Morgunblaðið - 12.05.1998, Page 16
■
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Eyjafjarðarsveit
MIKIÐ var um dýrðir á Mel-
gerðismelum í Eyjafjarðarsveit
á laugardagskvöld en þá tóku
hestamannafélögin Léttir á
Akureyri og Funi í Eyjaijarðar-
sveit í notkun nýja reiðbrú yfir
Eyjafjarðará og endurbætt stóð-
hestahús.
Halldór Blöndal samgöngu-
ráðherra og Guðmundur
Bjarnason umhverfísráðherra
riðu fyrstir yfir hina nýju reið-
brú en á eftir þeim komu Jakob
Björnsson bæjarsfjóri á Akur-
eyri og Pétur Þór Jónasson
sveitarstjóri í EyjaQarðarsveit
ásamt fylgdarliði úr hesta-
mannafélögunum.
Vegagerðin stóð fyrir smíði
brúarinnar, sem er 36 metra
löng og kostaði um 6 milljónir
króna. Hún tengist nýrri reið-
leið frá Akureyri suður að Mel-
gerðismelum að austanverðu í
firðinum.
Eftir að samgönguráðherra
hafði klippt á borða við brúna
var haldið í hið nýuppgerða
stóðhestahús sem umhverfisráð-
herra tók formlega í notkun.
Karlakór Eyjafjarðar tók nokk-
ur lög við mikinn fógnuð við-
staddra í stóðhestahúsinu, en að
Morgunblaðið/Bery'amín
því búnu var boðið upp á veit-
ingar í veitingaskála Melgerðis-
mela.
AKUREYRI
Bæjarráð
Samning-
ar um
skauta-
svell
BÆJARRÁÐ Akureyrar hef-
ur falið bæjarlögmanni og
íþrótta- og tómstundafulltrúa
bæjarins að hefja samninga-
viðræður við Iþróttabandalag
Akureyrar og Skautafélag
Akureyrar um samstarf um
byggingu húss yfir skauta-
svell Skautafélagsins við
Krókeyri.
Á félagsfundi Skautafélags
Akureyrar var þessari
ákvörðun bæjarráðs fagnað.
„Við vonumst til að samningar
gangi fljótt fyrir sig svo fram-
kvæmdir geti hafist sem
fyrst,“ segir í ályktun frá fé-
lagsfundi Skautafélags Akur-
eyrar.
Háskólinn á Akureyri og Hálandaháskólinn í Skotlandi
Samningur um samstarf
undirritaður í maí
SAMSTARFSSAMNINGUR milli
Háskólans á Akureyri og Hálanda-
háskólans (University of Highlands
and Islands) í Skotlandi verður und-
irritaður síðar í þessum mánuði, en í
kynnisferð 10 Islendinga til
Skotlands á dögunum var gengið
frá drögum að samningnum. I ferð-
inni kynntu íslendingarnir sér
byggðamál og starfsemi og skipulag
Hálandaháskóla sem verið er að
stofna í Skotlandi.
Markmið ferðarinnar var að
kynnast skipulagi byggðamála í
skosku hálöndunum og hvemig nýi
Hálandaháskólinn ætlar að þjóna
hinum dreifðu byggðum landsins og
draga af því nokkra lærdóma fyrir
dreifbýlið hér á landi. Skotar hafa
lagt mikla áherslu á þátt upplýs-
ingatækni og fjarvinnslu við upp-
byggingu háskólamenntunar og at-
vinnulífs við aðstæður sem eru að
nokkru leyti hliðstæðar því sem við
er að fást í dreifbýli hér á landi.
Hálönd og eyjar Skotlands em 39
þúsund ferkílómetra svæði, hálent
eins og nafnið gefur til kynna en
skorið í dali og firði og víða með
stómm vötnum. íbúamir era um
370 þúsund talsins, eitt þeirra
strjálbýlustu innan Evrópusam-
bandsins. Ný stofnun, Byggðastofn-
un hálanda, vinnur að efnahagslegi-i
aðstoð við fyrirtæki og sveitarfélög
með í-íkri áherslu á endurmenntun
og þjálfun starfsfólks fyrirtækja og
einstaklinga sem hyggja á atvinnu-
rekstur. Stofnunin hefur til umráða
8,9 milljarða króna.
Þrettán framhaldsskólar og rann-
sóknarstofnanir stofnuðu Hálanda-
háskólann, en hann á sér engan
einn samastað heldur dreifist víða
um svæðið og hver stofnun fyrir sig
leggur til það sem hún er aflögufær
með. I skólunum eru ríflega 22 þús-
und nemendur en þar af era rúm-
lega 3 þúsund í fullu háskóla- eða
rannsóknarnámi. Auk skólanna
verður komið upp 35 til 40 námsver-
um víðs vegar í hálöndunum og eyj-
unum út af Skotlandi.
Óvenjulegt
námsframboð
Námsframboðið verður nokkuð
óvenjulegt á íslenskan mælikvarða,
en það nær bæði yfir starfsmenntun
af margvíslegu tagi og að hefð-
Bylgja umferðaróhappa
TVEIR vora fluttir á slysadeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
eftir harðan árekstur tveggja bfla á
gatnamótum Skarðshliðar og Foss-
hlíðar síðdegis á sunnudag. Önnur
bifreiðin valt við áreksturinn.
