Morgunblaðið - 12.05.1998, Page 6

Morgunblaðið - 12.05.1998, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 Móðir með unga dóttur í læknismeðferð í Svíþjóð Mynd- og talsam- band við fjölskyld- una á Islandi BÖRNIN vildu fá að vita hvenær mamma kæmi heim með litlu syst- ur, þegar þau áttu myndsímafund með henni í gærmorgun með að- stoð tölvu. Arnbjörg Ingólfsdóttir, einstæð fímm barna móðir, er með Sigurbjörgu, fjögurra ára dóttur sína, á Huddinge-sjúkrahúsinu við Stokkhólm þar sem Sigurbjörg gekkst undir beinmergsskiptaað- gerð fyrir um það bil tveimur mán- uðum. Fyrir milligöngu Styrktarfé- lags krabbameinssjúkra barna (SKB) og með aðstoð forsvars- manna Flugleiða í Sviþjóð og fleiri góðra manna komst í gær á tal- og myndsamband milli mæðgnanna í Svíþjóð og fjölskyldu þeirra hór á Islandi. Dr. Eduardo Pérez-Bercoff, sem gegnir rannsóknarstöðu við upplýs- ingatæknideild konunglega tækni- háskólans í Kista í Sviþjóð, er frum- kvöðull verkefnisins. Hann setti sig í samband við SKB fyrir fimm árum og bauð því þátttöku. Til skamms túna strandaði málið á því að sú samskiptatækni sem SKB valdi að nota, ISDN-kerfíð, gat ekki „talað við“ sænska kerfið, sem byggir á venjulegu mótalds-sambandi. Dr. Pérez-Bercoff brá þá á það ráð að flytja hingað allan þann bún- að sem til þurfti, sambærilegan þeim sænska, og láta á það reyna hvort ekki væri hægt að koma á tal- og myndsambandi milli Iand- anna. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Flugleiðir í Svíþjóð hefðu m.a. gert það mögu- legt með því að rukka ekki krónu vegna þeirra 30 kílóa sem hann hafði í yfirvigt þegar hann kom til landsins. Aldrei áður sam- band milli landa Dr. Pérez-Bercoff segir að oft hafi verið komið á sambærilegu sambandi á milli tveggja sjúkra- húsa i sama landi eða milli sjúkra- húss og skóla en hann fullyrðir að aldrei áður hafí sjúklingur náð sambandi við fjölskyldu sína í öðru landi á þennan hátt. Dr. Pérez-Bercoff á sjálfur bam sem fékk hvítblæði fyrir tæpum áratug en náði bata og fyrir það er hann svo þakklátur að hann vill leggja sitt af mörkum til að aðstoða aðrar íjölskyldur sem beijast við sjúkdóminn. Arnbjörg á fimm böra og búa tvö þeirra ly'á systur Arnbjargar, Sig- MÖRGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn SIGURLAUG Ingólfsdóttir með börn sín og systurbörn við tölvuna í gærmorgun þegar tal- og myndsamband náðist við Arnbjörgu og Sigurbjörgu á Huddinge-sjúkrahúsinu við Stokkhólm. Frá vinstri eru Mikael 6 ára, Melissa 12 ára, Alexandra 8 ára og fremstur stendur Krisfján 7 ára. urlaugu. Telpa á þriðja ári og fimm ára drengur eru hjá öðrum ættingj- um. Sigurlaug, börnin hennar tvö og börn Arnbjargar áttu fjörlega stund við tölvuna í gærmorgun þegar þau spjölluðu við Arnbjörgu og Sigurbjörgu. Krakkarnir vildu fá að vita hvort það væri gaman á spitalanum og hvenær þær kæmu heim. Ef allt gengur að óskum verður það eftir einn til einn og hálfan mánuð. Þangað til geta Sigurlaug og frændsystkinin „hitt“ mæðgurn- ar við tölvuna í stutta stund á hveijum degi. Gefur SKB tækin Kostnaður við sambandið er að sögn dr. Pérez-Bercoffs eins og við venjulegt millilandasúntal á milli íslands og Svíþjóðar. Hann hefúr aflað styrkja hjá fyrirtækjum í Sví- þjóð til að standa straum af kostn- aði við verkefnið, sem hann segir að nemi nú um 16.000 sænskum eða um 150 þúsund íslenskum krónum. Þegar hann kom með búnaðinn til íslands var ekki vitað hvort sam- band næðist en það tókst og hann hefur því ákveðið að gefa Styrktar- félagi krabbameinssjúkra barna tækin. Þorsteinn Ólafsson, formaður fé- lagsins, segir að tollyfirvöld hafí verið ákaflega liðleg þegar tækin komu til landsins þar sem þá var óvíst hvort þau færu utan aftur eða ekki. Nú þegar ljóst er að þau verða hér áfram á eftir að komast að samkomulagi við yfírvöld um tollafgreiðslu þeirra. Einkafyrirtæki í kortaútgáfu Mál og menning gefur út Islandskort MÁL og menning hefur hafið út- gáfu á nýjum kortaflokki af íslandi sem inniheldur ferðakort af landinu í heild og fjögur landshlutakort. Mál og menning er fýrsta íslenska einkafyrirtækið sem gefur út ferða- og landshlutakort og markar þannig tímamót í sögu íslenskrar kortaútgáfu. Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar, segir að kortin miðist við þarfir ferðamanna og þau séu sérteiknuð á grunni landmælinga. Mál og menning kaupir útlínur kortanna af Landmælingum Is- lands. Halldór segir að í dag komi út ferðakort af íslandi í mælikvarð- anum 1:600.000 og fjórðungskort yf- ir Suðvesturland í mælikvarðanum 1:300.000 sem er nýjung á íslensk- um kortamarkaði. Stefnt er að því að kort yfir hina landshlutana þrjá verði komin út nk. haust. Kortin eru prentuð í náttúrulegum litum og er sérstök áhersla lögð á gróðurlendui- landsins og myndræna skyggingu hálendisins. Kortin eru unnin af Hans H. Hansen kortagerð- armanni eftir nýjustu heimildum. Með kortinu fylgir fylgir tafla með upplýsingum um vegalengdir milli helstu áfangastaða. Vegakerfið miðast við sumarið 1998 og í vega- lengdatöflu er því gert ráð fyrir nýj- ustu samgöngumannvirkjum eins og Hvalfjarðargöngum og Gilsfjarð- arbrú. Á bakhlið kortanna er að finna lýsingar og litmyndir af helstu nátt- úruperlum landsins, þar sem bent er á ýmis einkenni viðkomandi staða. Ljósmyndirnar eru eftir nokkra af helstu ljósmyndurum þjóðarinnar. Allur texti er á fjórum tungumálum. Útsöluverð kortanna er 690 kr. MYRDALS. Konurnar á Grænlandsjökli Komnar á hábunguna ÍSLENSKU konunum fjórum sem eru á göngu yfir Græn- landsjökul ásamt karlkyns leiðsögumanni hefur miðað vel áfram síðustu dagana og hafa þau lagt yfir 20 kílómetra að baki daglega. Á laugar- dagskvöld var tjaldað á há- bungu jökulsins í um 2.500 metra hæð en ferðin hófst í um 1.200 metra hæð. Leiðin liggur nú niður í móti en fyrstu dagana verður hæðarlækkunin þó óveruleg. Ferðin gengur samkvæmt áætlun þrátt fyrir snjókomu fyrir nokkrum dögum og einn óveðursdag þar sem leiðang- urinn varð að bíða af sér veðr- ið. Dagbók leiðangursins er að finna á alnetinu og er vef- slóðin http://itn.is~salbjorg/- greenland.html. Nýkomnar vömr! Skýjað velour-efni, níu grunnlitir. Verð 2.150 kr. m. Satín-krepefni á 1.560 kr. m. Dragtaefni með fiskbeinamynstri, þrír litir. Verð 1.595 kr. m. Stretch-rúskinn, starfsfólkið kallar það yndislega efnið. Þrír nýir litir. Verð 1.520 kr. m. ^vrigUC1 -búðimar Þrír með fímm rétta í Lottó Tveir nákvæmlega eins seðlar ÞRÍR vinningshafar voru með fimm rétta í Lottó 5/38 um helgina og var vinningsupphæðin 1.360.830 á mann. Tveir af vinningunum þremur voru keyptir í versluninni Ný-ung í Kefla- vík með sólarhrings millibili og við nánari athugun á vinningsseðlunum kom í ljós að þeir voru nákvæmlega eins. Allar tölurnar á þessum tveim- ur fimm raða seðlum voru eins og voru þeir báðir handvaldir. Bolli Valgarðsson, markaðsstjóri íslenskrar getspár, sagði að mjög líklega ætti einn eigandi báða mið- ana: „Þetta er skemmtileg tilviljun og hefur ekki hent áður í Lottó. Við erum hins vegar nokkuð viss um að það sé einn eigandi að báðum miðun- um,“ sagði Bolli í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hann sagði ennfremur að vitað væri um þátttakendur í Lottó og Víkingalottó sem spiluðu alltaf með sömu tölumar. Einn þeirra hefði til dæmis unnið bónusvinning í Vík- ingalottói tvisvar sinnum í sama út- drætti á sömu tölurnar, eða kenni- tölu sína. Enginn vinningshafanna þriggl3 hafði vitjað vinninga sinna til Is- lenskrar getspár er rætt var við fyr- irtækið í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.