Morgunblaðið - 12.05.1998, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998
MÓRGÚNB LAÐIÐ
ERLENT
Ný sjálfstæðissinnuð landstjórn mynduð 1 Færeyjum
Þjóðaratkvæðagreiðsla um
fullveldi og sljórnarskrá
Hin nýja landstjórn Færeyja, sem mynduð
var um helgina, ætlar ekki að bíða boðanna
með að breyta stjórnarfarslegu sambandi
Færeyja og Danmerkur, og lítur í því sam-
---------------------------------j--... — —_
bandi til Sambandslagasamnings Islands og
Danmerkur frá 1918, skrifar Randi Mohr,
fréttaritari Morgunblaðsins í Þórshöfn.
INNAN næstu tveggja ára verður
efnt til tveggja þjóðaratkvæða-
greiðslna í Færeyjum í kjölfar þess
að ný stjórn sjálfstæðissinna tekur
við stjórnartaumunum í landstjóm
Færeyja.
Flokkamir þrír sem standa að
hinni nýju stjórn - Þjóðveldisflokk-
urinn, Fólkaflokkurinn og Sjálfstýri-
flokkurinn - náðu um helgina sam-
komulagi um stjórnarmyndun eftir
margra daga strangar samningavið-
ræður. Er það yfirlýst takmark
hinnar nýju landstjómar að gera
róttækar breytingar á stjómarfars-
legu sambandi Færeyja og Dan-
merkur.
Nýja landstjómin hefur 18 af 32
þingmönnum Lögþingsins á bak við
sig og á föstudag er búizt við að hinn
nýi lögmaður Færeyja - Anfinn
Kallsberg frá Fólkaflokknum - taki
formlega við stjómartaumunum af
Edmund Joensen frá Sambands-
flokknum, sem hefur danskvinsam-
legri stefnu.
Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan
sem Færeyingar munu ganga til
verður haldin fljótlega, að því er
kveðið er á um í stjómarsáttmálan-
um, eftir að nýja landstjómin hefur
farið og rætt við ráðamenn í Kaup-
mannahöfn um nýtt sjálfstæði
Færeyinga.
Flokkamir þrír fara fram á fyrir-
komulag svipað sambandslagasamn-
ingi íslands og Danmerkur frá 1918.
Um leið og landstjómin hefur tök á
því að halda til fundar við dönsku
stjómina hyggst hún koma á skipu-
lagi, sem felur fyrst og fremst í sér
að Færeyingar verði skilgreindir
sem þjóð og Færeyjar sem sjálfstætt
land. Landstjómin vill sem sagt ná
samkomulagi við dönsku stjómina
sem felur í sér að Færeyjar verði
fullvalda ríki.
Samkvæmt stjómarsáttmálanum
á samkomulagið við Dani að kveða á
um framtíðarfyrirkomulag samstarfs
Danmerkur og Færeyja í mennta-
málum, heilbrigðismálum, utanríkis-
málum og í lagalegum málefnum.
Sameiginlegur
þjóðhöfðingi
Því næst á hið væntanlega sam-
komulag að innihalda ákvæði um
sameiginlegan þjóðhöfðingja, sam-
eiginlegan gjaldmiðil sem og um
samsvarandi réttindi og skyldur til
handa færeyskum og dönskum ríkis-
borgurum sem eru búsettir i báðum
löndum. Færeyingar eiga þó, eins og
verið hefur, ekki að vera skyldir til
herþjónustu í Danmörku.
Þegar þetta samkomulag verður
komið á laggimar hyggst landstjóm-
in efna til þjóðaratkvæðagreiðslu,
þar sem Færeyingar yrðu beðnir að
skera úr um hvort þeir kæra sig um
að Færeyjar verði fullvalda ríki,
tengt Danmörku með umræddu
samstarfssamkomulagi.
Jafnframt þessu hefur hin nýja
landstjórn þegar ákveðið að stefna
Nordfoto
NYR lögmaður Færeyinga, Anfinn Kallsberg, fyrir utan Lögþingið.
