Morgunblaðið - 12.05.1998, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ
18 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998
VIÐSKIPTI
FBA skráir markaðsverðbréf
Þegar seld bréf
fyrir milljarð
FJÁRFESTINGARBANKI at-
vinnulífsins hf. fékk í gær skráð
markaðsvíxla og skuldabréf og hóf
þá viðskiptavakt með bréfin. Bank-
inn hefur þegar selt bréf fyrir um
einn milljarð króna.
Innlend fjárþörf FBA í ár er
áætluð 7-12 milljarðar kr. Bankinn
notar peningana til greiðslu af-
borgana af eldri lánum, endur-
kaupa eða uppgreiðslu eldri lána
og til að byggja upp vaxandi efna-
hag. Agnar Hansson, sérfræðingur
í markaðsviðskiptum hjá Fjárfest-
ingarbankanum, segir að bankinn
hafi valið þá leið við útgáfu verð-
bréfa að vera með markaðsverð-
bréf fremur en skuldabréf í óstöðl-
uðu formi.
Markaðsvíxlar FBA eru nú gefn-
ir út til 3ja og 12 mánaða og verða
gjalddagar mánaðarlega í lok
hvers mánaðar. Þeir eru seldir í 10
og 50 milljóna kr. einingum, sam-
tals allt að 2 milljarða kr. hvor
Leiðrétting
MISTÚLKUN varð á frétt um hlut-
hafaaukningu hjá Handsali hf. í
laugardagsútgáfu blaðsins. Greint
var írá því að 16 nýir hluthafar
hefðu keypt hlutafé fyrir 115 m.kr. í
félaginu en hið rétta er að saman-
lögð kaup nýrra og eldri hluthafa
námu alls 115 m.kr. Beðist er vel-
virðingar á mistökunum.
flokkur. Óverðtryggð skuldabréf
eru nú gefin út til tveggja og fjög-
urra ára og eru gjalddagar 10.
febrúar árið 2000 og 1. apríl 2002.
Bréfin eru seld í 5 milljóna króna
einingum og eru hámarksfjárhæð
hvors flokks 500 milljónir kr. Verð-
tryggð skuldabréf eru síðan gefin
út til 6 ára með gjalddaga 1. des-
ember árið 2003. Eru það kúlubréf,
vaxtalaus en tengd vísitölu neyslu-
verðs. Bréfin eru seld í 5 mOljóna
króna einingum og er stærð flokks-
ins 2 milljarðar kr.
Lægri ávöxtunarkrafa
Verðbréf FBA eru seld með
heldur lægri ávöxtunarkröfu en
verðbréf annarra banka. Agnar
Hansson segir að tekið sé mið af
ríkistryggðum verðbréfum og öðr-
um bankabréfum á markaði. Segir
hann að FBA sé fjárhagslega öfl-
ugri en hinir bankamir og því ætti
minni áhætta að fylgja bréfunum
að þessu leyti. Hins vegar ætti
bankinn eftir að sanna seljanleika
bréfanna.
Markaðurinn hefur tekið vel við
bréfunum, að sögn Agnars, og sést
það á þvi að á þeim stutta tíma sem
þau hafa verið á markaði hafa bréf
fyrir miiljarð verið seld. Stofnana-
fjárfestar era aðalkaupendumir og
telur Agnar að FBA njóti þess að
vera nýr á markaði og stofnana-
fjárfesta vanti bréf frá honum inn í
verðbréfaeign sína.
DOMINOS pizzur á Grensásvegi
fengu nýlega viðurkenningu fyrir
mestu sölu einstakra verslana
innan pizza keðjunnar á síðasta
ári. Fyrirtækið seldi alls 200.620
pizzur á árinu fyrir u.þ.b. 160
milljónir króna. Þetta er annað
árið í röð sem verslunin hlýtur
þennan heiður.
Gunnar Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Dominos á íslandi,
sagði þessa viðurkenningu
ánægjulega, sérstaklega með til-
liti til þess að í dag væru 6.000
Dominos verslanir starfræktar
víðsvegar í heiminum þar sem
verslunin á Grensásvegi væri
þeirra söluhæst auk þess sem úti-
Dominos á fslandi
Söluhæsta
útibúið á
heimsvísu
annað
anð í roð
búið í Höfðabakka hefði hafnað í
sjötta sæti meðal þeirra 1.600
verslana sem staðsettar eru utan
Bandaríkjanna.
Erfitt að fylgja eftir
Gunnar telur þó ólíklegt að
fyrirtækið muni hreppa titilinn í
þriðja sinn að ári í ljósi þess að
félagið opnaði nýverið fimmtu
verslun sína í Ánanaustum í
Reykjavík, sem tekur um 30% af
því markaðssvæði sem verslunin
á Grensásvegi hefur hingað til
þjónustað. Aðspurður um frekari
stækkun segir Gunnar að góðar
líkur séu á því að fleiri staðir
verði settir á laggirnar hér á
landi í framtíðinni: „íslendingar
hafa tekið þessari matvöru og
þeirri þjónustu sem við veitum
fagnandi og því sjálfsagt að
kanna frekari stækkun."
Básafell hf. birtir sex mánaða uppgjör
30 milljóna tap á
fyrri hluta ársins
ÞRJÁTÍU milljóna króna tap varð á
rekstri sjávarútvegsfyrirtækisins
Básafells á Isafírði fyrstu sex mán-
uði yfírstandandi rekstrartímabils.
Samkvæmt íréttatilkynningu voru
rekstrartekjur félagsins 1.322 millj-
ónir króna á tímabilinu en rekstrar-
gjöld námu 1.134 milljónum. Hagn-
aður fyrir afskriftir og fjármagns-
kostnað var 188 milljónir. Afskriftir
námu 158 milljónum og fjármagns-
kostnaður 129 m.kr. Tap af reglu-
legri starfsemi var því 99 milljónir
króna. Óreglulegar tekjur umfram
gjöld námu 69 milljónum og því varð
tap af rekstri Básafells 30 milljónir
króna á umræddu tímabili.
Veltufjármunir námu 1.013 millj-
ónum í lok febrúar en skammtíma-
skuldir á sama tíma voru 1.186 millj-
ónir. Eigið fé í febrúar var 1.589
milljónir en heildarskuldir félagsins
námu 4.635 milljónum. Eiginfjár-
hlutfallið er því 26%.
Stefnt að hagnaði
við næsta uppgjör
Að sögn Arnars Kristinssonar
framkvæmdastjóra eru menn að
sjálfsögðu ekki sáttir við stöðuna en
bendir jafnframt á að afkoman nú sé
mun betri en við síðasta uppgjör.
Þar að auki bendir flest til þess að
síðari hluti rekstrarársins líti vel út.
Unnið hefur verið að talsverðum
breytingum á skipum félagsins sem
miklar vonir eru bundnar við að skili
sér í bættri afkomu. Amar segir að
Sléttanesið, sem er ekki inni 1 þessu
milliuppgjöri, hafi farið tvo túra frá
því breytingum á því lauk í lok febr-
úar og landað blönduðum afla fyrir
136 milljónir króna. Þá er verið að
vinna að endurbótum á Orra þessar
vikumar á Spáni og er hann væntan-
legur til landsins um miðjan júní.
Þar að auki stendur til að bæta við
þriðja togspilinu í Skutul á næstu
dögum sem gerir honum kleift að
draga tvö troll.
Arnar segir stöðugt verið að
kanna möguleika á sölu eða hag-
kvæmari nýtingu á ýmsum fastafjár-
munum félagsins og gengið er útfrá
því í rekstraráætlunum að hagnaður
verði á yfirstandandi rekstrartíma-
bili.
Aðalfundur
Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga
verður haldinn Þingholti, Hótel Holti,
fimmtudaginn 14. maí 1998, kl. 16.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Erindi: Framtíð fjarskipta - Samkeppni á símamarkaði
Framsögumenn: Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóri
sölu- og markaðssviðs Tals hf. og Þór Jes Þórisson, Amþór
framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Landsímans hf. Halldórssi
Þór Jes
Þórisson
n-T'7L Rácafð || hf.
DdöCJlCl Archlntai'allrninrmr *■ <si>^ <Cx
Hioiiiuicii ciiviiiiiyui 1. september - 28. febrúar 1998 1/9'97- 28/2'98 1/1- 31/8'97
Rekstrarreikninnur 1998 1997
Rekstrartekjur Milljónir króna 1.322 1.297
Rekstrargjöld (1.134) (1.291)
Hagnaður án afskrifta og fjárm.kostn. 188 6
Fjármagnsgjöid (129) (168)
Tap af reglulegri starfsemi (99) (366)
Hagnaður/(tap) tímabilsins (30) 112
Efnahagsreikningur 28/2 '98 31/8 '97
I Eipnir: | 1.013 5.211 933 5.297
Veltufjármunir Milljónir króna Fastafjármunir
Eignir samtals 6.224 6.230
I Skuidir on einið 16: \ Skammtímaskuidir Langtímaskuldir 1.185 3.450 826 3.766
Eigið fé 1.589 1.638
Skuldir og eigið fé samtals 6.224 6.230
FBA lánar Reykjanesbæ
REYKJANESBÆR mun taka er-
lent lán fyrir milligöngu Fjárfesting-
arbanka atvinnulífsins hf. til að fjár-
magna byggingu nýs grunnskóla í
Keflavík sem áætlað er að kosti 700
milljónir kr. Lánsféð var boðið út og
telur bæjarstjórinn að það hafi skil-
að afar góðri niðurstöðu og sýni að
Reykjanesbær sé metinn traustur
skuldari.
Reykjanesbær er að byggja nýjan
grunnskóla, Heiðarskóla, í Heiðar-
byggð í Keflavík. Skólinn ásamt til-
heyrandi íþróttahúsi og sundlaug
mun kosta um 700 milljónir kr. Er
fyrirhugað að hann verði tekinn í
notkun haustið 1999 og framkvæmd-
inni verði að fullu lokið á fyrrihluta
árs 2000.
Reykjanesbær bauð út fjármögn-
unina. Ellert Eiríksson bæjarstjóri
segir að nokkur góð tilboð hafi borist
en það hagstæðasta væri frá Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins. Það er
fjölmyntalán með 35 punkta álagi á
millibankavexti á Lundúnamarkaði.
Lánið verður borgað út eftir því sem
framkvæmdum miðar áfram.
Ellert er mjög ánægður með þessi
kjör, segir þau með því besta sem
gerist á þessum markaði. Jafnframt
vekur hann athygli á því að við und-
irbúning tilboða hafi fjármálafyrir-
tækin gert sínar athuganir á fjármál-
um og framtíðarmöguleikum
Reykjanesbæjar og tilboðin sýni að
bærinn hafi fengið góða einkunn í
því mati.