Morgunblaðið - 12.05.1998, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
23. MAI
Um 900
hafa kosið
utan kjör-
staðar
RÚMLEGA 900 manns höfðu
kosið í utankjörstaðaratkvæða-
greiðslu hjá Sýslumanninum í
Reykjavík í gær að sögn Önnu
Mjallar Karlsdóttur lögfræð-
ings. Hægt er að greiða at-
kvæði frá klukkan 10-12, 14-18
og 20-22 virka daga í Ármúla-
skóla og frá 17-19 á Seltjamar-
nesi og í Mosfellsbæ fram að
kjördegi.
Anna Mjöll sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að ekki
væri enn kominn kippur í at-
kvæðagreiðslu hjá embættinu.
Bjóst hún við því að fjöldi
þeirra sem greiddu atkvæði ut-
an kjörstaða hjá Sýslumannin-
um í Reykjavík færi stigvax-
andi á næstu dögum.
Hátt í sjö þúsund manns
kusu utan kjörstaðar 1994
I síðustu sveitarstjórnakosn-
inum árið 1994 greiddu 6.500-
7.000 manns atkvæði hjá emb-
ættinu, þar af 1.300 manns síð-
asta daginn. Hvetur Anna
Mjöll Karlsdóttir fólk því til
þess að vera snemma á ferð að
þessu sinni.
Hlutfall þeirra sem þegar
hafa greitt atkvæði er svipað
og 11 dögum fyrir kosningar
árið 1994 segir hún að lokum.
Kosningabaráttan komin á fullan skrið hjá frambjóðendum í höfuðborginni
Morgunblaðið/Ásdís
TÓMAS Þór Tómasson, skrifstofustjóri
kosningaskrifstofu R-lista.
Morgunblaðið/Ásdís
ÁGÚST Ragnarsson, framkvæmdastjóri fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
Ellefu dagar
í kosningar
STARFSEMI kosningaskrifstofa
framboðslistanna fjögurra sem valið
stendur um í borgarstjórnarkosning-
unum hinn 23. maí næstkomandi
hófst af fullum krafti nú um helgina.
Kosningaskrifstofa R-listans var
opnuð hinn 1. mars síðastliðinn og
segir Tómas Þór Tómasson, fram-
kvæmdastjóri skrifstofunnar, að
kosningabaráttan hafi „sprungið út
um síðustu helgi“ og að starfsmenn
listans séu klárir í slaginn. „Það má
segja að starfið sé að fara af stað nú,
svona út á við, því margir virðast vera
að átta sig á því núna hvað kjördagur-
inn er skammt undan,“ segir Tómas
Þór.
Ellefu dagar eru í kosningar og
starfrækir R-listinn að hans sögn
kosningamiðstöð á Lækjartorgi,
kosningakaffihús og tvær hverfa-
skrifstofur. Þá verður kosningamið-
stöð á hjólum ekið um hverfi borgar-
innar eftir þörfum.
Fastir staifsmenn kosningamið-
stöðvarinnar eru milli 8 og 10 og auk
þess tekur fjöldi sjálfboðaliða þátt í
baráttunni, hátt á annað hundrað
manns telui' Tómas. Vinnustaða-
fundir verða reglulegur viðburður
frá og með deginum í dag og auk
þess verða frambjóðendur með við-
talstíma í hverfaskrifstofum og í
kosningarútunni segir hann ennfrem-
ur.
R-listinn hefur látið útbúa lítið
kver um höfuðborgina og gefið út
geisladisk með 18 Reykjavíkurlögum
þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri flytur lagið Ó borg mín
borg ásamt fleirum en fjáröflun fyrir
kosningabaráttuna nær hámarki um
næstu helgi. R-listinn er jafnframt
með happdrætti í því skyni þar sem
verðmæti vinninga er á fjórðu millj-
ón króna að Tómasar sögn.
Hann vill ekki gefa upp hversu
mikinn kostnað kosningabarátta list-
ans hefur í fór með sér. „Það sem
kom mér mest á óvart er hversu um-
fangsmikil svona starfsemi er í raun
og hve ríkur þáttur sjálfboðaliða er.
Samt hleypur kostnaðurinn á tugum
milljóna," segir Tómas Þór Tómas-
son að lokum.
Berjast til þrautar
Agúst Ragnarsson, framkvæmda-
stjóri fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík, segir að formleg
kosningabarátta D-listans hafi haf-
ist með kynningu á stefnumálum og
síðan aftur fjórum vikum fyrir kjör-
dag þegar flokkurinn opnaði átta
kosningaskrifstofur víðs vegar um
borgina. „Við munum halda áfram
að hafa samband við okkai- flokks-
fólk og undirbúa kjördaginn sjálfan
vegna þeirrar þjónustu sem við veit-
um þá. Frambjóðendur flokksins
hafa verið á vinnustaðafundum síð-
astliðnar fjórai' vikur og munu halda
því áfram fram að kosningum,“ segir
Ágúst.
