Morgunblaðið - 12.05.1998, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.05.1998, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ekki hugleitt að óska eftir að þeir víki af lista INGIBJÖRG Sóh-ún Gísladóttir borgarstjóri segir það af og frá að hún hafí hugleitt að óska eftir því við Helga Hjörvar og Hrannar B. Amarsson, frambjóðendur Reykja- víkurlistans, að þeir vikju af listan- um í framhaldi af þeim ávirðingum sem á þá hafa verið bornar. „Ef menn teldu þá vera seka um refsivert athæfi þá geta þeir sem svo telja kært þá,“ sagði Ingibjörg. „Þá horfir málið öðruvísi við en ekkert slíkt hefur komið fram og ég sé því enga ástæðu til að óska eftir því að þeir víki.“ Aðspurð hvort þeir hafi skuldað vörslu- skatta í apríl sagðist Ingibjörg hafa gengið eftir því hvort þeir skulduðu vörsluskatt núna og að svo væri ekki. „Eg gekk sérstak- lega eftir því við þá að fá að sjá gögn sem staðfestu það og það er í raun það eina sem mér kemur við. Aðrar ávirðingar sem bornar eru á þá gefa ekkert tilefni til að telja þá vanhæfa,“ sagði hún. Yfirlýsing frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir hefur sent frá sér eftirfarandi yfir- lýsingu vegna þessa máls: ,Að gefnu tilefni vil ég lýsa af- stöðu minni og Reykjavíkurlistans til sögusagna sem bomar hafa ver- ið út um tvo af frambjóðendum listans. Þegar eftir að DV birti nið- urstöðu skoðanakönnunar sem sýndi gott fylgi við Reykjavíkur- listann tók mér að berast tölvu- póstur, Ijósritaðir pappírar og dreifirit með aðdróttunum í garð Helga Hjörvar og Hrannars Bjöms Amarssonar. Þetta gerist hálfum mánuði fyrir borgarstjóm- arkosningar og í mínum huga er hér vart um einskæra tilviljun að ræða. Eg hef af þessu tilefni tekið mér tíma til þess að fara yfir þær ávirð- ingar sem bomar hafa verið á þessa frambjóðendur í áðumefndum plöggum og fengið til þess aðstoð virts lögfræðings sem lagt hefur mat á málsefni. Niðurstaða mín efl> ir þessa athugun er sem hér segir: 1. Sjö ár em liðin frá því að Helgi Hjörvar gekk úr sameignarrekstri fyrirtækisins Amarsson og Hjörv- ar og hefur hann gert full skil á þeim ábyrgðum sem hann var í vegna þess rekstrar. Ég hef geng- ið úr skugga um að fullyrðingar þess efnis að hann skuldi vörslu- skatta eiga ekki við rök að styðj- ast. Að mínum dómi er árásin á Helga Hjörvar fullkomiega tilefn- islaus og þarfnast ekki frekari um- fjöllunar. 2. Eins og áður hefur komið fram opinberlega hefur Hrannar Bjöm Amarsson átt við fjárhagslega erf- iðleika að stríða. Ekkert nýtt hefur komið fram í því efni. Bú Hrann- ars Bjöms og fyrirtækis hans var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 1994. Gjaldþrotaskiptunum lauk með þvi að Hrannar Bjöm náði nauðasamningum við lánardrottna sina í nóvember 1995. Þá samn- inga hefur hann efnt að fullu. Mál hans hafa verið til opinberrar um- fjöllunar og til skoðunar hjá skatt- yfirvöldum eins og títt er við slíkar aðstæður. Fullyrðingar um að Hrannar Bjöm skuldi vörsluskatta eiga ekki við rök að styðjast. Á Reykjavíkurlistanum er fólk af ýmsum vettvangi með fjölbreyti- lega reynslu að baki. Þannig fólk vil ég hafa á listanum. Ég harma að gripið skuli hafa verið til óvandaðra meðala í þeirri kosningahríð sem nú stendur. Það kemur þó ekki al- veg í opna skjöldu vegna þess að enn hafa ekki allir gleymt ófræg- ingarherferð sem sett var af stað fyrir fjórum ánim á hendur fram- bjóðendum Reykjavíkurlistans, borgarfúlltrúunum Alfreð Þor- steinssyni og Sigrúnu Magnúsdótt- ur, hálfum mánuði fyrir borgar- stjómarkosningar. Slík vinnubrögð hefur Reykavíkurlistinn ekki við- haft og mun ekki viðhafa." UMHVERFISNEFNDIR sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu stóðu fyrir Umhverfisdögum um síðustu helgi í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá þar sem fjölskyldum og öðrum íbúum gafst kostur á að kynnast nánar Náttúra höfuð- borgarsvæðis- ins skoðuð útivistarstöðum og náttúruperl- um á höfuðborgarsvæðinu. í boði voru ýmiss konar Morgunblaðið/Þorkell gönguferðir í leiðsögn fróðra manna, skógrækt var kynnt og leiðbeint um trjárækt. Fugla- skoðun og kynning á jarðsögu tiltekinna svæða stóðu einnig til boða auk ýmissar annarrar fræðslu og skemmtunar. Á myndinni skoða áhugasam- ir lífnld Álftanessfjörunnar. Árni Sigfússon Aðalatriðið er að hið sanna komi í ljós ÁRNI Sigfússon, oddviti Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjóm, segir fá- ránlegt að saka Sjálfstæðisflokkinn um að standa að baki þeim ávirðing- um sem bomar hafa verið á tvo frambj óðendur Reykj avíkurlistans, þá Helga Hjörvar og Hrannar B. Arnarsson. I viðtali við Guðrúnu Pétursdóttur, frambjóðanda Sjálf- stæðisflokksins, í síðasta tölublaði Mannlífs, segist hún vilja sjá borg- arstjóra í betri félagsskap. Ámi segir ljóst að Ingibjörg Sól- rún hafi stigið fram og gefið ýmis- legt í skyn um hverjir hafi dreift upplýsingum um fjárhagsstöðu frambjóðendanna tveggja. Ýmist að frambj óðendur Sj álfstæðisflokksins eigi þar hlut að máli eða einhverjir aðrir sjálfstæðismenn. „Þetta eru fáránlegar ásakanir að ætla Sjálf- stæðisflokknum að hafa gert þetta,“ sagði hann. „Mér sýnist ljóst að þama komi að í umfjölluninni menn sem bæði hafa verið kjósendur R- lista og D-lista. Um þessar upplýs- ingar á enginn að vera bundinn þagnarskyldu. Aðalatriðið er þá að hið sanna komi í ljós.“ Betri félagsskap í viðtali við Guðrúnu Pétursdótt- ur, einn frambjóðanda Sjálfstæðis- flokksins til borgarstjórnar, í síð- asta tölublaði Mannlífs, er haft eftir Guðrúnu að Ingibjörg sé einn öflug- asti stjórnmálamaður landsins en að hún vildi sjá hana í betri félagsskap. Guðrún bendir á að ef menn sækist eftir starfi við fjármálastjóm, eins og frambjóðendur séu að gera, þá verði þeir að kunna fótum sínum forráð í fjármálum. Það segi ákveðna sögu að hafa verið í stjóm og stjórnarformennsku aftui' og aft- ur hjá fyrirtækjum, sem lýst hafa verið gjaldþrota, með tilheyrandi vangoldnum skuldum við fjölda fólks. „Þetta kalla ég skort á fjármála- viti - og ég veldi ekki svona menn til að fara í stjórn stærsta fyrirtæk- is á Islandi. Ekki frekar en ég veldi mann til að keyra skólarútu sem ít- rekað hefði lent í alvarlegum um- ferðarslysum,“ segir Guðrún í fyrr- nefndu viðtali. Hrannar B. Arnarsson Ekki langt síðan vörslu- skattar voru greiddir HVORKI Hrannar B. Amarsson né Helgi Hjörvar, frambjóðendm- Reykjavíkurlistans til borgarstjóm- ar, hafa hugleitt að víkja af listanum vegna þeirra ávirðinga, sem bomar hafa verið á þá. Hrannar segist hafa vitað að þessi mál gætu komið upp þegar hann gaf kost á sér í framboð og því gæfu þau ekki tilefni til að hann hugleiddi afsögn. Hann segir að ekki sé langt síðan hann lauk síð- ustu greiðslu á gömlum vörsluskött- um. Helgi Hjörvar segist ekki hafa hugleitt að víkja af listanum. Ekki hugleitt að víkja „Það er ýmislegt sem flýgur um hugann í svona stórsjó," sagði Hrannai' B. Arnarsson en hann er í 3. sæti á lista Reykjavíkurlistans, þegar hann var spurður hvort hann hefði hugleitt að víkja af framboðs- listanum vegna þeirra ávirðinga sem á hann hafa verið bomar um ógreidda vörsluskatta, gjaldþrota- skipti og nauðasamninga. „Ég vissi það svo sem þegar ég gaf kost á mér í þetta að þessi mál gætu og myndu koma til umfjöllunar enn einu sinni. Þess vegna er það eitt og sér ekki til- efni til að ég hugleiði afsögn.