Morgunblaðið - 12.05.1998, Side 43
I
a
i
:í
;
I
3
I
I
I
■
J
I
J
1
■
1
I
5
:1
MORGtíNHÍ.ÁÐH)
ÞRIÐJUDÁGUR 12. MAÍ 1998
48
AÐSENDAR GREINAR
Vinnan, fjölskyld-
an, framtíðin
HVERNIG getur
maður náð tökum á því
krefjandi verkeíhi að
tvinna saman atvinnulíf
og fjölskyldulíf? Alls
staðar í heiminum leita
menn svara við þessari
spurningu. Leitað er
leiða til að skapa fjöl-
skylduvænni vinnumark-
að og jafna rétt karla og
kvenna í vinnu sem og í
fjölskyldumálum.
Vinnumarkaðurinn er
í stöðugri þróun. Til
þess að hann geti þróast
áfram og staðist kröfur
framtíðarinnar þarf að
breyta umhverfi bama-
fjölskyldna. Sú staðreynd að í lang-
flestum tilfellum vinna báðir for-
eldrar utan heimilisins veldur því að
atvinnulífíð verður að taka tiílit til
fjölskyldnanna. Jafnframt þarf
samfélagið að tryggja að foreldrar
geti varið tíma með börnum sínum.
Það gefur því augaleið að til þess að
hægt sé að samræma þátttöku á
vinnumarkaði og heimilislíf þurfa
lykilaðilar að móta sér fjölskyldu-
stefnu. Það á jafnt við um verka-
lýðshreyfinguna, atvinnurekendur
sem og stjórnvöld. Fjölskyldustefna
snýst í raun um tækifæri fólks til að
takast á við nútímasamfélag.
Bæta þarf réttindi foreldra
Þegar kemur að möguleikum ís-
lensks launafólks til að samræma
atvinnu- og fjölskyldulíf er Ijóst að
veruleg þörf er á rót-
tækum réttarbótum
fyrir foreldra. Eins og
svo oft hefur verið
bent á er réttur for-
eldra til fæðingarorlofs
og foreldraorlofs mun
lakari hérlendis en
annars staðar í Norð-
ur-Evrópu, bæði hvað
varðar lengd orlofs og
greiðslur. Þetta á sér-
staklega við um al-
menna vinnumarkað-
inn. Kerfið er auk þess
á margan hátt orðið
ósamkvæmt sjálfu sér
og ómarkvisst. Þrátt
fyrir að karlar hafi
fengið rétt til tveggja vikna orlofs
um síðastliðin áramót eru breyt-
ingarnar engan veginn fullnægj-
andi. Með breytingunum er haldið
áfram að mismuna launafólki eftir
því hjá hverjum það starfar.
Þannig eru fæðingarorlofsgreiðsl-
ur til feðra í stéttarfélögum opin-
berra starfsmanna verulega hærri
en greiðslur til feðra sem starfa á
almenna vinnumarkaðinum.
Taka þarf upp reglurnar um
fæðingarorlof og endurskoða kerfið
í heild sinni. Bæta þarf réttindi for-
eldra til samvista við börn sín með
því að lengja fæðingarorlofið, bæta
rétt feðra og staðfesta rétt foreldra
skv. Evróputilskipun um foreldra-
orlof. Síðast en ekki síst þarf að
jafna rétt fólks til greiðslna í fæð-
Grétar Þorsteinsson
Lögbrot
Löggildingarstofu!
NOKKUR undanfar-
in ár hafa skoðunar-
stofur raforkuvirkja
unnið við útaksskoðan-
ir, m.a. á íbúðarhús-
næði, og unnið eftir
reglum sem rafmagns-
öryggisdeild Löggild-
ingarstofu hefur sett.
Ein þessara reglna, að
minnsta kosti, er röng
og hefur valdið mörg-
um frjárhagslegu tjóni.
Þessi regla er lögbrot
eins og hún er sett
fram, hana er að finna í
verklagsreglum og er
nefnd þar „Rur ? 272
og verld. RER“.
Þetta þýðir að húseigéndur er
lenda í úrtaksskoðun rafmagnsör-
yggisdeildar Löggildingarstofu eða
Rafmagnaveitu Reykjavíkur og
hafa byggt hús sín fyrir eða um
1960 hafa að öllum líkindum þenn-
an rafbúnað í rafmagnstöflum sín-
um. Þá er sennilega á athuga-
semdaskýrslu þeirra ein lína svo
hljóðandi: „NDZ varbúnaður, Rur
? 272 og verkl. RER“. Þessi orð
þýða að viðkomandi eigandi þarf að
endumýja allan varbúnað á greini-
töflu sinni sem getur kostað tölu-
verða fjárupphæð. Hafi þessi raf-
búnaður sem fundið er að verið í
góðu lagi er krafa um endurbætur
ólögleg og mestu rangindi að krefj-
ast endumýjunar á honum. Hús-
eigendur sem hafa lent í úrtaks-
skoðun með raflögn sína og fengið
athugasemd orðaða svo: „NDZ
varbúnaður, Rur ? 272 og verkl.
RER“ ættu að fá álit fagmanna á
hvort hætta stafaði af búnaðinum
og krefjast síðan skriflegra skýr-
inga frá Löggildingarstofu.
Ég skrifaði Löggildingarstofu
bréf og spurðist fyrir, hverju það
sætti að þessi krafa væri gerð.
Meginrökin í svarinu vom: „NDZ
varbúnaður uppfyllir
ekki ofangreindar kröf-
ur. Þar sem algengt
var að rangir vartapp-
ar væru settir í þessi
varhús, var ákveðið að
setja í skoðunarreglur
um neysluveitur í
rekstri, kröfu um að
þessum varbúnaði yrði
skipt út“.