Frambjóðendur D-listans hafa
jafnframt heilsað upp á fólk á fórn-
um vegi og bankað upp á á heimil-
um og kynnt sig segir hann. „Við
gengum mikið í hús íyrir síðustu
borgarstjórnarkosningar, sem vakti
mikla athygli, og við munum fara í
öll hverfi núna líkt og þá. Einnig
verða frambjóðendur með fasta
auglýsta viðtalstíma á kosninga-
skrifstofum," segir hann.
Fastir starfsmenn á hverfaskrif-
stofum eru einn á hverjum stað auk
misfjölmennra kosingastjórna og
starfsfólks í ValhöII. Einnig bætast
hundruð manna við á kjördag segir
hann. „Undirbúningsstai-fið er á
fullu þessar síðustu tvær vikur og
nær hámarki á kjördag. Við vitum
að á brattann er að sækja þannig að
stemmningin er þannig að við mun-
um berjast til þrautar, sama hversu
á móti blæs í könnunum," segir
Ágúst Ragnarsson loks.
Húmanistar í Alþýðuhúsinu
H-listinn hefur opnað kosninga-
skrifstofu í Alþýðuhúsinu sem opin
verður á kvöldin fram að kosning-
um, segir Júlíus Valdimarsson
kosningastjóri listans. Milli 10 og 15
manns leggja kosningabaráttu H-
listans lið segir hann og verða
haldnir fundir í fyrirtækjum næstu
daga til þess að kynna málefni
framboðsins, auk þess sem fram-
bjóðendur munu gefa sig á tal við
almenning. Gengið verður í hús með
bæklinga að sögn Júlíusar en stuðn-
ingsmenn listans hittast daglega í
kaffihúsi við Hlemm.
Bjarki Laxdal kosningastjóri L-
listans sagði í samtali við Morgun-
blaðið að framboðið starfrækti ekki
kosningaskrifstofu. „Bæði fórum við
seint af stað og eigum auk þess ekki
fé til þess. Markmið okkar er ekki
endilega að koma manni að, heldur
að breyta forgangsröðun. Við höfum
haldið einhverja vinnustaðafundi til
þess að kynna sjónarmið okkar og
munum gera slíkt hið sama með
blaðaskrifum," segir hann að lokum.
Ekki umtalsverð umhverf-
isáhrif af Vatnsfellsvirkjun
Annir hjá Landhelgisgæslu
Tveir vélsleðamenn
fluttir slasaðir
SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur
fallist á fyrirhugaða byggingu allt að
140 MW Vatnsfellsvirkjunar ofan
Sigöldu milli Þórisvatns og
Krókslóns, 220 kV háspennulínu
milli Vatnsfells- og Sigölduvirkjunar
og nýrrar vegtengingar á Veiði-
vatnaleið, eins og þessum fram-
kvæmdum er lýst í frummatsskýrslu
Landsvirkjunar og Hönnunar hf.
Skipulagsstjóri telur að fram-
kvæmdirnar hafi ekki í för með sér
umtalsverð áhrif á umhverfi, nátt-
úruauðlindir eða samfélag.
Samkvæmt frummatsskýrslu er
við mat á umhverfísáhrifum Vatns-
fellsvirkjunar gert ráð fyrir Norð-
lingaölduveitu. Samkvæmt lögum
um mat á umhverfisáhrifum er
vatnsmiðlun þar sem meira en þrír
ferkílómetrar lands fara undir vatn
vegna stíflumannvirkja og/eða breyt-
inga á árfarvegi matsskyld fram-
kvæmd. Fyrirhuguð Norðlingaöldu-
veita fellur undir það ákvæði en mat
á umhverfisáhrifum hennar liggur
ekki fyrir og því tekur niðurstaða
skipulagsstjóra um Vatnsfellsvirkjun
ekki mið af hugsanlegri Norðlinga-
ölduveitu. Aðeins er þannig fjallað
um allt að 140 MW virkjun við
Vatnsfell óháð því hvort af Norð-
lingaölduveitu verður eða ekki.
Fiskur berist ekki niður
fyrir lokumannvirki
í niðurstöðu skipulagsstjóra segir
að stórt landssvæði muni raskast við
vinnslu jarðefna og vegna þess að
koma þurfi fyrir jarðefnum sem falli
til við framkvæmdina. Vegna útlits
virkjunarsvæðisins að framkvæmd-
um loknum og hættu á auknu jarð-
vegs- og sandfoki þurfi að takmarka
flatarmál efnistökusvæða eins og
kostur er og vanda frágang þeirra.
Þá sé mikilvægt að huga vel að því
hvemig umframjarðefnum verði fyr-
ir komið svo þau falli sem best að því
umhverfi sem fyrir er. Gerðar verði
athuganir á fuglalífi og gróðri við
Köldukvísl og sunnan Ströngukvísl-
ar áður en efnistaka hefst þar og
þess verði sérstaklega gætt að hugs-
anleg efnistaka úr áreyrum við
Köldukvísl skaði ekki uppeldisstöðv-
ar bleikju og urriða. Þá skulu einnig
gerðar viðeigandi ráðstafanir í sam-
ráði við Veiðimálastofnun til þess að
koma í veg fyrir að fiskur berist úr
Þórisvatni með veituvatninu niður
fyrir lokumannvirki við Vatnsfell.
