Morgunblaðið - 12.05.1998, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Halidór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, um samninginn við Kögun
Rangft að kveðið sé á
um dreifða eignaraðild
HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra, segist ektó hafa heyrt
neitt annað en að ákvæði samnings
utanrítósráðuneytisins og Kögunar
hf. hafi verið uppfyllt. Það hafl verið
sendur listi yfir eigendur í þessu
fyrirtæki til ráðuneytisins eftir því
sem hann best vissi og það væri
rangt að í samningnum væru
ákvæði um dreifða eignaraðild.
í Morgunblaðinu á sunnudag er
fjallað um máleftii Kögunar og
samning þess við utanríkisráðuneyt-
ið árið 1989 um einkarétt á að annast
rekstur og viðhald nýs ratsjárkerfis
ratsjárstöðva vamarliðsins. Sagði að
einkarétturinn hefði verið skilyrtur
dreifðu eignarhaldi, en einnig kom
fram að Gunnlaugur M. Sigmunds-
son, alþingismaður, og eiginkona
hans ættu 27% hlut í fyrirtækinu.
Halldór sagðist ektó hafa séð
þennan samning fyrr en hann var
birtur. „Það er hins vegar rangt að
það séu ákvæði í honum sem kveða
á um dreifða eignaraðild. Það eru
ákvæði um að það skuli tilkynnt um
breytingar á eignaraðild," sagði
hann.
Umrædd 5. grein samningsins er
svohljóðandi: „Kögun hf. skuldbind-
ur sig til að afhenda varnarmála-
skrifstofu utanríkisráðuneytisins
árlega skrá yfir eigendur hlutafjár í
félaginu og hlutafjáreign þeirra.
Jafnframt mun félagið tilkynna
vamarmálaskrifstofunni tafarlaust
ef einhver einn hluthafa hefur eign-
ast meira en 5% heildarhlutafjár.“
Halldór sagði aðspurður að það
væri ekkert brot á samningnum að
aðilar ættu meira en 5% eignarhlut,
því það stæði ekkert í samningnum
um það „og ég stól nú satt best að
segja ektó hvemig aðilar geta fund-
ið það út sem lesa þennan samn-
ing,“ sagði Halldór.
Hann sagði aðspurður að í samn-
ingnum væri hvergi að ftnna neina
skuldbindingu um dreifða eignarað-
ild. Aðspurður hvort ákvæði samn-
ingsins um árlega skrá yfir eigend-
ur hefðu verið uppfyllt sagði hann
að eftir því sem hann best vissi frá
starfsmönnum í utanrítósráðuneyt-
inu þá hefðu aldrei neinar athuga-
semdir verið gerðar í þeim efnum
þau níu ár sem samningurinn hefði
gilt.
Aðspurður hvort til greina kæmi
að segja samningnum upp, en um ár
er eftir af gildistíma hans, sagði
Halldór að íslensk stjómvöld bæm
ábyrgð á að það yrði ektó rof á þeirri
þjónustu sem samningurinn tætó til.
Það væri alveg Ijóst að þegar þessi
samningur hefði verið gerður á sín-
um tíma hefði verið um viðamitóð
þróunarverkefni á sviði hugbúnaðar
að ræða. Þáverandi stjómvöld hefðu
viljað að íslenskir aðilar ynnu þetta
verkefni. „Hins vegar er það sér-
stakt við þetta verkefni að það varð-
ar öryggis- og vamarmál og það er
ektó ávallt staðið að málum í slíkum
viðstóptum með sama hætti og
gengur og gerist í frjálsum viðstópt-
um,“ sagði Halldór.