Síðdegis á laugardag valt bfll á
Eyjafjarðarbraut vestri skammt
sunnan Akureyrar en tildrög vora
þau að ökumaður sem ók norður fór
fram út tveimur fólksbifreiðum. Þá
var hópbifreið ekið á móti og þurfti
ökumaður sem fram úr ók að snögg-
beygja yfir á hægri vegarhelming
til að forðast árekstur við hópbif-
reiðina. Við það missti ökumaður
stjórn á bifreiðinni sem valt nokkar
veltur og hafnaði að lokum utan
vegar. I bifreiðinni var kona og
rúmlega ársgamalt barn og voru
bæði flutt á slysadeild. Konan sem
var í bflbelti slapp með minniháttar
meiðsl en barnið sem var í bamabfl-
stól slapp ómeitt.
Morgunblaðið/Kristján
Á föstudagkvöld varð harður
árekstur á gatnamótum Glerárgötu
og Þórannarstrætis, en fjóram mín-
útum eftir að tilkynnt var um hann
varð aftanákeyrsla á sama stað.
Ökumaður hafði þurft að hægja á
bifreið sinni vegna fyrri áreksturs-
ins en þar varð til þess að sá sem á
eftir honum fór ók aftan á hann. All-
mikið tjón varð á ökutækjum og
þurfti að fjarlæga eitt þeirra með
kranabíl.
Engir Frissa fríska-
leikar vegna hitasóttar
Mikið áfall
FRISSA fríska-leikamir í
hestaíþróttum sem haldnir hafa
verið á Akureyri í júní síðustu
ár og era fyrir böm og unglinga
verða ekki haldnir að þessu
sinni vegna aðstæðna sem skap-
ast hafa vegna hitasóttar í
hrossum.
„Það er ekki verjandi að
skipuleggja mót af þessu tagi
við þessar aðstæður," sagði
Reynir Hjartarson, einn þeirra
sem staðið hafa að leikunum.
„Þetta er mikið áfall og eins er
það mikið áfall að veikin skuli
hafa borist norður í Skagafjörð,
hestar héðan af Norðurlandi
munu fara að veikjast upp úr
þessu sem mun hafa það í för
með sér að norðlenskir hestar
verða ekki áberandi á landsmóti
í sumar. Það er skelfilegt að
veikin skuli koma upp á svæðinu
núna, hún verður eflaust í há-
marki kringum landsmót og
fjarar út síðsumars, en ég var að
vona að tækist að halda varnar-
línum þannig að veikin bærist
ekki norður fyrr en í ágúst. Hún
kemur á versta tíma sem hægt
er að hugsa sér,“ sagði Reynir.
Hann telur að ástandið sé
mun verra en látið sé í veðri
vaka og finnst að of mikið hafi
verið einblínt á sjónarmið út-
flutnings og landsmóts, en dýra-
verndunarþátturinn hafi orðið
útundan í umræðunni.
Mikið um dýrðir á Melgerðismelum
Nýtt stóð-
hestahús og
reiðbrú tek-
in í notkun
bundnu háskólanámi allt til dokt-
orsnáms. Námið verður þverfaglegt
en það skiptist í sjö svið: List- og
hönnunargreinar, viðskipta- og
rekstrargreinar, tölvu- og upplýs-
ingagreinar, verk- og tæknifræði,
menning og þjóðararfur, heilbrigð-
is- og menntunarfræði og umhverf-
is- og náttúruvísindi.
Gert er ráð fyrir að fjárveitingar
til stofnbúnaðar til ársins 2001 nemi
um 10 milljörðum króna, en alda-
mótanefndin, ráðuneyti Skotlands-
mála, Evrópusambandið, byggða-
stofnanir, sveitarfélög og einkaaðil-
ar sjá um fjármögnun. Undirbún-
ingur stendur yfir vegna bygginga-
framkvæmda á 18 stöðum en Há-
landaháskólinn verður innbyrðis
tengdur með ljósleiðara.
>
Morgunblaðið/Kristján
JÓN Ellert Lárusson frá Bókaval, til vinstri, Árni Einarsson frá Máli
og menningu og Dögg Pálsdóttir frá Umhyggju sem naut góðs af
Bókahringrásinni.
Afrakstur Bókahringrás-
arinnar til Umhyggju
BÓKAHRINGRÁSIN hófst á al-
þjóðlegum degi bókarinnar, 23. apr-
fl síðastlinn, en að henni standa Mál
og menning, Bókaval á Akureyri og
Rás 2 og er þetta í þriðja sinn sem
til hennar er efnt. Tilgangurinn er
að gefa gömlum bókum nýtt líf.
Gefst fólki tækifæri á að koma með
gamlar bækur og leggja inn í bóka-
hringrásina. Bækumar era seldar á
500 krónur kílóið og rennur and:
virðið óskipt til góðgerðarmála. I
fyrsta sinn naut Sjúklingabókasafn
Rauða krossins góðs af gjafmildi
bókaunnenda, en þá söfnuðust 340
þúsund krónur. í fyrra fékk
Kvennaathvarfíð rúmlega hálfa
milljón króna en í ár söfnuðust 625
þúsund krónur sem runnu til Um-
hyggju - félags til stuðnings lang-
veikum börnum. Af upphæðinni
sést að selst hefur eitt tonn og tvö
hundruð og fimmtíu kfló af bókum á
Bókahringrásinni að þessu sinni.
AKSJÓN
Þriðjudagur 12. maí
21 .OO^Kosningasjónvarp
Kappræðufundur með fulltrúum
framboðslistanna.