl. Þeir urðu mjög hissa, vinirnir, að fá þessa upphringingu, en það var virkilega gaman að geta sent þeim SJÁSÍÐU10 ► l i: I í f ! í í i ! i í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.