Hann sagði að um framhaldið
væri það að segja að hann teldi eðli-
legt að Ratsjárstoftiun sæi um þetta
mál, en ektó utanrítósráðuneytið
sem slíkt. Það væri samkomulagsat-
riði milli verkkaupa, það er banda-
rískra stjómvalda og utanrítósráðu-
neytisins „hvemig að málinu verður
staðið og við munum ektó taka nein-
ar ákvarðanir þar um fyrr en þetta
mál hefur verið rætt við Banda-
ríkjamenn sem greiða kostnaðinn af
þessari þjónustu. Það gefur auga-
leið að sá sem er greiðandi að þjón-
ustunni hlýtur að hafa mitóð um það
að segja,“ sagði Halldór.
Aðspurður hvort hann teldi
óheppilegt að eignarhlutar í fyrir-
tætónu hefðu færst á færri hendur,
sagði hann að það sem verkkaupi
legði upp úr væri sú þjónusta sem
fyrirtækið veitti og hvort hún væri
látin í té með þeim hætti og á því
verði sem um væri samið. „Það er
allt annað mál hver á viðkomandi
fyrirtætó, þannig að ég sé ektó að
það stópti máli. Ég hef aldrei
kynnst því í neinum samningi milli
aðila um kaup á þjónustu að það sé
sérstaklega tetóð fram hvemig
eignarhaldi sé háttað. Það er ektó
gert í þessum samningi frekar en
flestum öðram samningum og í
sjálfu sér ekkert meira um það að
segja," sagði Halldór.
Hann sagði að eftir því sem hon-
um væri sagt væri ákvæðið um til-
kynningaskylduna komið inn í
samninginn vegna þess að menn
hefðu viljað fylgjast með því af ör-
yggisástæðum hvort nýir stórir að-
ilar kæmu inn í fyrirtætóð.
Spurt og
svarað á
Netinu
NOTENDUM Kosningavefjar
Morgunblaðsins á Netinu gefst kost-
ur á að senda umsjónarmanni vefjar-
ins í tölvupósti spurningar til fram-
boðslista í sveitarfélögum um allt
land. Spumingunum er komið áfram
og svörin birt á Kosningavefnum
jafnskjótt og þau berast.
Forsenda þess að hægt sé að veita
þessa þjónustu er að viðkomandi
framboð hafi búnað til að taka við
spurningum og svara í tölvupósti.
Forsvarsmenn lista eru hvattir til að
senda Kosningavefnum upplýsingar
um netfang sitt. Netfang Kosninga-
vefjarins er kosning@mbl.is.
Netnotendur, sem senda vilja
framboðslistum fyrirspum, velja síð-
una „Spint og svarað“ á Kosninga-
vefnum, smella á hnappinn „Ert þú
með spumingu?“ og fylla út fyrir-
spurnarform, sem þá birtist á tölvu-
skjánum. Kosningavefnum má tengj-
ast frá Fréttavef Morgunblaðsins
eða með því að slá inn slóðina
http://www.mbl.is/kosningar.
Könnun um borgarmál
á Fréttavef
Viðhorfskönnun um málefni sem
tengjast komandi borgarstjómar-
kosningum verður á Fréttavef
Morgunblaðsins næstu daga. Er
könnunin gerð í samstarfi við tvo
nemendur í Háskóla íslands, sem
hafa fengið til þess styrk úr Nýsköp-
unarsjóði námsmanna.
Stjórnarformaður Þróunarfélagsins um riftun á hlutabréfasölu
Ekki vogandi að taka þa
áhættu vegna starfsmanna
ÞORGEIR EYJÓLFSSON, stjóm-
arformaður Þróunarfélags íslands
(ÞÍ), segir ástæðu þess að stjóm ÞÍ
rifti ektó samningum um sölu á hlut
félagsins í Kögun hf. á árinu 1993,
hafa verið þá að með því hefði af-
komuöryggi starfsmanna Kögunar
erlendis verið stefnt í hættu.
í úttekt Morgunblaðsins sl.
sunnudag kom fram að Gunnlaugur
M. Sigmundsson, þáverandi fram-
kvæmdastjóri Þróunarfélagsins og
framkvæmdastjóri Kögunar og stór
hluthafi í Kögun, seldi stjóm Kög-
unar 58% eignarhlut ÞÍ í Kögun
1993, á fjórföldu nafnverði. Gengi
bréfa í Kögun í dag er 56-falt.
Gunnlaugur hafði ektó stjómar-
heimild fyrir sölunni en stjómin
hafði falið honum að kanna með sölu
á bréfunum.
Morgunblaðið spurði Þorgeir
Eyjólfsson af hverju stjómin hefði
ektó rift samingunum um söluna og
svaraði hann fyrir hönd þáverandi
stjómar ÞÍ:
„Ástæða þess að viðstóptunum
með hlutabréf Þróunarfélagsins í
Kögun var ektó rift, var sú að með
því hefði atvinnu og afkomu á þriðja
tug fjölskyldna verið stefnt í óvissu
en við störf í Los Angeles í Banda-
ríkjunum vora yfir 20 langskóla-
menntaðir einstaklingar með fjöl-
skyldur sínar við störf á vegum
Kögunar. Hafa þarf í huga að Gunn-
laugur var framkvæmdastjóri Kög-
unar og eiginkona hans starfsmaður
fyrirtætósins hér heima. Hún hafði
meðal annars með höndum marg-
víslega hagsmunagæslu hér heima
fyrir fjölskyldumar sem vora úti.
Þau hjónin höfðu á sinni hendi
alla þektónguna um fyrirtætóð og
hefði sölunni verið rift, var ljóst að
með því hefðu fylgt starfslok Gunn-
laugs og eiginkonu hans hjá Kögun.
Það er alls óvíst hvort tetóst hefði, í
framhaldi af riftun viðstóptanna og
starfslokum Gunnlaugs og eigin-
konu hjá Kögun, að halda á málefn-
um félagsins þannig að afkomu og
framtíð starfsmanna félagsins er-
lendis hefði ektó verið stefnt í voða.
Það var að okkar mati ektó vogandi
að taka þá áhættu starfsmannanna
vegna,“ segir Þorgeir Eyjólfsson.
I stjóm Þróunarfélagsins á þess-
um tíma vora, auk Þorgeirs, Þórar-
inn V. Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri VSÍ, Páll Kr. Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs,
Brynjólfur Bjamason, fram-
kvæmdastjóri Granda, og Sólon
Sigurðsson, bankastjóri Búnaðar-
bankans.
Yfírmaður varnarmálaskrifstofu
Utanríkisráðuneytið
hefur ekkert aðhafst
ÞÓRÐUR Ægir Óskarsson, for-
stöðumaður vamarmálaskrifstofu
utanrítósráðuneytisins, segist ektó
finna nein gögn um það að dreifð
eignaraðild að Kögun hf. sé skilyrt
af hálfu utanrítósráðuneytisins, þó
túlka megi ákvæði samnings ráðu-
neytisins og Kögunar frá 1989 á
þann veg. I fréttaúttekt Morgun-
blaðsins sl. sunnudag kom fram að
skv. samningi ráðuneytisins og
Kögunar ber félaginu að tilkynna
vamarmálaskrifstofunni tafarlaust
ef einhver einn hluthafa hefur eign;
ast meira en 5% heildarhlutafjár. í
greininni var jafnfram leitt í Ijós að
Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrv.
framkvæmdastjóri Þróunarfélags-
ins og framkvæmdastjóri Kögunar
og eiginkona hans eiga í dag 27%
hlut í Kögun. Eftirlaunasjóður
starfsmanna á yfir 30% í félaginu.
Skylda að gera að
almennings hlutafélagi
Fram kom í nokkrum fréttum
sem birtust í Morgunblaðinu á ár-
unum 1990-1992, m.a. í viðtölum við
Gunnlaug M. Sigmundsson, að Þró-
unarfélaginu bæri skylda til, sam-
kvæmt samningi við stjómvöld, að
sjá um að fyrirtækið verði gert að
almenningshlutafélagi 1995 og
tryggja að hlutaféð dreifist. Þannig
sagði Gunnlaugur í samtali við
Morgunblaðið 26. apríl 1990:
„Síðan er samningur í gildi milli
Þróunarfélagsins og utanríkisráðu-
neytisins um hvernig beri að gera
Kögun að almenningshlutafélagi í
áfóngum, þó þannig að fyrirtætóð
ábyrgist að það verði hæft til að
taka við þróun og viðhaldi íslenska
loftvamakerfisins á áranum 1994-
1995. Þegar því er náð er sú kvöð í
samningnum að við seljum öll hluta-
bréf fyrirtækisins á almennum
hlutabréfamarkaði. Jafnframt er
okkur skylt að reyna að tryggja að
mikil dreifing verði á sölu hlutabréf-
anna,“ sagði Gunnlaugur.
Fram kom í viðtali við Gunnlaug
sl. sunnudag að Kögun hf. væri ektó
enn orðið almenningshlutafélag en
það væri á döfinni.
Aðspurður mn viðbrögð utanrík-
isráðuneytisins við breytingum sem
orðið hafa á eignaraðild Kögunar
sagði Þórður Ægir að ráðuneytið
hefði í sjálfu sér ekkert gert í þeim
málum, „enda er 5. greinin í samn-
ingnum ektó tæmandi, vegna þess
að hún segir ekkert um dreifða
eignaraðild. Hún segir bara að það
skuli tilkynna okkur ef þetta gerist.
Ég hef ektó fundið nein gögn um að
þetta sé stólyrði", segir Þórður Æg-
ir.
Þórður Ægir segir að Kögun
virðist hafa uppfyllt það ákvæði
samningsins flest eða öll árin frá því
að samningurinn var gerður að
senda ráðuneytinu árlegt yfirlit yfir
hluthafa og hlutafjáreign þeirra.
Samningstími rennur
út í maí 1999
- Er þá ekkert athugavert við það
að ykkar mati þó einstakir aðilar
eigi fjórðungshlut eða meira í Kög-
un hf.? „Þetta samkomulag var gert
milli ráðherra og Kögunar og það
getur verið að það hafi myndast ein-
hver stólningur á þeim grunni en
þegar ég kem að þessu málum sé ég
ektó hvar ég eða vamarmálaskrif-
stofan á að koma inn í það sem eftir-
litsaðili. 5. greinin gerir ekki gi'ein
fyrir þessu skilyrði, þó það megi
kannstó með túlkun lesa það út úr
henni og ég hef ektó fundið þessum
stólningi stað í skjölum hér á skrif-
stofunni," segir Þórður Ægir.
Þórður var spurður hvort ráðu-
neytið myndi grípa til aðgerða
vegna þessa máls, og rifta samn-
ingnum eða fara fram á endurskoð-
un hans. Svaraði hann því neitandi
og benti á að samningurinn rynni úr
gildi 22. maí á næsta ári. „Við erum
famir að huga að því hvernig fram-
haldinu verði háttað. Það verður að
minnast þess að þetta er öryggis-
mál þjóðarinnar og maður verður að
skilja á milli persónunnar í þessu
dæmi og samningsins. Kögun er
fyrirtætó sem hefur komið sér upp
gífurlegri sérfræðiþektóngu á
rekstri ratsjárstöðvarinnar. Það
verður því að fara mjög vandlega í
þetta, auk þess sem þetta lýtur líka
að milliríkjasamningi. Tíminn verð-
ur nýttur vel.“
Aðspurður hvort eigendum Kög-
unar, sem eiga meira en 5% í félag-
inu, verði gert að selja hluti sína í
fyrirtækinu sem eru umfram þessi
mörk svaraði hann: „Ég get ektó
svarað þessu. Við eram rétt að átta
okkur á þessu dæmi og menn eru að
skoða það.“