Þessi rök eru byggð
á tifinningum enn ekki
á lögum og em því
ólöglegar. Væri þörf á
að skipta þessum var-
búnaði út eins og segir
í svarinu af hverju era
þá ekki allir landsmenn
settir undir sömu kvöð og þeir sem
lenda í úrtaksskoðunum. Er ekki
sama hætta hjá þeim? Þá með lög-
um frá Alþingi. Agætu íslendingar,
getið þið fellt ykkur við að deildar-
/ x
Agætu Islendingar,
getið þið fellt ykkur við
að deildarstjóri Lög-
gildingarstofu, spyr
Sigurður Magnússon,
taki sér löggjafarvald
Alþingis í hendur og
setji reglur samkvæmt
tilfinningum sínum?
stjóri Löggildingarstofu taki sér
löggjafarvald Alþingis í hendur og
setji reglur samkvæmt tilfinning-
um sínum? Hversu margar reglur
em af þessum toga spunnar þar á
bæ?
Höfundur er f.v.
yfirrafmagnseftirlitsmnður.
Sigurður
Magnússon
ingarorlofi, hvort sem það er milli
kynja eða milli starfsfólks hjá ríki
og sveitarfélögum annars vegar og
á almennum vinnumarkaði hins
vegar. Laga þarf réttindi íslenskra
foreldra að nútímakröfum og þeim
skuldbindingum gagnvart launa-
fólki sem íslensk stjómvöld hafa
tekið á sig með alþjóðlegu sam-
starfi. Það er til dæmis staðreynd
Taka þarf upp reglurn-
ar um fæðingarorlof
og endurskoða kerfíð
í heild sinni, segir
Grétar Þorsteinsson.
Bæta þarf réttindi
foreldra til samvista
við börn sín með því að
lengja fæðingarorlofíð,
bæta rétt feðra og
staðfesta rétt foreldra
skv. Evróputilskipun
um foreldraorlof.
að ísland er eina landið á Evrópska
efnahagssvæðinu sem ekki er með
tekjutengdar greiðslur í fæðingar-
orlofi.
ASÍ boðar til
ráðstefnu í dag
Samræming atvinnu- og fjöl-
skyldulífs er verkefni sem taka
þarf af fullri alvöm. Margir segja
að vinna að þessu verkefni sé eitt
af lykilatriðunum á leið okkar til
framtíðar. Alþýðusamband íslands
hefur unnið að þessu verkefni að
undanförnu og boðar til ráðstefnu í
dag undir yfirskriftinni Vinnan,
fjölskyldan og framtíðin. A ráð-
stefnunni verður meðal annars
fjallað um samræmingu atvinnu-
þátttöku og fjölskyldulífs, réttar-
stöðu foreldra í Evrópu með sér-
stöku tilliti til Norðurlandanna,
réttarstöðu foreldra á íslenskum
vinnumarkaði og hvernig fjöl-
skyldupólitík virkar í framkvæmd í
nokkrum íslenskum fyrirtækjum.
Loks verður stefna ASÍ í jafnrétt-
is- og fjölskyldumálum kynnt en
sambandið leggur þar sérstaka
áherslu á úrbætur í fæðingar- og
foreldraorlofsmálum. Ráðstefnan
verður haldin í Rúgbrauðsgerðinni,
Borgartúni 6, frá kl. 13-17. Að-
gangur er ókeypis og vil ég hvetja
allt áhugafólk um jafnréttis- og
fjölskyldumál til að mæta.
Höfundur er forseti AJþýðusam-
bands íslands.
Fylgstu með nýjustu
fréttum á fréttavef
Morgunblaðsins
www.mbl.is
BOMRG
Þjöppur og valtarar
Gæði á g jðu v@rði
... W
Bensín/dísel þjöppur,
hopparar, kefli og valtarar.
Allar stærðir og gerðir.
dJöSKíMM
V Skútuvogi 12a Sími 568 1044
Aðalfundur
Aðalfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins
verður haldinn mánudaginn
18. maí 1998 kl. 16.00.
að Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38.
1998
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum sjóðsins.
Kynning á nýju lífeyriskerfi.
illögur til breytinga á reglugerð sjóðsins.
Önnur mál löglega upp borin.
3 Aðildarfélögum sjóðsins hefur verið sent fundarboð
og eru þau beðin að tilkynna skrifstofu sjóðsins fyrir
11. maí n.k. hverjir verða fulltrúar þeirra á fundinum.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með tillögu
og málfrelsi. Þeir sióðfélagar sem hygajast nýta sér
þennan rétt eru beðnir að tilkynna jóað skrifstofu sjóðsins
eigi síðar en 15. maí n.k. og munu þeir þá fá fundargögn
við setningu fundarins.
8 Tillögur til breytinga á reglugerð liggja frammi
á skrifstofu sjóðsins frá 22. apríl 1998 og geta þeir
sjóðfélagar sem áhuga hafa á að kynna sér þær fyrir
fundinn, fengið þær á skrifstofu sjóðsins eða sendar í pósti.
Einnig er hægt að nálaast tillögurnar á veraldarvefnum.
Slóð sjóðsins er wwwJifeyrir.n.is. Frá og með 27. apríl
munu reikningar sjóðsins liggja fnammi á skrifstofu hans fyrir
þá sjóðfélaga, sem vilja kynna sér þá.
Reykiavík, 22. apríl 1998
naða I ’
Stjórn Sameinada lífeyrissjóðsins.
Suðurlandsbraut 30
108 Reykjavík
Sími 510 5000
Fax 510 5010
Grænt númer 800 6865
Heimasíða: