Morgunblaðið - 12.05.1998, Síða 32

Morgunblaðið - 12.05.1998, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Akureyri í Háskólanum á Akureyri verða nokkrar nýjungar í haust, t.d. er skipulagt nám fyrir starfandi leik- skólakennara og kennsluréttindanám fyrir leiðbeinendur. Gunnar Hersveinn frétti um nýtt nám í tölvu- og upplýsingatækni, ferðamálasvið fyrir rekstrarfræðinga og nám í iðjuþjálfun og meistaranám í hjúkrunarfræði. Flestir fara til starfa á landsbyggðinni • Spáð er að stúdentar verði orðnir 750 eftir fímm ár. Núna eru þeir um 450. • Samvinna nemenda og kennara er nán- ari en almennt tíðkast á háskólastigi. STINGIÐ SIRKLI á Sólborg og dragið hring. í ljós kem- ur á kortinu að Háskólinn er í hjarta Akureyrar. A Sól- borg eru núna skrifstofur háskól- ans, bókasafn og rannsóknarstofn- un en samkvæmt fimm ára bygg- ingaráætlun eiga allar deildir; kenn- aradeild, heilbrigðisdeild, rekstrar- deild og sjávarútvegsdeild að flytj- ast þangað. Spáð er að þá verði stúdentar orðnir 750 en þeir eru núna um 450. Háskólinn er núna á fímm stöð- um á Akureyri en bæjarfélagið er oft kallað skólabærinn Akureyri enda vinnur um þriðjungur íbúanna í skólunum. Samkvæmt vitnisburð- um stúdenta í HA vega persónuleg samskipti milli kennara og nema þungt á metunum. „Háskólinn á Akureyri býður upp á persónulegt umhverfi og nánari samvinnu nem- enda og kennara en almennt tíðkast á háskólastigi,“ segir Björgvin Harri Bjarnason í sjávarútvegs- deild. Þetta virðist vera almennt viðhorf í háskólanum bæði meðal kennara og nemenda og má meta það sem kost sem fæstar deildir í Háskóla Islands geta státað af. Háskólinn á Akureyri hefur starf- að frá 1987 og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Þorsteinn Gunnarsson rektor segir að spár um nemenda- skólabraut og leikskólabraut en þeim lýkur með B.Ed.-prófí og 30 eininga kennsluréttindanámi fyrir leiðbeinendur. HA bauð fyrstur nám á háskólastigi fyrir leikskóla- kennara og brautskráir fyrstu nem- endur sína árið 1999. „Og í haust geta starfandi leik- skólakennarar hafíð hér nám til að vinna að B.Ed.-gráðu,“ segir Krist- ján Kristjánsson, prófessor við kennaradeild HA. Kristján segir að kennaradeild- inni hafí nýlega verið hrósað fyrir sérstöðu sína. Það var í skýrslu um kennaramenntun á Islandi, og hrós- ið var m.a. að nemendur starfa í heilt misseri í skólum við æfinga- kennslu og vettvangsnám, góða áherslu á raungreinar, litla skóla og heimspekilega yfirsýn yfir námið. Þrjátíu einingar af níutíu ber kennaranemendum að taka á einu af fjórum kjörsviðum deildarinnar: 1) Almennu með áherslu á þarfir dreifbýlisskóla, 2) raungreina, 3) myndmennta í samvinnu við Mynd- listaskólann á Akureyri og 4) tón- mennta sem er í Samvinnu við Tón- listarskólann á Akureyri, en það er nýtt svið sem hefst í haust. „Það er óhætt að segja að þetta sé öðruvísi kennaranám," segir Kri- stján, „og andinn er góður bæði meðal kennara og nemenda sem fá Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn ÞAÐ hefur verið stefna í HA að hafa nániið hagnýtt og búa nemendur undir líf og starf í nútímaþjóðfélagi - ekki hvað síst á Iandsbyggðinni. Kristján Kristjánsson kennaradeild og