Morgunblaðið - 12.05.1998, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þorskstofninn nú stærri
en allan þennan áratug
Niðurstöður togararalls sýna að ný-
liðun í stofninn er þó enn óhagstæð
ÞORSKSTOFNINN er nú stærri
en hann hefur verið allan þennan
áratug samkvæmt niðurstöðu fjór-
tándu stofnmælingar botnfiska,
togararallsins svokallaða. Þorsk-
stofninn hefur vaxið verulega síð-
ustu þrjú ár eftir að hafa verið í
mikilli lægð og hefur stofninn ekki
verið stærri síðan 1989. Nýliðun í
stofninn er þó enn óhagstæð og því
ekki horfur á verulegum vexti hans
á allra næstu árum nema nýliðun
batni frekar.
Skýrsla Hafrannsóknastofnun-
arinnar um ástand nytjastofna
sjávar og aflahorfur fiskveiðiárið
1998/99 er í vinnslu. Niðurstöður í
togararalli eru aðeins einn liðurinn
í stofnmati þorskstofnsins. Auk
togararallsins er stuðst við gögn
um aldursgreindan afla í veiðunum,
afla á sóknareiningu skv. afladag-
bókum og fleiri gögnum. Tillögur
um veiðiráðgjöf næsta fiskveiðiárs
munu liggja fyrir síðar í mánuðin-
um.
Stofnmæling botnfiska á ís-
landsmiðum (togararall) fór fram í
14. sinn dagana 5.-25. mars. Fjórir
togarar voru leigðir tii rannsókn-
anna og toguðu þeir á 489 stöðum
allt umhverfis land. ís á Vest-
fjarðamiðum hamlaði í fyrsta sinn
sýnatöku, svo að ekki reyndist
unnt að Ijúka sýnatöku á því svæði
á umsömdum leigutíma. R/s Bjarni
Sæmundsson hélt sýnatöku áfram,
þegar ísinn hopaði dagana 2.-7.
Vfsitala veiðistofns
þorks 1985-1998
Þúsundir tonna
0 100 200 300 400 500
1985 I
1986 1
1987 J
1988 t
1989 111 1
1990 1
1991 J k
1992 já i
1993 I
1994 1 6 f
1995 , , 1
1996 ... , , ,1
1997 -
1998 i
apríl. Alls tókst að Ijúka við 518
stöðvar af 533 stöðvum skv. upp-
haflegri áætlun.
Sjávarhiti við botn var hár og á
norður- og austurmiðum var hann
allt að 2°C hærri en á sama tíma
árið 1997. Þá var sjávarhiti við suð-
urströndina einnig með hæsta
móti.
„Stofnvísitala veiðistofns þorsks
er á greinilegri uppleið eftir lægð á
árunum 1992-95. Þessi stækkun
stofnsins á fyrst og fremst rætur
að rekja til árangurs veiðistjómun-
ar undanfarin ár. Þá mælast bæði
árgangur 1992 og 1993 nokkru
stærri en fyrir ári. Þeir árgangar
sem bætast í veiðistofninn á næstu
tveimur árum (árgangar 1995-96)
eru báðir undir meðallagi og ár-
gangur 1996 talinn lélegur. Ovissa
ríkir enn um stærð 1997 árgangs-
ins,“ segir í niðurstöðum Hafrann-
sóknastofnunar.
Hótaði konu í
Heiðmörk
Konur varaðar
við að vera
einar á ferð
UNGUR maður ógnaði konu með
hnífi í Heiðmörk á laugardags-
morgun og skipaði henni að horfa á
meðan hann fróaði sér. Þegar hann
hafði lokið sér af hljóp hann á
brott.
Konan var ein á gönguferð í
Heiðmörkinni um klukkan hálftíu á
laugardagsmorgun þegar maður-
inn spratt upp úr vegkantinum
með buxumar á hælunum, otaði
hnífi að konunni og gaf henni fyrir-
mælin. Hún taldi ráðlegast að gera
eins og maðurinn sagði henni þar
sem hann var mjög æstur. Lög-
regla telur að þau viðbrögð hennar
hafi verið rétt.
Konan gat gefið greinargóða lýs-
ingu á manninum sem hún telur að
sé rúmlega tvítugur en lögregla er
engu nær um hver þarna var á
ferð. Lögreglan beinir þeim til-
mælum til kvenna að vera ekki ein-
ar á ferð í Heiðmörkinni á þeim
tímum þegar h'tið er um manna-
ferðir.
Morgunblaðið/Júlíus
FRA SLYSSTAÐ í Kjósinni á laugardag.
Ung kona beið bana
í umferðarslysi
UNG kona lét lífið í um-
ferðarslysi sem varð á
Vesturlandsvegi, nálægt
Eyrarkoti í Kjós, á sjötta
tímanum á laugardag.
Bíllinn, sem hún ók, lenti
framan á bifreið sem
kom úr gagnstæðri átt.
Bflstjóri þess bfls var
fluttur lífshættulega slas-
aður á gjörgæsludeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur
í Fossvogi.
Lögreglunni var til-
kynnt um slysið kl.
