Morgunblaðið - 12.05.1998, Page 11

Morgunblaðið - 12.05.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 11 FRÉTTIR Opinber heimsókn forsetahjónanna til Vestur-Skaftafellssýslu Búið að auðlegð nýrra tækifæra „ÞIÐ getið öll haldið í myndina og við skulum segja saman 1, 2, 3. Um leið og við segjum 3 erað þið búin að gefa okkur myndina," stakk Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, upp á þegar leikskólabörn í Suður-Vík afhentu forsetahjón- unum málverk eftir hópinn á síðari degi opinberrar heimsóknar for- setahjónanna í Vestur-Skaftafells- sýslu sl. laugardag. Hin opinbera heimsókn þótti takast vel og ekki spillti heldur hversu veðrið lék við forsetahjónin í heimsókninni. Ólafur Ragnar ávarpaði Vestur- Skaftfellinga á fjölbreyttri hátíðar- dagskrá í Kirkjuhvoli á Kirkjubæj- arklaustri að kvöldi fyrri dags heimsóknarinnar. Hann tók fram að ný viðhorf hefðu breytt mati á auðlindum. Stórfljót og eyðisandar sem áður hefðu verið farartálmar væra nú segull sem drægi að ferðalanga frá fjarlægum löndum. Afskekktar byggðir byggju að auðlegð nýn-a tækifæra, einmitt vegna einangranar sem áður hefði verið hindran en væri nú aflvaki nýrrar þróunar. „Það er ánægjuefni að finna í heimsókn okkar Guðrúnar Katrín- ar hvernig þið hafið öðlast djúpan skilning á þessari breyttu heims- mynd, hvernig þið hyggist halda til móts við nýja öld með vii-ðingu fyr- ir umhverfi og náttúragæðum að vegarnesti," sagði hann og þakkaði að lokum veglegar móttökur og fróðlega leiðsögn, hlýhug og vin- áttu sem þau Guðrún Katrín hefðu fundið fyrir í heimsókninni. Ungir og gamlir sóttir heim Leikskólaböm í Suður-Vík, 100 ára gömlu höfðingjasetri, tóku vel á móti Ólafi Ragnari og Guðrúnu í leikskólanum. Börnin sungu full- um rómi nokkur lög og færðu for- setahjónunum listaverk með hand- ar- og fótarfórum sínum að gjöf. Eftir stutta viðkomu í kirkjunni í Vík og heimsókn á dvalarheimilið var haldið á atvinnuvegasýningu í Leikskálum. Þar kynntu ýmis fyr- irtæki, t.d. Fagradalsbleikja, Vík- urplast og Víkurprjón, framleiðslu sína. Forsetahjónunum vora við sama tækifæri færðar tvær peysur frá Víkurprjóni að persónulegri gjöf. A leiðinni í Skóga var komið við í Ketilsstaðaskóla. Þar kynnti Kol- brún Hjörleifsdóttir, skólastjóri, Evrópuverkefnið Byggð í skóli eldfjalla, fyrhr forsetahjónunum og nemendurnir 13 sungu nokkur lög. Heimsókninni lauk með heimsókn og kvöldverði í byggðasafninu í Skógum. Morgunblaðið/Kristinn ÞAU fengu viðurkenninguna „Hvatning forseta íslands til ungra íslendinga“: (f.v.) Hugborg Hjörleifsdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Ragna Björg Arsælsdóttir, Saga Sigurðardóttir, Svavar Helgi Olafsson, Vignir Þór Pálsson, Vignir Snær Vigfússon og Þórunn Sigurðardóttir. 8 hlutu hvatn- ingar- verðlaun ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti íslands, veitti átta ungum V- Skaftfellingum viðurkenningar- skjalið „Hvatning forseta Islands til ungi-a íslendinga" á hátíðarsam- komu á Kirkjubæjarklaustri á fyrri degi opinberrar heimsóknar for- setahjónanna í Vestur-Skaftafells- sýslu. Fyrsta kallaði Ólafur upp til sín Hugborgu Hjörleifsdóttur, 14 ára. Hugborg er góður íþróttamaður og var kosin efnilegasti íþróttamaður Ungmennasambands Vestur- Skaftafellssýslu árið 1997. Hún er góður námsmaður og syngur í Bamakór Víkurskóla. Jóhanna Friðrika Sæmundsdótt- ir, 18 ára, hefur náð góðum árangri við félagsstörf