Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
-
ERLENT
Breska ríkisstjórnin í vanda vegna vopnasölu til Afríkuríkisins Sierra Leone
Robin Cook utanríkisráð-
herra útilokar ekki afsögn
Reuters
ÍBÚAR Sierra Leone fagna heimkomu Kabbah forseta úr 10 mánaða útlegð í marz sl. Breskar vopnasend-
ingar hjáipuðu til við að koma honum aftur til valda eftir að herforingjar höfðu steypt honum.
Gro segir
reyking-
um stríð
á hendur
GRO HARLEM Brundtland,
fyrrverandi forsætisráðherra
Noregs, sem
nú stýrir Al-
þjóðaheil-
brigðisstofn-
uninni
(WHO) til-
kynnti í gær
að verndun
ungs fólks
gegn reyk-
ingum yrði
hér eftir eitt
af stefnumálum stofnunarinn-
ar og sagðist hún viija að fram
færi ítarleg kynning á skað-
semi reykinga.
Handtöku-
skipun
á Bhutto
STJÓRNVÖLD í Pakistan
gáfu í gær út handtökuskipun
á Benazir Bhutto, fyrrverandi
forsætisráðherra landsins, eft-
ir að hún lét ekki sjá sig fyrir
rétti sem fjallar um ásakanir á
hendur henni. Bhutto er sökuð
um að hafa með ólögmætum
hætti ráðið meira en eitt þús-
und manns til starfa í ríkisfyr-
irtækjum á meðan hún gegndi
embætti forsætisráðherra.
Átök á
Indlandi
FLEIRI en tíu þúsund manns
hafa flúið heimili sín í Assam-
héraði, í norðausturhluta Ind-
lands, eftir að tveimur þjóðar-
brotum laust saman. Yfir
fjörutíu manns hafa látist í
átökunum undanfamar tvær
vikur og eiga yfirvöld á svæð-
inu nú í vandræðum með að
hýsa þann íjölda fólks sem flú-
ið hefur átakasvæðin.
Eidesgaard
hyggur
á frama
JÓANNES Eidesgaard, fær-
eyskur þingmaður jafnaðar-
manna á danska þinginu, sem
valdið hefur usla í ríkisstjóm
Pouls Nyraps Rasmussens
vegna Færeyjabankamálsins
svokallaða, hyggur á viðræður
við ríkisstjómina um hvaða
hlutverk hann geti tekið að sér
ef allt fer vel í bankamálinu.
Með stuðningi Eidesgaards
héngi þingmeirihluti ríkis-
stjómarinnar ekki lengur á
bláþræði.
Estermann
ekki í Stasí?
MARKUS Wolf, fyrrverandi
yfirmaður austur-þýsku leyni-
þjónustunnar Stasí, sagði í
gær að sér vitandi hefði Alois
Estermann, yfirmaður her-
sveita páfa sem myrtur var í
síðustu viku, ekki verið njósn-
ari fyrir Stasí. Wolf sagði jafn-
framt að Stasí hefði haft „enn
mikilvægari" innanbúðarmann
á sínum snæram í Vatíkaninu
en kvaðst ekki geta nafngreint
hann.
Neitar þó að hafa
samþykkt ólög-
lega vopnasölu
London. Reuters, The Daily Telegraph.
ROBIN Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, viðurkenndi á sunnudag
að hann og aðstoðarráðherrar hans
gætu þurft að segja af sér ef óháð
rannsókn leiddi í ljós að þeir bæru
ábyrgð á ólöglegri vopnasölu til
Vestur-Afríkuríkisins Sierra Leone
fyrr á árinu.
Málið snýst um ásakanir þess efn-
is að embættismenn breska utanrík-
isráðuneytisins hafi brotið bann Sa-
meinuðu þjóðanna við sölu vopna til
Sierra Leone með því að leyfa
breska fyrirtækinu Sandiine
Intemationaí að selja stuðnings-
mönnum Ahmad Tejan Kabbah, for-
seta landsins, vopn. Kabbah var
kjörinn forseti Sierra Leone 29.
mars 1996 en flúði landið í maí á
liðnu ári þegar herforingjar steyptu
honum. Forsetinn komst aftur til
valda 10. mars sl. eftir að hersveitir
Vestur-Afríkuríkja, erlendir málalið-
ar og stuðningsmenn forsetans
hröktu herforingjastjómina frá
Freetown, höfuðborg landsins.
Sandline Intemational, sem sér-
hæfir sig í hemaðarráðgjöf, aðstoð-
aði stuðningsmenn Kabbah í hemað-
araðgerðunum, sendi þeim m.a.
vopn, sem keypt vora í Búlgaríu, og
þjálfaði um 40.000 hermenn. Fyrir-
tækið fullyrðir að þetta hafi verið
gert með fullu samþykki bresku
stjómarinnar en Cook neitar því og
segir að embættismennimir hafi lát-
ið hjá líða að skýra honum frá vopna-
sölunni.
Alvarlegasta hneykslismál
stjóraarinnar
Reynist ásakanimar réttar stend-
ur stjóm Verkamannaflokksins
frammi fyrir alvarlegasta hneykslis-
málinu frá því hún komst til valda
fyrir rúmu ári.
Cook aflýsti fyrirhuguðum fund-
um sínum á sunnudag til að geta ein-
beitt sér að því að verja sig og þykir
það tii marks um hversu alvarlegt
málið er orðið.
Utanríkisráðherrann kvaðst ekki
hafa samþykkt að vopnasölubannið
yrði brotið en viðurkenndi að hann
eða aðrir ráðherrar kynnu að þurfa
að segja af sér ef óháð rannsókn,
sem hann hefur lofað, leiddi í Ijós að
þeim hefðu „orðið á mistök, að þeir
hefðu villt um fyrir þinginu af ásettu
ráði eða tekið upp ranga stefnu“.
„Ég viðurkenni þetta, en ég veit að
ég hef ekkert að fela,“ bætti hann
við.
Afanila. Reuter.
UTGÖNGUSPÁR bentu til þess í
gær, að Joseph Estrada, fyirver-
andi kvikmyndastjama, hefði sigr-
að í forsetakosningunum á Filipps-
eyjum í gær. Einkenndust kosn-
ingamar af miklu ofbeldi eins og
jafnan áður en að minnsta kosti sjö
manns týndu lífi á kjördag og alls
41 frá því kosningabaráttan hófst.
34 milljónir manna vora á kjör-
skrá en búist var við, að kosninga-
þátttakan yrði um 60%, sem þykir
ekki slæmt og síst með það í huga,
að hitinn var víða um 38 stig. Var
tekist á um 17.000 sæti, forseta-
Cook varði aðstoðarráðherra sinn,
Tony Lloyd, og sagði að ekkert væri
hæft í fréttum um að Lloyd hefði
boðist til að segja af sér eftir að hafa
veitt utanríkismálanefnd þingsins
villandi upplýsingar um málið í vik-
unni sem leið. Lloyd hefur tvisvar
sinnum veitt þingnefndinni óná-
kvæmar eða villandi upplýsingar um
málið.
Sunday Times birti á sunnudag
myndir af þyrlu í eigu Sandline
Intemational um borð í breska her-
skipinu Comwall undan strönd Si-
erra Leone. Blaðið sagði að mynd-
irnar sönnuðu að breska stjómin
hefði verið viðriðin hernaðaraðgerð-
irnar.
Cook sagði hins vegar að mynd-
imar hefðu verið teknar eftir að
Kabbah komst til valda að nýju og
þyrlan hefði verið þama vegna þess
að stjómarhermenn Sierra Leone
hefðu aðstoðað við að flytja lyf og
hjálpargögn til afskekktra svæða í
landinu.
Fullyrðingar Cooks
dregnar í efa
Einn af þingmönnum Verka-
mannaflokksins viðurkenndi að mál-
ið væri ,Jdúður“ fyrir stjórnina og
vinir Cooks sögðust óttast að jafnvel
þótt hann þyrfti ekki að segja af sér
vegna málsins myndi staða hans
embættá, ríkisstjóra- og borgar-
stjóraembætti og sæti á þingi og í
sveitarstj ómum.
Úrslit eftir
hálfan mánuð
Flestar skoðanakannanir hafa
bent til, að Estrada myndi sigra og
útgönguspá, sem birt var eftir að
kjörstöðum var lokað klukkan 19
að staðartíma, sýndi, að hann hefði
fengið miklu meira fylgi en keppi-
nautamir níu. Samkvæmt henni
fær hann 34,6% atkvæða eða helm-
ingi meira en Jose de Venecia, for-
verða svo veik að hann gæti ekki
gegnt embættinu sem skyldi.
Donald Anderson, formaður utan-
ríkismálanefndarinnar, viðurkenndi
að málið hefði skaðað stjómina en
bætti við að engar sannanir væra
fyrir því að Cook eða einhver annar
ráðherra hefði vitað af vopnasölunni
og samþykkt hana.
William Hague, leiðtogi íhalds-
flokksins, gaf til kynna að hann
hygðist leita svara við þvi hvort
Tony Blair forsætisráðherra væri
viðriðinn hneykslismálið. Frjálslynd-
ir demókratar hvöttu Cook tíl að láta
rannsaka hvort rétt væri að vamar-
málaráðuneytið hefði einnig sam-
þykkt vopnasöluna.
Hague kvaðst ekki trúa því að
embættismenn utanríkisráðuneytis-
ins hefðu heimilað hernaðaríhlutun í
erlendu ríki án vitneskju og sam-
þykkis ráðherra. .Aonaðhvort segja
ráðherrarnir ekki sannleikann eða
hafa verið furðulega aðgerðalausir
og duglausir í tílraunum sínum tíl
að hafa stjóm á ráðuneytum sín-
um.“
David Owen lávarður, sem var
ráðherra í síðustu stjóm Verka-
mannaflokksins á áttunda áratugn-
um, kvaðst telja að breska leyniþjón-
ustan MI6 væri viðriðin vopnasöl-
una. „Ég hygg að það sé ómögulegt
að trúa því að embættísmenn utan-
seti þingsins og frambjóðandi
stjómarinnar. Fékk hann stuðning
16,8%. Endanleg úrslit verða ekki
ljós fyrr en eftir hálfan mánuð.
Mikið ofbeldi hefur einkennt
kosningabaráttuna en samt minna
en oft áður. 1996 kostaði hún 65
manns lífið og 60 1992. Er það
mest á tiltölulega litlum svæðum í
suðurhluta eyjanna þar sem lengi
hefur verið ófriður milli fólks af
ólíkum ætt- og trúflokkum. í bæj-
um á þessum slóðum býður enginn
sig fram nema hafa með sér vel
vopnaða sveit.
rfldsráðuneytisins hafi ekki fengið
einhvers konar fyrirmæli og að MI6
hefur að öllum lfldndum átt hlut að
máli,“ sagði hann.
Demantafyrirtæki
óskuðu eftir aðstoðinni
The Sunday Times segir að vopn-
in, sem Sandline seldi, séu enn notuð
í bardögum gegn fyrrverandi stjóm-
arhermönnum og uppreisnarmönn-
um, sem hafa verið sakaðir um ýmis
grimmdarverk, m.a. mannát, nauðg-
anir, pyntíngar og limlestingar. St-
arfsmenn hjálparstofnana í Sierra
Leone sögðu um helgina að upp-
reisnarmennirnir hefðu aflimað 200
manns í norðurhluta landsins síðasta
hálfa mánuðinn.
Sandline Intemational er systur-
fyrirtæki DiamondWorks, sem hefur
leigt demantanámu i Sierra Leone.
Hundruð erlendra starfsmanna Di-
amondWorks og annarra demanta-
fyrirtækja urðu að flýja landið eftir
valdarán herforingjanna og fyrir-
tækin áttu á hættu að tapa miklum
fjárhæðum ef Kabbah yrði ekki kom-
ið til valda að nýju. Breski kaup-
sýslumaðurinn Tony Buckingham,
helstí hluthafinn í DiamondWorks,
og fleiri fjármálamenn eru því sagðir
hafa gripið til þess ráðs að biðja
Sandline um að aðstoða við að steypa
herforingjastjóminni.
Sviss fari
ÍSÞ
FORSETA Sviss þykir tíma-
bært að landið sæki um aðild að
Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Lét
Flavio Cotti þessi orð falla við
setningu ársþings Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar
(WHO) í Genf í gær. Sökum
hlutleysisstefnu sinnar hefur
Sviss kosið að standa utan ým-
issa alþjóðasamtaka, þar á
meðal SÞ.
Cottí sagði Svisslendinga
hafa komist að mikilvægi al-
þjóðlegrar samvinnu með aðild
þeirra að WHO, sem raunar er
ein stofnana SÞ.
Cotti talar þó ekki fyrir munn
allra samlanda sinna, sem höfn-
uðu þátttöku í friðargæslu SÞ
1995. Neftid hefur verið sett á
fót til að vinna að þjóðarat-
kvæðagreiðslu um málið.
Gro Harlem
Brundtland
Ofbeldisfullar forsetakosningar á Filippseyjum
Flest bendir til sannfær-
andi sigurs Joseps Estrada
>
E
>
I
I
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
f
>
>
>
>
>
>
»
>
>