17.55. Ökumennimir,
sem voru einir í bflun-
um, voru báðir fastir og
tók töluverðan tíma að
losa þá. Við áreksturinn kviknaði í
annarri bifreiðinni.
Vesturlandsvegur var lokaður í
rúmar tvær klukku-
stundir vegna slyssins
og var umferð beint um
Miðdalsveg á meðan.
Konan sem lést hét
Kristín Hjaltested, 25
ára gömul, til heimilis í
Kúrlandi 23 í Reykjavík.
Hún stundaði kennara-
nám við Háskólann á
Akureyri og þjálfaði
kvennaflokka hjá KA í
handknattleik. Hún var
ógift og bamlaus en átti
foreldra og þijú systkini
í Reykjavík.
Samkvæmt upplýs-
ingum sérfræðings á
gjörgæsludeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur í gær var líðan
hins ökumannsins óbreytt en honum
er haldið sofandi.
Kristín
Hjaltested
Varnir gegn hrossa-
sótt felldar úr gildi
FELLDAR hafa verið úr gildi
vamir gegn útbreiðslu hitasóttar-
innar sem herjað hefur á hesta-
kyn landsmanna og er þar með
horfið frá því að skipta landinu
upp í sýkt og ósýkt svæði.
Landbúnaðarráðherra gaf í
gær út reglugerð þessa efnis að
tillögu yfirdýralæknis og er
ákvörðunin tekin á grundvelli
þess að hitasóttin hefur nú borist
í Skagafjörð „og þar með yfir
þann helsta náttúrulega þröskuld
sem vonast var til að gæti tak-
markað útbreiðslu hennar,“ að því
er fram kemur í frétt landbúnað-
arr áðuneytisins.
Varað við að flýta
fyrir útbreiðslu
Ennfremur segir að í ljósi
reynslu af útbreiðslu veikinnar á
Suður- og Vesturlandi séu yfir-
gnæfandi líkur taldar á að smitefni
hafi þegar borist víða um Norður-
land og jafnframt að það muni með
tímanum berast um allt landið.
„Yfirdýralæknir varar engu að síð-
ur hrossaeigendur eindregið við
því að flýta fyrir útbreiðslu veik-
innar og hvetur þá til þess að forð-
ast samgang við bæi þar sem veik-
in kann að vera til staðar. Hrossa-
eigendur eru ennfremur hvattir til
að auka eftirlit með hrossum sínum
og kalla til dýralækni ef vart verð-
ur við alvarleg sjúkdómseinkenni,
s.s. hrossasótt, klums eða langvar-
andi lystarleysi."
1.156 störf vegna Reykjavíkurflugvallar
Efnahagsáhrif flug-
vallarins 11 milljarðar
EFNAHAGSLEG áhrif Reylyavík-
urflugvallar eru rúmir 11 milljarðar
króna og þar skapast 1.156 störf.
Þetta kemur fram í skýrslu sem
Hagfræðistofnun Háskóla íslands
vann fyrir Flugmálastjóm um at-
vinnuáhrif Reykjavíkurflugvallar.
I skýrslunni kemur fram að um
Reykjavíkurflugvöll fari um 400
þúsund manns árlega í áætlunar-
flugi innanlands en auk þess séu
umsvif vegna leiguflugs nokkur.
Fjöldi farþega sem fara um
Reykjavíkurflugvöll hefur vaxið
stöðugt undanfarin fimm ár. Tölur
fyrir fyrstu þrjá mánuði þessa árs
virðast benda til 13% aukningar
umfram fyrstu þrjá mánuði ársins
1997. Innlendir vöruflutningar hafa
á hinn bóginn dregist saman.
8,3 milljarðar vegna starfsemi
utan flugvallar
Fyrirtæki sem starfa á Reykja-
víkurflugvelli veltu á síðasta ári yf-
ir þremur milijörðum kr. Mest var
velta flugfélaga og flugskóla, 2.230
milljónir kr., Flugmálastjóm velti
465 milljónum kr., Landhelgis-
gæslan 321 milljón kr. og önnur
starfsemi 80 milijónum kr.
Bein áhrif starfsemi Reykjavík-
urflugvallar em samkvæmt
skýrslunni 3.096 milljónir kr., þ.e.
efnahagsáhrif þeirrar starfsemi
sem verður til beint við rekstur
flugvallarins, og 8.304 milljónir kr.
vegna óbeinna og afleiddra áhrifa
starfseminnar, þ.e. vegna þeirrar
starfsemi sem verður til utan flug-
vallarins vegna starfsemi á
honum.
► MIKIL hreyfing hefur verið á fast- ugt. Því veldur m. a. lág ávöxtunar-
eignamarkaðnum í ár. Eftirspurn er krafa á húsbréfum, sem er hagstætt
mikil, en verð hefur þó haldizt stöð- fyrir markaðinn.
Sérblöð í dag
Iþróttir
Fylgstu
með
nýjustu
f réttum
Alfreð vill fá Oleg Titov til
Hameln í Þýskalandi/B1
Guðni Bergsson ekki með
landsliðinu til Cannes/B12