Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1998næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn NÝR formaður Tónskáldafélags íslands, Kjartan Ólafsson, gagnrýnir sinnuleysi menningarstofnana gagnvart íslenskri samtímatónlist. „Menningar- stofnanir bregð- ast skyldu sinni“ Á aðalfundi Tónskáldafélags íslands ný- verið var Kjartan Olafsson kjörinn nýr for- maður þess. I samtali við Huldu Stefáns- dóttur lýsir Kjartan langvarandi óánægju félagsmanna með rýran hlut samtímatón- listar í menningarlífí landsins. TÓNSKÁLDAFÉLAG íslands er rúmlega 50 ára gamalt fagfélag ís- lenskra tónskálda sem stofnað var til á sínum tíma að frumkvæði tón- skáldanna Jóns Leifs og Páls Isólfs- sonar. Markmið félagsins er að standa vörð um flutning og kynningu á íslenskri samtímatónlist en einnig erlendri. Um 40 íslensk tónskáld eru skráð í félagið og á aðalfundi þess sem var haldin nýverið voru félags- menn sammála um að bæta yrði hlut íslenskrar samtímatónlistar í listalífi landsins. Tónskáldum þykir samtímatónlist æ minna sinnt hjá ríkisstyrktum menningarstofnunum og í engu sam- ræmi við mikilvægi hennar í íslensku samfélagi. Ályktanir þess efnis hafa verið sendar stjóm Sinfóníuhljóm- sveitar Islands, útvarpsstjóra Ríkis- útvarpsins og Framkvæmdastjóm Listahátíðar. Ný stjórn Tónskáldafé- lagsins er auk formannsins, Kjartans Ólafssonar, skipuð tónskáldunum Tryggva M. Baldvinssyni gjaldkera og Misti Þorkelsdóttur, ritara stjómar. Kjartan segir að það hafi mikið verið rætt meðal félagsmanna á síð- asta aðalfundi hvemig sú tegund tón- listar sem ekki lyti lögmálum mark- aðarins um kaup og sölu hefði orðið undir í neyslusamfélagi samtímans. Tónskáld vilja spyrna við fótum og vekja athygli stjómmálamanna og yfirmanna ríkisstyrktra menningar- stofnana á þeirri hættulegu þróun sem er að verða í íslensku tónlistar- lífi. „Menning er ekki og getur aldrei orðið gróðafyrirtæki, - hún er ómei> anleg til fjár,“ segir Kjartan. „Og markaðsstýrð menning verður sjald- an annað en léttmenning." Yfir 30 íslensk tónverk bíða fiutnings hjá Sinfóníunni I ályktun fundarinns sem félagið sendi stjórn Sinfóníuhljómsveitar Is- lands er skorað á stjórnina að nýta sér ákvæði í lögum hljómsveitarinn- ar sem heimilar henni að ráða til sín tónskáld. Þá er stjómin hvött til þess að auka vægi nýrrar íslenskrar tón- listar á áskriftartónleikum sveitar- innar. Kjartan segir að yfir 30 ný ís- lensk tónverk bíði flutnings hjá Sin- fóníuhljómsveit íslands án þess að nokkuð sé aðhafst og að við slíkt verði ekki búið öllu lengur. Hvað Ríkisútvarpið varðar hefur félagið skorað á stofnunina að auka fjárveitingar til hljóðritana á ís- lenskri tónlist og efla umfjöllun og flutning hennar í dagskrá sinni. Fé- lagið vísar til laga um menningar- lega skyldu Ríkisútvarpsins þar að lútandi. í tilefni af Listahátíð í Reykjavík vill aðalfundur Tónskáldafélags Is- lands jafnframt vekja athygli á rýr- um hlut íslenskrar tónlistar í dag- skrá hátíðarinnar. Tónverk þriggja íslenskra tónskálda verða frumflutt á Listahátíð; verk eftir Hauk Tómas- son, Jón Nordal og Hróðmar I. Sig- urbjörnsson. Kjartan segir sam- tímatónlist ekki fyrirferðarmikla á hátíðinni miðað við margt annað sem þar er í boði. íslensk tónlist fremur notuð sem uppfylling en útvarpsefni „Við viljum einfaldlega minna á að þessar menningarstofnanir hafa ákveðnu hlutverki að gegna