“ Hann sagðist vitanlega hafa áhyggjur af því að þetta gæti skaðað listann og stöðu hans í kosningabar- áttunni. „En á meðan ég verð ekki var við þann skaða þá trúi ég að það verði ekki,“ sagði hann. Aðspurður um greiðslu á vörsluskatti benti Hrannar á að erfitt væri að henda reiður á þeirri umræðu allri saman. „Mér finnst satt að segja óeðlilegt að verið sé að krefja menn svara um hvenær einstakar greiðslur vora greiddar. Það sem skiptir máli er að ég skulda ekki vörsluskatta og það hafa ekki verið neinar aðgerðir af hálfu skattayfirvalda gagnvart mér vegna þeirra siðan árið 1996,“ sagði hann. „Ég borga vörsluskatt í hverj- um mánuði þannig að á ýmsum tím- um er ég í skuld, annaðhvort lítilli eða stórri. En eins og allir vita hef ég verið að vinna mig út úr gömlum fjárhagsvanda og það er rétt að ekki er langt síðan ég lauk síðustu greiðslu á mínum gömlu vörsluskött- um.“ Treystir dómi kjósenda „Ég hef ekki hugleitt að víkja af listanum," sagði Helgi Hjörvar þeg- ar hann var spurður hvort hann hafi hugleitt að draga sig í hlé vegna þeirra ávirðinga sem á hann hafa verið bornar en hann skipar 1. sæti á Reykjavíkurlistanum. „Ég vil þvert á móti þakka félögum mínum á Reykjavíkurlistanum, sem hafa sýnt mikla eindrægni og samstöðu í þessari gerningahríð." Helgi sagði að sér fyndist þessi málatilbúnaður í lok kosningabaráttunnar ógeð- felldur. „En eins og allir aðrir fram- bjóðendur verð ég að treysta dómi kjósenda," sagði hann. Yfirlýsing frambjóðenda Sj álfstæðisflokksins FRAMBJOÐENDUR Sjálfstæð- isflokksins sendu í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins til borgarstjórnar Reykjavíkur lýsa furðu á við- brögðum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur við framkomnum upp- lýsingum um meinta fjármála- óreiðu tveggja fi'ambjóðenda R- listans. Ingibjörg Sólrún leitast við að draga athygli frá efnisatrið- um og staðreyndum málsins. Upplýsingar um málið koma frá tveimur nafngreindum einstak- lingum sem báðir störfuðu á sín- um tíma við bóksölu fyrir Helga Hjörvar og Hrannar B. Arnars- son. Þær upplýsingar sem þeir birta um fjármálaferil Helga og Hrannars era í meginatriðum skjalfestar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, Sýslumanninum í Iíeykjavík, Gjaldheimtunni, Firmaskrá, vanskilaskrá og Lög- birtingablaðinu. Þessar upplýs- ingar snúast um fjármálaóreiðu fimm fyrirtækja, gjaldþrot, nauðasamninga, vanskiladóma og árangurslaus fjárnám allt fram á síðasta ár. Ingibjörg Sólrún fullyrðir að kjósendur í Reykjavík hafi lengi haft vitneskju um fjármálaferil þeiraa félaga. Þessar fullyrðingar hennar eru rangar. Almenningur í Reykjavík vissi ekkert um þennan fjármálaferil vegna þess að upp- lýsingarnar hafa hvergi áður birst með svo heildstæðum hætti. Ef Ingibjörg Sólrún hefur haft vit- neskju um hann í langan tíma vekur athygli að hún skuli ekki hafa tjáð sig fyrr um málið en með yfirlýsingu sinni frá 10. maí síðastliðnum. Augljóst er að ástæðan fyrir því að þetta alvarlega mál er á dag- skrá nú er sú staðreynd að Helgi Hjörvar og Hrannar B. Arnars- son era í framboði til borgar- stjórnar Reykjavíkur og skipa 1. og 3. sæti á R-listanum. Ef R-list- inn heldur meirihlutanum í borg- arstjóm munu þeir taka sæti í borgarráði, sem fer með fjármála- stjórn borgarinnar. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins vilja að fram fari hlut- laus rannsókn á meintri fjármála- óreiðu þessara frambjóðenda R- listans. Tillaga okkar er sú að full- trúar D-lista og R-lista komi sér saman um einn aðila til að fara yf- ir gögn málsins og skila niður- stöðu. Kjósendur eiga rétt á því að fá vitneskju um allar stað- reyndir málsins."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.