Morgunblaðið - 03.05.1998, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 03.05.1998, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 B 5 óháðir og frjálsir. Kirkjan ber nú um of að mínu mati ímynd og ein- kenni ríkisrekinnar stofnunar þar sem mest eru áberandi embættis- menn í svörtum klæðum, en ég vildi heldur sjá hana sem samfélag fólks sem starfar í anda Krists - ekki kerfísstofnun heldur grasrótar- hreyfingu fólksins, lýðræðislega grasrótarhreyfingu fjöldans sem byggist á gagnkvæmum kærleiks- samskiptum fólks.“ Kirlyan og fjölmiðlar Hjörtur Magni kveðst fyrst hafa fengið verulegan áhuga á samskipt- um fjölmiðla og kirkju í tengslum við starf sitt sem sóknarprestur Út- skálaprestakalls, en þar hefur hann þjónað í ellefu ár. „Ég var í forsvari fyrir samtök hér á Suðurnesjum sem heita Bjarmi, samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Þar varð ég var við að margt fólk sem misst hafði ástvini eða hafði lent í válegum at- Skotlandi þá segir það ekki alla söguna. Á örlagastundum í lífinu leitum við öll til trúarinnar, hver með sínum hætti. Við rannsókn mína á ímynd kirkjunnar einsog hún birtist í fjölmiðlum annars veg- ar hér og hins vegar í Skotlandi kom í ljós að við válega atburði virðist kirkja hafa að mati fjölmiðla stóru hlutverki að gegna. Á slíkum stundum gerast fjölmiðlarnir sjálfir „trúaðir". Sem dæmi hófst frétta- tími á Stöð 2 með bænastund eftir snjóflóðaslysin og er það nokkuð sambærilegt við það sem gerist í Skotlandi er álíka válegir atburðir verða. Ég gerði í athugun minni samanburð á því hvernig BBC, rík- isrekinn sjónvarps-miðill, ber frétt- ir af skosku þjóðkirkjunni og svo hvernig ríkissjónvarpið hér ber fréttir af okkar þjóðkirkju. Þjóðirn- ar eru báðar smáar og Skotar eiga margt sameiginlegt með okkur. Á báðum stöðum er sem sagt þjóð- HÖFUÐKÚPAN í höndum séra Hjartar. Hún fannst ásamt fleiri bein- um í gömlum htíl milli Útskála og Sandgerðis. SÉRA Hjörtur ásamt eiginkonu sinni Ebbu Margréti og dtíttur sinni Ágústu Ebbu á Fríkirkjutröppunum. burðum var sárt og jafnvel biturt út í fréttaflutning fjölmiðla af slíkum atburðum. Ég setti mig í samband við Blaðamannafélagið og úr varð að ég flutti erindi um þetta mál á fundi félagsins, en á efnisskrá þess fundar voi*u slysafréttir. Það að komast í samband við blaðamanna- stéttina vakti áhuga minn á fjöl- miðlum og ábyrgð þeirra í samfé- laginu. Tengslin milli fjölmiðlunar og kirkju og trúar eru kannski ekki svo ljós í fyrstu, en þegar farið er að athuga málið betur kemur í ljós að kirkjan, trú og trúarbrögð snúast að miklu leyti um samfélag, sam- skipti og upplýsingamiðlun. Presturinn er oft boðberi válegra tíðinda og þess vegna er það eðli- legur hluti starfsins að reyna að hjálpa sorgmæddu fólki og fræða það um sorgarferlið, en sjálfur hef ég hins vegar ekki misst neinn mér nákominn og hvort þessi reynsla af úrvinnslu annarra á sorginni undir- býr mig sem menneskju til að mæta missi, það skal ég ekki segja um,“ segir Hjörtur. „Við erum oft svo vernduð fyi'ir dauðanum, rétt eins og við lifum í einhverjum draumaheimi þar sem við erum ósnertanleg, gleymum að við erum dauðleg. I nútímasamfélagi erum við komin langt frá þeirri hringiðu lífs og dauða sem fólk bjó við í bændasamfélaginu áður fyi'r. Mín reynsla er sú að íslendingar séu mjög trúaðir. Þótt það beri minna á trúarlegu efni hér í fjölmiðlum og