Færeyingum til annarrar þjóðarat-
kvæðagreiðslu um færeyska stjóm-
arskrá. Áður en til þess kemur á að
skipa sérstaka nefnd, sem á að hafa
það hlutverk að setja saman tillögu
að slíkri stjómarskrá. Eftir að
nefndin hefur náð niðurstöðu um
slíka tillögu á að bera hana undir
þjóðaratkvæði, í síðasta lagi árið
2000.
Fjármálin verði gerð upp
En hin nýja landstjóm hefur líka
annað mjög mikilvægt mál til að
semja um við Poul Nyrup Rasmus-
sen, forsætisráðherra Danmerkur;
nefnilega endurgreiðslu þeirra sex
milijarða danskra króna (rúml. 60
milljarða ísl. kr.) sem færeyski land-
sjóðurinn telst skulda Danmörku,
sem og á þeirri summu sem Færeyj-
ar eiga að fá í skaðabætur frá Dan-
mörku fyrir að hafa yfirtekið
Færeyjabanka af Den Danske Bank,
sem leiddi til milljarðataps Land-
sjóðsins.
Hvað varðar efnahag Færeyja
eins og er þá taka Færeyingar nú við
um 10 milljörðum ísl. kr. á ári í bein-
an styrk frá Danmörku. í sambandi
við sjálfstæðisáform Færeyinga
kemur fram í stjómarsáttmála nýju
landstjómarinnar að þjóðhagslega
eigi að fara ffarn allsherjamppgjör
við Danmörku, þar sem gert verði út
um hvemig Færeyingar geti greitt
erlendar skuldir sínar jafnframt því
að fjárstyrkurinn frá Danmörku
verði afnuminn í skrefum yfir ákveð-
ið tímabil.
Enn karpað
um ráðherrastóla
Jafnvel þótt það sé á hreinu að
leiðtogi Fólkaflokksins, Anfinn
Kallsberg, verði næsti lögmaður
Færeyinga er ekki búið að gera út
um hvernig önnur ráðuneyti land-
stjórnarinnar deilast á fulltrúa sam-
starfsflokkanna þriggja. Búizt er við
að miklar umræður verði um þetta
milli flokkanna, sem m.a. er rakið til
þess að þrátt fyrir að Þjóðveldis-
flokkurinn hafi fengið hæst hlutfall
atkvæða féll lögmannsembættið í
skaut Fólkaflokksins. Þess er vænzt
að Þjóðveldisflokkurinn, sem fékk
jafnmarga þingmenn og Fólkaflokk-
urinn þrátt fyrir að hafa fengið fleiri
atkvæði, geri kröfu um að fá eitthvað
fyrir sinn snúð eftir að hafa fallizt á
að Kallsberg yrði lögmaður.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÞÓTT 70 prósent færeyskra kjós-
enda hafi léð þeim flokkum stuðn-
ing sinn, sem kjósa aukið sjálfstæði
Færeyinga eða sambandsslita við
Dani hefur það kallað á lítil við-
brögð meðal danskra stjómmála-
manna. Að hluta er það vegna þess
að Færeyingar kusu meðan stór-
verkfall tók alla athygli Dana, en
ástæðan er vísast einnig sú að enn
er óljóst að hvaða niðurstöðu
Færeyingar komast. Ef Færeying-
ar kjósa aukið sjálfstæði rúmast það
að öllum líkindum innan stjómar-
skrárinnar og útheimtir því ekki
neinar sérstakar stjómarfarslegar
tilfæringar. Hins vegar mun það
kalla á umræðu um þann milljarð
danskra króna, um tíu milljarða ís-
lenskra króna, sem Færeyingar fá
árlega af dönsku fjárlögunum. Það
var Færeyingum enn frekari styrk-
ur að frá Kjell Magne Bondevik
bámst strax boð eftir kosningar um
að norska stjómin væri þess fús að
styðja við bak Færeyinga í olíumál-
um. Það tilboð gæti komið sér betur
en virðist við fyrstu sýn. En banka-
málið, stóra málið í samskiptum
Færejdnga og Dana, er enn óleyst.