Elsa B. Friðfinnsdóttir heil brigðisdeild við háskólann í Þingvallastræti. SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR yfirbókavörður, Bjarni P. Harðar rekstrardeild og Þórir Sigurðsson sjávarútvegsdeild. fjölda geri ráð fyrir að fjöldi nem- enda gæti orðið 1500-2000 á fyrstu áratugum næstu aldar. Það hefur verið stefna í HA að hafa námið hagnýtt og að búa nem- endur undir líf og starf í nútima þjóðfélagi - „ekki hvað síst á lands- byggðinni", eins og stendur í kynn- ingarbæklingi háskólans. „Og það virðist hafa heppnast vel,“ segir Olafur Búi Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri háskólans. „Aðeins fjórðungur útskrifaðra nemenda hér fer til starfa í Reykjavík." HA hefur því átt ríkulegan þátt í því að efla landsbyggðina með þekkingu. Kennaradeild Kennaradeildin er yngsta deild skólans, stofnuð árið 1993 og leggja nú um 140 nemendur stund á nám á þremur brautum; 90 eininga grunn- persónulega leiðsögn." Kennara- deildin glímir líka við vandann að fjölga nemendum og minnka brott- fall. „Nemendur þjrftu að vera fleiri,“ segir Kristján. „Stúdentar héðan leita nokkuð suður til að skipta um umhverfi, en stúdentar á höfuðborgarsvæðinu myndu e.t.v. koma í meira mæli ef þeir þekktu þennan kost hér betur.“ Heiibrigðisdeild Kennaradeildin er á Þingvalla- stræti en þar er ennfremur hugað að líkamlegri heilsu manna. „Hér er komin tíu ára reynsla á hjúkrunar- námi,“ segir Elsa Björk Friðfinns- dóttir, lektor við heilbrigðisdeild, „og hefur eitt meginmarkmið henn- ar verið heilbrigðisþjónusta í dreif- býli. Áhersla er lögð á að nemendur geti unnið mjög sjálfstætt og í því skyni leggjum við áherslu á áfanga eins og líkamsmat og bráðahjúkrun. Nemendur eru búnir undir að treysta á sjálfan sig og að vinna sjálfstætt.“ Elsa segir að verknám hefjist snemma í HA eða strax á fyrsta ári, og að skylda sé fyrir að nemendur að vinna við fagið í þrjá mánuði á námstímanum. „Reyndar er verk- námið ekki endilega stundað hér á landi, því skólinn er í samstarfi við erlenda hjúkrunarskóla," segir hún og nefnir NORD-PLUS samskiptin og ERASMUS áætlunina og að nemendi frá Akureyri verði á haust- misseri á Grikklandi. Iðjuþjálfun er ný námsleið í heil- brigðisdeild en hún hófst síðastliðið haust og hefur aldrei áður verið kennd á Islandi. Hún er fjögur ár eins og hjúkrunarfræðin og er tak- markað í þær báðar. Þrjátíu komast áfram í hjúkrunarfræði og 15 í iðju- þjálfun. Vaxandi þörf hefur verið fyrir iðjuþjálfa og Elsa bendir á að t.d. í Bandaríkjunum vinni iðjuþjálfar ekki einvörðungu á heilbrigðisstofn- unum heldur einnig innan skóla- kerfisins og við félagsþjónustu. „Það er mikil eftirspurn eftir þess- um starfskröftum og starfið er spennandi," segir hún. Verknámið í iðjuþjálfun er 25 vikur og hefst í lok 2. námsárs. Elsa segir að árið 2000 verði sam- kvæmt byggingaáætlun risið verk- námshús fyrir hjúkrun og iðjuþjálf- un. Líkt og í kennaradeildinni fara flestir útskrifaðir til starfa í dreif- býli. Heilbrigðisdeildin við HA hef- ur því haft mikla þýðingu fyrir Fjórðungssjúkrahúsið enda verið gott samstarf milli þess og deildar- innar. Mastersnám í hjúkrunarfræði hófst í janúar 1997 í samvinnu við Háskólann í Manchester. Ellefu hjúkrunarfræðingar stunda þetta fjarnám, þar sem háskólinn á Akur- eyri er eins konar útstöð frá Manchester háskóla. Sjávarútvegsdeild Sjávarútvegsdeild HA er nær höfninni, í Glerárgötu og á fjórðu hæð er Þórir Sigurðsson lektor með skrifstofu. „I vor útskrifast stór ár- gangur eða 20 manns,“ segir hann, „og var kominn tími á annan stóran árgang." Námið er fjögur ár og lýk- ur með B.Sc.