kirkjusókn sé minni en til dæmis í kirkja, ríkisreknir fjölmiðlar og af- ar sterk þjóðernisvitund er ríkj- andi. Var í námi í ísrael Af hverju skyldi Hjörtur Magni hafa gerst prestur? „Það er með mig eins og marga aðra presta, þetta var í minni fjölskyldu. Móðir mín Sigríð- ur Jónsdóttir og önnur systir mín voru báðar mjög virkar í trúarlegu starfi, ekki þó endilega innan þjóð- kirkjunnar. Mamma átti góða vini í Hvítasunnusöfnuðinum, meðal að- ventista og innan KFUK og ég fór stundum með henni á samkomur. Síðar fór ég á biblíuskóla í Suður- Englandi og ferðaðist síðan með kennurum og öðrum nemendum um Mið-Austurlönd. Við útbjuggum okkur í bíla og unnum síðan í ýms- um kirkjudeildum í ýmsum löndum. Við héldum samkomur og ræddum við íbúana um trúmál og vorum líka með götutrúboð, ræddum við fólk á götum úti. Ég ánetjaðist Israel og Egyptalandi og var þar tvö ár til við- bótar, ég fékk styrki frá sænsku kirkjunni og fór í hebreska háskól- ann í Jerúsalem, það var meðfram guðfræðinámi mínu hér. Ég var þarna í hebreskunámi, bæði fornri og nútímahebresku og var einnig að rannsaka sögu borgarinnar, sem og gyðinglegan bakgrunn okkar trúar. Munurinn á kristinni trú og gyðing- dómi er ekki eins mikill og menn gætu haldið, raunar miklu minni. Margt af því sem við teljum mjög sérstakt við kristna trú höfum við fengið beint frá gyðingum, sem dæmi má nefna páskahátíðina, hvítasunnuhátíðina og jafnvel vissa þætti jólahátíðarinnar. Gyðingar trúa á Messías en hann á bara eftir að koma, kristið fólk á Jesú Krist. Munurinn verður minni en ella þeg- ar þess er gætt að kristið fólk trúir á endurkomu krists, báðir trúflokkar bíða því komu Messíasar eða Jesú Krists. Grunnkjarni þessara trúar- bragða er sá sami, mikil áhersla er lögð á náð, miskunn, iðrun og fyrir- gefningu. Hefndin, harkan og rétt- lætishugtakið, sem við teljum oft gyðinglegt, það er alls ekki svo, náð- in og miskunnin er beint úr gyðing- dómi. Þess ber líka að geta að innan gyðingdóms er alveg jafnmikill fjöl: breytileiki og innan kristindóms. I ísrael er minnihluti gyðinga strang- trúaður og kreddufastur. Það var mér mjög til góðs að víkka á þennan hátt sjóndeildarhring minn. Það var hins vegar ekki gott að flagga því í ísrael að vera lútherstrúar, Hitler var lútherstrúar segja þeir og í aug- um margra gyðinga er krossinn tákn ofsókna.“ Hvílt í fölsku öryggi Á táningsárunum gerði Hjörtm- Magni vissa „uppreisn" frá hinu kirkjulega umhverfi sínu, „ég vildi finna mig sjálfur," segir hann. Hjörtur fæddist fyrir réttum fjöru- tíu árum í Keflavík og ólst þar upp, yngsta barn Jóhanns Hjartarsonar húsasmíðameistara og konu hans Sign'ðar. „Það er öllum hollt að spyi’ja gagnrýnna spurninga, oft vilja trúarleg samfélög þrengja að fólki, skapandi hugsun er ekki alls staðar talin æskileg, né heldur frjálslyndi eða umburðarlyndi, ég er þó ekki að segja að ég hafi fundið meira fyrir slíku en aðrir. Líklega hef ég þó ekki fjarlægst þetta um- hverfi nógu mikið, í það minnsta sneri ég aftur, guðstrúin hefur alltaf átt mjög sterkar rætur innra með mér og ég trúi því að trú sé mannin- um eðlislæg, en trúarsamfélagið og sú umgjörð sem mannfólkið býr sinni trúartilbeiðslu er oft gagnrýn- isvert. Þetta ríkiskirkjufyrirkomu- lag sem við búum við hér á Islandi tel ég að hafi ekki verið sannri trú sérlega til framdráttar. Reyndar er það svo að víðast hvar í heiminum þar sem þjóðkirkjur og ríkiskirkju- fyrirkomulag hafa verið við lýði, er það á hröðu undanhaldi. Það er ekki hvetjandi íyrir trúarlíf að ríkið reki trúarstofnun, miklu fremur slævandi. Kirkjan á Islandi hefur borið merki þess að vera presta- kirkja, embættismannakirkja, eins og hún var á miðöldum, við búum enn við það form að miklu leyti. Við prestar höfum kannski fullmikið skýlt okkur bak við þennan emb- ættismannaskilning, það að vera launaðir og æviráðnir af ríkinu hef- ur gert það af verkum að prestar hafa „hvílt í fölsku öryggi", og það hefur skapað fjarlægð milli prest- anna annars vegar og safnaðanna hins vegar - skapað fremur óhollt samband sem hefur meðal annars valdið deilum.“ Söfnuður Fríkirkjunnar í Reykja- vík er að sögn séra Hjartar nokkuð dreifður. „Hann er ekki skilgreind- ur út frá landfræðilegum mörkum eins og gerist með söfnuði Þjóð- kirkjunnar. Það er nokkur munur á starfi fríkirkjunnar og þjóðkirkj- unnar. Hver og einn getur skráð sig og tekið þátt í starfi fríkirkjunnar, óháð búsetu og á sama hátt sagt sig úr söfnuðinum. Það er nokkur mun- ur á starfi fríkirkjunnar og þjóð- kirkjunnar. Þeir sem tilheyra frí- kirkjunni ættu að finna frekar til samkenndar vegna þess að þeir hafa valið að vera í þessum söfnuði. Mín skoðun er að fríkirkjan eigi ekki að bera ímynd prestakirkjunn- ar. Ég lít svo á að prestur fríkirkj- unnar sé aðeins hluti af söfnuðinum. Ég hef átt gott samstarf við sóknar- börn mín hér í Útskálaprestakalli, mér var strax vel tekið og það hef ég kunnað að meta. Ég kveð því mína gömlu sókn með söknuði, en á móti kemur að ég hlakka til að takast á við ný verkefni, ég er eins og fyrr sagði heillaður af hugsjón fríkirkjunnar og hygg gott til að starfa á þeim vettvangi.“ gfc.r: - n Trimmarar - Skokkarar - Hlauparar Sumardagskrá Hlaupahóps Máttar hefst mánudaginn 4. maí með kynningarfundi og skokki. Nú er tækifærið fyrir þá sem hafa legið í vetrardvala að rífa sig upp úr sófanum og út í náttúruna. Hlaupahópur Máttar er einn elsti starfandi hlaupahópurinn. Hann hefur starfað síðan 1990 og hefur á að skipa velþjálfuðum og reynslumiklum leiðbeinendum. • Sérstakur byrjendahópur þar sem áhersla verður lögð á að fara rólega af stað. • Fræðsla og mælingar. • Styrktarþjálfun og teygjur. • Ótakmarkaður tfmafjöldi og aðgangur að tækjum. • Bolur, hlaupasokkar, svitaband og derhúfa handa öllum sem skrá sig f hlaupahópinn í boði Mizuno. • Meðlimir hlaupahópsins fá góðan hlaupabúnað (byrjendapakka) á frábæru verði frá Mizuno. • Allt þetta, ásamt 4 mánaða korti, á aðeins 9.900 krónur. Þjálfarar eru sem fyrr Ragnheiður Sæmundsdóttir íþróttakennari og Heimir Bergsson fþróttafræðingur. Skráning hefst f dag, nánari upplýsingar í síma 568 9915. Takmarkaður fjöldi. /fl\z\no Sumarkort sem gildir ti! 10. september kr. 9.900 (kr. 2.475 á mánuði) Námsmannakortin - kr. 7.500 fyrir fjóra mánuði (kr. 1.875 á mánuði) Upplýsingar i síma 568 9915 Spinning Byrjendanámskeið í Spinning Spinning og tækjaþjálfun • Þrír lokaðir tímar í viku. Ótakmarkaður tímafjöldi og aðgangur að tækjum. • Fræðsla og mælingar. • Fjórar vikur á aðeins kr. 5.000. • Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Upplýsingar og skráning í síma 568 9915 A - " V ' s ' MÚmM HEILSURÆKT Faxafeni U - Sími 56B 9915 • langarima 21-23 - Sfmi 567 7474 • Skipholti 50a - Simi 581 4522

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.