í dönskum fréttum af færeysku
kosningunum hefur aðaláherslan
verið á framgang þeirra flokka, sem
berjast fyrir auknu sjálfstæði eða
sambandsslitum við Dani. En með-
an færeysku hugmyndimar era
ómótaðar era engin viðbrögð. Rætt
hefur verið um að Færeyingar muni
fara fram á sjálfstæði, utan hvað
þeir muni deila gjaldmiðli, konungs-
sambandi og hæstarétti með Dön-
um. Utanríkismálin og fiskveiðieft-
irlit, sem danska stjómin fór á sín-
Lítil viðbrög’ð við
sjálfstæðisþönkum
Danskir stjórnmálamenn hafa lítt brugðist
við efldum sjálfstæðisþönkum Færeyinga,
eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur hér á
eftir. Framvindan er óljós og þá einnig
framvinda bankamálsins.
um tíma með fyrir íslendinga sam-
kvæmt sambandslögunum 1918,
byggjast þeir hins vegar rækja
sjálfir. Að mati lögfróðra þyrftu
ekki að koma til stjórnarskrár-
breytingar þó þessi háttur yrði ofan
á, þar sem þegar sé svigrúm í
dönsku heimastjómarlögunum og
dönsku stjómarskránni fyrir slíkt
fyrirkomulag.
Öll umræða um sjálfstæði Færey-
inga hlýtur óhjákvæmilega að fela í
sér ákvörðun um danska fjárfram-
lagið. Fjárframlagið mun verða
mikilvægur liður í hugsanlegum
hreyfingum í átt til sjálfstæðis, en í
Danmörku era á þessu stigi engar
vangaveltur um hvemig fjárhags-
dæmið verði gert upp. Ónnur hlið
fjármáladæmisins er svo skuld
Færeyinga við danska ríkissjóðinn.
Hún er upp á um sjötíu milljarða ís-
lenskra króna. Nefnt hefur verið að
samið verði um að lánið verði greitt
niður á 15-20 áram.
Olíugróði gæti
fjármagnað sjálfstæði
Hugsanlegur olíugróði gæti á
endanum orðið til að fjármagna
sjálfstæðið. Þó í því hafi falist nokk-
ur ögran hefur það ekki vakið mikla
umræðu í Danmörku að Kjell
Magne Bondevik, forsætisráðherra
Noregs, sendi strax bréf til fær-
eysku heimastjómarinnar daginn
eftir kosningamar og bauð þeim að-
stoð norsku stjómarinnar vegna ol-
íuleitar undan ströndum Færeyja.
Málið er komið á það stig að leitar-
útboð era á næsta leiti. Það krefst
mikillar þekkingar að meðhöndla og
meta umsóknir og þar hafa Norð-
menn ríkulegri þekkingu að miðla
með; fyrirtæki eins og hið ríkis-
rekna Statoil. Eini aðilinn, sem
reynslu hefur af slíku í Danmörku
er A.P. Meller samsteypan, sem
vinnur olíu. Það gæti hins vegar
staðið í Færeyingum að sækja ráð
þangað, þar sem samsteypan á um 8
prósent í Den Danska Bank, höfuð-
andstæðing Færeyinga í Færeyja-
bankamálinu, en alls er giskað á að
fyrirtæki í eigu samsteypunnar eigi
um 40 prósent f bankanum. Norska
boðið gæti alla vega verið gott að
hafa í færeysku bakhöndinni.
Athyglin beinist nú aftur að
bankamálinu, sem legið hefur í lág-
inni í kosningabaráttunni. Poui
Nyrap Rasmussen forsætisráð-
herra hefur gefið til kynna að um
leið og heimastjómin hafi verið
samþykkt af Lögþingi Færeyinga
muni hann bjóða upp á viðræður um
bankamálið. Málshöfðun Færeyinga
á hendur dönsku stjóminni vegna
bankamálsins og krafa þeirra um
1,5 milljarða danskra króna, rúma
fimmtán milljarða íslenskra króna,
Spánn
Orlofshús
tekin eign-
arnámi?
London. The Daily Telegraph.
ERLENDIR ríkisborgarar,
sem hafa keypt húsnæði á Bal-
ear-eyjum í Miðjarðarhafi,
eiga á hættu að verða sviptir
eignum sínum, þar sem
spænsk stjórnvöld hyggjast
setja lög um eignarnám á þess-
um húsum.
Bretar, Hollendingar og
Þjóðverjar, sem í hlut eiga, era
um þessar mundir að reyna
með aðstoð dómstóla að hindra
að lagafrumvarp þessa efnis
verði að lögum, sem spænska
stjómin lagði fyrir þingið í
Madríd í nóvember sl.
Þetta frumvarp á sér að
minnsta kosti tíu ára langan
aðdraganda, en það gengur
undir nafninu sólarstrandalög-
in (Costa-lögin). Samkvæmt
frumvarpinu standa einstak-
lingar og fyrirtæki, sem hafa
fjárfest í húseignum byggðum
við spænskar strendur, frammi
fyrir því að spænska umhverf-
isráðuneytið taki eignimar
eignamámi á þeirri forsendu
að húsin standi á sandöldum,
sem séu þjóðareign og því séu
byggingamar ólöglegar.
Ekki er gert ráð fyrir í
frumvarpinu að nokkrar
skaðabætur verði greiddar, en
eigendum viðkomandi hús-
eigna bjóðist að búa endur-
gjaldslaust í þeim til allt að 60
ára; að þeim tíma loknum verði
húsin rifin. Þeim sem reka
gisti- og veitingahús á eignar-
námssvæðum á að vera heimilt
að halda rekstrinum áfram
jafn lengi.
Til að byrja með eiga þessi
lög að ná til húsa við strendur
eyjarinnar Formentera, sem
er minnsta eyjan í Balear-
eyjaklasanum, sem Islending-
ar þekkja vel (stærst er Mall-
orca, Formentera er sunnan
Ibiza). Seinna eiga lögin þó
einnig að ná til húsbygginga á
meginlandi Spánar.
liggur fyrir. Sennilegast er þó talið
að danska stjómin og færeyska
heimastjómin muni leggja á það
áherslu að semja um málið í stað
þess að láta það fara fyrir dóm,
bæði til að sýna samningsvilja og til
að fá úr málinu skorið í fyrirsjáan-
legri framtíð, þar sem dómsmál geti
dregist mjög á langinn.
Eidesgaard
samstarfsfúsari en áður
Jafnaðarmaðurinn Jóannes
Eidesgaard, annar tveggja fær-
eyskra þingmanna í danska þinginu,
hefur nú lýst því yfir að hann sé fús
til að hugleiða samstarf við danska
jafnaðarmenn, þótt ekki standi til
að hann gangi í danska þingflokk-
inn. Með því að sitja hjá átti Eides-
gaard þátt í því að frambjóðandi
stjómarandstöðunnar hreppti þing-
forsetaembættið í hlutkesti. Nú
vonast hann eftir snörum viðræðum
um bankamálið og lofar um leið
góðu veðri í samstarfi sínu við
danska flokksbræður. Hann segist
þó ekki hafa skipt um skoðun um að
fáránlegt sé að færeyskir þingmenn
taki þátt í að ákveða dönsk skatta-
lög og annað ámóta, en segir að þar
sem hinn þingmaðurinn, Oli Breck-
mann, sem tilheyrir hægrivængn-
um, hafi það sem takmark sitt hér í
lífinu að berjast gegn sósíalisma og
styðji danska hægrivænginn, þá
muni hann sjálfur taka afstöðu frá
máli til máls. Nyrup getur því vænt-
anlega séð fram á rólegri þingdaga,
þó hann sé ekki búinn að bíta úr
nálinni með bankamálið og Færey-
inga og Færeyingar ekki með hann.
»
l
>
\
i
\
>