-gráðu. Sjávarútvegsdeildin byrjaði há- skólaárið 1989-1990 og hefur henni nú verið skipt í tvær brautir; sjáv- arútvegs, og matvælaframleiðslu en námið á þeim báðum tekur fjögur ár. „I vor útskrifast fjórði hópur- inn,“ segir Þórir. Sjávarútvegsdeildin á sér ekki hliðstæðu hér á landi og fóru ís- lendingar áður en hún var sett á fót flestir til Tromsö. Námið er þver- snið af raun-, viðskipta-, tækni og grunngreinum. „Stúdentsprófið er ekki nauðsynlegt skilyrði til að komast í deildina,“ segir Þórir, „við sækjumst einnig eftir nemendum sem hafa góða reynslu eða verið í fískvinnsluskólanum og sjómanna- skólanum eða eru t.d. vélstjórar eða skipstjórar.“ Sjávarútvegsfræðingar eru út- skrifaðir kallaðir þótt það sé ekki lögbundið starfsheiti. En við hvað starfa þeir? „Þeir koma víða við en langflestir fara til starfa sem stjórnendur í sjávarútvegsfyi’ir- tækjum úti á landi, sem forstjórar, útvegsstjórar eða millistjórnend- ur,“ segir Þórir, „þeim hefur gengið vel að fá vinnu og góð laun.“ Þórir segir skort á menntuðu fólki í sjávarútvegi á íslandi og því sé brýn þörf á deildinni. „Hún hent- ar líka vel þeim sem ætla svo í áframhaldandi framhaldsnám t.d. innan viðskipta eða fiskifræði. „Áherslan hér er á efna- og líffræði sjávarins og svo matvælafræði físka og örverufræði svo dæmi sé tekið,“ segir hann. I viðskiptagreinum læra menn hins vegar reiknishald og rekstrar- stjórnun fyrirtækja og í tækni- greinum um skipatækni og vinnlu- tækni. Námið virðist því afar hag- nýtt. Þórir segir að nemendafjöldi sé nokkuð sveiflukenndur og geti það orðið erfítt ef margir heltast úr lest- inni. Núna eru um 60 nemendur í deildinni og milli 10-20 sem byi'ja á hverju ári. „Æskilegt væri að um 30-40 nýnemar hæfu nám á haustin," segir hann, „en nemendur koma úr öllum landshlutum." Verklegt nám í deildinni er veru- legt og telur Þórir þetta vera eitt mikilvægasta háskólanámið sem stundað er hér á landi ef miðað er við gjaldeyristekjur þjóðarinnar. „Það er ótvíræð þörf fyrir menntað fólk á þessu sviði,“ segir hann og getur sér til um ástæður þess að stundum skorti nemendur, „hins vegar eru atvinnumöguleikarnir ekki nógu vel kynntir og einnig er hér um nýtt nám að ræða.“ Sjávarátvegsdeildin við HA er í samstarfí við Hafrannsóknastofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Iðntæknistofnun, bæði hvað varðar kennara og rannsóknir. Sem eru reyndar í sama húsi og deildin. Rekstrardeild Og þar er einnig önnur deild há- skólans: Rekstrardeild og henni veitir Bjarni P. Harðar forstöðu. „Tveggja ára iðnrekstrarbraut hófst við háskólann árið 1987 og hún er í boði ennþá. En nú er boðið upp á 4 ára rekstrarbraut og er markmiðið að mennta nemendur til

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.