Ekki er gerð athugasemd við fyr-
irhueaða laenineu 220 kV hásDennu-
línu eða lágmarksslóðagerð meðfram
henni en til mótvægis, vegna sjón-
rænna áhrifa, er lögð áhersla á að 11
kV háspennulína milli Sigölduvirkj-
unar og Vatnsfellslokuvirkis verði
lögð í jörðu sem fyrst. Við slóðagerð
að stökum möstrum í 220 kV há-
spennulínu og meðfram henni verði
jarðraski haldið í lágmarki. Hönnun
varanlegra vega á svæðinu taki mið
af því að þeir fari sem best í landi og
falli að öðrum mannvirkjum þar sem
það á við. Vinnuvegir til tímabund-
inna nota verði takmarkaðir eins og
kostur er við það svæði sem fram-
kvæmdin óhjákvæmilega raskar.
Áður en framkvæmdir hefjast
verður kannað hvort fornleifar sé að
finna á framkvæmdasvæðum og
áhersla er lögð á að haft verði sam-
ráð við Náttúruvernd ríkisins og
Landgræðslu ríkisins um efnisnám
oe fráeane á öllu svæðinu.
TVEIR menn slösuðust um helgina á
vélsleðum, annar í Hornvík og hinn á
Langjökli. Sá í Homvík var fluttur
með þyrlu Landhelgisgæslunnar,
Sif, til Isafjarðar, þaðan sem flogið
var með hann í flugvél til Reykjavík-
ur en hinn var sóttur á Langjökul
með þyrlu Varnarliðsins og fluttur í
Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi.
Þeir hlutu báðir höfuðáverka en
eru á batavegi, samkvæmt upplýs-
ingum sérfræðings á sjúkrahúsinu.
Fór fram af háu barði
Vélsleðamaðurinn í Hornvík var
þar á ferð með félögum sínum þegar
slysið varð. Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglu hafði sleði hans farið
fram af háu barði eftir að hafa lent á
skara og maðurinn misst stjórn á
honum. Maðurinn hlaut áverka á
höfði og olnboga.
Mennirnir létu Neyðarlínu og
Landhelgisgæslu vita um slysið um
kl. 16.30 og yegna þess hve löng sigl-
ing var frá ísafirði í Hornvík eða um
þrjár klukkustundir ákvað lögreglan
á ísafirði strax að biðja um aðstoð
þyrlu. Þyrla Landhelgisgæslunnar,
TF-SIF, lagði af stað um klukkan 17
en þegar hún átti stutt flug eftii’ í
Hornvík var tilkynnt um vélsleða-
slysið á Langjökli þar sem maður
var sagður meðvitundarlaus.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
bað strax um aðstoð þyrlu frá Varn-
arliðinu. KI. 18, áður en hún lagði af
stað, var Landhelgisgæslunni til-
kvnnt um briðia slvsið. umferðarslvs
í Kjós, þar sem maður var lífshættu-
lega slasaður. Sjúkraflutningamenn í
Kjós mátu ástandið svo að ekki væri
hægt að bíða eftir þyrlu og var því
maðurinn fluttur með sjúkrabíl til
Reykjavíkur.
Þar sem ekki var vitað hvenær
Varnarliðsþyrla kæmist í loftið var
ákveðið að vélsleðamaðurinn úr
Hornvík yrði fluttur til ísafjarðar og
með sjúkraflugi þaðan. Kl. 19.10 fóru
tvær þyrlur Varnarliðsins frá Kefla-
vík og sóttu þær slasaða manninn á
Langjökul og lentu með hann við
Sjúkrahús Reykjavíkur kl. 20.28. Sif
lenti eftir sitt verkefni í Reykjavík
þremur mínútum síðar.
Sleðinn steyptist
aftur á bak
Samkvæmt upplýsingum lögi'egl-
unnar í Borgarnesi um slysið á Lan-
gjökli var þar þrennt á ferð á tveim-
ur sleðum. Fólkið hafði lagt upp frá
Langjökulsbúðum. Við Þursaborgir
gerðist það að sleðinn steyptist aftur
fyrir sig þegar maðurinn ók honum
upp barð. Hann féll af sleðanum og
sleðinn fór í hann á leiðinni niður en
maðurinn lenti þó ekki undir honum.
Hann fékk áverka á höfði og missti
meðvitund.
Félagi mannsins fór eftir hjálp og
stúlkan varð eftir hjá honum en þau
komu engum boðum frá sér. Maður-
inn var síðan sóttur af Varnarliðinu
en félagar í björgunarsveitinni Oki
fóru upp á jökulinn og komu sleðun-
um oe- stúlkunni til bve-e-ða.