og íþróttir. Jóhanna var foiTnaðm- nemendafélags Víkur- skóla og stóð sig með mikilli prýði. Hún hefur ætíð stundað íþróttir og verið fyrirmynd vegna reglusemi sinnar. Ragna Björg Arsælsdóttir, 13 ára, hefur sýnt ágætis árangur í söng og tónlistarleik. Hún syngm' með Barnakór Víkurskóla og kór Víkurkirkju. Ragna Björg er einnig góður námsmaður. Saga Sigurðardóttir, 11 ára, er góður námsmaður og einstakur bókmenntaunnandi. Hún metur mikils góð bókmenntaverk, fornsög- ur og skáldrit. Hún hefur prúð- mannlega framkomu og er til fyrir- myndar í skólanum. Svavar Helgi Ólafsson, 11 ára, hef- ur vegna sjúkdóms þurft að borða annan mat en skólafélagarnir og verður að neita sér um marga hluti. Þrátt fyrir það er hann alltaf já- kvæður, glaður og bjartsýnn. Vignir Þór Pálsson, 15 ára, hefur sýnt góðan árangur í skák, ágætis námsárangur og góðan félagsþroska. Vignir Snær Vigfússon, 18 ára, er góður tónlistarmaður, á 7. stigi í klassískum gítarleik í Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar og hefur lokið 3. stigi á píanó. Hann hefur einnig getið sér gott orð í íþróttum og m.a. orðið skákmeistari Suður- lands. Þá er hann agaður og skipu- lagðm' námsmaður. Þórunn Bjamadóttir, 17 ára, hef- ur unnið afrek í íþróttum, unnið til fjölda verðlauna í frjálsum íþrótt- um, t.d. á meistaramóti íslands 15 til 18 ára, bikarmóti 16 ára og yngri og unglingamóti UMFI. Þórunn á héraðsmet í kúluvarpi, hástökki, spjótkasti og 100 m hlaupi. Þórunn var kjörin besti nýliðinn í körfuknattleik kvenna á síðasta keppnistímabili en hún spilar í meistaraflokki kvenna með IR. Þór- unn var valin íþróttamaður ársins hjá USVS árin 1995 og 1996. Morgunblaðið/Kristinn BÖRNIN í Suður-Vík færðu forsetahjónunum listaverk með handar- og fótarförum sínum. VÍB OG ALVÍB BJÓÐA ÞÉR Á NÁMSTEFNU UM LÍFEYRISMÁL Á Grand Hótel Reykjavík, þriðjudagskvöldið 12. maí næstkomandi kl. 20:00. DAGSKRA: Námstefnustjóri verður Brynjólfur Bjamason, forstjóri Granda og stjómarformaður ALVIB. Aukið valfrelsi og nýir möguleikar í lífeyrismálum. Hvaða leiðir henta best fyrir einstaklinga? Margrét Sveinsdóttir, forstöðumaður hjá VÍB. Viðbrögð ALVIB við nýjum lögum um lífeyrissjóði. Gunnar Baldinnsson, forstöðumaður hjá VÍB. Hvað næst? Hvað á að gera? Sigurður B. Stefánsson, framkvcemdastjóri hjá VÍB. Þátttaka er ókeypis en fjöldi sceta er takmarkaður. Boðið verður upp á kaffi og veitingar. ALVIB ER FJOLMENNASTI SEREIGNAR- LÍFEYRISSJÓÐURINN Á ÍSLANDI Það er mikilvæg undirstaða fyrir öflugan rekstur og góða ávöxtun. ALVIB býður sjóðfélögum sínum að velja á milli þriggja verðbréfasafna, Ævisafna I, II og III. Sjóðfélagar geta valið sér safn, ýmist eftir því hversu mikla áhættu þeir vilja taka eða eftir aldri. ALVÍB hentar sérstaklega vel fyrir sjálfstæða atvinnu- rekendur sem ekki greiða í neinn lífeyrissjóð og fyrir aðra þá sem sem geta valið sér lífeyrissjóð. Sjóðfélagar geta fengið aðgangsnúmer og alltaf séð nýjustu upplýsingar um inneign sína ALVIB á vefnum. Takmarkaður sætafjöldi. Fundarsalurinn tekur aðeins 300 manns í sæti og þeir sem fyrstir skró sig hafa forgang. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi • 155 Reykjavík • Sími 560 89 00 • Myndsendir: 560 89 10 Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is Tilkynna þarf þáttöku • síma 560-8900, T*° * (vib@vib.ij fyrir lcl. 16:00 mónudoginn 11. moí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.