sem m.a. felst í því að flytja og kynna íslenska tónlist," segir Kjartan. „Hvað Sin- fóníuhljómsveitina varðar, sem er ein af betri sinfóníuhljómsveitum norðursins, þá hefur hún vissulega flutt ný íslensk tónverk en þau hafa sjaldan komist á fasta efnisskrá hljómsveitarinnar. Hjá Ríkisútvarpinu starfar margt gott fólk sem reynir að sinna flutn- ingi íslenskra tónverka í útvarpi. Hins vegar hefur verið skorið niður hjá tónlistardeild RÚV og mér virð- ist sem tónlistin sé nú fremur notuð sem uppfylling en gegnumsamið út- varpsefni. Þetta er hvorki viðunandi fyrir útvarpið né hlustendur þess.“ Sorglegast segir Kjartan vera hversu Ríkisútvarpið sinni lítt varð- veisluskyldu sinni þegar kemur að íslenskri samtímatónlist með því hversu litlu fé sé veitt til uppbygg- ingar hljóðritasafns Ríkisútvarpsins. „Við tónskáld spyijum einfaldlega hvort RÚV sé ekki að bregðast skyldu sinni gagnvart íslenskri tón- listarsögu?“ Kjartan segir að þrátt fyrir allt sé mikil gróska í starfi íslenskra tón- skálda. „Verkum þeirra er bara hald- ið til baka af markaðsmönnum sem hafa lítinn skilning eða áhuga á gildi menningar fyrir samfélagið. Miðað við hvemig menningarstarfsemi var rekin hér áður fyrr og samanborið við aðrar stofnanir erlendis er það öldungis ófullnægjandi hvernig mál- um er háttað hér á Iandi í dag.“ Hús með mörgum herbergjum BÆKUR Greinasafn AFMÆLISRIT Davíð Oddsson fimmtugur 17. janúar 1998. Ritnefnd: Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Jdn Steinar Gunnlaugsson og Þdrarinn Eldjárn. Prentvinnsla: Prisma Prentbær. Bdkband: Félagsbókband- ið - Bókfell. Útgefandi Bókafclagið. Reykjavík, 17. Janúar 1998. UTAN á afmælisritinu, sem gefið var út þegar Davíð Oddsson forsæt- isráðherra varð fimmtugur 17. janú- ar, gefur að líta mynd af stjómar- ráðinu, en manni flýgur í hug að þar hefði rétt eins mátt hafa aðrar byggingar, sem sennilega munu fremur kalla nafn hans fram í hug- ann þegar fram í sækir. Þær koma einnig í ljós þegar kápu bókarinnar er lyft og við blasa Ráðhúsið, Perl- an, Alþingi, Höfði og ráðherrabú- staðurinn auk stjórnarráðsins enn á ný. Þar sleppir húsum í þessari bók ef fram hjá því er horft að hún er á stærð við hús og í henni em mörg og mismunandi herbergi. í bókinni er að finna aragrúa rit- gerða og greina og inn á milli era dagbókarbrot, ljóð og smásaga. Efnisyfirlitið eitt er fjórar síður og bókin 960 síður. I raun er þar eng- inn rauður þráður, þótt hagfræði, sögu og stjómmál beri hæst og margar greinanna endurspegli vissulega hægri væng stjórnmál- anna og ýmsir samstarfsmenn Da- víðs úr pólitík drepi niður penna. Titlar á borð við „Umhverfið þarfn- ast frjáls markaðar“ bera því vitni. Þótt margir höfunda tengist Sjálfstæðisflokknum er það þó alls ekki algilt og nægir því til stuðnings að nefna nafn Einars Más Guð- mundssonar, sem kemst að því að raunveraleikinn sé alltaf að koma raunsæ- inu á óvart í stuttri grein um, komu al- banska landsliðsins í knattspyrnu hingað til lands. Fjallað er um Landsvirkjun, próf- kjör, réttindi og skyld- ur fjölmiðlafólks, um- hverfismál í Reykjavík, fjölskyldur, hjónabönd og kynlíf, Hamlet og Makbeð og réttarör- yggi borgaranna gagn- vart ríkinu. Kalda stríðið og endalok þess er áber- andi í nokkrum greinanna. Arnór Hannibalsson lýsir heimsókn til Eystrasaltsríkjanna þegar sjálf- stæðisbarátta þeirra stóð yfir. Björn Bjamason skrifar um „Gildi vamarsamningsins eftir lok kalda stríðsins" og kemst að því að horfið hafi verið frá þeim rökum, sem sumir stuðningsmenn vamarliðsins hefðu notað með vísan til hugtaks- ins friðartíma, að það væri reist á „illri nauðsyn“. Nú væri litið á veru vamarliðsins með því hugarfari að hún væri varanleg, líkt og þegar keypt væri trygging. Fátt ber því vitni að bókin sé helguð Davíð Oddssyni fyrir utan kjöl bókar, kápu og titilblað. Þar er þó lag Jóns Þórarinssonar við ljóð Davíðs, „Hin fyrstu jól“, og þýðing Björns Sigurbjömssonar á sama ljóði á dönsku undir heitinu „Den fprste jul“. Menn geta reyndar velt því fyrir sér hvort einhverja skírskotun sé að finna í heiti smá- sögu Hrafns Gunnlaugssonar, „Apabróður" eða hvað felist í þess- um línum úr ljóði Steinunnar Sig- urðardóttur, „Mannsmynd": Ég tala aldrei um þig ég ligg í hljóði yfir einni mannsmynd sem mín langdrægu tár hafa hjúpað salti á mesta dýpi. Þá er í bókinni að finna greinar, sem vísa til ýmissa mála, sem Davíð hefur vakið á umræðu. Nægir þar að nefna grein Jóns Stein- ars Gunnlaugssonar um réttaröryggi borg- aranna gagnvart ríkis- valdinu, en Davið lagði til á liðnum vetri að kannað yrði hvort rétt væri að stofna embætti umboðsmanns borgaranna gagn- vart skattkerfinu til að koma í veg fyrir misbeitingu valds. í ritnefnd bókarinnar vora Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Þór- arinn Eldjárn. Hannes hefur á sér stimpil hamhleypunnar, en sam- verkamenn hans hafa sennilega ekki heldur setið auðum höndum meðan þessi bók var sett saman. Henni má líkja við nokkra árganga fræðitímarits, sem unnir hafa verið á einu bretti. Ef til vill hefði mátt búast við því að bókin hefði fleira fréttnæmt að geyma þegar litið er yfir höfunda- listann. Bókin er hins vegar vönduð og efni hennar það fjölbreytt og greinar stuttar að upplagt er að gn'pa til hennar og rápa milli her- bergjanna. Hins vegar hefur verið varað við því að hafa bókina með sér í rúmið nema að setja hjálm á höfuð þar sem hætta sé á varanlegum ör- um renni manni í brjóst meðan á lestri stendur. Karl Blöndal Davíð Oddsson Djassæskan í vertíðarlok TðNLIST Múlinn á Sðloni í slandusi DJASSTÓNLEIKAR Djammsession og samspil frá FIH. Þátttakendur hálfur annar tugur ungra túnlistarmanna undir leiðsögn Ólafs Jónssonar, Tómasar R. Einars- sonar og Hilmars Jenssonar. Múlinn á Sóloni íslandusi 7. maí 1998. ÞÁ ER þriggja mánaða tónleika- haldi djassklúbbsins Múlans, í Sölvasal á Sóloni Islandusi, lokið að sinni. Tónleikarnir eru orðnir tutt- ugu og hafa spannað allt frá svíng- tónlist til frjálsdjass. Flestir helstu djasstónlistarmenn landsins hafa komið þar fram og hafa margir tón- leikanna verið með þeim ágætum að boðlegir hefðu verið á djasshátíðum um víða veröld - aðrir hafa tekist miður svo sem gerist. Fyrir mestu er þó sá metnaður sem tónlistar- mennirnir hafa lagt í þetta tónleika- hald. Þar hefur sjaldnast verið kastað til höndum. Vonandi hefst starfið af endurnýjuðum þrótti er haustar og að mörgu leyti hentar Sölvasalur vel sem djassklúbbur, þó hann sé helst til lítill á stundum. Það fer varla milli mála að djass- deild Tónlistarskóla FÍH hefur skipt sköpum fyrir íslenskt djasslíf. Góðir tónlistarskólar era undirstaða tónlistarlífsins. Það var því vel til fundið hjá stjórn Múlans að enda þessa Múlahrinu með því að bjóða uppá unga hljófæraleikara í djamm- sessjón, en áður en að sessjóninni kom léku þrjár æskuhljómsveitir. Fyrst reið á vaðið kvintett sem Ólafur Jónsson saxófónleikari hefur æft. Á efnisskránni voru ópusar eft- ir Kenny Barron, Steve Swallow og Victor Feldman. Þeir vora sosum ekkert illa spilaðir þó kraftinn vant- aði. Aftur á móti fór í verra með aukalagið, einn af húsgöngum djassins: There’U Never Be Another You eftir Harry Warren. Það er oft einsog erfiðast sé að túlka einfalt lag. Birkir Freyr Matthíasson blés í trompetinn í þessu bandi og gerði það vel. Hann hefur góða tækni og fínan tón. Birk- ir Freyr hefur m.a. leikið trompet- konsert eftir Haydn með Sinfóníu- hljómsveit íslands og leikur í Stór- sveit Reykjavíkur. Hann er ekki þjálfaður í spunanum, en byggir vel upp sólóa sína þótt hann endi þá oft heldur snubbótt. Básúnuleikari kvintettsins, Eyþór Kolbeins, hefur fallega mjúkan tón og bassaleikar- inn, Valdimar Kolbeinn Sigurjóns- son, sýndi einnig góða takta. Næst lék sveit er Tómas R. Ein- arsson hefur æft. Bassaleikarinn var forfallaður svo Tómas varð sjálfur að slá bassann og styrkti það hljóðfæraleikarana ungu mjög. Joe Henderson, Herbie Hancock og Tómas R. voru höfundar ópusanna og þarna vakti sérstaka athygli ungur tenórsaxófónleikari, Eyjólfur Þorleifsson, efnilegur sólisti - svo stóð trompetleikarinn Eiríkur Orri Ólafsson fyrir sínu, þó nokkuð skorti hann uppá tækni Birkis Freys. Síðasta sveit fyrir djammsessjón var kvartett er Hilmar Jensson gít- arleikari hefur æft. Samúel Jón Samúelsson, básúnu, Andrés Þór Gunnlaugsson, gítar, Jón Ómar Erl- ingsson, rafbassa, og Hjörieifur Jónsson, trommur, en hann heldur burtfarartónleika frá FÍH tónlistar- skólanum 15. þessa mánnaðar. Ey- þór Kolbeins bættist í hópinn í nokkram lögum - en þau vora öll eftir þá félaga. Samúel Jón kynnti verkin sem gríndjass og aukalagið eftir Hjörleif hét Fæðing gríndjass- ins nr. 1. Þar réðst lengd sólóanna af því hve lengi gítaristinn gæti haldið niðrí sér andanum. Hjörleif- ur átti líka fyrsta verkið á efnis- skránni, sem vel gat verið úr smiðju Hollendinganna Willem Breukers og Henk de Jonges. Torkas eftir Andrés var blárifjað og Litalúður til sölu eftir Jón Ómar var með trega- blæ Cörlu Bley. Aftur á móti skorti ekki léttúðina í Hvað? eftir Samúel og hann var fremstur hljóðfæraleik- ara þessa kvölds. Ég efast um að annar blási betur djass í básúnu hérlendis um þessar mundir og eitt það gleðilegasta í djasslífinu ís- lenska er hversu mikil gróska er í brassinu - það hefur löngum verið veikasti hlekkurinn í íslenskum hljóðfæraleik. Tónn Samúels er breiður og grófur eins og tíðkaðist eftir að menn á borð við Roswell Rudd hurfu frá stíl J.J. Johnsons á vit upprunans í New Orleans. Erik Satie og Kurt Weill hafa haft mikil áhrif á nútímadjass, ekki síst Hollendingana tvo er áður vora nefndir, en auk þess hafa Carla Bley, Pierre Dprge og fjölmargir aðrir gengið í smiðju til þeirra. Þar er gríndjassinn uppraninn - en hann getur þó oft verið dauðans alvara. Samúel og félagar léku með glæsi- brag á þessum tónleikum, en svo upphófst djammsessjón og er það önnur saga. Vernharður Linnet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 105. tölublað (12.05.1998)
https://timarit.is/issue/130546

Tengja á þessa síðu: 30
https://timarit.is/page/1904911

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

105. tölublað (12.05.1998)

Aðgerðir: